miðvikudagur, apríl 28, 2004

Grín

Nú er ég búinn að bæta við daglegri teiknimyndasögu inná síðuna. Hér fyrir ofan er hnappur sem ætti að leiða ykkur áleiðis, munið bara að koma til baka!

kv,

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Paramotor... hvað annað?

Jæja, haldið þið ekki að hetjan ykkar hafi ekki bara FLOGIÐ paraglidernum sínum í dag. Ekki bara einusinni, heldur tvisvar! Það dró reyndar fleira til tíðinda en ég fer útí þá sálma síðar í bloggnum. Ég og Hannes, aðal töffari Vestmannaeyja, skelltum okkur uppá Bakka í dag eftir vinnu því veðrið var eins og best verður á kosið. Við byrjuðum á því að hamast með vænginn einan á mótors. Það gekk svona líka glimmrandi vel að við ákváðum að skella mótornum á bakið og prófa með hann. Og viti menn, ég var varla búinn að koma honum í gang að ég var kominn í loftið. Þar flögraði ég um í smá tíma og tók svo þessa fínu lendingu. Þetta var alvegt ótrúlega afslappað en flugtúrinn var þó stuttur því ég var í jaðrinum á flugvellinum og þorði hvorki að fara útfyrir hann né að fljúga undan vindi. Þessi stutti túr var enganvegin nóg þannig að við keyrðum niðrá austurenda flugbrautarinnar með apparatið þar sem ég gat flogið uppí vindinn (til vesturs) góðan spöl. Fugtakið þar gekk vonum framar og áður en hægt var að segja rabbabarasulta var ég kominn í loftið aftur. Þarna flögraði ég í smá tíma, beygði til hægri, beygði til vinstri, klifraði, lækkaði flugið og tók svo þá afdrifaríku ákvörðun að nú væri kominn tími til að fljúga undan vindi. Ég tók því netta vinstir beygju í þveröfuga átt og hóf flug til austurs. Á þessari austuferð minni missti ég hinsvegar hæð smá saman. Flygildið virkar einfaldlega þannig að þegar maður gefu í þá klifrar maður og þegar maður dregur af þá lækkar maður flugið. Svo ég fari nú útí smá tæknilega útskýringu þá er proppurinn gíraður niður í hlutföllunum 2,42:1. Gírinn er einfaldlega tvö mismunandi stór hjól sem eru tengd saman með viftureim (eða reim... eða hvað sem það kallast). Þegar ég var þarna á flugi áttaði ég mig á því að reimin snuðaði þegar ég gaf fullt afl og var ég því ekki að fá allt það þröst sem mótorinn getur boðið uppá. Þetta voru slæmar fréttir því mig sárlangaði til að klifra. Það gekk hinsvegar ekki og endaði með því að þyngdarhröðun jarðar bar sigur af hólmi og ég krassaði. Nú kann amatörinn að spyrja: Af hverju lentiru ekki bara???? Svarið er einfalt, þetta er fáránleg spurning!!! Förin eftir mig þar sem ég skautaði eftir þverum og endilöngum móanum á Bakka mældust 15 metrar en vildi þó svo vel til að ég var utan brautar þar sem jarðvegurinn er mjög mjúkur. Og eftirköstin.... Proppurinn (hreyfillinn) er ónýtur, grindin utanum hann er skökk og netið á grindinni rifið. Ég hinsvegar er heill á húfi og hyggst fljúga aftur við fyrsta tækifæri með strekkta viftureim. Það versta er að nú er ekki hægt að fljúga tækinu næstu dagana á meðan varahlutir eru í pöntun og gert er við skemmdir.

