laugardagur, júlí 31, 2004

Jæja..........

Jæja, þá er maður staddur hérna í skólanum, kláruðum síðasta sessionið í gær og förum í prófið á morgun. Hvað á maður að gera af sér þegar maður er búinn að fara í gegnum allt efnið fimm sinnum og sér ekki mikinn tilgang í að lesa meira..... jú, blogga alveg hreint leiðinlega langan og tilgangslausann blogg, skulum sjá hvort það takist.

Ég vaknaði í morgun klukkan 8:10 við það að vekjarinn á símanum mínum vakti mig eftir eitt standard snoozze. Ég fór í rólegheitunum á fætur og kveikti á sjónvarpinu til að hafa tónlist á fóninum. Að venju fór ég í sturtu og áætla ég gróflega að það hafi tekið um 10 mínútur, það var mjög gott að fara í sturtu. Eftir sturtuna klæddi ég mig, eftir að hafa þurkað mér að sjálfsögðu. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin um 8:30. Ég setti gel í hárið á mér en það tók ekki langan tíma. Því næst fór ég niður á fyrstu hæð til að fá mér morgunmat. Í morgunmat byrjaði ég á því að fá mér súrmjólk með ávöxtum og múslí. Ávextirnir voru ekkert sérstaklega góðir en ég kláraði þetta samt því það er sind að láta mat fara til spillis. Eftir súrmjólkina með ávöstunum og múslíinu fékk ég mér tvö ristuð brauð með osti og spægipylsu og appelsínudjús með til að skola öllusaman niður. Brauðið var með rúsínum í og var mjög gott.....
Jæja, nóg af þessu,.....

Hér koma tvær gátur.... sendið svör inná commentin

A sheik announced that a race would decide which of his two sons would inherit all his wealth. The sons were to ride their camels to a certain distant city. The son whose camel reached the city last would be given all the sheik's wealth.
The two sons set out on the journey. After severals days of aimless wandering, they met and agreed to seek the advice of a wiseman. After listening to the wiseman's advice, the two sons rode the camels as quickly as possible to the designated city.
What was it that the wiseman told the two sons? They did not agree to split the wealth, and their father's decree would be followed.


A man wanted to enter an exclusive club but did not know the password that was required. He waited by the door and listened. A club member knocked on the door and the doorman said, "twelve." The member replied, "six " and was let in. A second member came to the door and the doorman said, "six." The member replied, "three" and was let in. The man thought he had heard enough and walked up to the door. The doorman said ,"ten" and the man replied, "five." But he was not let in.
What should have he said?


fimmtudagur, júlí 29, 2004

Svíþjóð á skalanum 1-10

Nú er farið að styttast í annan endan hérna og ekki frá því að maður sé farinn að finna fyrir smá spenning að kíkja heim, hitta holdvota þjóðhátíðargesti o.s.frv.  Þar sem þessi Svíþjóðardvöl er senn á enda get ég rétt ímyndað mér allar þær spurningar sem brenna á vörum ykkar og þar fyrst og fremst... hvernig er svíþjóð á skalanum 1-10???!?
Í stuttu máli:
Í Svíþjóð er ALLTAF rigning, nema þessa örfáu daga þegar sólin skín... læt ykkur svo um að staðsetja þessa lýsingu á skalann

kv.

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Heimför

Þá er það "staðfest", við erum á leiðinni heim 2. ágúst.  Við verðum heima í einhvern ótilgreindan tíma þar til kemur að því að við verðum send til UK til að taka lendingar og á einhver aukanámskeið.

kv.

sunnudagur, júlí 25, 2004


Útsýnið út um hótelgluggann á sjöundu hæð. Bílastæðið, hraðbrautin, Mc Donalds auglýsing og svo flugvélar, hvað getur maður beðið um meira? Posted by Hello

Hótelið sem við erum á í Arlandastad, beint undir lokastefnunni á braut 01L, ekkert nema gott um það að segja Posted by Hello

CSS (Cockpit system simulator) sem við höfum ótakmarkaðan aðgang að. Þarna getur maður fiktað í flestum systemum og ýtt að flesta takkana án þess að kennarinn sé að slá á fingurna á manni. Posted by Hello

Hér sjáum við Írsku jólasveinana, Kieran Murphy og Dan Singelton, hressir að vanda Posted by Hello

Stórir dagar

Í gær var stór dagur í lífi mínu.... ég vann Guðrúnu í Pool-i.  Mörgum þykir kanski ekkert merkilegt að strákur vinni stelpu í pooli en maður hefur sínar veiku hliðar og ég er ekkert hræddur við að viðurkenna að mín eina veika hlið er pool.

