laugardagur, desember 31, 2005

GLEÐILEGT ÁR ALLIR SAMAN !!!!!!!!

Áramótin í ár verða í boði
Fahd Bin Abdul Aziz Arabíukonungs í borg allra borga.... Jeddah. Hvað gerir maður á gamlársdag, jú maður fer að leita að Nemó. Hann fann ég í rauðahafinu þar sem ég snorklaði í morgun. Planið var að taka myndir með leigðri neðansjávarmyndavél en hún var biluð þannig að ég vil benda á ÞESSA síðu sem er með myndum af eitthvað af fiskunum sem ég sá. Leiðinlegt að segja frá því en Nemó fann ég ekki. Kanski næst.....


Nú er Balí handan við hornið en í staðin fyrir að koma í slydduna og rokið heima þá hef ég kosið að liggja á strönd með bland og bús í hléinu sem er á milli fyrsta og annars hluta pílagrímaflugsins. Þetta er böl og pína en einhver verður að gera þetta! Ekki er mikið planað á Balí annað en að langþráður draumur um að læra að sörfa skal verða að veruleika.
Samkvæmt plönum, sem eiga þó eftir að breytast, er ég settur á síðasta flugið frá Jeddah þann 11. febrúar þannig að maður er sjálfsagt að koma heim í kringum 13.-14. febrúar eftir langa en góða útiveru.


Nokkrar nýjar myndir eru komnar inn á SLEPJUNA.

Langar að lokum til að óska Raggí frænku og Sigurgeir innilega til hamingju með daginn 29. desember. Ég hefði viljað vera á staðnum en heyri sögurnar þegar ég kem heim. Aftur, INNILEGA TIL HAMINGJU HJÓN.
Þar sem ég er svo spakur kasta ég fram hér spakmæli sem mér finst eiga vel við

Það er engin leið að hamingjunni, hamingjan er leiðin
Búdda (Siddhartha Gautama f. 563 f. Kr.)


ÁRAMÓTAKVEÐJA............

sunnudagur, desember 25, 2005


Nokkrar nýjar myndir komnar á MYNDASAFNIÐ auk þess sem ég skrifaði texta við flestar myndirnar

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðilegt Jólablogg

Nú er upprisinn aðfangadagur jóla 24. desember 2005. Þétt dagskrá hefur verið frá því níu í morgun þegar jóla-klukkan hringdi inn jóla-aðfangadaginn. Jóla-morgunmaturinn rann ljúflega niður þar sem reyktur jóla-lax var í aðalhlutverki ásamt jóla-ommilettu sem tókst þó ekki nógu vel því jóla-kokkurinn laumaði jóla-osti í gripinn óumbeðinn þegar jóla-ég sá ekki til. Ég lét það nú ekki skemma fyrir mér jóla-aðfangadaginn enda hress með eindæmum. Að afloknum jóla-morgunmat skunduðum við jóla-Guðrún í jóla-mallið hérna handan götunnar til að jóla-Guðrún gæti verslað sér jóla-gjöf sem er þetta jóla-árið jóla-PS2 (Playstation) með tuttugu leikjum, svindlkubb og auka jóla-stýripinna. Þar sem við vorum stödd í jóla-mallinu þótti mér kjörið að skella mér í jóla-klippingu enda er ég að safna löndum þar sem ég hef farið í klippingu í. Enn sem komið er þá trónir Bretland hátt á toppi listans yfir VERSTU lönd heims til að fara í klippingu í og skal þá tekið fram að á lista þessum eru bananalíðveldi eins og Alsír, Frakkland og Sádí Arabía. Ég kom svona líka jóla-fínn út úr klippingunni og er jóla-sáttur við hvernig til tókst.
Jóla-DVD diskar voru skoðaðir af áfergju en samkomuleg náðist ekki um jóla-verð á fyrstu jóla-seríunni af Scrubs þannig að ég snéri mér um hæl og stunsaði út. Þegar upp á jóla-hótel var komið var tekið á því í jóla-Gran Turismo leiknum í PS2 og þykir mér leitt að tilkynna það að ég var ofurliði borinn þegar jóla-Guðrún sýndi ótrúlega jóla-takta í leiknum og sigraði mig æ ofan í æ. Skal það ekkert rætt frekar.
Jóla-tennis tók við af leikaraskap en sá leikur stóð ekki lengi því þótti okkur jóla-veðrið í ár vera í frekar í heitari kantinum til að spila jóla-tennis utandyra. Tók ég mig þá til og tók jóla-skokkið í jóla-gymminu og stóð mig nokkuð vel þó ég segi sjálfur frá.
Jóla-sturtan var tekin þegar upp á herbergi var komið enda var ég helsveittur eftir jóla-skokkið. Settist ég svo niður, smellti út nokkrum jóla-SMSum við dynjandi undirleik jóla-laga í flutningi Mahaliu Jackson og þambaði einn góðan jóla-vanillu Myoplex. Svörin við jóla-SMSunum streymdu fljótlega að og þakka ég kærlega fyrir jóla-hlýhug um jóla-hátíðarnar. Jóla-símtalið fékk ég að heiman frá jóla-mömmu og jóla-pabba. Jóla-skinkan var í eldun og allt á plani eins og alltaf.
Hafið það jóla-gott um hátíðarnar, borðið ekki yfir ykkur en haldið samt ekki aftur af ykkur, það kemur alltaf nýtt líkamsræktarkort eftir það sem rann út síðast. Þetta eru mín Jóla-ráð

Jóla-kv.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Þá er strákurinn í Jakarta og búinn að versla sér golfsett. Settið með nokkrum kúlum og leðurhanska til að refsa kylfunum með kostaði 1.750.000 dúggúlúggús. Orginal Pro Thech (eða eitthvað í þá áttina), það kom ekkert annað til greina. Svo fór ég í golf en komst að því mér til mikillar mæðu að kúlurnar sem ég keypti voru ekki nógu góðar. Á svo mörgum sviðum eru þetta lélegar kúlur að það væri of mikið að fara út í díteila með það hér en ég nefni nokkur dæmi.
Það er erfitt að hitta þær. Þær eru hægrisæknar. Þær drífa stutt. Svo lélegar eru kúlurnar að driverinn endaði út í runna með viðeigandi öskrum og látum og á tíundu holu fór ég upp á hótel og lagði mig.
Það er annars komið á hreint núna að ég verð hérna í Jakarta um jólin, flýg til Banjarmasin 27. og verð svo í Jeddah um áramótin, skilst að enginn haldi upp á áramót eins og lókallinn í Sádí.

Gleðileg jól og áramót

kv.

mánudagur, desember 19, 2005

GSM númerið mitt í Indónesíu sem ég kem til með að nota þar til ég kem heim í feb
+62 81 348 404417

kveðja
Nú höfðum við það af að komast frá Dubai aftur til Banjarmasin. Vinnuskráin hefur hinsvegar öll tekið nokkur hliðarskref til hægri og lítur út í augnablikinu (legg áherslu á augnablikinu) að næsta flug hjá mér verði 28. des. Þegar það verður staðfest mun ég stökkva upp í næstu vél með stefnuna á Jakarta og leggjast flatur á hlaupabrettið á hótelinu þar.
Steini, ef þú verður í Jakarta einhverntíman á tímabilinu þá sendiru að sjálfsögðu SMS! Ég mun fá mér local númer síðar í dag og birta það hér.

kv.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Nú er ég vegna óviðráðanlegra orsaka staddur í Dubai. Því miður eru hvorki Dubai Hjalti né Arabíu Steini á svæðinu til að taka mig í túr um borgina. Áhöfnin eins og hún leggur sig rölti í bæinn áðan, ég verslaði mér eitt Rolex og eitt Breitling á alveg hreint ótrúlega góðum prís. Þetta er borg sem kemur skemmtilega á óvart.
Ekkert meira að segja í bili, hetjusögur bíða betri tíma....... Þarna var ég í 35000 fetum!!......

kv

miðvikudagur, desember 14, 2005

Vegna óhemju fjölda áskorana þá hef ég tekið þá ákvörðun að setjast í sæti tungumálakennara hér.

ABAKABAR þýðir How'r you doing eða bara hvernig hefur þú það. Það er ofurflott ef maður getur sagt það Joey style, þá tísta flugfreyjurnar svo tímum skiptir.
TERIMA KASIH þýðir takk fyrir
GILA segir maður um einhvern, eitthvað sem er létt ruglað. Ekki sniðugt að segja við lögregluna, tollverði, hermenn og aðra sem halda á framhleypum.

Frá Stan.... THE MAN kom frasinn DIMINA ADA. DIMANA þýðir Where is the.... ADA Steini þarf svo að fræða okkur um það hvað ADA þýðir

HIC kom með Satu lagi Bintang - dingen !! Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir nema að Bintang er local bjórinn hérna. HIC, útskýrðu máli þitt!!

Ellefu og hálfs tíma flug framundan, JÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍHA!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kv

þriðjudagur, desember 13, 2005

Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv
Nú sit ég hérna á Albilad hótelinu í Jeddah, ný búinn að gúffa í mig spagetti bolognese og uploada myndum inn á slepjuna. Ég nenni ekki í augnablikinu að setja texta við myndirnar en svona í stuttu máli þá eru fyrstu myndirnar frá Singapore þar sem við vorum í gær með nokkrum úr áhöfninni. Þar eftir er ein af golfvellinum í Jakarta. Svo koma myndir af safni sem við fórum á í Jakarta þar sem fólk kom til okkar og vildi myndir með okkur og börnunum sínum. Five minutes of fame! Svo er restin frá Banjarmasin sem er á Borneo eða Kalamatan eynni í Indónesíu. Við leigðum okkur bát og skelltum okkur í skemmtisiglingu upp eftir ánni sem liggur í gegnum bæinn. Aftur var maður eins og stórstjarna, fólk kom hlaupandi út úr húsum til að sjá stóra hvíta fólkið og nokkrumsinnum var kallað á eftir okkur "I LOVE YOU!!".

Indónesíunámið gengur vel, frasar eins og ABAKABAR, TERIMA KASIH og GILA eru mikið notaður.

kv

laugardagur, desember 10, 2005

Jakarta

Eftir þrjátíu og eins tíma ferðalag komumst við loks til Jakarta helþreytt á fimtudagskvöld að staðartíma. Jakarta hefur farið þokkalega vel með okkur en eldsnemma í fyrramálið tökum við stefnuna á Banjarmasin. Samkvæmt gildandi vinnuskrá á ég svo að fljúga til Batam annað kvöld. Í batam er planið að taka á því í golfinu í um 30 tíma eða þar til við skellum okkur yfir til Jeddah. Í sunny Jeddah verður legið á ströndinni í aðra þrjátíu tíma eða þar til tími er kominn til að skella sér til baka til Banjarmasin. Nú vona og ég bið að Banjarmasin er ekki sú hola sem búið er að lýsa fyrir mér því við komuna þangað frá Jeddah tekur við NÍU DAGA stopp!! Þetta er einfaldlega ekki heilbrigt. Gæti svosum bjargast ef það er golfvöllur og eitthvað fleira á staðnum en kommon!

Í dag fórum við á safn hérna í Jakarta sem tekur saman helstu einkenni hinna mismunandi ættbálka sem lifa á öllum þeim eyjum sem tilheyra Indónesíu. Þjóðin samanstendur af um 211 milljónum manna. Eftir því hvaðan fólkið kemur hefur það mismunandi einkenni, allt frá því að tengjast Márum og innfæddum á Nýja Sjálandi og Ástralíu í það að hafa Indverskt útlit. Flestir eru Íslamstrúa en um 5-10% af þjóninni deilist milli hinna stærstu trúarbragðana. Sjálf vorum við eins og safngripir þarna því fólk hópaðist að okkur og vildi fá að taka myndir með okkur og börnunum/konunum sínum. Sjaldséðir eru stórir hvítir evrópubúar á þessum slóðum.

