mánudagur, október 31, 2005

Fjórir dagar...

Eitthvað búið að seinka fluginu heim á morgun þar sem vélin á að fara í eitlitla skoðun áður en okkur verður treyst fyrir henni. Veðurspáin sýnist mér vera búin að taka 180° stefnubreytingu sem þýðir sól og blíða um allt land, en ekki hvað?

sunnudagur, október 30, 2005

Fimm dagar...

Simminn fór vel, allt gott um það að segja.

Jólagjafaleiðangur til London á morgun.

kv.

föstudagur, október 28, 2005

Sjö dagar....

fimmtudagur, október 27, 2005

Átta dagar í afhendingu.

Krónísk hálsbólga lætur á sér kræla en hefur lítil áhrif á tröllvaxinn og vöðvastæltann líkama minn. Með stuttum fyrirvara, varla þó að maður kalli þrjá daga stuttan fyrirvara hjá AAI, var ákveðið að ég skyldi fara til London til að sýna strákunum hvernig á að fljúga flugherminum, gefa þeim nokkrar góðar ábendingar og hjálpa þeim í að skilja hvernig þetta virkar allt saman. Í framhaldi af því óskuðu þeir eftir frekari aðgengi að sérfræðiþekkingu minni á þessu sviði og í þetta skiptið við að ferja flugvél TF-ATU frá LGW til KEF. "Að sjálfsögðu labbakútarnig mínir" sagði ég við þá og hló upphátt.
Það er kallt á toppnum.

kveðja

fimmtudagur, október 20, 2005

Eftirfarandi texti er tekinn af síðu Reuters og þýddur yfir á íslensku:

"Amoral Scandinavian farmers strike in effort to increase sales"

Eða

Siðblindir bændur auka sölu með óhefðbundum aðferðum


Upp hefur komist um óhefðbundna viðskiptahætti bænda í skandinavíu sem þykir jaðra á við samsæri gegn hinum almenna neytanda. Samsærið á sér rætur að rekja til norðurlandanna þar sem skandinavískir kúa- og sauðfjárbændur leika lausum hala. Virðist vera að þeir fái að stunda iðju sína óáreittir þrátt fyrir svívirðileg brot á samkeppnis og neytendalögum. Hefur þetta gengið svo langt að nú hefur auðhringur bænda, Skandinavisk Ku Och Får Samforbundt AS, betur þekkt sem SKUFS teigt anga sína yfir norðursjóinn til Íslands. Svo virðist sem fátt ef nokkuð fær stöðvar framgang bændanna nema þá kanski samstillt átak ríkis og neytenda.
Ljóst þykir að íslenskir bændur eigi einhverja hlutdeild í samsærinu þrátt fyrir að vera einungis með áheirnarfulltrúa á ársþingi SKUFS ár hvert. Hallfreður Jósafatson frá Ytra Hurðarbaki í Landsveitum syðri Rangárhrepps í Húnavatnssýslu neitaði að tjá sig um málið þegar hann var inntur eftir viðbrögðum.
Í hnotskurn snýst málið um það að bændur hafa látið hanna nýjan, ómótstæðilegan ostaskera sem sker að jafnaði 1,5-2 sinnum þykkari ostasneiðar en hingaðtil hefur verið talið eðlilegt af óháða þýska prófunaraðilanum Deutscher Associaton Für Die Käse-Schneidend-Prüfung eða DAFDKSP.
Í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóraembættinu og Ríkissaksóknara kemur fram að Baugsmálið sé komið á "hold" um ótiltekinn tíma og allur mannskapur embættanna settur í að rannsaka Ostaskeramálið.