Nú ætla ég að biðja OG Vodafone afsökunar. Hjá OG vinnur einungis fyrsta flokks fólk, menntað og ótrúlega hæft í sínu fagi. OG er gott símafyrirtæki og jafnvel enþá betra Internet fyrirtæki. Nafnið, OG Vodafone, er alveg ótrúlega skemtilega frumlegt og vísa ég alfarið á bug gagnrýni Gunna í kommentunum mínum. Ég vil nota tækifærið og mæla sérstaklega með OG Vodafone framyfir Símann.
Og af hverju er ég að biðjast afsökunar?? Allt þetta tengingarvesen hjá þeim reyndist vera eitthvað rugl hjá Símanum. Það hlaut að vera því Síminn er þvílíkt pappakassa fyrirtæki að það sætir furðu að það haldist á floti. Annað eins þjónustuleysi, leti og aulagangur...... maður bara nær þessu ekki. Það er alveg ljóst að ég mun aldrei eiga viðskipti við þetta...... nei þetta er full langt gengið, hætti hér.

kv.

mánudagur, apríl 26, 2004

OG Vodafone.................

Nú ætla ég að ausa úr skálum reiði minnar og vonbrigðis.

Nú hef ég verið dyggur kúnni fyrst Tals og síðar Og Vodafone frá fyrsta degi. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna og allan pakkan. Ég hef sagt stoltur öllum þeim sem hafa viljað vita að ég væri viðskiptavinur Tals/Og Vodafone, talið mig vera boðbera hins góða gegn hinu illa. Ég hef staðist fjöldan allan af gylliboðum samkeppnisaðilans. Nú kveður hinsvegar við annan tón. Og Vodafone er gjörsamlega að skíta á sig í þjónustunni við mig.
Í byrjun apríl pantaði ég ADSL tengingu og var sagt að hún yrði komin á 10. apríl. Ég nenni nú ekkert að fara nákvæmlega útí öll þau símtöl sem ég hef átt við þjónustuver/nethjálp Og Vodafone en þau eru nógu mörg til að ég geti fullyrt það hér að þetta eru eintómir PAPPAKASSAR! Það eina sem stöðvar mig í því að gefa skít í þetta og færa mig yfir til Símans er að þar þarf maður að vera með símanúmer og borga fyrir það til að fá ADSL, sem er auðvitað bara tóm þvæla.

Nú erum við komnir með vænginn af paraglidernum hingað til eyja og höfum verið að gera tilraunir með hann. Náðum vídeoi af nokkuð skrautlegum tilþrifum um daginn, þarf að reyna að koma því inn á netið.

Um daginn var ég veðurtepptur uppá Bakka í 13 tíma, svosum ekkert meira um það að segja.
Svo dettur mér bara ekkert meira í hug að skrifa um, nema bara að benda öllum á að fylgjast með www.paraflug.com á næstunni.
kv.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

útdauður Geirfugl

Nú er ég orðinn útdauður Geirfugl. Seldi hlutinn minn í dag þannig að það verður ekkert meira einkaflug á næstunni..... nema bara á PARAGLIDER! Búinn að borga minn hluta í honum þannig að ég er stolltur eigandi hlutar í PARAGLIDER. Þannig að PARAGLIDER er málið í dag og reikna ég ekki með að verða viðræðuhæfur næstu mánuðina nema kanski ef umræðuefnið er PARAGLIDER. Á morgun er planið að rúlla til Keflavíkur þar sem PARAGLIDER-inn er geymdur. Ætlunin er að taka PARAGLIDER-inn með til eyja og hafa hann uppá Bakka í nokkra daga þar sem við Bjarni (flugstjóri og leiðarflugsprófdómari (einkahúmor)) ætlum að æfa okkur þegar veður gefst. Mig grunar reyndar að ég þurfi að fá mér sér hjálm á melónuhausinn minn.... finnum útúr því.

Nú er allt að gerast í "bílamálinu" í eyjum. SökuDÓLGURINN er fundinn og reyndist það vera bíllinn sem mig grunaði frá upphafi. Ökkumaðurinn var hinsvegar að fá bílinn lánaðann og ákvað að þakka fyrir sig með einu nettu HIT-N-RUN. DÓLGURINN sem reyndist vera ung stúlka stakk svo samdægurs af uppá land og hefur ekki sést aftur. Interpol og FBI hafa lýst eftir henni og verður hún sett í gapastokk, hídd, hædd og niðurlægð á þann hátt sem Bæjarfógeta Vestmannaeyja einum er lagið þegar næst til hennar. Þannig að það er allt í réttum farvegi. Ég lét kíkja á tjónið á réttingarverkstæði. Það þarf að skipta um afturhurð!!!!!!!!!!!!!!!!