Svo á bara eftir að koma í ljós hversu gott netsamband er á Borneo og í framhaldi af því hversu duglegur maður verður að skrifa.

kv

þriðjudagur, desember 06, 2005

Hajj = Hats = Pílagrímaflug

Nú eru hlutir all verulega farnir að skírast, enda ekki seinna vænna. Ferðalagið hefst í fyrramálið með flugi frá Keflavík til London. Í London verður lagst inn á hótel í nokkra tíma þegar skundað verður aftur út á völl og tékkað inn hjá Cathay Pacific. Eftir tólf tíma endalausa gleði og hamingju í háloftunum tillum við niður fæti í gleðiborginni Hong Kong. Það verður þó stutt gaman því tveim tímum síða eigum við flug yfir til Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Um tuttugu og sjö tímum eftir brottför frá Keflavík verðum við í blíðunni í Indó, helþreytt en vel sátt vona ég.

meira síðar

kv.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Nú styttist í útferð til Indónesíu. Planið er víst þriðjudagur eða miðvikudagur í næstu viku en það á eftir að koma endanlega í ljós. Útivera í þetta skiptið er plönuð til mánaðamóta des/jan, nánari dagsetning kemur fram síðar.
Það markverðasta er annars að ég setti dempara á hurðirnar í elhúsinnréttingunni í dag. Þar af leiðandi má skella hurðum án þess að það komi að sök. Nýjasta elhúsáhaldið er flysjari sem kemur til með að berjast við honey dipperinn um vinsældatitil eldhúsáhalda.

Meira verður ekki gefið upp að þessu sinni.

kveðja

föstudagur, nóvember 25, 2005

Á öðrum í innflutningi hélt ég örlítið kaffisamsæti fyrir örfáa útvalda en stefnan var að fara svo annað og hitta fleira fólk, að mig mynnir. Þetta fór hinsvegar allt á versta veg og fylgir hér grafísk frásögn af atburðarrásinni.

















Hjalti lék á alls oddi og lét fara vel um sig í sófanum sínum sem hann var svo örlátur að lána húsráðanda



















Bjarni var dasaður og þar af leiðandi pirraður og nennti ekki að hlusta á ruglið í Halta



















Atli, eins og alltaf, er léttur á því og hefur gaman að vitleysunni í strákunum




















Hjalti tekur upp á því, án þess að spurja kóng né prest, að taka Snoop Dog með lagið Pimps In The Crib af fóninum og skipta yfir í Bítlavinafélagið og slagarann þeirra Danska Lagið














Bjarni er ekkert sérlega sáttur við lagaval Hjalta og lætur hann heyra það!! Atli er svona nokkuð sama hvað er spilað svo lengi sem hann getur sungið með.
















Ég sé í hvað stefnir og lýst ekkert á blikuna, "strákar rólegir núna!!"















Bjarni er aldeilis ekki tilbúinn til að gefa sig. Atli hinsvegar elskar friðinn og reynir að halda aftur af félaga sínum.














Bjarni lætur ekkert stöðva sig og löðrungar Hjalta með opnum lófanum á vinstri kinn















Stuðpúðinn Atli er rangur maður á röngum stað á röngum tíma og tekur við einum bláköldum frá Hjalta, sem ætlaður var Bjarna, eins og blautri tusku á hægri kinn



















Atli lætur ekki koma svona fram við sig og launar Hjalta lambið gráa með hægri krók í vinstri kjálka, sannkölluð BOBA!!!















Allt fór þetta vel á endanum þó menn hafi skiljanlega verið varir um sig fram eftir kvöldi.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Er þá kominn tími til að ég segi söguna af því þegar ég fór til Rómar og Kúbu.

Róm var heimsótt á tímabilinu 10.-14. nóvember. Mikið grín, mikið gaman og gott veður sem er síður en svo hægt að treysta á þar á þessum árstíma. Fjórir dagar eru ekki nándar nærri nógur tími til að skoða borgina því þvílíkt magn af mynjum og merkilegum hlutum að sjá er ,held ég, erfit að finna á eins litlum bletti annarstaðar. Tíminn var þó nýttur vel og mætti segja að ég hafi náð góðri yfirsýn yfir staðinn. Endaði ferðina með því að henda smápening úr vinstri hendi framfyrir mig í Trevi gosbrunninn sem á víst að tryggja það að maður eigi afturkvæmt. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir að aurinn var floginn að mér var sagt að maður ætti að kasta honum afturfyrir sig úr hægri hendi yfir vinstri öxl. Hvort mín kasttækni leiði til árangurs á tíminn eftir að leiða í ljós.

Frá Róma var lennt í Keflavík seint að kvöldi 14. nóvember. 15. var nýttur í að þvo af sér drulluskítug fötin frá Róm og pakka fyrir Kúbuferð sem hófst eldsnemma að morgni 16. með pickupi klukkan 06:00 í Avion höllinni að Hlíðarsmára 3 í Kópavogi. Af einskærri góðmennsku og botnausu örlæti tók ég kommerat Bjarna með í ferðina. Mun hann verða mér eilíft þakklátur og sé ég fram á endalaust vín, víf og villtar meyjar á hans kostnað um ókomna framtíð, halelúja.
Á níunda tímanum tókst okkur svo að skríða í loftið og hanga þar í rúma sjö tíma þar til strendur USA voru að baki og hið frálsa alþýðulýðveldi Kúbu tók við okkur opnum örmum.
Hótelið sem dvalið var á er hið fínasta. Það er svokallað All Inclusive sem felur í sér að við check-in fær maður armband sem veitir manni frían aðganga að öllum veitingastöðum og börum á hótelinu. Strikið var tekið upp á herbergi, beint í sundbuxur og svo út að laug. Mojito kúrinn var tekinn með trompi en samkvæmt honum þá mun Mojito á dag koma skapinu í lag. Um tólf tímum eftir pickup í norðan stinningskalda og frosti í hlíðum Kópavogs var ég sestur við laugina í 27°c hita og sól með drykk í annari.
Til að gera langa sögu stutta þá var veðrið fínt, kíkt var til Havana í tvo daga og restin er eins og þeir segja history. Ferðin endaði svo með undurfagurri hliðarvindslendingu í norðan strekkings vindi og skítakulda á braut 02 í Keflavík eldsnemma í morgun.

Myndir af herlegheitunum eru komnar fyrir áhugasama á MYNDASAFNIÐ.

Þar að auki eru nokkrar myndir af kaffisamsæti sem haldið var á öðrum í innflutningi hér um árið.

kv.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Nýjar myndir á SLEPJUNNI frá Róm
Myndir af íbúðinni koma svo fljótlega

Róm í gær, Reykjavík í dag, Varadero á morgun, hvað getur maður beðið um meira?


kv

mánudagur, nóvember 07, 2005

Fluttur

Nú er strákurinn fluttur, loksins kominn í sitt eigið. Ekki kominn með internetáskrift en tekst að stela tengingu frá nágranna þar til tenging kemst á.

Margir aðstoðuðu við flutninginn en fáir ef nokkur eins mikið og HJALTI GRÉTARSSON. Á hann miklar og innilegar þakkir skildar. Undir lokin toppaði hann svo aðstoðina með því að lána mér forkunnarfargran sófa sem sómir sér vel í stofunni, um hríð. Amma mætti með nýbakaðar pönnsur og mamma raðaði upp í skápa. Allt endaði þetta vel og nú sit ég í stofunni MINNI við sófaborðið MITT og nýt lífsins.
IKEA skatturinn er farinn að láta á sér kræla en eins og sagt er þá er tvennt í lífinu sem maður getur treyst á IKEA skattinn og dauðann.

Um helgina var svo farið í meningarferð niðrí bæ og notið þess að þurfa ekki að taka taxa til að komast heim.

Opið hús fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Kaffi og kanna eru til á heimilinu.

kv.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

22 tímar og 45 mínútur

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Þrír dagar

Já hver rækallinn, það styttist óðfluga í afhendingu.

Samningar hafa náðst við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Mínir menn sátu á stífum samningafundum fram á nætur með hennar mönnum. Mínir menn settu hennar menn í skrúfstykkið, náðu fram settum markmiðum og undirskrift náðist undir morgunn þannig að óhætt er að opinbera að Vigga Finn verður verndari íbúðarinnar og eldabuska.
Dorrit Mússajeff óskaði eftir að fá að halda tölu við afhendingu lykla, mínir menn eru að skoða það og svar mun lyggja fyrir á næstu dögum.
Gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum streima í gámaförmum til landsins og bíða þess að ég taki við þeim. Svo ég vitni í heillaóskaskeiti frá nokkrum þjóðhöfðingjum:

Jacques Chirac Frakklandsforseti segir
"Vous partant Paris était une grande perte à notre nation qui fera en retard ou n'est jamais réparé. Nous faisons cependant trouvons la joie infinie dans le fait que vous a achetée un appartment et espère que vous appréciera beaucoup de Crêpe savoureux avec Nuitella et les bananes là-bas dans l'avenir prochain. "

José Luis Corcuera konungur Spánar sendi mér eftirfarandi línu
"Usted es el niño España nunca tuvo. Puédale prospera y vive felizmente en su castillo nuevo. "

Lalli og Helga Dröfn fundu sér tíma í opinberri heimsókn sinni til Noregs og skrifuðu mér nokkrar línur á norsku enda multilingo par með meiru.
"Vi finner tid besøke De, men mange barn vi gir fødsel til her i Engilstuna i Sverige. Om ikke med fly vi kjører vår Saab automobil fort nok hoppe over som en stein over havet til Island! "

Að lokum nokkur orð frá Helmut Kohl fráfarandi Kanslara
"Die deutsche Nation gratuliert Ihnen auf Ihrem aquisition des appartment auf Njálsgata 81. Es ist unsere Hoffnung und Glaube, dass Sie einen wohlhabenden Haushalt entwickeln werden, der auf der stabilen Grundlage die Elektronik von deutscher Präzision gebaut wird. "

Ég er djúpt snortinn af þessum hlýhug og hlakka til að bjóða þessum tignu gestum í nýja baðkarið mitt.

Bendi á freetranslation.com fyrir linguistically challenged fólk.

mánudagur, október 31, 2005

Fjórir dagar...

Eitthvað búið að seinka fluginu heim á morgun þar sem vélin á að fara í eitlitla skoðun áður en okkur verður treyst fyrir henni. Veðurspáin sýnist mér vera búin að taka 180° stefnubreytingu sem þýðir sól og blíða um allt land, en ekki hvað?

sunnudagur, október 30, 2005

Fimm dagar...

Simminn fór vel, allt gott um það að segja.

Jólagjafaleiðangur til London á morgun.

kv.

föstudagur, október 28, 2005

Sjö dagar....

fimmtudagur, október 27, 2005

Átta dagar í afhendingu.

Krónísk hálsbólga lætur á sér kræla en hefur lítil áhrif á tröllvaxinn og vöðvastæltann líkama minn. Með stuttum fyrirvara, varla þó að maður kalli þrjá daga stuttan fyrirvara hjá AAI, var ákveðið að ég skyldi fara til London til að sýna strákunum hvernig á að fljúga flugherminum, gefa þeim nokkrar góðar ábendingar og hjálpa þeim í að skilja hvernig þetta virkar allt saman. Í framhaldi af því óskuðu þeir eftir frekari aðgengi að sérfræðiþekkingu minni á þessu sviði og í þetta skiptið við að ferja flugvél TF-ATU frá LGW til KEF. "Að sjálfsögðu labbakútarnig mínir" sagði ég við þá og hló upphátt.
Það er kallt á toppnum.

kveðja

fimmtudagur, október 20, 2005

Eftirfarandi texti er tekinn af síðu Reuters og þýddur yfir á íslensku:

"Amoral Scandinavian farmers strike in effort to increase sales"

Eða

Siðblindir bændur auka sölu með óhefðbundum aðferðum


Upp hefur komist um óhefðbundna viðskiptahætti bænda í skandinavíu sem þykir jaðra á við samsæri gegn hinum almenna neytanda. Samsærið á sér rætur að rekja til norðurlandanna þar sem skandinavískir kúa- og sauðfjárbændur leika lausum hala. Virðist vera að þeir fái að stunda iðju sína óáreittir þrátt fyrir svívirðileg brot á samkeppnis og neytendalögum. Hefur þetta gengið svo langt að nú hefur auðhringur bænda, Skandinavisk Ku Och Får Samforbundt AS, betur þekkt sem SKUFS teigt anga sína yfir norðursjóinn til Íslands. Svo virðist sem fátt ef nokkuð fær stöðvar framgang bændanna nema þá kanski samstillt átak ríkis og neytenda.
Ljóst þykir að íslenskir bændur eigi einhverja hlutdeild í samsærinu þrátt fyrir að vera einungis með áheirnarfulltrúa á ársþingi SKUFS ár hvert. Hallfreður Jósafatson frá Ytra Hurðarbaki í Landsveitum syðri Rangárhrepps í Húnavatnssýslu neitaði að tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.
Í hnotskurn snýst málið um það að bændur hafa látið hanna nýjan, ómótstæðilegan ostaskera sem sker að jafnaði 1,5-2 sinnum þykkari ostasneiðar en hingaðtil hefur verið talið eðlilegt af óháða þýska prófunaraðilanum Deutscher Associaton Für Die Käse-Schneidend-Prüfung eða DAFDKSP.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóraembættinu og Ríkissaksóknara kemur fram að Baugsmálið sé komið á "hold" um ótiltekinn tíma og allur mannskapur embættanna settur í að rannsaka Ostaskeramálið.