Nú dróst ég inn í hringiðu blekkinga og svika SKUFS snemma í síðustu viku þegar ég verslaði téðan ostaskera. Samdægurs var keypt rúmt kíló af lúffengum Gouda osti í Bónus. Osturinn var ætlaður til neyslu næstu vikurnar enda langt í síðasta neysludag. Nú um viku síðar er oststykkið búið á tíma sem vart hefur talist eðlilegur hingaðtil. Vil ég vara fólk við skeranum skæða og benda á SMAKA ostaskerann sem fæst á vægast sagt góðu verði í IKEA eða um hundrað krónum lægra verð en skaðræðisskerinn. SMAKA skerinn hefur þess á ofan staðist hinar ströngu MÖBELFAKTA prófanir sem þykja jafnast á við ELGS prófið í bílaiðnaðinum.

kv.

mánudagur, október 17, 2005

Hvað gerði ég í dag, jú ég skal segja ykkur það, ég man það ekki. Svo svakalega renna dagarnir saman að ég er ekki klár á því hvort það var í fyrradag eða á föstudag sem ég fór síðast í sturtu. Rrrrrrrrrrrrrr tsssssssss.

Ekki drífur mikið á dagana þessa dagana, allavegana ekki neitt sem maður segir frá á opinberum vetvangi. Næstu stórtíðindi er All Star samkoma Flugfélags Vestmannaeyja í Eyjum næstu helgi. Sálin Hans Jóns Míns var fengin til að spila og er talið að um 3500 manns verði í kaupstaðnum að þessu tilefni.

Á morgun er verður Hádegisverðarklúbburinn haldinn hátíðlegur á Kaffivagninum enda formaður klúbbsinns mættur helferskur á klakann eftir vikudvöl í pakkaparadísinni Liege. Klúbburinn fer sífellt og stöðugt stækkandi sem er bara hið besta mál.

Nú er tölvan mín að verða batteríslaus og engin leið að ég nenni að standa upp til að stinga henni í samband. Af þeim sökum verður þetta ekki lengra. Góðar stundir.

fimmtudagur, október 13, 2005

Góðar fréttir af vesturvígstöðvunum.
Komið hefur í ljós að fram að Hajjinu (pílagrímafluginu) verður ekkert meira UK, hvorki Manchester né Gatwick. Hvað kemur í staðin? Jú tvö flug með sólþyrsta Íslendinga frá Keflavík á vegum Úrvals Útsýn á 767-300 breiðþotu Air Atlanta. Það fyrra til Róm frá 10/11 til 14/11 og það síðari til Varadero á Kúbu frá 16/11 til 24/11.
Þetta þýðir að ég verð á staðnum til að skipa fyrir þegar hópur vina og vandamanna flytur fyrir mig sem er bara gott mál. Það sem þetta þýðir líka er bara meira frí heima sem er líka mjög gott mál.

kv.

miðvikudagur, október 12, 2005

Úr dagbók flugmanns í fríi:

Kæra dagbók, í morgun vaknaði ég klukkan níu. Ég leit á klukkuna og hugsaði, ahhhh fimmtán tímar af hreynni sælu framundan, svo lagði ég mig í hálftíma í viðbót.
Kæra dagbók, í dag fór ég í kringluna og keypti mér ostaskera. Þetta er enginn venjulegur ostaskeri skal ég segja þér kæra dagbók því hann er úr plasti og á ekki í neinum vandræðum með að skera mjúkan ost. Ómar keypti sér alveg eins ostaskera og var það í rauninni að hans frumvæði að við gerðum okkur ferð í Kringluna til að versla ostaskerana. Hann hafði frétt af því hjá Kára og Ragnhildi að þeir fengjust í búsáhaldabúðinni í Kringlunni og gerðum við okkur því ferð til að versla þá. Við vorum svo heppnir að að fá tvo síðustu ostaskerana af þessari týpu í búðinni. Ég læt fylgja með nokkrar myndir svo þú, kæra dagbók, áttir þig betur á því hvað ég er að fara. Fyrsta myndin er af Ómari. Hann var svo spenntur að prófa ostaskerann og svo ánægður með "performansinn" ef ég má sletta að hann hætti ekki fyrr en heilt oststykki var allt niðurkorið. Næsta myndin er af ostakeranum og eldspítustokk til að þú, kæra dagbók, áttir þig betur á stærðarhlutföllunum. Að lokum gefur svo að líta mynd af skeranum "in action", sérðu hvað skurðurinn er fínn kæra dagbók?