Var ég búinn að minnast á PARAGLIDERINN....... ætli það ekki.

Bara svo allir viti það, HELGA DRÖFN er í útlöndum. Hún lætur svona vita af því á mjög snyrtilegan hátt, sbr. eftirfarandi sem er tekið af commnetinu:
"Já og ég er á leiðinni .... þarf að koma fyrst heim frá Corbridge en kem svo.. name the date
já hehe Helga Dröfn hérna | 04.17.04 - 4:22 pm | "
"og ég skal bara hringja héðan frá Corbridge UK og reddissu "
"Annars allt gott að frétta héðan frá Englandi svo sannarlega búið að strauja vísa!! "
En það er nú bara gott mál því þá hef ég eitthvað að skrifa um hérna. Helga Dröfn, góða skemmtun í útlandinu.

Ráðningamál í eyjum eru öll að skýrast. Ég reyndar veit ekki af hverju ég er eitthvað að mynnast á það hér þar sem kanski einn aðili sem les þetta hefur áhuga á þessu efni, en hvað gerir maður ekki til að hafa bloggana sem lengsta. Það er búið að ráða þrjá aðila eftir því sem ég best veit. Fyrstan ber að nefna Jóa Pálma sem var einmitt með mér í bekk og er fæddur og uppalinn í eyjum. Hann hefur lokið sinni P68B/C þjálfun og mun mæta fílefldur til leiks á mánudaginn næstkomandi. Næstur er hann Siggeir. Siggeir ákvað að kíkja til eyja í gær til að reyna að hitta á Valla (Bossinn) og vildi svo til að Valli réð hann á staðum. Hér kemur svo parturinn sem Hr. Icelandair og Frú FLugfélag Íslands ættu að kíkja á og taka Flugfélag Vestmannaeyja sér til fyrirmyndar í. Siggeir er ráðinn í gær. Innan við hálftíma frá ráðningu er hann kominn um borði í P68C flugvél Flugfélags Vestmannaeyja og þjálfun er hafin. Í lok dags er Siggeir búinn að fara fjöldann allan af ferðum milli Bakka og Eyja, eina ferð til Reykjavíkur og þjálfunarflug yfir norður Atlandshafinu, þar sem Bjarni (leiðarflugsþjálfunarprófdómari) lét reyna á færni hins nýráðna. Það má því segja að Siggeir hafi lokið þjálfuninni á sama degi og hann var ráðinn! Siggeir var einmitt með okkur Jóa í bekk. Sá þriðji, svo ég haldi nú áfram, er Hilmir Steindórsson. Hvenar hann byrjar þori ég ekki að tjá mig neitt um, giska á einhverntíman í maí.

Og að lokum. Eins og allir vita þá eru flugmenn áskrifendur að laununum sínum. Í þau fáu skipti sem þeir eru ekki í fríi þá er ófært og þegar þeir eru ekki í fríi og það er ekki ófært þá kvarta þeir yfir því hvað þeir vinna mikið. Ég hef ákveðið að nota þann gríðarlega aukatíma sem ég hef milli þess sem ég er í fríi að "gera upp" litla kommóðu sem ég fékk gefins síðasta sumar frá mömmu hans Ómars. Kommóðan er máluð rauð og hef ég hugsað mér að pússa hana alla upp og svo lakka hana eða olíubera eða einhvern anskotann. Áætlaður verktími er 2-3 mánuðir. Ég mun regluglega setja inn upplýsingar um framgang verkefnisins hér en ef ykkur er farið að lengja sérstaklega eftir fréttum af kommóðunni þá látið þið mig bara vita. Svo þið áttið ykkur á því á hvaða tempói þetta er unnið kemur hér smá tímaröð aðgerða hingaðtil:

Lok febrúar: Kem til vinnu í Eyjum, ákveð að gera upp kommóðuna

Fysta vika mars: Hugleiði það hvort ég eigi að taka kommóðuna í heilu lagi uppá flugvöll eða hvort ég ætti kanski að taka skúffurnar fyrst og svo sjálfa kommóðuna síðar

Önnur vika mars: Ræði það við Hannes flugvirkja hvort ég fái ekki lánaðar græjur og aðstöðu í flugskýlinu til að vinna verkið

Þriðja vika mars: Tek eina skúffu uppá völl, set restina af kommóðunni fram á gang.