Nú dróst ég inn í hringiðu blekkinga og svika SKUFS snemma í síðustu viku þegar ég verslaði téðan ostaskera. Samdægurs var keypt rúmt kíló af lúffengum Gouda osti í Bónus. Osturinn var ætlaður til neyslu næstu vikurnar enda langt í síðasta neysludag. Nú um viku síðar er oststykkið búið á tíma sem vart hefur talist eðlilegur hingaðtil. Vil ég vara fólk við skeranum skæða og benda á SMAKA ostaskerann sem fæst á vægast sagt góðu verði í IKEA eða um hundrað krónum lægra verð en skaðræðisskerinn. SMAKA skerinn hefur þess á ofan staðist hinar ströngu MÖBELFAKTA prófanir sem þykja jafnast á við ELGS prófið í bílaiðnaðinum.

kv.

mánudagur, október 17, 2005

Hvað gerði ég í dag, jú ég skal segja ykkur það, ég man það ekki. Svo svakalega renna dagarnir saman að ég er ekki klár á því hvort það var í fyrradag eða á föstudag sem ég fór síðast í sturtu. Rrrrrrrrrrrrrr tsssssssss.

Ekki drífur mikið á dagana þessa dagana, allavegana ekki neitt sem maður segir frá á opinberum vetvangi. Næstu stórtíðindi er All Star samkoma Flugfélags Vestmannaeyja í Eyjum næstu helgi. Sálin Hans Jóns Míns var fengin til að spila og er talið að um 3500 manns verði í kaupstaðnum að þessu tilefni.

Á morgun er verður Hádegisverðarklúbburinn haldinn hátíðlegur á Kaffivagninum enda formaður klúbbsinns mættur helferskur á klakann eftir vikudvöl í pakkaparadísinni Liege. Klúbburinn fer sífellt og stöðugt stækkandi sem er bara hið besta mál.

Nú er tölvan mín að verða batteríslaus og engin leið að ég nenni að standa upp til að stinga henni í samband. Af þeim sökum verður þetta ekki lengra. Góðar stundir.

fimmtudagur, október 13, 2005

Góðar fréttir af vesturvígstöðvunum.
Komið hefur í ljós að fram að Hajjinu (pílagrímafluginu) verður ekkert meira UK, hvorki Manchester né Gatwick. Hvað kemur í staðin? Jú tvö flug með sólþyrsta Íslendinga frá Keflavík á vegum Úrvals Útsýn á 767-300 breiðþotu Air Atlanta. Það fyrra til Róm frá 10/11 til 14/11 og það síðari til Varadero á Kúbu frá 16/11 til 24/11.
Þetta þýðir að ég verð á staðnum til að skipa fyrir þegar hópur vina og vandamanna flytur fyrir mig sem er bara gott mál. Það sem þetta þýðir líka er bara meira frí heima sem er líka mjög gott mál.

kv.

miðvikudagur, október 12, 2005

Úr dagbók flugmanns í fríi:

Kæra dagbók, í morgun vaknaði ég klukkan níu. Ég leit á klukkuna og hugsaði, ahhhh fimmtán tímar af hreynni sælu framundan, svo lagði ég mig í hálftíma í viðbót.
Kæra dagbók, í dag fór ég í kringluna og keypti mér ostaskera. Þetta er enginn venjulegur ostaskeri skal ég segja þér kæra dagbók því hann er úr plasti og á ekki í neinum vandræðum með að skera mjúkan ost. Ómar keypti sér alveg eins ostaskera og var það í rauninni að hans frumvæði að við gerðum okkur ferð í Kringluna til að versla ostaskerana. Hann hafði frétt af því hjá Kára og Ragnhildi að þeir fengjust í búsáhaldabúðinni í Kringlunni og gerðum við okkur því ferð til að versla þá. Við vorum svo heppnir að að fá tvo síðustu ostaskerana af þessari týpu í búðinni. Ég læt fylgja með nokkrar myndir svo þú, kæra dagbók, áttir þig betur á því hvað ég er að fara. Fyrsta myndin er af Ómari. Hann var svo spenntur að prófa ostaskerann og svo ánægður með "performansinn" ef ég má sletta að hann hætti ekki fyrr en heilt oststykki var allt niðurkorið. Næsta myndin er af ostakeranum og eldspítustokk til að þú, kæra dagbók, áttir þig betur á stærðarhlutföllunum. Að lokum gefur svo að líta mynd af skeranum "in action", sérðu hvað skurðurinn er fínn kæra dagbók?

mánudagur, október 10, 2005

Þessi póstur er tileinkaður Lalla og Helgu Dröfn sem eru þessa stundina í feiknar fíling í Svíþjóð. Til að hressa þau eilítið við þá ætla ég að byrta nokkra vel valda norðurlandabrandara. Byrjum á einum finskum sem stendur alltaf fyrir sínu:

Ruotsalainen oli Suomessa eräässä kapakassa ja vakioasiakas ehdotti hänelle: -
Saat tonnin, jos saan iskeä kymmenen kaljapulloa päähäsi. Ruotsalainen mietti hieman ja lopulta suostui, osittain muun asiakaskunnan vaatimuksesta. Suomalainen iski ensimmäisen pullon ruotsalaisen päähän, sitten toisen ja niin edelleen, mutta lopetti iskettyään yhdeksän pulloa.
- No, milloinkas sinä isket sen viimeisen pullon? kysyi ruotsalainen.
- En minä mikään hölmö ole, suomalainen vastasi, silloinhan joutuisin antamaan sinulle sen tonnin.

Ef þið liggið ekki nú þegar í gólfinu, máttlaus af hlátri þá kemur hér rúsínan í pulsuendanum

A Finn, a Swede and a Norwegian found themselves deserted on a small island. A Cannibal tribe lived on the island, and they emprisoned the three men. The cannibals gave each of them a final wish. First they asked the Norwegian. The Norwegian wanted to see his wife once more. The cannibals went to find the wife. After he saw his wife, the Norwegian was eaten, and the cannibals made a canoe out of his skin. The Finn wanted to smoke one more cigarette. He got his cigarette. After he was finished, he was eaten and his skin was used to make a canoe. Then came the Swede's turn - he wanted a fork. He started to punch holes into himself, and yelled: "YOU WON'T MAKE A CANOE OUT OF ME!"

Biðst afsökunar á því að sá seinni var á ensku, þeir sem skilja ekki skulu leita til Enskrar málstöðvar EHF, Hafnarstræti 19.

Lalli og HD, hangið þarna inni!

kv

föstudagur, október 07, 2005

Þá er það víst orðið staðfest að ég fer í Hajjið. Hajjið, hvað er það? Jú Hajj er hið árlega pílagrímaflug sem Atlanta hefur tekið þátt í síðustu tuttugu árin eða svo. Það er gaman að vera örðuvísi og það verð ég og mínir félagar því við ætlum að gera þetta á 767-300 í staðin fyrir bumbu 747. Beisinn verður í Banjarmasin borg sem er staðsett á sunnanverðri Borneo. Hvað er að gerast dag frá degi í Banjarmasin? Jú það er hægt að lesa allt um það á Banjarmasin Post . Meira safaríkt finn ég ekki um staðinn í bili.

Kem heim 15:00 á mánudag.

kv

miðvikudagur, október 05, 2005

Hefst þá leitið. Leitin að þeim sem eru willing and able. Nú fæ ég íbúðina afhenta 4. nóvember en Á hvern maður getur treyst og hvern ekki.
Ég hef þegar hringt í Icelandair og beðið um frí fyrir Ómar í byrjun mánaðarins. Steindór, Hjalta og Rúnu þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því þau verða öll á landinu. Það verður orðið svo lítið að gera hjá Flugfélaginu Ernir að þeir verða teknir í heilu lagi. Frændgarðurinn bregst að sjálfsögðu ekki. Allt í allt telst mér til að um tuttugu manns verði í því að flytja fyrir mig á meðan ég hef það náðugt í UK. Svo verð ég bara í símasambandi til að gefa skipanir um hvert hvað á að fara.

kv.

mánudagur, október 03, 2005

Stutt newsflash...

Ég fæ íbúðina ekki afhenta fyrr en 4. nóv skv samningi um íbúðarkaup undirkrifuðum af mér og þynglýstum af sjálfum Sýslumanni Reykjavíkurborgar. Ástæðan eru óviðráðanlegar aðstæður.... sem hvorki ég né seljandi fáum ráðið við. Bömmer en ekkert við því að gera.

kv.

fimmtudagur, september 29, 2005

Finn mig knúinn til að setja eitthvað smá inn því ég verð eitthvað lítið í tölvusambandi næstu dagana.

Ætla að byrja á því að óska honum Bjarka Fannari Snorrasyni til hamingju með daginn í gær. Hann er reyndar ekki einn af tveim lesendum þessa bloggs af þeirri einföldu ástæðu að drengurinn er rétt orðinn sjö ára gamall, en ég treysti á að hamingjuóskum verði komið á framfæri við hann við tækifæri.

Svo er það spurning sem hefur nagað mig og mitt litla sálartetur núna í nokkra daga. Hver býr til nöfnin á kaffi?? Mocca Frappuchino, eitthvað í þá áttina. Er nefnd einhverstaðar í Brasillíuborg sem hittist á fimm og hálfs vikna fresti, sest niður, fær sér heitt Stro og piparkökur og hefst svo handa við að gera grín að heimsbyggðinni??

kv.

miðvikudagur, september 28, 2005

Jæja, eins og sjá má af myndinni fyrir ofan, eða neðan, þá er strákurinn búinn að fá sér nýtt úr. Kaupverð verður ekki gefið upp enda trúnaðarmál milli mín og seljanda en ég get þó gefið það upp að úrið fékkst á mjög góðum prís einhverstaðar undir 640.000kr.

