föstudagur, ágúst 27, 2004

Á lausu

Faraday-bræður, sem eru fjórir talsins, vinna við ýmis fyrirtæki til að tryggja gengi stórfyrirtækis fjölskyldunnar, þótt John faðir þeirra hafi horfið með dularfullum hætti.

Illvíg Asíumafían ógnar lífi þeirra sífellt þótt heimkynni þeirra sé á friðsældareyjunni Hawaii. Þegar bókhaldari Johns Faraday finnst myrtur í fangaklefa, taka bræðurnir endanlega ákvörðun um að fletta ofan af sannleikanum um ævi föður þeirra.

Við rannsókn komast þeir að uggvænlegum sannleika sem leiðir óumflýjanlega til æsilega spennandi skuldaskila.

Bræðurna leika þeir Timothy, Joseph, Samuel og Benjamin BOTTOMS.

Fjölskylduatvinnan er morð.


Þessa óhemju spennandi mynd (Island Sons) er hægt að kaupa á Bónusvideó á Grensásvegi á einungis 99 krónur!!! Fyrstur kemur fyrstur fær.


Svo langar mig til að mynnast á hana frænku mína Röggu. Ragga er á lausu. Mynd af Röggu fylgir hérna fyrir ofan.

kv


Posted by Hello

mánudagur, ágúst 23, 2004

The GLORY of aviation

Ég er búinn að átta mig á því að til að vera hamingjusamur þar maður að hafa tvær vinnur. Sú fyrri er vinnan sem þú stundar af hugsjón, vegna þess að þú veist að þú ert að gera gagn, gera eitthvað gott, láta öðrum líða vel, einskonar góðgerðastarf. Sú síðari en vinna sem maður stundar til að láta sjálfum sér líða vel, eitthvað sem maður hefur gríðarlegan áhuga á, eitthvað sem lætur manni sjálfum líða vel, eitthvað sem borgar vel og svo framvegis.
Nú er ég kominn í þá stöðu að ég er einmitt kominn í þessar tvær vinnur. Það fyrra, hugsjónastarfið, er hjá mér að vinna á videóleigu. Með því að vinna á vídeóleigu þá tekst mér að gleðja fólk með því að lána því góðar myndir. Hver veit nema falleg ástarsambönd blossi upp yfir myndum á borð við "Police Academy: Mission to Moscow" eða "The Giant Spider Invasion" . Ég legg mig fram við að velja sérlega gott sælgæti í poka og afgreiða gourmet pulsur af mikilli fágun og í lok dags fer ég glaður heim því ég veit að ég hef breitt einhverju til betri vegar. Hin vinnan er sú sem flestir ættu að vera orðnir kunnir á þessu stigi. Vinnan sem lætur mér líða eins og sönnum karlmanni, vinnan sem dregur að mér kvenfólk í stórum stíl, vinnan sem er bókstaflega að sprengja launareikninginn minn, hvað annað en flugið!
Það mætti því segja að ég sé kominn í hið fullkomna jafnvægi, sem er gott.

kv

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Ofmetnaður

Nú er komið að því að strákurinn er orðinn svo þreyttur á hangsinu og biðinni að hann er farinn að gera eitthvað!!!
Þetta er alltaf þannig að maður byrjar svona löng hangs-tímabil á því að taka til hendinni, útrétta, kaupa hluti sem manni sárlega vantar og önnur vitleysa. Svo kemur tímabil ofurleti og slens. Maður nennir engu, gerir ekkert og er að öllu leiti sjúklega leiðinlegur. Þriðja stigið er þegar maður kemst að því að þetta gengur enganvegin lengur og ákveður að gera eitthvað í málunum. Ég hef verið að komast á það stig smá saman síðustu dagana, sem betur fer. Það byrjaði allt á því að ég ákvað að selja bílinn minn. Gráðugur og nískur eins og ég er ákvað ég að nú skyldi kallinn græða á bílabissnessinum og fá gott verð fyrir bílinn. Ég auglýsti hann í fréttablaðinu á fráleitu verði og uppskar eftir því. Tveir gaurar (í orðsins fyllstu merkingu) hringdu og höfðu nákvæmlega sömu sppurningarnar:
GAUR: Hénna, eeee, hvað, hénna, hvað er hann með stóra vél?
ÉG: Hann er með hina ofursparneitnu 1300 vél vinur minn!
GAUR: Hénna, sko, eeem, hénna, hvernig er hann á litin?
ÉG: Hann er grænsanseraður, vinur
GAUR: Ok, hénna, ég sko, hénna ætla að spá í þetta, okbæ
ÉG: Blessi þig vinur.