Það er farið að styttast í öllu hérna.  Við eigum as we speak bara fjögur session og próf eftir, sama með danina en írsku jólasveinarnir eru einmitt í prófinu þessa stundina.  Ekkert höfum við heyrt enþá með hvað gerist eftir Sverige en ég reikna fastlega með að maður nái að kíkja aðein heim til að afgreiða ýmis mál.

Annars óska ég Hjalta Grétars innilega til hamingju...............

kv.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Hvað er í gangi hérna?
http://www.peyji.blogsot.com/

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Gömul lumma

Gamlar lummur geta verið góðar, en þegar það er búið að tyggja og melta þær þá verða þær ekki góðar lengur.  Þetta er hollráð dagsins.
 
Að öðrum meira spennandi hlutum.  Af mér er ekkert að frétta frekar en venjulega, allt rúllar þetta á sínum hraða o.s.frv.  Ómar félagi kíkti í heimsókn hingað um helgina og skemti sér konunglega.  Hann var þó ekkert sérlega hrifinn af því hvernig föken Salad fór með hann, þið verðið að spurja hann meira út í það........
 
kv.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Ekki nógu gott

Ok, ég fékk þessa fínu myndavél en það vildi svo til að hún var sama sem batteríslaus, þannig að ég er ekki búinn að taka neinar krassandi myndir.  Verið er að vinna í því að fá adapter til að ég geti hlaðið batteríið og tekið myndir.  Ég komst loksins á Golden Memories í smábæ hérna rétt hjá.  Það er ágætis staður, fínasta diskótek og þokkalegur bar en þið vitið hvernig þetta er...
Bíðið spent eftir myndum, þær munu birtast fyrr en síðar.
 
kv
 

föstudagur, júlí 16, 2004

Myndir

Jæja, þá er strákpjakkurinn kominn með digital myndavél og tekur myndir af öllu sem hreyfist.  Á næstu dögum má því búsat við að myndir fari að streyma inn á síðuna, fylgist því spennt með.
 
Það sem hefur gerst síðustu daga..... búinn að prófa að rolla B 767 breiðþotu, það var intresant, er að ná lendingunum helvíti vel o.s.frv. same shit, different day.... nema kanski að ég mundi skipta út shit og setja ævintýri... man ekki hvað það er á ensku. 
 
kv.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Frá Svíþjóð er mjög lítið að frétta. Hér er allt meinhægt. Þessa stundina er setið inná crew lounginu á hótelinu, hlustað á Guns'n Roses og lesið allt um það við hvaða gráðufjölda maður rekur rassinn niður á 767. Vorum í kassanum í gær, aftur í dag o.s.frv. þetta rúllar bara allt saman og maður er farinn að finna fyrir því að maður er farinn að vita eitthvað hvað maður er eða á að gera hverju sinni.

Á laugardaginn var planið að taka á því en það fór einhvernvegin fyrir ofan garð og neðan. Guðrún annar Daninn og annar Írinn skelltu sér þó seint og síðarmeir á hinn víðfræga bar Golden Memories í stórbænum Sigtuna. Það vildi svo vel til að Guðrún tók með sér myndavél og náði einni góðri sem sýnir nýjustu tísku trendin hérna í konungsveldinu Svíþjóð. Ein og við vitum öll hafa Svíar löngum verið langt á undan sinni samtíð í tískumálum og mæli ég eindregið með því að fólk heima taki sig til áður en það verður tekið af tískulöggunni og safni smá lubba ein og hann Ingemar Stenmark hefur gert.

kv.

laugardagur, júlí 10, 2004

Spakmæli dagsins

"Why fart and waste it hven you can burp and taste it"
(Dan Singelton 2004)

kv

fimmtudagur, júlí 08, 2004


Innan úr kassanum Posted by Hello

nr. 60

Ætla að byrja á því að þakka fyrir snilldar brandara frá bróðir mínum á commnetinu við síðasta blogg, japanirnir klikka ekki.