Fyrir ljósmyndasnillinga tuttugustuogfyrstu aldarinnar langar mig að koma með ábendingu og þá sérstaklega fyrir þá sem taka mikið af myndum út um fram- og hliðarrúður þrýstilofts- og skaftdrifinnagastúrbínuloftafar úr hærri hæðum lofthjúpsins. Glímum við mikið við það vandamál að rakinn í lofthjúpnum vill gera myndirnar sviplausar. Örvæntið ekki því ég er með lausn á þessu hvimleiða vandamáli.
Í öllum betri myndvinnsluforritum svo sem Photoshop og Photoshop Elements er fúnksjón sem gerir manni kleift að fikta í LEVELS. Ég kann ekki öll góðu íslensku orðin til að geta útskýrt hvað þetta gerir nákvæmlega þannig að ég ætla að sleppa því. Hinsvegar get ég sýnt ykkur muninn á mynd eins og hún kom beint úr kúnni og svo þegar ég var búinn að láta Photoshop Elements laga LEVELS.
Það fer eftir forritum hvernig þetta virkar en oft er bæði hægt að láta forritið gera þetta fyrir mann sem og að gera þetta handvirkt. Fyrir leikmenn held ég að það sé betra að gera þetta automatiskt en það er samt góð æfing að fikta og gaman að sjá hvað kemur út úr því. Í Photoshop Elements sem dæmi er farið í Enhance -> Auto Levels og bing barabúmm ef myndin er verðugur kandidat batnar hún margfallt. Annars er mjög góð lesning um þessa hluti á dpreview.com

Annars búið að vera nokkuð gott að gera undanfarna vikuna. Adam er hinsvegar yfirleitt ekki lengi í paradís hér í UK og uppistaða næstu daga er standby sem er þó alltaf betra en ekki neitt, nema maður hafi eitthvað betra að gera en við þær kringumstæður er sby góð leið til að spilla góðum degi. Hvað um það,

kv.





föstudagur, september 23, 2005

Gleymdi að nefna það hver klukkaði mig. Það var hinn margfrægi Snorri Örn skákmeistari með meiru og bróðir. Ég hef mikið verið að hugleiða þetta og hef komist að einni niðurstöðu, ég einfaldlega skil þetta ekki. Á ég að nefna fimm atriði sem eru gangslaus fyrir aðra að vita eða fimm hæfileika sem ég hef sem eru mér gangslausir eða.... ég bara skil þetta ekki. Þar af leiðandi ætla ég að semja mínar eigin reglur og koma með fimm atriði yfir það sem ber að varast þegar fólk umgengst mig og ætlast ég til þess að allri sem lesa þetta fari eftir þessu eins og um hina heilögu ritningu sé að ræða! Hver veit, kanski verður til bók eftir tvö þú sund ár sem fólk les? Kanski fer fólki í Birkju á sunnudögum og tilbiður Brist og pabba hans Buð. Þegar allt kemur til alls er ég einstakur.
Hefst þá ritningin:

1) Ég er takkaóður fjandi, sýnið því skilning því hvernig lærir maður öðruvísi en að prófa sig áfram?
2)Ég veit allt og skil allt manna best. Ekki segja mér að ég hafi rangt fyrir mér, ég hef aðeins einusinni haft rangt fyrir mér, þá hélt ég að ég hefði rangt fyrir mér.
3)Mér leiðist leiðinlegt fólk. Ekki vera leiðinleg(ur) í kringum mig. Ég neita að fara út í þá umræðu hvernig leiðinlegt fólk er leiðinlegt.
4)Ég hef orðið var við það að eightís (80's) klæðnaður er að komast aftur í tísku, sé að verða móðins. Ég er alfarið á móti þessari þróun og krefst þess að fólk klæði sig ekki eins og fífl í kringum mig
5)Ekki gera eitthvað sem ég skil ekki í kringum mig, ég þoli það ekki þegar fólk hagar sér á einkennilegan máta og heldur að ekkert sé eðlilegra. Hreinlega óþolandi.

nú ætla ég að "klukka" bumbubræðurna Hjalta og Steindór og skella einum á Lalla því ég sé að konan hans er bara búin.

kv.

fimmtudagur, september 22, 2005

ég var klukkaður

Vissi nú ekki að það væri eitthvað svona í gangi á netinu en það er víst blákaldur veruleiki. Maður er s.s. klukkaður af einhverjum öðrum bloggara og á þ.a.l. að búa til lista yfir fimm gangslaus atriði um sjálfan sig. Ég lagðist yfir þetta krefjandi verkefni eða eins og maður segir á ensku, I took the bull by its horns. Þetta reyndist þrautinni þyngri því í mínu lífi gerist ekkert gagnslaust. Ég er þó ég segi sjálfur frá hagkvæmasti maður sem stigið hefur fæti sínum á jörðu.

1) Þetta verður að bíða betri tíma því mér dettur ekkert í hug

kv.

þriðjudagur, september 20, 2005

Alveg er þetta magnað. Spam á kommentinu. Ég hélt að ég væri búinn að loka á þetta en svo var ekki. Búinn að því núna en það á að virkar þannig að þegar þið finnið hjá ykkur þörf til að skrifa eitthvað uppbyggjandi á kommentið þá þurfið þið að staðfesta með því að skrifa upp einhvern texta sem byrtist á einhverri mynd... skýrir sig vonandi sjálft.

Annars er það að frétta að ég ætti að fá íbúðina stuttu áður en ég fer út næst. Ég kem heim 10 okt en stefnan er að þetta gerist einhverntíman í kringum 26. eða 27. okt. Vegna þess að ég er í kappi við Ómar þá stefni ég á að halda innflutningspartí strax helgina eftir þ.e.a.s. 28. eða 29. okt. Þetta er samt ekki 100% en maður vonar bara það besta.

kv.

mánudagur, september 19, 2005

Nú er strákurinn farinn út og verður frá næstu þrjár vikurnar, sjáum til hvernig netsambandið verður á því tímabili. Kem aftur 10. okt.

Kv.

föstudagur, september 16, 2005

Nú er ég hneikslaður og finn mig knúinn til að segja frá.
Fór ég á stúfana nú í vikunni að leita að afmælisgjöf fyrir frænda sem er ótrúlegt en satt að verða sjö ára. Lego lestarteinar eru efstir á afmælisóskalistanum því hann fékk lest þegar fjölskildan fór til DK hér um árið en teinarnir sem fylgdu henni ná bara í hálfan hring eins einkennilegt og það má vera. Hvað um það, eftir að hafa gert víðreist um borgina fann ég loks besta legóúrval landsins í Leikbæ Skeifunni. Þar finn ég fyrrnefnda teina og gríp tvo pakka í þeim hugleiðingum að versla þá og bæta þar við 80 tommum í lestarkerfi Hraunbæjar 188. Verður mér þá snarlega litið á verðmiðan sem mynnir mig svo um munar á þá svellköldu staðreind að ég er flugmaður. Tvö þúsund kall fyrir hvorn pakkann, varla handfylli! "Nei takk, hingað og ekki lengra, ég tek ekki þátt í svona löguðu" hrópa ég yfir búðina svo allir nærstaddir átti sig á afsöðu minni í málinu. Legg ég þá frá mér teinana og tek stefnuna rakleiðis út úr versluninni, staðráðinn í að finna teinana ódýrari á netinu og versla þá í UK.
Á vegi mínum út úr búðinni er Playmo deildin. Verður mér litið á stórt plaggat af Playmo hjónum í rómantískri lautarferð, ein án barnanna því þau eru sjálfsagt í pössun hjá Playmo afa og ömmu. Rekur mig þá í rogastans þar sem ég sé hvernig klámmenningin hefur rutt sér leið inn í leikfangaiðnaðinn. Playmokonana, eiginkona Playmomannsins var með barm. Þá erum við ekki að tala um neinn lítinn, svona til málamynda til að aðgreina Playmokonuna frá Playmokallinum ef maður skyldi vera með samfélag sköllóttra Playmo karla og kvenna heima hjá sér og hefði þ.a.l. ekki síða hárið til að aðskilja. Best held ég sé að láta myndirnar tala því þær segja meira en þúsund orð. Hér gefur að líta Playmo brúðhjón, ný gift og ótrúlega hamingjusöm, hvað ætli þau geri í kvöld eftir veisluna???? Það eina sem vantar er að háu ljósin séu kveikt. Þetta var ekki svona þegar ég var lítill að leika mér að Playmo og ég er mjög ósáttur við þessa þróun.

meira var það ekki

miðvikudagur, september 14, 2005

Hér sit ég við eldhúsborðið á Hjarðarhaganum, hakka í mig skúffuköku sem slett var í í morgun. Ómar fer hamförum á skúffukökunni, bætti ís við og afsakar sig á sunnudagsreglunni með því að hann verði ekki heima næsta sunnudag. Sjálfsblekking af verstu sort if you ask me. Pælingar dagsins sem ég hef reynt af fremsta megni að halda mig sem lengst frá eru ryksugur. Alveg sárlega vorkenni ég sölumanninum í Eyrvík sem veit meira en góðu hófi gegnir um ryksugur og allt sem þeim fylgja. Ómar mætir í Eyrvík og spyr hvort hann eigi að fá sér 1800W eða 1900W ryksugu.
Líkt og ljón yfirbugar bráð sína er sölumaðurinn kominn á Ómar og segir:
"Þegar menn mæta hingað og spurja þessarar spurningar spyr ég alltaf á móti; viltu kaupa bíl sem eyðir 10 eða 20 lítrum á hundraðið. Wöttin segja EKKERT um það hversu mikinn sogkraft ryksugan hefur!!! EKKERT!"
Í framhaldi af þessu hefst hann handa við að lista þá hluti sem fara verst í ryksugur í krónólógískri röð. Á þeim tímapunkti sé ég mig knúinn til að snúa mér um 180° og finna eitthvað áhugaverðara til að skoða. Fljótlega finn ég mér gashelluborð sem er með nógu mörgum tökkum og snerlum til að halda mér uppteknum í góða stund.
Eftir að hafa tekið grand túr um verslunina á ég leið hjá ryksugusekjsóninu og yfirheyri hver staðan er á ryksugurannsóknum Ómars.
"þannig að er það rétt skilið hjá mér að vöttin segja ekkert um sogrkaft ryksugunnar" segir Ómar
"Já, það er rétt, wöttin segja ekkert, EKKERT til um sograft ryksugunnar. Þú getur kíkt á síður eins og test.de sem er þýsk síða sem fer yfir svona hluti"
sé ég að það lifnar yfir ómari og sölumaðurinn heldur áfram
"og þar eru einmitt ryksugur prófaðar og sogkrafturinn mældur og þeir komust t.d. að þeirri niðurstöðu að þessi hér"
bendir af miklum ákafa á eina af ryksugunum sem hann selur
"sem er 1800w var með gríðarlega góða sograft í sínum flokki."
Það er eins og við manninn mælt, ég finn hjá mér óstjórnlega löngun til að fikta í gufuháf með fjöldan allan af styllingum og ótalmörgum tökkum. Tíminn þýtur hjá og áður en ég veit af er bankað í öxlina á mér. Ég sný mér við og fyrir framan mig stendur Ómar, fölur og fár.
"Þessi maður er ótrúlegur, hann veit allt um ryksugur" segir hann með lotningu fyrir gáfum sölumannsins.
Við göngum út úr verslun Eyrvíkur við Suðurlandsbraut, Ómar margs vísari en ég bara í nokkuð góðum fíling.

Stefnir í nýjar myndir á myndasíðunni

fimmtudagur, september 08, 2005

Nýjar/gamlar myndir á myndasafninu.

Manchester

og svo

Myndir frá Íslandi

kv

miðvikudagur, september 07, 2005

Hvað skal segja þegar ekkert er að segja. Menn eru bara í fríi heima hjá sér, drekka latte og slappa af. Kaffihúsalíf mitt er reyndar það langt gengið að ég verslaði mér latte klippikort á Kaffibrennslunni um daginn og er vel á veg kominn með það. Á hinum enda lífs míns sem er um þessar mundir Wilmslow í nágrenni Manchester er ég orðinn það reglulegur gestur Cafe Nero að starfstúlkunar voru farnar að spurja mig þegar ég kom hvort það væri það sama og venjulega.

Hef síðustu þrjú kvöld sótt námskeið til endurnýjunar á FI(A) flugkennararéttindum. Nú er því lokið og get ég ekki á nokkurn hátt megnað að lýsa hversu ánægður ég sé að þetta sé yfirstaðið. Reyndar var síðasta kvöldið ágætt því þar var farið yfir hluti sem maður gat meðtekið. Fyrri tvö kvöldin voru hinsvegar svo langt fyrir utan mitt athyglisspan að þó það hafi máski litið út fyrir það á tíðum að ég væri að fylgjast með þá var það einfaldlega vegna þess að mér er að takast ágætlega til við að þróa svip (facial expression) sem ég kýs að kalla "já er það virkilega!!??!?!" og nota gjarnan á flugstjóra sem vita það að jörðin er flöt.