Fjórða vika mars: Skrúfa haldföngin af skúffinni og geri mig líklegan til að byrja að pússa
Síðar í fjórðu viku mars: Byrja að pússa en kemst að því að sandpappírinn (180) sé ekki nógu góður fyrir þetta, viðaráferðin sem er undir rauðu mállingunni bráðnar þegar ég reyni að pússa með svona fínum pappír. Ræði það við Hannes að ég þurfi væntanlega grófari pappír og hvar ég fái hann

Fyrsta vika apríl: Ræði það betur við Hannes hvar ég fái sandpappír

Önnur vika apríl: Hannes reddar mér grófasta sandpappír sem hann fann á pússigræjuna (90)

Þriðja vika apríl: Hér fara hlutirnir að gerast hratt. Ég ákveð að taka kommóðueininguna uppá völl, geri það, byrja að pússa hana og klára toppplötuna.

Hér erum við komin í þessu ferli, spurning hvað gerist næst.


nú er komið nóg
kveðja

sunnudagur, apríl 18, 2004

Nú er minn brjálaður

Haldið þið að það hafi ekki verið keyrt á bílinn minn á bílastæðinu þar sem ég bý einhverntíman í morgun. Ég kom að bílnum mínum í hádeginu og við mér blasti um eins og hálfs meters löng rispa og dæld á vinstri hlið bílsins. Ég tel mig nú vita hvaða bíll hefur verið að verki. Málið er í höndum bæjarfógeta Vetmannaeyja. Hann er ekki þekktur fyrir linkind í svona high profile málum.
Meira um þetta síðar

laugardagur, apríl 17, 2004

Seisei

Ætla að byrja á því að vara Tryggva og önnur háskólanörd við því að það verður svoldið svæsið flugblogg í dag. Ef þið hafið á annað borð áhuga á að lesa bloggið mitt en nennið ekki að fræðast um áhugaverða, flugtengda atburði í lífi mínu þá bendi ég ykkur á að sleppa fyrstu málsgreininni. Grunar samt að forvitnin eigi eftir að hafa yfirhöndina og láta ykkur lesa allan pakkann.

Þá er aldeilis almennilegur dagur að baki hjá pjakknum. Gærdagurinn fór í vaskinn vegna vinds og misstum við því af fullt af ferðum á Selfoss á Chieftaininum (stóru vélinni). Í dag kom hinsvegar upp leiguflug á Bíldudal frá Reykjavík. Bíldudalur er fyrir þá sem ekki vita rétt hjá Patreksfirði en hann er einmitt rétt hjá Tálknafirði sem er rétt hjá Þingeyri. Þingeyri er rétt hjá Flateyri sem er rétt hjá Bolungavík. Ef þið eruð ekki enþá með á nótunum þá legg ég til að þið kíkið í landabréfabókina sem þið fenguð gefins í grunnskóla. Áhöfnin í þessu flugi voru Kapteinn og Leiðarflugsprófdómarinn Bjarni og aðstoðarflugmaðurinn hans, Birkir Örn. Á leiðinni vestur vorum við með tvo farþega og þrjúhundruð og fimtíu kíló af frakt og á leiðinni til baka vorum við með sjö farþega og smotterí af frakt. Flugið var flogið á flugnúmeri frá Íslandsflugi, sem er ótrúlega töff fyrir svona amatöra eins og okkur. “Íslandsflug 721 óskar eftir lækkun....”. Við vorum mestu töffararnir í íslenska flugstjórnarrýminu og þótt víðar væri leitað. Inná Bíldudal tókum við Fossheiðar aðflugið og tókst það bara nokkuð vel. Bíldudalur var skemtilega local og má kanski benda á að það er ekki GSM samband á flugvellinum fyrir þá sem hyggjast leggjast í ferðalög. Böddi í turninum bauð uppá kaffi og Lási Lögga kom og sótti tölvuna sína sem við vorum að fljúga með. Á leiðinni til Reykjavíkur fengum við fluglag 100 (FL100), sem er töff, og náðum að krúsa þar í 10 mínútur. Svo þegar við lentum í Reykjavík eftir flugið komu tvær dömur og löguðu til í vélinni fyrir okkur. Þetta allavegana bjargaði deginum fyrir okkur, mig og kapteininn. Svo virðist sem það hafi verið orðið kjúklingalaust í Vestmannaeyjabæ í dag því á lokaleggnum til Vestmannaeyja vorum við beðnir um að flytja hálft tonn af frosnum kjúklingum. Við gátum auðvitað ekkert tekið það allt en um tvöhundruð kíló af frosnum kjúklingalíkum komust með. Svo var bara þjóðhátíðarstemning í Bakkafluginu þegar við komum til baka því rúmlega 60 manns hafði safnast saman á Bakka þegar við komum örlítið of seinir frá Reykjavík. Að lokum munaði litlu að dagurinn yðir sleginn út með sjúkraflugi en það varð ekkert úr því.