mánudagur, október 10, 2005

Þessi póstur er tileinkaður Lalla og Helgu Dröfn sem eru þessa stundina í feiknar fíling í Svíþjóð. Til að hressa þau eilítið við þá ætla ég að byrta nokkra vel valda norðurlandabrandara. Byrjum á einum finskum sem stendur alltaf fyrir sínu:

Ruotsalainen oli Suomessa eräässä kapakassa ja vakioasiakas ehdotti hänelle: -
Saat tonnin, jos saan iskeä kymmenen kaljapulloa päähäsi. Ruotsalainen mietti hieman ja lopulta suostui, osittain muun asiakaskunnan vaatimuksesta. Suomalainen iski ensimmäisen pullon ruotsalaisen päähän, sitten toisen ja niin edelleen, mutta lopetti iskettyään yhdeksän pulloa.
- No, milloinkas sinä isket sen viimeisen pullon? kysyi ruotsalainen.
- En minä mikään hölmö ole, suomalainen vastasi, silloinhan joutuisin antamaan sinulle sen tonnin.

Ef þið liggið ekki nú þegar í gólfinu, máttlaus af hlátri þá kemur hér rúsínan í pulsuendanum

A Finn, a Swede and a Norwegian found themselves deserted on a small island. A Cannibal tribe lived on the island, and they emprisoned the three men. The cannibals gave each of them a final wish. First they asked the Norwegian. The Norwegian wanted to see his wife once more. The cannibals went to find the wife. After he saw his wife, the Norwegian was eaten, and the cannibals made a canoe out of his skin. The Finn wanted to smoke one more cigarette. He got his cigarette. After he was finished, he was eaten and his skin was used to make a canoe. Then came the Swede's turn - he wanted a fork. He started to punch holes into himself, and yelled: "YOU WON'T MAKE A CANOE OUT OF ME!"

Biðst afsökunar á því að sá seinni var á ensku, þeir sem skilja ekki skulu leita til Enskrar málstöðvar EHF, Hafnarstræti 19.

Lalli og HD, hangið þarna inni!

kv

föstudagur, október 07, 2005

Þá er það víst orðið staðfest að ég fer í Hajjið. Hajjið, hvað er það? Jú Hajj er hið árlega pílagrímaflug sem Atlanta hefur tekið þátt í síðustu tuttugu árin eða svo. Það er gaman að vera örðuvísi og það verð ég og mínir félagar því við ætlum að gera þetta á 767-300 í staðin fyrir bumbu 747. Beisinn verður í Banjarmasin borg sem er staðsett á sunnanverðri Borneo. Hvað er að gerast dag frá degi í Banjarmasin? Jú það er hægt að lesa allt um það á Banjarmasin Post . Meira safaríkt finn ég ekki um staðinn í bili.

Kem heim 15:00 á mánudag.

kv

miðvikudagur, október 05, 2005

Hefst þá leitið. Leitin að þeim sem eru willing and able. Nú fæ ég íbúðina afhenta 4. nóvember en Á hvern maður getur treyst og hvern ekki.
Ég hef þegar hringt í Icelandair og beðið um frí fyrir Ómar í byrjun mánaðarins. Steindór, Hjalta og Rúnu þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því þau verða öll á landinu. Það verður orðið svo lítið að gera hjá Flugfélaginu Ernir að þeir verða teknir í heilu lagi. Frændgarðurinn bregst að sjálfsögðu ekki. Allt í allt telst mér til að um tuttugu manns verði í því að flytja fyrir mig á meðan ég hef það náðugt í UK. Svo verð ég bara í símasambandi til að gefa skipanir um hvert hvað á að fara.

kv.

mánudagur, október 03, 2005

Stutt newsflash...

Ég fæ íbúðina ekki afhenta fyrr en 4. nóv skv samningi um íbúðarkaup undirkrifuðum af mér og þynglýstum af sjálfum Sýslumanni Reykjavíkurborgar. Ástæðan eru óviðráðanlegar aðstæður.... sem hvorki ég né seljandi fáum ráðið við. Bömmer en ekkert við því að gera.

kv.