Hvað um það.

Snjór niður fyrir miðjar hlíðar á Akureyri í morgun.

góða nótt

fimmtudagur, september 01, 2005

Ísland.... BEST Í HEIMI!

Fékk þennan sendan frá Stulla stuðfrænda, nokkuð góður:

Þær fréttir bárust í vikunni frá Kína að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið koparvíra. Kínversk stjórnvöld segja að þetta sýni svo að ekki verði um villst að Kínverjar hafi verið búnir að finna upp símann fyrir 1.000 árum.

Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið ljósleiðara. Stjórnvöld þar í landi og Evrópusambandið
segja að þetta sýni að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum.

Í gær bárust þær fréttir frá íslandi að fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina
en ekki fundið neitt.

'islensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu

upp þráðlaust símkerfi.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Sit hérna á MAN flugvelli að bíða eftir SAS flugi til Köben. Ætlunin var að ná að hlaupa milli véla þar á innan við 50 mínútum. Slæmu fréttirnar eru þær að það er búið að seinka fluginu um 15 mínútur sem gefur mér 35 mín til að hendast á milli. Góðu fréttirnar eru að ég er með allt í handfarangri héðan þannig að það er ekki eftir neinu að bíða þegar hurðin er upnuð á vélinni í Köben.

Var búinn að skrifa skelfilega langan blogg um daginn sem fjallaði um raunir mínar í gleraugnakaupum. Bloggurinn tók á þeirri geðshræringu sem ég varð fyrir þegar ég komst að því að mistök urðu í vali á glerjum og hvernig ég brotnaði saman og grét með ekkasogum þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti sjálfsagt að bíða annan mánuð. Enn þann dag í dag skelf ég og tárast þegar ég hugsa til þess.

kv

mánudagur, ágúst 15, 2005

Flaug til Larnaca i gaer. Attum slott tima til ad fara i loftid klukkan 10:05 sem vid rett misstum af. Naesti timi sem vid fengum var 11:30. Thad var ekki fyrr en sidar ad vid frettum ad thad vaeri ut af flugslysi a okkar leid, vel ad koma fra Larnaca a leid til Athenu.
Fer fra Gatwick i dag, rett i tima til ad sleppa vid ad hitta bumbubraedurna Steina og Olla sem eg hald ad maeti hingad a morgun.
Naesta flug eftir viku... vona ad thad breytist snarlega thvi ef fram heldur sem horfir verd eg buinn med bokina sem eg er ad lesa og langt kominn med ad klara Medal of Honor i PS2.

kv.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Svo madur svari nu ahangendum manns sem skrifa inn a commentid i hundrudatali a degi hverjum.....

Dagbjort:
Ur ordinu FERD er haegt ad mynda morg skemtileg samsett ord. Utferd, uppaferd, heimferd, dags ferd og yfirferd eru einungis orfa theirra. Sum theirra geta thytt meira en eitt, thad byggist svo alfarid a hugarastandi hvers og eins hvada skilning einstaklingur leggur i ordid og samhengi thess.

Hannes:
Thakka ther kaerlega fyrir kvedjuna. Eg vona tho innilega ad 'astar partur kvedjunnar komi fra kvenntjodinni tharna a vellinum.

Lalli og HD:
Barattukvedjur til Engilstuna. Hef fulla tru a thvi ad madur eigi eftir ad heimsaekja ykkur otal sinnum i komandi framtid til Svithjodar. Stay in there!


Annars er eg i Gatwick eftir ad hafa flogid til Corfu fra Manchester i nott og endad her. Flyg a morgun til Kypur, mynnir mig og fer thada til Manchester, held eg.

kv.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Til hamingju Íslendingar, fyrsta haustlægðin hefur sýnt sig í sinni verstu mynd. Þetta er alltaf skemtilegur tímapunktur. Rokið, rigningin, mirkrið, kuldinn, slabbið, snjórinn, saltið á götunum og svo margt margt fleira. Sumarið búið og veturinn að taka við. Þá er nú best að skella sér í heitt bað með nuddi..... sem mynnir mig á að...

drengurinn er búinn (því sem næst) að versla sér íbúð, og það ekki af lakari kantinum. Njálsgata 81 verður heimili mitt frá og með ótilteknum tímapunkti í nálægri framtíð. Íbúðin er búin nuddpotti fyrir fjóra, gaseldavél og neyðar kaðalstiga svo eitthvað sé nefnt. Og hvað kostuðu herlegheitin?? Það kemur ekki nokkrum manni við en ég held þó að flestir viti það því ég hef sagt öllum sem hafa spurt.
MYNDIR eru komnar inn á myndasíðuna til skoðunar. Innflutningsteiti verður haldið einhverntíman í október/nóvember, takið daginn frá.

Annars er komið að útferð. Fer út í fyrramálið, aftur til Manchester. Planið svo að koma heim aftur 29. þessa mánaðar til að taka við íbúð og flytja inn, takið daginn frá!

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Mér til mikillar mæðu vonbrigða áttaði ég mig á því fyrir örfáum dögum að gallabuxur sem ég verslaði ekki fyrir svo löngu eru ekki gerðar fyrir örvhenta. Það kemur sér virkilega illa fyrir örvhentan einstakling eins og mig. Í hverju liggur téður hönnunargalli buxananna? kunnið þið að spurja. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu hafa beltishöldur buxnanna verið saumaðar þannig á að tvær fremstu eru ójafnar. Framanverð vinstramegin er nær miðju en framanverð hægramegin. Þetta orakar það að belti sem fer í buxurnar þarf að hafa á hvolfi til að silgjan sitji á réttum stað. Þar af leiðir að nú þarf ég að venja mig á að opna silgjuna vinstra megin í hvert skipti sem ég geng örna minna og þarf að sama skapi að læra að þræða beltið í öfuga átt þegar ég hef aflokið viðskiptum mínum við salernið. Þetta er tímafrekt og leiðinlegt ferli sem ég nenni ekki að ganga í gegnum en finn mig samt knúinn til að afbera. Ég hef sett saman og sent formlegt kvörtunarbréf til höfuðstöðva Blend Of America og á von á svari á næstu dögum, ég mun birta það hér um leið og það berst.

U2 tónleikar eru afstaðnir. Ýtarleg lýsing á þeim er á síðu Hjónanna og ég hreinlega nenni ekki að endursegja allt sem þar stendur, enda ferst Lalla það verk mjög vel.
Myndir af tónleikunum má svo finna á MYNDASÍÐUNNI .

Heitasta æðið í dag hjá öllu þenkjandi fólki er SUDOKU. Einfaldast er að útskýra sudoku með dæmi.
Hér fyrir neðan er dæmi um þraut eins og hún byrtist manni. Borðið er 9x9 reitir og skiptist niður í 9 kassa, hver með 9 reitum í. Þrautin gengur svo út á það að í hvern kassa á að setja tölurnar frá 1 upp í 9. Í hvern kassa má hver tala aðeins koma fyrir einu sinni og í hverja röð lárétt og lóðrétt gildir það sama, hver tala á bilinu 1-9 má bara koma fyrir einu sinni. Þetta er sérlega góð leið til að láta tímann líða þegar maður er að ferðast, þegar maður er í vinnuni eða ef manni leiðist og það besta er að það eru engin batterí.
Þetta er að tröllríða öllu í Bretlandi þar sem hægt er að kaupa sérstakar Sudoku þrautabækur en það var með kaupum á einni slíkri sem ég kynntist þessu og hef ekki verið samur síðan.
Ég skora á ykkur, lesendur kærir, að prófa og ef ykkur langar í meira þá er hér nokkuð fín SUDOKU síða og svo er að sjálfsögðu hægt að versla þetta á AMAZON .

Að lokum langar mig að ræða Stafrænan Hákon. Eitt það skemtilegasta við Stafrænan Hákon er að drengurinn heitir ekki einusinni Hákon. Ég ætla ekkert mikið út í þá sálma hver þetta er, það er hægt að lesa allt um það á alnetinu, en hann heitir Ólafur Jósephsson.
Stafrænn Hákon hefur gefið út nokkrar plötur, bæði á geysla og vinyl, og sætir furðu hversu fjörugt ímyndunarafl kauði hefur þegar kemur að titlum bæði á plötum og lögum. Sem dæmi um útgefið efni þá kom út platan "ventill/poki" síðastliði haust. Þar áður hefur félagi okkar gefið út plötur á borð við "Per:Segulsvið - Kysstu mig Þungi Spánverji", "Glussajól"og "Skvettir edik á ref". Sem dæmi um heiti laga má nefna "Sítrónudurgurinn" af "Eignast Jeppa", "Kjæfusafi" af "Prjónar Húmmus" og "Tætir Rækju" af "Skvettir edik á ref".
Hvernig tónlist erum við að tala um? Jú, ykkar einlægur fór á stúfana og kannaði efni og innihald. Til að spanna sem breiðast feril listamannsinns voru tekin til hlustunar lög af plötunum "Eignast jeppa", "Í ástandi rjúpunnar", "Prjónar húmmus", "Skvettir edik á ref", "ventill/poki" og síðast en ekki síst "Per:Segulsvið - Kysstu mig Þungi Spánverji". Við fyrstu hlustun mynnir tónlistin á blöndu af Sigur Rós og SKE. Ágætis tónlist til að slaka á við eða hlusta á þegar maður vill komast hjá því að hugsa um nokkurn skapaðan hlut.
Nú er margur sjálfsagt farinn að hrista hausinn í þeirri bjargföstu trú að ég sé endanlega genginn af göflunum og að allt um Stafrænan Hákon sé uppspuni frá rótum..... allir nema kanski Cpt. Garðarson. Kíkið endilega á shakon.com og látið sannfærast. Undir sounds má finna slatta af lögum sem hægt er að niðurhlaða og spila á tölvunni heima í stofu.
Að lokum textinn úr laginu "Vísur fyrir þreytta fugla"

Hermann staflaði nokkrum rjúkandi vorrúllum á bretti og sýndi Alexei frænda sínum þannig stuðning, en hann var að keppa á íslandsmeistaramótinu í botnalangauppskurðum sem haldið var á Sankti Jóseps spítala sjöunda árið í röð. Hann hafði þegar lokið 24 aðgerðum á 48 mínútum og átján sekúndum og var sem stóð í 3-4 sæti í riðlinum. Á eftir doktor Togga og doktor Kalla sem voru efstir. Doktor Kalli langefstur og öruggur áfram með 38 uppskurði á einni klukkustund sléttri. Þar af eina glæsilega ennisholuaðgerð, sirkusaðgerð sem hann skellti inn í lokinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Sérstaklega Hafrúnar hjúkrunarforstjóra sem grét af geðshræringu þegar mestum greftrinum hafði verið náð úr stífluðum ennisholunum. "Jíbbí!", hrópaði hún "Jibbí!", og brunaði á mótórhjólinu sínu í hádegismat. Með standarann á.

kv.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

sunnudagur, júlí 31, 2005

Sex tímar í U2, ekkert meira um það að segja

Gleðilega verslunnarmannahelgi

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast, svo margt að það er ekki nokkur leið fyrir minn mynnislausa haus að muna. En svo fátt eitt sé nefnt:
Gerðist svo frægur að fara á tónleika með Emelíönu Torrini á NASA Jóa, Röggu, Magnúsi, Caritu og Bennu. Mjög góðir tónleikar fyrir utan það að þeir voru standandi sem er ekki mér að skapi við svona tónlist, en hvað um það.
Hélt svo grill í tilefni þess að danskur leggur fjölskyldunnar var á landinu. Eftir mat mættu fleiri gestir og eftir góðan tíma var svo farið á aðal staðinn í bænum, Hressó þar sem tekið var all hressilega á því. Daginn eftir var hinsvegar þoka á fjallvegum sem var í takt við veðrið utandyra og því ekkert af nokkru tagi gert.
Mikið hef ég setið á Austurvelli undanfarið enda hefur verið bongó blíða allt síðan ég kom heim. Það ætlar að sannast enn aftur að góða veðrið fylgi mér því nú um helgina þegar ég fer af landi brott verður súld og sunnan stinningskaldi á annesjum en spáir strax batnandi veðri á landinu þegar ég kem aftur á mánudag eftir helgi.
Náði loks að ljúka mótorhjólaprófinu í dag. Verklegu tímarnir voru teknir með trukki þegar þeir komust loks í gang, byrjaði á laugardag og tók svo prófið eins og áður sagði í dag, með glæsibrag. Nei ég ætla ekki að kaupa mér hjól..... hérna heima allavegana. Það er aldrei að vita hvað gerist ef það er ekki of mikið stórmál og ég rekst á eitthvað á réttu verði í UK.
Annars er stóra málið núna komandi U2 tónleikar um helgina í Köben. Fer út á morgun og skilst að hjónin ætli að taka á móti mér útá velli með einn kaldan en fá í staðin flösku af íslensku lindarvatni beint úr krananum á Hjarðarhaganum.