Á þriðjudag ákvað ég að nú væri komin tími til að taka sig til í andlitinu og fara að elda eitthvað annað en vorrúllur og grjón í matinn. Fyrst ég var að taka mig á á einu sviði í heimilishaldinu fanst mér rétt að ganga aðeins lengra og taka mig á í innkaupum. Ég settist niður, gerði innkaupalista og fór í Krónuna og verslaði viku fram í tímann! Allt var útpælt útfrá síðasta söludegi á hverjum hlut fyrir sig o.s.frv. Fyrsta daginn, sjálfan þriðjudaginn, skyldi vera kjötfarsbollur eins og ég lærði að gera í matreiðslu einhverntíman um árið. Þær eru einfaldlega þannig að maður slettir kjötfarsi í pott með vatni í og lætur sjóða. Kartöflur voru ætlaðar sem meðlæti en þar sem mér var aldrei kennt elda svoleiðis í matreiðslu þurfti ég að hringja í mömmu og spurja hvernig maður færi að. Þetta er með ógirnilegri máltíðum sem ég hef eldað og allt kvöldið var ég ropandi upp fitumettuðum kjötbolluropum. Ég mæli ekki með kjötfarsbollum.
Síðan á þriðjudag er ég búinn að elda máltíðir eins og Krónupizzu með aukaosti og ananas, Knorr 5 minute Spagetteria, og Knorr lasagna. Planið í kvöld er að fá sér Vorrúllur og grjón, öllum velkomið að kíka í mat.

Nú ákvað ég um daginn að tími væri kominn til að þrífa aðeins á heimilinu. Haldið þið að ég hafi ekki rekist á snilldar hlut í 10-11. AJAX FÊTE DES FLEURS – FESTBUKETT UNIVERSAL/ALLRENGÖRING. Þetta eru svona blautklútar frá Ajax sem maður notar á allt og þegar ég segi allt þá meina ég ALLT. Klósettið, eldhúsborðið, sjónvarpið, sófaborðið o.s.frv. Ég sveif hérna um heimilið eins og Mr. Muscle. Nú ilmar allt á heimilinu eins og í Ajax auglýsingu, get ég ímyndað mér, eins og veislublómvöndur (festbukett). Eins og þið getið ímyndað ykkur þá er ég í skýjunum yfir þessu.

Nú ætla ég að hafa þetta gott í bili en ef þið viljið leita ráða varðandi eldamennsu eða heimilisþrif þá vitið þið að ég ykkur alltaf innan handar, 24/7.

kveðja

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Leti

Jæja, þá er maður búinn að vera sultuslakur í allt of langan tíma, búinn að vera í páskafríi.