Héðan frá Sverige er allt að frétta. Nú eru hlutirnir farnir að gerast því við erum byrjuð í kassanum eða flugherminum. Af hverju er þetta kallað að vera í kassa? Jú vegna þess að þetta er ekkert annað en kassi á stærð við 50fm blokkaríbúð á glussatjökkum sem getur hreyfst á alla kanta. Stykkið kostar einhverstaðar í kringum tvo MILJARÐA þannig að það er eins gott að vera gentle.
Byrjuðum í gær, það gekk þokkalega, ég komst að því að 150 tonna þota getur alveg lennt á grasi. Svo í dag vorum við aftur, það gekk betur og ég ákvaða að vera ekkert að endurtaka mjúkbrautarlendingu á grasi. Þetta er auðvitað ekkert annað en geggjað.
Á morgun er svo þriðji tíminn o.s.frv.

Hér á hótelinu eru hlutirnir hinsvegar að færast till verri vegar. Í morgun þegar maður skundaði kátur í liftuna á leið í eitt besta morgunverðarhlaðborð norðan alpafjalla mætti manni tilkynning sem sagði að veitingarrekstraraðilinn hafi runnið á rassinn fjárhagslega og því verði morgunverðarhlaðborðið ekki að vanda á sínum stað. Í staðin fékk maður morgunmat á veitingastað hérna í mollinu en það kemst einfaldlega ekki með tærnar þar sem hitt hafði hælana. Yfir þessu ríkir mikil sorg en við komumst að því að ástæða fjárhagserfiðleika veitingarrekstraraðilans sé sú að danirnir sem eru með okkur á námskeiðinu hafa verið full duglegir við að smyrja sér nesti á morgnanna. Ekki nóg með að morgunverðarhlaðborðið hafi lokað heldur lokaði barinn í lobbíinu líka og breiðtjaldssjónvarpið úr lobbíinu er horfið. Þetta er allt hið leiðinlegasta mál sem sér enganvegin fyrir endan á.

Síða dagsins er að sjálfsögðu heimasíða B767 hjá Boeing en fyrir þá sem ekki vita er þetta ein flottasta flugvél fyrr og síðar en með henni skipast í flokk vélar eins og P68B/C Partenavia og PA 31-350 Chieftain

kv

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Prófið afstaðið

Jæja, þá er hið margumtalaða Technical test afstaðið. Það var svosum ekkert erfitt við erum öll sammála um að vera mjög fegin að vera laus við það hangandi yfir okkur. Nú er það bara að standa sig í herminum og ég á svosum von á því að maður eigi eftir að svitna svoldið vel við þá iðju.

Nú langar mig að tala svoldið um internet síðu sem ég hef lengi ætlað að nefna. Ég hef lengi notast við hana því hún er með afbrigðum gagnleg og góð. Síðan heitir online conversion.com. Eins og nafnið ber með sér inniheldur síðan breytifaktora fyrir líklegustu sem og ólíklegustu lengdar, þyngdar, rúmmáls o.s.frv. gildi sem fyrirfinnast. Fyrir þau ykkar sem eruð álíka miklir njerðir og ég þá langar mig til að benda ykkur sérstaklega á Astronomical hlutann og þá sérstaklega á eininguna parsec.

kv.

mánudagur, júlí 05, 2004

Týpískur Íslendingur

Hérna sat ég um daginn niðrí lobbíi með samnemendum mínu á áðurnefndu námskeiði. Þar á meðal eru tveir Írir sem voru að monta sig af afrekum sinnar litlu þjóðar og þá sérstaklega af því að Írar væru þeir einu sem gætu unnið Breta í nokkru. Litli kollurinn fór nú í gang á mér og ég áttaði mig nú á því að þetta væri ekki rétt hjá þeim, ÍSLENDINGAR hefðu nú unnið Breta í þorskastríðinu hér um árið. Þarna sat ég og hugsaði með mér "ég skal sko segja þeim frá þessu, hvernig er nú þorskur aftur á ensku??". Svo svo mundi ég orðið, COD, og var við það að fara að segja: "Well you know, Icelanders won the english in the cod war many years ago" þegar ég upp í huga minn skaust skyndilega mynd af tveimur furðufuglum, sitjandi við bar, drekkandi THULE bjór ef ég man rétt. Þá snar hætti ég við og fór að hugsa minn gang.