Að lokum, myndir frá grillinu um síðustu helgi hjá mér á ÞESSARI SÍÐU og svo á MYNDASÍÐUNNI HENNAR RÖGGU

KV.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Ekki lengi að því sem lítið er, nýjar myndir frá Manchester base og ættarmótinu

kv

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég alsgáður og akandi þegar ég ritaði síðast póst.

Miklar og stórar pælingar í gangi, eins og alltaf svosum. Ég held áfram að hafa fasteignamarkaðinn í gjörgæslu. Styttist í að mótorhjólanámið komist á alvarlegt stig og þar með er farið að kitla mann að hafa aðgang að hjóli í UK. Stærsta vandamálið er að tryggja gripinn því maður er ekki með lögheimili úti en það má vera að laus hafi fundist á því þannig að það er aldrei að vita.....

Eyjarnar heimsóttar í dag. Islanderinn byrjaður að fljúga við taumlaus fagnaðarlæti Eyjamanna. Á bakkanum er allt að koma saman, skilst að vígsla á nýrri flugstöð sé á þriðjudag. Einar bakkabróðir er kominn með fjögur fjórhjól sem verða leigð út á sanngjörnu verði undir nafninu Fjörhjól. Ég tók út hjólin í dag og skemst frá því að segja að þau stóðust möbelfakta prófanir af stökustu príði.

Myndir á leiðinni inn á myndasafn.

kv

sunnudagur, júlí 17, 2005

Jahá, jamm og jæja, seisei já og dirrindí....

Ekki mikið að frétta frekar en fyrri daginn. Fyrsta útilega sumarsins yfirstaðin. Betra er seint í rassinn gripið en að grípa í tóman rass eins og segir í hinu fornkveðna. Það var eins og við manninn mælt, rigndi eins og hellt væri úr fötu og var dvölin sem átti að vera allavegana fram á mánudag stytt svo um munaði og keyrt á öðru hundraðinu í bæinn á bling bílnum fræga því eins og sagt er betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti. Með í för var Ragga sem var gott því fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Látum þessu rugli lokið því einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.

kv.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Nú er maður bara orðinn frægur, mynd af mér framan á fréttablaðinu í dag 13/7, svona þannig séð allavegana. Þarna sit ég í sætaröð 28C í TF-FIK á leiðinni frá Glasgow til Keflavíkur á sextíu ára afmæli millilandaflugs frá Íslandi. Myndin er reyndar tekin úr ágætri fjarlægð, utanfrá og hendi einhvers óþokka blokkerar þann part vélarinnar sem ég sit í. Frægur engu að síður.

U2 tónleikar í Köben framundan. Út 29. júlí og heim 1. ágúst. Þetta verður magnað.

kv.

föstudagur, júlí 08, 2005

Virkilega slaemt adgengi ad nettengrdi tolvu skilar ser i virkilega sloppu bloggi og fleiru.
Allt ad verda vitlaust i London. Hjalti, Steindor og Benni bumbuflugmenn og eg vorum i London i fyrradag, tha var allt med kyrrum kjorum, sem betur fer. Nu er eg hinsvegar kominn aftur i kotid mitt i Wilmslow.
Roleg helgi framundan thannig ad plandi er ad skella ser a Duxford flugsyninguna sem verdur serlega stor i ar vegna 60 ara afmaelis stridsloka.

Kem heim 13. juli

kv.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ekki mikid ad segja. Buinn ad vera i Manchester i viku nuna. Skellti mer i dag til Gatwick thar sem eg a ad ferja vel hedan a fimmtudag til Newcastle.
Kem heim a midvikudag.....

kv

mánudagur, júní 27, 2005

Kominn til UK, mynni a uk GSM sem stendur efst vinstramegin

Tenerife a morgun

kv

sunnudagur, júní 26, 2005

Nú skellti ég mér norður á krókinn á föstudag. Tilefnið var að Rúna var að halda innflugtningsgrill í skemmuna sína og vildi svo til að það var sveitaball um kvöldið. Mér fanst vera kominn tími til að fara á sveitaball því það hafði ég aldrei áður gert. Hljómsveit kvöldsins voru Stuðmenn sem bregðast sjaldan ef maður er í rétta gírnum með réttu fólki. Dansinn dunaði langt fram eftir nóttu og jafnaðist á við nokkuð góða eróbik æfingu. Tvisvar um kvöldið tóku Stuðmennirnir lag sem stuðmannadansinn var dansaður við í Með Allt Á Hreinu og að sjálfsögðu sá ég mig knúinn til að stíga þann dans. Mér var hinsvegar sagt að ég hafi verið sá eini sem hafi stigið þennan dans og að það hafi vakið óskipta athygli meðal annara dansgesta sem voru farnir að spurja Rúnu hver þessi maður væri.
Þykir mér það miður að þessi dans sé að falla í gleymsku því þó hann beri hvorki vott um þokka eða fegurð þá er hann óhemju skemtilegur og tekur vel á.

Nú eru hjónakornin flogin af landi brott til að nema lönd á meginlandinu og koma sjálfsagt ekki heim aftur öðruvísi en í heimsókn í laaaaaaaangan tíma. Þau verða hinsvegar þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta mig í lok júlí þegar þau taka á móti mér á Kastrup með öl og smörrebröd.

Ég er annars sjálfur floginn burt í fyrramálið og í þetta skiptið til Manchester. Þar verð ég bara í sextán daga því ég var búinn að vinna af mér nokkra daga til að komast í ættarmótið á vestfjörðum um miðjan Júlí.

kv.

fimmtudagur, júní 23, 2005

Það þarf að sjálfsögðu ekki að segja frá því að ég náði bóklega mótorhjólaprófinu með miklum stæl í gærmorgun án þess að hafa lært svo mikið enda fæddur með sérlega góðar og yfirgripsmiklar gáfur. Nú er bara að taka verklegu tímana en ég næ að öllum líkindum ekki að gera það fyrr en ég kem heim næst 13.07.05.

kv.

miðvikudagur, júní 22, 2005


Teki� �r v�l Air Atlanta Posted by Hello

þriðjudagur, júní 21, 2005

Þegar maður hefur ekkert mikið annað að segja er oft bara ágætt að splæsa inn nokkrum bröndurum.
Fyrst kemur vísa sem lýsir vel raunum okkar aðstoðarflugmannana.

The Copilot
I am the copilot. I sit on the right.
It's up to me to be quick and bright;
I never talk back for I have regrets,
But I have to remember what the Captain forgets.

I make out the Flight Plan and study the weather,
Pull up the gear, stand by to feather;
Make out the mail forms and do the reporting,
And fly the old crate while the Captain is courting.

I take the readings, adjust the power,
Put on the heaters when we're in a shower;
Tell him where we are on the darkest night,
And do all the bookwork without any light.

I call for my Captain and buy him cokes;
I always laugh at his corny jokes,
And once in awhile when his landings are rusty
I always come through with, "By gosh it's gusty!"

All in all I'm a general stooge,
As I sit on the right of the man I call "Scrooge";
I guess you think that is past understanding,
But maybe some day he will give me a landing.
— Keith Murray


Flaug heim frá LHR í dag, las þetta í local blöðunum þar:
At Heathrow Airport today, an individual, later discovered to be a public school teacher, was arrested trying to board a flight while in possession of a compass, a protractor, and a graphical calculator.
Authorities believe he is a member of the notorious Al-Gebra movement.
He is being charged with carrying weapons of math instruction.



Og svo vegna þess að uppáhalds flugstjóri minn Herra Neaushitler er nú þýskumælandi og leigusali minn er af þýsku bergi brotinn þá finst mér viðeigandi að maður læri nokkur vel valin þýsk flug-orð

German Aviation Terms
AIRCRAFT---Der Fliegenwagen
JET TRANSPORT---Der Muchen Overgrossen Biggenmother Das Ist FliegenHighenfaster Mit All Der Mach Und Flightenlevels. (Built by Boeing)
PROPELLER---Der Airfloggen Pushenthruster
ENGINE---Der Noisenmaken Pistonpusher Das Turnens Der AirfloggenfanPushenthruster
JET ENGINE---Der Schreemen Skullschplitten Firespitten SmokenmakenAirpushenbacken Thrustermaker Mit Compressorsqueezen Und TurbinespinnenBladenrotors. (Made by Pratt & Whitney)
CONTROL COLUMN---Der Pushenpullen Bankenyanken Schtick
RUDDER PEDALS---Der Tailschwingen Yawmaken Werks
PILOT---Der Pushenpullen Bankenyanken Tailschwingen Werker
PASSENGER---Der Dumbkopf Das Est Strappened En Der Baacken Mit Der OtherDumbkopfs Das Est Expecten To Leave Undgo On Scheduledtimen Und Arriven mitDer Luggagebags Somplaceneisen
STUDENT PILOT---Der Dumbkopf Das Learnen Fliegen Un Hopen To Jobenfinden MitDer Airlinens
FLIGHT INSTRUCTOR---Der Timenbuilder Mit Less Den 1000 HrsMultienginefliegen. Teachen Dumbkopfs To Fliegen Vile Waitenwatchen Fer DerLetter Mit Der Joboffering Frum United
AIRLINE TRANSPORT PILOT---Das Grosse Overpaiden Und Under WerkenWhinencomplainer Biggen Schmuck Dat Fliegen Mit Das Big Airlinen
PARACHUTE---Der Stringencotten Das Est Usen To Floaten Der TailschwingenPushenpullen Bankenyanken Werker Down To Earthen Ven Der Fliegenwagen EstKaputen
FAA---Der Friggenfliegen Dumbkopf Schmucks Das Maken Alder Rulens UndRegulations
Helicopter --- Der Flingen Wingen Maschinen mit der Floppen Bladens dot istFliegen by der Dumbkopfs vas iss too Stupiden for Knowen dees Maschinens eesnot Safen ver Fliegen.