Ég gleymdi auðvitað að minnast á hana færnku mína í síðasta bloggi sem á einmitt sama afmælisdag og hann Lalli gamli. Það er hún Carita sem var að verða sautján ára....... úff. Væri að fá bílpróf ef hún væri hérna á Íslandi en danir eru skynsamari í þessu og leyfa ekki börnum að aka bílum. Ef ég fengi einhverju ráðið þá fengi fólk ekki bílpróf fyrr en við 24 ára aldur. Það er fyrst þá sem börn öðlast þann andlegan þroska að geta stjórnað ökutæki og skipt um útvarpstöð á sama tíma. Fyrir um níu árum var unga fólkið hinsvegar mun þroskaðra og tilbúið til að takast á við þá ábyrgð sem fylgir því að aka bifreiðum og þ.a.l. alveg eðlilegt að ég hafi t.d. fengið bílprófið 17 ára.
Páskafríið mitt var eitthvað hálf endasleppt, var innan við sólahring í bænum, aksjón á kallinum. Var búinn að plana fríið frá A-Ö en það eina sem ég náði að gera var að skipta um dekk á bílnum mínum. Kom hinsvegar í örstutta kaupstaðarferð í gær og náði þá að versla mér forlátan lampa í stofuna á 398 krónur og svo skrifborðsljós á rúmar 800 krónur.
Lalli var svo glaður að fá að sækja bílinn minn í Þorlákshöfn á afmælisdaginn að ég ákvað að leyfa honum að skutla bílnum til baka aftur í bátinn. Við það varð hann svo yfir sig glaður að hann ákvað að fara að kaupa fyrir mig ráter svo ég komist á netið heima. Nú þarf ég bara að leggja höfuði í bleyti og sjá hvað annað ég get platað hann útí.
Nú er verið að ráða hérna á fulli og styttist í það að ég verði ekki lengur einn í íbúðinni. Þeir sem hafa hug á að kíkja í heimsókn ættu að fara að huga að því, ef þeir/þau/þær villja vera ein með mér í íbúðinni...... purrrrrrrrrrrrrrrr
Annars get ég nú alveg tekið við gestum í sumar, það er bara ekki sami lúxus í boði þá.

Ég vyl þakka honnum Lalla firyr prófarkalestur á þesary greyn, veyt ekky hvernyg ég færy að án hanns.

kv.

laugardagur, apríl 10, 2004

Á móti síðanskein sólstrandagæjarnir

Í dag á hann Lalli afmæli, orðinn alveg hel-gamall. Óska honum til hamingju, reyndar búinn að hringja í hann en í afmælisgjöf fær hann frá mér þann heiður að sækja bílinn minn til Þorlákshafnar þangað sem ég sendi hann í morgun með dallinum. Það er ekki hægt að hugsa sér betri gjöf. Í kvöld er svo afmæli hjá gamla og stefnir allt í það að ég verði veðurtepptur í eyjum vegna þoku.... hver hefði geta ímyndað sér fyrir ekki svo löngu að það gæti gerst??
Fékk gest í gær úr kaupstaðinum. Ómar ákvað að kíkja hingað til að slappa aðeins af. Í gærkvöld voru Á Móti Sól tónleikar og grunar mig að það hafi gert útslagið um að hann kom. Hannes flugvirki og meistarakokkur bauð okkur þrem flugmönnunum (vitleysingunum eins og hann kýs að kalla flugmenn) í reikta hryggjarsteik. Fær hann fjórar af fimm stjörnum mögulegum fyrir eldamennskuna. Svo var tekið á því, Ómar og Hannes voru skuldbindingalausir þannig að þeir gátu hellt í sig. Af einhverjum ástæðum þótti þeim tveim karlmönnunum viðeigandi að fá sér Passoa með appelsínusafa sem hefur hingaðtil þótt frekar dömulegur drykkur á mínu heimili en allt má í hallæri. Síðan var stefnan tekin á Höllina, Á móti sól, yeeeeeeeeha!! Besta hljómsveit norðan alpafjalla þótt víða væri leitað. Textarnir djúpir, melódíurnar grípandi, söngurinn seiðandi, hvað meira getur maður beðið um? Strax þegar komið var í höllina áttuðum við okkur á því að klukkan hjá okkur var stillt eitthvað viltaust, og framanaf leist mér ekkert á fólksfjöldan í húsinu. Eftir tvö fór hinsvegar að streima inn fólk og um þrjú var húsið vel pakkað.... sem er gott. En svo ég snúi mér aftur að því þegar við komum fyrst inn í húsið þá sá Hannes strax ástæðu til þess að gera húsið fokhelt. Hann allavegana talaði mikið um það en að endingu varð ekkert úr því.