kv.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Same-ol

Smá fréttir frá Svíþjóð. Fréttirnar eru í raun þær að ekkert er að frétta. Á morgun og þriðjudag eru bóklegir performace tímar með kennara og hafa hinir reynsluboltarnir sem eru með okkur á námskeiðinu sagt okkur það í fullum trúnaði að málið með performance sé það að enginn skilur hann. Performance kennarinn kíkti á okkur á föstudag og sagði hin fleigu orð "If you fail, you pass..." eftir að hafa fengið að heyra þetta þrisvar uðum við sammála um að hann væri sjálfsagt að meina að þetta yrðu mjög einfalt. Á þriðjudag er svo próf úr performance og svo öllu því sem við erum búin að vera að stúdera síðustu rúmu vikuna.

Við kíktum í bæinn í gær, það var ágætt, svosum ekkert meira að segja um það nema kanski að okkur var ekki hleypt inn á hinn víðfræga Spy Bar vegna ölvunar þrátt fyrir að hafa varla bragðað á áfengi. Dyravörðurinn horfði djúpt í augun á okkur og sagði svo "You are to drunk, I can see it in your eyes, you can't go in!". Við hlógum auðvitað bara að honum og fórum á annan stað. Komumst svo að því að allt lokar klukkan þrjú nema þú hafir einhvern sérstakan membership. Í dag er svo bara afslöppun, horft á bíómyndir, spilaðir tölvuleikir og svo hef ég hugsað mér að leggjast svo lágt að horfa á úrslitaleik EM, Grikkland-Portúgal, ég tippá á jafntefli.

kv.

laugardagur, júlí 03, 2004

Jólasveinninn er fundinn

Tekið af fréttavef Peyjans

Jólasveinninn er fundinn! Og ekki nóg með það, þeir eru tveir!

Jólasveinninn sem löngum hefur verið talinn búa á Norðurpólnum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð eða í Finnlandi hefur komið í leitirnar í Svíþjóð, nánar tiltekið á nágrenni Stokkhólms. Við nána athugun og greiningu á enskuhreim kom í ljós að um tvo einstaklinga er að ræða sem hafa þekkst lengi og koma frá Írlandi. Blaðamaður peyjans náði exclusive viðtali við þá félagana þar sem þeir voru staddir í SAS Flight Academy á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi.
Aðspurðir hvað þeir væru að bardúsa sögðust þeir vera að taka þjálfun á breiðþotu. Undanfarin ár hafa þeir stundað vinnu sína á mun minni þrýstiloftsloftfari en græðgin í börnum nú til dag hafi gert það óhjákvæmilegt að stækka farkosti sína svo um munar til að koma öllum gjöfunum fyrir í.
Þykja þeir leggja sig sérlega lítið fram við bóklega þjálfun og treista alfarið á eigin ágæti og það að um svokallað open-book próf sé að ræða. Aðspurðir hverju sætti sögðu þeir "HÓHÓHHHHHHHHHÓÓÓÓÓÓ..... hefur þú verið góður þetta árið VINUR!!???".
Pressan bíður spennt eftir að sjá árangur þeirra prófa sem þeir munu þreita á næstu dögum.

föstudagur, júlí 02, 2004

Ein spurning

Hvernig á maður að fara að því að vakna hress klukkan sjö á hverjum morgni þegar maður hefur ekki þurft að gera það síðan fyrir myntbreitingu?


Allt går jätte bra, jag tar hissen varje morron til frokkost. Alla är väldigt trävliga och därför är jag en glad gubbe.

Þýðing óskast á commentið, sá er fyrst(ur) með góða útlistun á textanum fær ljósmynd af mér í verðlaun.

Hej då

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Crusty, you're the GAL

Langar að þakka Helgu Dröfn, aka Crusty, fyrir að vera dugleg á commentinu hjá mér.

kv.