Annars er bara allt gott að frétta. 757 hermirinn gekk bara eins og best verður á kosið þannig að allir eru sáttir. Næsta útferð er mánudaginn næstkomandi, verð þá úti í einungis 16 daga.

kv.

laugardagur, júní 18, 2005

Myndir frá Skotlandi komnar inn á Slepjuna

kv.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Lítið varð af ferð minni til UK 15.-18. til að læra á 757 því ég valdi að fara frekar til Skotlands að sækja Islander, nýja flugvél Flugfélags Vestmannaeyja, með Heimi yfirflugstjóra flugfélagsins.
Það gekk allt í sögu eftir að við komumst loks af stað frá Cumbernauld flugvellinum sem er mitt á milli Glasgow og Edinborgar. Leiðin sem var flogin var um Stornoway, Færeyjar og svo beint á Eyjar þar sem múgur og margmenni tók á móti okkur.
Í staðin fer ég svo til Uk í 757 kassann á laugardaginn 18. júní og kem heim þriðjudaginn þar eftir. Fer svo aftur út mánudaginn 27. júní og kem að lokum aftur heim 14. júlí. Nóg að gera og bara gaman að því.

kv.

föstudagur, júní 10, 2005

Jammogjæja
Nú er öllum ljóst að ég er heima, fer ekki framhjá neinum enda þekktur fyrir að láta mikið fyrir mér fara.
Eins og venjulega er tekið hús á helstu hetjum samtímans og á góðum degi heimsækja hetjurnar mig.
Renndi á Bling Bílnum mínum uppí Skorradal þar sem Baggabotn liggur. Þar býr Jói Pálma. Grillað, drukkinn bjór, drukkið rauðvín, stungið á kýlum og sagðir brandarar. Er ekki frá því að það sé að verða kominn tími á eina góða útilegu innan um hina íslensku sauðkind í iðgrænni íslenskri náttúrunni.
Fer örstutt út 15.-18. júní til að læra á 757.

kv.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Nú er drengurinn enn og aftur kominn heim í sunnan súldina, sem er satt best að segja bara nokkuð hressandi. Eftir að hafa verið tekinn í gíslingu í Gabon af VP Operations hjá Air Gabon prísar maður sig sælann að vera orðinn laus af meginlandi Afríku.... í bili. Gabon samningurinn er HALLAS eins og maður segir á góðri arabísku og flestir bara nokkuð sáttir við það.
Sumarið verður tekið í Manchester við það að fljúga með sólþyrsta, bjórþambandi Breta til allra helstu sólaráfangastaða Evrópu og Afríku á smáþotunni 757-200. Til þess að ég teljist hæfur að fljúga þeirri skepnu skilst mér að ég þurfi að fara út í miðju fríi í nokkra daga til að grípa í fákinn og taka próf. Hvenar það verður nákvæmlega á eftir að koma betur í ljós.

kv.

föstudagur, júní 03, 2005

Utlaginn snyr aftur...... Gott heiti a mynd og jafnvel meira en thad.
Nu litur loksins ut fyrir ad eg fari ad komast aftur til Parisar hedan fra Gabon eftir langa dvol sem hefur borid litid annad af ser en full mikid af solbadi og of haan hotelreikning.
Foreldrarnir eru komin til Paris og a timabili leit ut fyrir ad thau mundu fara thadan aftur an thess svo mikid sem ad hitta mig............. sem hefdi verid skelfilegt svo ekki se meira sagt.

Motorhjolanamskeidid bidur handan vid hornid og er ekki viss um hvor er spenntari fyrir thessu, eg eda riddari gotunnar, sjalfur Larus Motorhead Halldorsson.

Rennur af stað ungi riddarinn,
rykið það þyrlast um slóð.
Hondan hans nýja er fákurinn,
hjálmurinn glitrar sem glóð.

Tryllir og tætir upp malbikið,
titrar og skelfur allt hér.
Reykmettað loftið þá vitið þið
er riddari götunnar fer.

(viðlag)
Ég hef alltaf verið
veik fyrir svona strák,
sem geysist um á mótorfák,
og hræðist ekki neitt.

Aftan á hjóli hans situr snót,
sú sem hann elskar í dag.
Sýna þau hvort öðru blíðuhót
og svíf'inní kvöldsólarlag.

viðlag

kv

þriðjudagur, maí 31, 2005

Nu er thad buid ad vera i umraedunni lengi ad eftir sumarid verdi madur fluttur yfir a B747 .
Er farinn ad efast um ad thad gerist heldur verdi eg fluttur yfir a skipaflota Avion Group thar sem eg verd gerdur haseti og mun stunda vikulegar siglingar til Rotterdam og Nyfundnalands. Thad mun ekki vera stormal fyrir mig ad skipta yfir thvi vill svo til ad eg er mjog vel mali farinn i sjoara lingoi.
Daemi:
Kastid honum ut fyrir lunningarnar strakar!
Thad gefur a hann i dag strakar, eg a nu ekki von a braelu a morgun.
Bolvadir anskotans raeflarnir!

Thad sem upp a vantar kem eg til med ad laera med lestir Tinna boka og af heimsoknum til Hauks Barkarsonar.

kv

sunnudagur, maí 29, 2005

On time, en ekki hvad!

Sa storfenglegi atburdur atti ser stad i nott ad flug AGN611 fra CDG til LBV var a aetlun. Thetta hefur ekki gerst sidustu sex manudina sem thessi samningur hefur verid i gangi. Og hverju er ad thakka?? Engum odrum en mer!
Gabon er annars vid sama heigardshornid. Her er sol og gott vedur, kjorid til ad horfa a CNN. Haestvirtur flugstjori minn, herra Neausiedler, hagadi ser bara nokkud vel i fluginu og yrti ekki mikid a mig. Vil eg tha helst thakka Dagbladinu Visi fra 12. og 13. mai fyrir frabaera frammistodu i ad halda mer uppteknum i tha sex og halfa tima sem flugid stod og adstoda mig i ad gefa ekki faeri a mer i samraedur.

kv.

föstudagur, maí 27, 2005

Nú er sumarið komið til París með hvelli. 30°c+ sól og bongó blíða. Það er ekkert annað að gera en að skella sér niðrí bæ í stuttbuxum og ber að ofan, stoppa við hér og þar og fá sér öl og að sjálfsögðu að fara í bestu ísbúðinna í bænum til að fá sér einn kaldan..... ís. Sumir, nefnum engin nöfn, kjósa hinsvegar að fara í mollið að versla og fara svo snemma að sofa.
Skemst frá því að segja að Rúna og Steindór eru búin að vera í heimsókn í París síðustu dagana til að hamast á 747 flughermi Air France. Ég tók Rúnu í stóra Parísarrúntinn sem ég hef verið að þróa síðustu vikur með því að gæda ólíklegasta fólki hér um bæinn, Steini var hinsvega vant við látinn sbr. fyrr málsgrein.

Nú ætla gömlu hjónin að kíka í heimsókn á litla strákinn helgina áður en hann fer heim, stóðust ekki fríu gistinguna og góða veðrið og ákváðu að skella sér með stuttum fyrirvara.


kv.
Góðu fréttirnar eru að frunsan er history að mestu leiti, einungis lítið sár á vör. Slæmu fréttirnar eru þær að ég þarf að fljúga með einum leiðinlegasta manni mannkynssögunnar á morgun. Það verður samt ekkert mál því maður notar bara "wil not speak unless spoken to" tæknina og tekur góða bók með sér.

Bongóblíða í París 30°c+ og sól, maður kvartar ekki, nema kanski yfir því að þetta er svona í heitara lagi.

kv.

sunnudagur, maí 22, 2005

Nú er það helst í fréttum að ég er kominn með frunsu í hægra munnvik.

mánudagur, maí 16, 2005


Óeirðir í París Posted by Hello

Hvar er Valli? Nú, þarna er hann Posted by Hello

Hvar er Valli?

Allt síðan ég var ungur drengur og sá bókina um hann Valla í afmælisveislu hef ég leitað. Ég hef leitað um víða veröld en aldrei fundið. Fór ég til Eyja og taldi mig hafa fundið hann en sá klæddist aldrei hvít/rauð röndóttum peysum. Stefnulaust ráfaði ég um hinar ýmsu borgir til þess eins að finna Valla, án árangurs. Þar til einn góðan veðurdag í París að ég geng fram á félaga. Hann er svo ánægður að sjá mig að hann baðar út öllum öngum, svo hamslaus af gleði er hann að hann rotar mig nærri með stafnum sínum. Við eigum saman langt og gott spjall og kveðjumst svo í mesta bróðerni enda finst okkur báðum sem við höfum þekkst allt frá því að ég sá bókina um hann fyrst. Hann bað mig þó áður en leiðir okkar skildu að segja engum, ekki nokkrum manni, frá því hvar hann felur sig því náskildur frændi hans er víst kviðmágur Osama Bin Laden og þar af leiðir að FBI, CIA og Gestapo eru að leita hans í tengslum við áætlaðar hriðjuverkaárásir á Seaworld í Flórida.

Ég held annars áfram að skoða París enda er ég í fjögurra daga fríi.

kv.

sunnudagur, maí 15, 2005


Your own, personal, aircraft Posted by Hello

miðvikudagur, maí 11, 2005

Leiðrétting

Það skal tekið fram að Maggi átti þátt í að gefa mér sírópið frá Canada og leiðréttis hér með....

kv

sunnudagur, maí 08, 2005

Nú átti ég afmæli í gær, loks orðinn lögráða. Fékk margar góðar gjafir og ber þá helst að nefna Flúðasveppi frá Hjalta, dæld á bílinn minn frá ótilgreindum verkfræðinema, Guyana romm frá Ómari, Kúbuvindil frá Jóa, Síróp frá Bjarna, Amarula líkjör frá Rúnu og heljarinnar grillveislu og salatverktól frá familíunni.
Hélt svo lítið teiti á mínu nýja heimili. Þar tók snillingurinn hann Hjalti sig til og eldaði máltíð úr nokkrum gjafanna. Honum er einungis fyrirgefið vegna þess að rétturinn var sérlega bragðgóður og á sjálfsagt stóran þátt í því að heilsan var nokkuð góð í morgun. Til öryggis hringdi hann svo niðurbrotinn maðurinn í dag og baðst auðmjúklega afsökunar á því að hafa eldað gjafirnar mínar. Á þeim tímapunkti var erfitt að fyrirgefa þar sem ég hafði nýverið eytt lunganum úr morgninum í þrif á eldavélinni þar sem dugði ekkert minna en stálull og ótæpilegt magn af Eðal þvottasápu.
Bærinn var tekinn með trompi og enn á ný staðfestist það að íslenskt kvennfólk er með slæmann smekk því ekki litu þær við einum efnilegasta piparsveini síðari ára.

Nú er farið að styttast ískyggilega í brottför. Fer út á miðvikudag og kíki svo aftur heim mánudaginn 6. júni.

Nýjar myndir ættu að fara líta dagsins ljós á myndasíðunni og þar á meðal verður mynd af hluta afmælisgjafanna...... Takk Hjalti

kv.

sunnudagur, maí 01, 2005

Þá er strákurinn kominn heim úr heljar ævintýri í svörtustu afríku. Congobúar eru hinir hressustu, elda fínasta shavarma og þá sérstaklega komi þér frá Líbanon.
Það er stutt stoppið núna. Ekki vegna þess að ég sé að selja daga heldur þvert á móti vegna þess að ég er að losa mig við daga sem ég skulda sem og að færa til daga sem ég ætla að taka í sumar.
Nú má skeiðklukkan fara í gang því nýr sími var verslaður í fríhöfninni í gær og af fyrri reynslu má ætla að það sé bara tímaspursmál hvenar ég tapa honum á einn eða annan hátt.
Svo var playstation 2 tölva versluð í París undir því yfirskyni að nota hana sem DVD spilara, virkar fínt sem slík.

kv.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Og svo var thad siminn....

Ja, hvad haldid thid, var ekki bara simanum minum stolid
Var a gongu um breidstraeti Parisarborgar i bullandi romantik. Talandi i simann, kikjandi a kort. Veit ekki fyrr en buid er ad rifa simann af mer og gleraugun komin i gotuna. Teigi mig eftir gleraugunum thvi an theirra hefdi eg ekki geta borid kennsl a sakamanninn. Brillurnar komnar a og se eg tha ekki thar sem madur i svartir hettupeyru og blaum gallabuxum hverfur fyrir horn med simann i hendi. Hvad geri eg, ekki nokkurn skapadan hlut enda ekkert vid thessu ad gera nema fynna upp heila ordabok af nyjum blotsyrdum.

kv.