Nýjusti frasarnir hjá Ómari:
Rólegur á ......
Og
Rólegur á Ruglinu

Nú er svo kominn laugardagurinn tíundi og ég held að ég láti þessu leiðindarbloggi lokið.
Kveðja

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Nu er jeg skydesyg

Nenni ekki að skrifa eitthvað langt, ég er að fá hita og fyrirséð að ég verði með óráði innan stundar. Betra að koma sér frá blogginu áður en það gerist.

Góðar stundir

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Allir bestu kokkar heims eru KARLMENN!!!

Þá hefur mér tekist að setja reykskynjarann í gang tvisvar við eldamensku hérna í eyjum. Væri reykskynjari útá svölum væru skiptin orðin þrjú og meiri líkur en minni að hann hefði brunnið á kjúklingabrennuni sem ég hélt eina kvöldstund hérna fyrir vinnufélaga mína. Í gærkvöld var ég að elda vorrúlur og ákvað það að þótt þær eigi að eldast á 200°c í 20-22 mínútur væri sjálfsagt sniðugt að hafa þær í 25 mínútur og blasta 250°c á þær síðustu fimm mínuturnar. Það reyndist ekki vera góð hugmynd. Til allrar hamingju eldaði ég grjón fyrir fjóra þannig að ég leið ekki skort.
Ég gleymdi að mynnast á það hérna um daginn þegar ég var að bjóða uppá fría gistingu í eyjum að inní henni fylgi lágmark ein frí máltíð, elduð af húsbóndanum, mér. Ég er búinn að taka batteríið úr reikskynjaranum þannig að hann ætti ekki að trufla mig framar við eldamennskuna.

Hér er tilkynning til ungra sveina á leiðinni út á lífið:
Frést hefur af skæðum faraldri kvenna á “besta” aldri í bænum eftir miðnætti um helgar. Þekkja má óargadýrin á danssporum þeirra og því að þær skilja eftir sig bláa marbletti á rasskinnum fórnalamba sinna. Tilraunir benda til þess að hægt sé að losna við þær með því að fá vini sína til að spurja ykkur spurninga eins og “ertu kominn á séns með tengdamömmu?”. Ef það ber ekki árangur má fara í róttækari aðgerðir og varpa fram vangaveltum á borð við “hvernig var það á stríðsárunum, óðuð þið ekki í strákum þá?” og “gætiru sagt mér, á hvaða hæð býrðu á Hrafnistu? Ég er eiginlega alveg viss um að ég hafi séð þig síðast þegar ég heimsótti langömmu!”.
Fórnalömbum er bent á að taka stóran skamt af alkahóli til að gleyma.

Fór í mitt fyrst sjúkraflug í gærmorgun... svosum kanski ekkert til að gleðjast yfir, þannig, en samt reynsla.

Nú er ég búinn að finna mér nýtt hobbí, eða öllu heldur var ég dreginn inn í hóp af ofurhugum sem ætla að stunda PPG í sumar. PPG stendur fyrir Powerised paragliding og virkar einfaldlega þannig að maður hangir í nokkurskonar fallhlíf sem er eins og mjög stór vængur í laginu. Á bakinu er maður með mótor sem knýr mann áfram og gerir manni kleyft að fljúga um. Maður kemst í loftið frá láglendi, þarf ekki að hoppa fram af fjalli eða úr flugvél og maður getur víst klifrað alveg ótrúlega hátt í þessu. Meira um þetta síðar en fyrir áhugasama þá má skoða síður á borð við Skytoy og paragliding.com
Þegar ég hef komið myndasíðu í gang hérna þá hefst ég handa við að dæla inn myndum af þessu.
Kveðja