Út frá þessu áliktaði ég að gaurum þætti ekki cool að aka um á sparneitnum bílum þrátt fyrir bensínverðið á þessum síðustu og verstu tímum og þá því síður ef bíllinn er grænsanseraður á lit.
Á endanum tókst mér að selja bílinn á svipuðu verði og ég keypti hann á, örlítið gengistap á honum en hva, ég er ríkur flugmaður á svimandi háum launum þannig að ég kvarta ekki. Næsta geðveikin sem ég er að tapa mér í þessa síðustu daga er að fara út að skokka. Snarbilaður eins og ég er þýðir ekkert að byrja ég á einhverri kellinga vegalengd þannig að ég dúndra mér beint í 6 km og stefni hraðbyr á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu (10km). Það hefur hinsvegar orðið örlítið bakslag í þeim áformum mínum því ég var búinn að steingleyma því að þegar maður gengur of langt í biluninni vilja harðsperrur oft minna mann á að hausinn á manni er ekki alveg í lagi. Sjáum til hvernig þetta fer allt, en þar til geng ég um eins og gamalmenni með brjósklos í báðum mjöðmum.

kv.

mánudagur, ágúst 16, 2004

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Nú er verið að röfla í manni því maður er svo latur að skrifa. Ykkur að segja er það einfaldlega vegna þess að það er ekkert að gerast.
Sit á rassinum og bíð eftir að það verði hring í mig og mér sagt að hunskast til útlanda, en þar til það gerist hef ég hugsað mér að æfa mig að spila Afgan á gítar.

Það er svosum alltaf hægt að tala um veðrið eing og allir aðrir bloggarar gera. Veðrið er búið að vera rosalega gott síðustu daga, ég er bara ekki að ná þessu, WÁ!
Þá er það komið.

Fór í örlitla útilegu í vikunni, það var ágætt. Gott veður og svona.

kv.

föstudagur, ágúst 06, 2004

Blogg og meira blogg

Nú hefur stórvinkona mín og fyrrum vinnufélagi Helga Páls stofnað til bloggsíðu á sínu nafni. Helga Páls er fyrrum vinnufélagi eins og komið hefur fram, frá Íslandspósti. Þar unnum við saman sem vaktstjórar en hlutverk okkar var að hafa hemil á óstýrlátum bílstjórum sem leika lausum hala um öngstræti borgarinnar í tugatali á degi hverjum. Hún starfar enn sem vaktstjóri og mætti segja bligðunarlaust að hún er hversdagshertja sem fær ekki það hrós sem hún á skilið.
Nóg af bullinu. Gott framtak Helga Páls, stattu þig stelpa, er reyndar svoldið ósáttur við að þú viljir ekki mæta í sólgleraugnateitið okkar Ómars (sjá bloggið hans Steina www.steini747.blogspot.com) en þér er fyrirgefið.

Síðan hennar helgupáls er www.blog.central.is/helgapels

kv

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Drykkfelldur eins og ég er hef ég hugsað mér að kíkja á bæjarlífið á föstudag. Ómar er búinn að átta sig á því hvað er inn hjá stelpunum í dag og er með mig í ströngum æfingabúðum til að umbreyta mér í draum allra ungra meyja..... ekki það að ég hafi ekki verið vænlegur kostur fyrir, stelpurnar kunna bara ekki að meta það. Það er því bókaður ljósatími á hverjum degi núna fram að helgi og djammgallinn verslaður í dag. Stelpur þið skulið því fara vara ykkur því það styttist í helgina

kv.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Þá er strákurinn mættur aftur á klakkann eftir frægðarför til Svíþjóðar. Hversu lengi verður hann á landinu.... veit enginn en til stendur að komast að því fyrr en síðar. Hann mun gera víðreist og leggja land undir fót á meðan á dvöl hans stendur þannig að setjið ykkur í startholurnar og dragið fram rauðu dreglanna.

kv.