Je suis une Gabonese

Godmennskan an drepa mann. Atti ad koma heim i gaer, manudag, en vegna kroniskrar kvefpestar hja flugmonnum flugfelagsins Atlanta var eg bedinn um ad redda malunum. Vegna thess ad thad er buid ad vera svo hrikalega dautt hja mer undanfarid akvad eg ad bjarga flugfelaginu fra bradri glotun og hlaupa i skardid. Sendur med Air France 777-200 fra Paris til Libreville. Thufti ad tekka toskuna mina inn thratt fyrir ad vera mein illa vid that thvi af vidtaekri reynslu minni dro eg tha alyktun ad hlutirnir ganga ekki alltaf fyrir sig i Afriku eins og madur hefdi kosid. Flugid var skitsaemliegt fyrir utan thad ad eg hef sjaldann a aefi minni thurft ad njota eins litils fotaplass og thad a long-haul flugi. Eftir rumlega sex tima flug var Libreville ordid ad veruleika. Er tha ekki verkfall hja Air Gabon, aldrei thessu vant thannig ad thad er enginn til ad taka toskur ur mallanum a velinni. Eg stod thvi tharna i uniforminu einu fata med flugtoskuna mina sem inniheldur ekkert sem getur komid mer ad gagni vid adstaedur sem thessar. Nu, niu timum sidar er ekkert enn ad fretta fra af gangi mala thannig ad stefnan er tekin a minjagripabud hotelsins til ad versla ser einhver smekkleg fot med myndum af giroffum og filum a.

kv

sunnudagur, apríl 24, 2005

Danskur sigur á Norðurlandamóti í pípulögnum

Henrik Hansen, 22 ára gamall pípulagnanemi frá Kruså í Danmark, fór með sigur af hólmi á Norðurlandamótinu í pípulögnum, sem lauk í Perlunni í dag. Hinir keppendurnir fjórir voru úrskurðaðir jafnir í öðru sæti en þeir voru Tómas Ingi Helgason, Svíinn David Josefsson, Finninn Henri Koskinen og Norðmaðurinn Markus Kaltvedt. Þetta var fjórða Norðurlandamótið í pípulagningalistinni, og í fyrsta skipti sem keppnin er haldin hér á landi.

Áhugavert, ekki satt

kv.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Nýjar myndir á slepjunni

kv.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Nú hef ég ákveðið að skella mér á skellinöðrunámskeið þegar ég kem heim og þar af leiðandi skoða ég þessa síðu á hverjum degi!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ef það er eitthvað sem ég hef lært af henni móður minni þá virðist það vera að elda allt of stóra skammta af mat. Tók mig til í fyrradag og eldaði hakk og spagettí(tagliatelli). Af einhverri ástæðu sem er fjarri mínum skilning verslaði ég 500 g af hakki. Með fimmhundruð grömmum af hakki fara um hundraðogfimtíu grömm af sveppum og að sjálfsögðu fjögurhundruðtuttuguogfimm grömm af sósu. Þarna erum við komin með máltíð uppá rúmt kíló nema hvað að allt pastað er eftir. Ég lagði það ekki á mig að vikta pastað, enda hef ég ekki vog hér í þessari annars ágætu íbúð, en það hefur sjálfsagt verið soðið um sjöhundruð og fimtíu grömm. Þarna var ég því kominn með máltíð uppá tæp tvö kíló, fyrir mig einan og óstuddan. Ekki er hægt að ætlast til þess að maður í stífri megrun eins og ég sjálfur takist að granda tveggja kílóa trölli í einni atrennu þannig að það voru afgangar í gær.

Keypti mér nýtt Flight Kit í fyrradag. Ég kingdi stoltinu og fékk mér tösku á hjólum en ég er þá undantekningin sem sannar regluna því einungis stelpur og hommar nota flightkit á hjólum.

Nokkrar nýjar myndir komnar inn

kv.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Hvað haldið þið að sé að gersast. Nú er ég búinn að vera úti í viku, búinn með eitt flug og lítur úr fyrir að ég fljúgi ekkert fyrr en 19. apríl. Hvað skal segja, ætli ég skoði ekki bara allt sem hægt er að skoða í þessari borg og nágrenni næstu vikuna.

Gerði víðreist í dag. Flengdist um alla borg með það eitt að markmiði að skoða allt það helsta sem hægt að er berja augum í borg rómantíkinnar. Byrjaði daginn á hressandi morgungöngu uppúr hádegi í Pere Lachaise kirkjugarðinum. Þar eru grafin mörg stórmennin ber þar helst að nefna Jim Morrison, Barónessan af Stroganoff og Edith Piaf.

Til að ná mér niður eftir kirkjugarðinn kíkti ég á Bastillutogið þar sem hið illræmda Bastillu fangelsi stóð forðum daga. Ég leyfi mér að vitna í Michelin túristhandbókina í þágu örlítillar sögukennslu. “Að morgni 14. júlí 1789 marseraði múgur Parísarbúa niðrí Invalides að ná sér í vopn og héldu svo til Bastillunar gráir fyrir járnum. Seinnipartinn sama dag hafði Marquis de Launay fangelsistjóri Bastillunnar gefist upp, múgurinn náð stjórn á virkinu og murkað lífið úr Marquis og kumpánum hans. Á táknrænan hátt var svo öllum sjö vistmönnum Batillunar sleppt lausum en þar á meðal var snarbilaður kleppari “madman” sem hefði sjálfsagt betur setið áfram inni. Síðar sama ár var virkið rifið af átta hundruð verkamönnum.”

Ráfaði svo að mestu leiti stefnulaust um borgina með stuttum stoppum við Notre Dame og Montparnasse sem er rúmlega tvöhundruð metra há bygging og þar með hæsta bygging Parísar ef Eiffel turninn er ekki tekinn með í dæmið.

Kv.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Ljúfa lífið í París

Sveimérþá ef París er ekki bara töluvert betra en Oran þá má ég hundur heita.
Strákurinn er að taka á honum stóra sínum hérna, út að skokka á hverjum degi í garði Napoleons Bonaparte. Þess á milli er rölt niðrí bæ, menningin skoðuð, farið í bíó, kaffihús, Virgin Megastore og alla hina staðina sem var ekki hægt að gera í Oran.
Kíkti í á bíó í gær í minnsta bíó sal sem sögur fara af. Bíóið, staðsett við Bastilluna, var að sýna Hotel Rwanda sem ég mæli með að allir sjái. Fimmtán vasaklúta mynd en ekki á vemmilegan væminn hátt heldur af því að þetta er sönn saga af átökum Tútsa og Hutu í borgarastyrjöldinni sem var þar í byrjun tíunda áratugarins.

Nóg annars í bili

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Ragga fór á jammið um síðustu helgi, tók nokkrar myndir og lét taka mynd af sér...
Ekkert meira um það að segja

kv

mánudagur, apríl 04, 2005

Nú er strákurinn kominn til París og býr á Pierre et vacance. Er með númer beint inn á herbergi sem ég man ekki í augnablikinu en það verður birt við tækifæri svo fjöldinn geti farið að hringja í mig. Fyrsta flug á morgun. Ég er farinn að efast um að ég kunni yfir höfuð að fljúga eftir fríið, það kemur þó í ljós á morgun.
Meira síðar

kv.

fimmtudagur, mars 31, 2005

Nú á ég afmæli fjótlega. Eftir að hafa lagst undir feld með höfuðið í bleyti hef ég ákveðið hvað ég vil og ætla að fá í afmælisgjöf.

Um er að ræða hljómdiska með mínum uppáhalds tónlistamanni Ken Dravis . Dravis hefur gefið frá sér nokkra snilldar diska um ævina en tveir þeirra höfða sérstaklega til mín og ég krefst þess að fá þá á afmælisdaginn. Umræddir diskar heita Hooked on flight og Songs of the Sky. Lög eins og Logbook, Flyin' High og Airport Spy höfða sérstaklega vel til mín og lýsa af ótrúlegu innsæi ástum, gleði og sorgum flugmanna. Slíkt innsæi fæst aðeins af því að hafa lifað lífi flugmannsins eða hafa horft á þættina Mile High á Stöð 2.
Ég skora á þau ykkar sem hafa iTunes að fara í Music Store og fletta upp Ken Dravis. Þar er svo hægt að heyra tóndæmi af meistaraverkunum.

kv.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Nú er ég kominn með dagsetningar fyrir út og heimkomur fram í júlí. Það er nú ekkert stórmál að giska í eyðurnar í framhaldi af því en hér kemur allavegana það sem ég hef fengið opinbert

Út 4. Apríl
Heim 25. Apríl

Út 16. Maí
Heim 6. Júní

Út 27. Júní
Heim 18. Júlí


Stutt opinber heimsókn til Eyja er nýaflokin. Þar sýndi ég görpunum hvernig á að gera hlutina, tók Hannes í gegn í flugvikjuninni og kyssti Brynnku Bleiku á kinnina og má segja að það hafi verið hápunktur ferðarinnar enda hef ég ekki kysst stúlkukind svo mánuðum skiptir. Svo skulum við bara vona að Valli sér ekkert að skoða þetta enda kemur honum þetta ekkert við!

Ég á bara fyrstu tólf þættina af Lost, svo ég svari spurningunni úr commentinu.

bið að heilsa

þriðjudagur, mars 08, 2005

Jæja dudes og dudettes, hvað er upp?

Nú lítur út fyrir að ég komist heim á fostudag þó það sé ekki staðfest. Planið er eins og fram hefur komið að það koma tveir gaurar hingað í línuþjálfun. Annar þeirra ætti að koma á morgun þannig að ég geti stungið af á fimtudag og tekið föstudagsflugið frá parís heim. Það er reyndar séns fram á fimtudag fyrir hann að koma því þá getur hann tekið við fluginu í parís og ég get farið af þar. Ég er orðinn nokkuð vongóður um þetta en það þýðir þó bara eitt... þetta á aldrei eftir að ganga eftir, ég sé blikur á lofti sem geta skemmt þetta allt saman og seinkað heimför um nokkra daga en það verðu að bíða betri tíma að koma í ljós.
Ég er svo ríkur eftir þessa dvöl hérna í Oran að annð eins hefur ekki sést lengi. Nú er bara spurningin hvað á að gera við fúlguna. Mikið af draumum sem liggja í dvala en munu hugsanlega líta dagsins ljós. Það versta er að allir mínir vinir og vinkonur eru nýbúin að versla sér steipu í stórum stíl og eru þar af leiðandi blankari en ýmsir aðrir eða eru að gera aðra góða hluti.
Ég er núna búinn að hanga í tvo daga hérna að horfa á snilldar sjónvarpsþætti sem ég fékk hjá einum í París og þvo gallabuxurnar í klósettvaskinum. Lost heitir annar þátturinn og hinn er Joey. Hvað varðar gallabuxurnar þá voru þær farnar að kalla á þvott. Ekki það að ég hafi ekki þvegið þær svo lengi heldur það að um daginn fórum við á veitingastað hérna í Ain El Turck. Hinn ágætasti matur, Paella uppá spánksa mátann og steiktur smokkfiskur. Það vildi ekki betur til en að fötin mín lyktuðu eins og steiktur smokkfiskur hefði tekið sér bólfestu í þeim og skipti þá engu máli hversu lengi ég viðraðu þau. Eftir að hafa tekið þær með mér til Gabon í von um að anganin mundi hverfa með tíð og tíma ákvað ég að nú væri komið nóg. Dró fram fljótandi þvottaefnið sem ég verlsaði í París og handþvó buxurnar eins og alvöru karlmaður. Nú eru þær eins og nýjar og öllum frjást að lykta við tækifæri.
Maður verður helvíti þreyttur á þessu hangsi, jafnvel þó maður sé á launum... sérstaklega þegar næstum allir eru farnir héðan og enginn til að hanga með á daginn. Á morgun fæ ég hinsvega tveggja daga skamt af flugi sem verður gott og gaman, sérstaklega ef skipt verður um kaptein í eftir tvo leggi því annars verður deginum eitt með Alfred Neusiedler (Alfred Hitler eins og einn kallaði hann). Planið er að kíkja fyrst til París af gömlum og góðum sið og tékka svo á stemmaranum í Lyon. Langur dagur en alveg þess virði.
Þegar heim kemur, hvenar sem það verður, er planið að taka á honum stóra sínum og skella sér í ræktina af mikilli og miskunarlausri hörku. Það jafnvel vottar fyrir áætlunum um að draga fram skvass spaðann og rifja upp gamla takta.... nú skulu ástarhöldin fara að vara sig!

Það verður gaman að kíkja heim og taka hús á góðu fólki og snæða góðan heimalagaðan mat.