laugardagur, apríl 03, 2004

jammjammjamm

Jæja, þá er strákurinn orðinn einn í slotinu hérna í eyjum. Maggi harðfiskur er farinn af skerinu til að gera garðinn frægan á Fokker flugvélum Flugfélags Íslands. Ég er þá að vinna í því að flytja á milli herbergja í íbúðinni. Það þýðir að maður verður að byrja á því að djúphreinsa herbergið eftir fyrrum ábúanda. Flytja svo allt dótið milli herbergja (ein sæng, gítar og föt) og ganga svo frá gamla herberginu (loka hurðinni). Gróflega áætlað reikna ég með 5-6 dögum í þetta verkefni.
Íbúðin er þriggja herbergja, þannig að nú stendur fóki til boða að fá fría gistingu og upplifa Vestmannaeyjar á besta tíma ársins.

Fór á Jet Black Joe tónleika í gær/nótt á Nasa. Þetta voru bara nett slétt þéttir tónleikar þó mér finst þeir nú hafa tekið full mikið af cover lögum.
Við sitjum þarna í rólegheitunum uppá efri hæðinni þegar kemur ekki bara massíft magn af fólki á "besta" aldri. Maður svona velti því fyrir sér hvort rútubílstjórinn hafi eitthvað villst á leiðinni á Broadway þar sem hið geisivinsæla ABBA show tröllríður öllu. Einhverjir einstaklingar í þessum hóp voru þarna allt kvöldið en eitthvað virðist hafa þó hafa grisjast. Það var annars mjög gaman að sjá pörin dansa Polka og Jive við lög eins og Freak Out.
Lalli komst á séns.... tvisvar. Í bæði skiptin hjá konum á besta aldir, ehem. Fyrri sénsinn skemmdi ég með því að koma með eitthvað ógætilegt komment sem féll ekki vel í dömuna. Seinna fór út um þúfur þegar hann kippti aðeins í aðra stelpu sem er aðeins nær honum í aldri. Ekki taka því þannig að Lalli sé fyrir konur á besta aldri, það virðist vera meira þannig að konur á besta aldri séu fyrir svona spengilega unga drengi eins og hann.
Kvöldið endaði svo á Glaumbar þar sem það var nákvæmlega ekkert að gerast og ákvað ég að stinga af og gera mig heimkominn heima hjá lalla þar sem ég rotaðist á gólfinu í nokkra tíma (á dýnu!) áður en ég þurfti að þeysa austur á Bakka.
Samjömmurum mínum vil ég þakka góða skemmtun.

Nú er ég svo aftur kominn til eyja, ætla að láta eitthvað gott af mér leiða í þessari viku..... í mína eigin þágu að sjálfsögðu, hugmyndir vel þegnar.

kveðja

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Frír drykkur

Í tilefni þess að nú er síðan mín næstum tveggja vikna gömul (á morgun), ég sé búinn að fá útborgað og að samkvæmt ofurteljaranum, sem ég skora á alla að skoða, sé búið að skoða síðuna rúmlega 100 sinnum og þar af einusinni frá Bandaríkjunum og að þetta stefni í að verða allt of löng, illa samsett setning, hef ég ákveðið að bjóða uppá fría bjór/kaffi/kakó/skot á Ara í ögri milli 21:00 og 22:30 í kvöld fimtudagskvöld. En takið eftir, aðeins einn drykkur á mann, þó ég sé flugmaður frá vestmannaeyjum er ég ekkert moldríkur.
Sé ykkur á Ara í kvöld.

Gunni, ég samdi við kráareignanda í Köben um að þú gætir kíkt við hjá honum. Kráin heitir Kaffe Istegade og er á Istegade 23 talar bara við Jørgen Sørensen á barnum og hann reddar þér einum Frekke Fadøl.

kveðja