þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Ísland... BEST Í HEIMI!

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti.
Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum. Þetta eru útlendingar
og kunna íslendingarnir lítið í ensku en tekst að spyrja: "Dú jú vant
help?"
Útlendingarnir svara " no no this is ok"

Íslendingarnir vilja endilega hjálpa og gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú
Útlendingarnir: No no this is ok
Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú

Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn -
í versta falli að ýta honum upp á vegkanntinn aftur.

Útlendingarnir: What are you gonna do?

Íslendingarnir: First ví reip jú - Þðen ví ít jú

föstudagur, febrúar 24, 2006


fimmtudagur, febrúar 23, 2006

10%

Nú er strákurinn búinn að kaupa sér sófa. Þeir verða afhentir á N81 stundvíslega klukkan tíu í fyrramálið. Nú er stóri höfuðverkurinn hvort sófarnir komist inn án þess að skápurinn þurfi að fara niður. Það er aðeins ein leið að komast að því.... prófa.

Í gegnum tíðina hafur þróunarkenning Darwins sannað sig svo um getur. Hér fyrir neðan fylgir texti sem sannar það svo um getur að við karlmenn höfum náð langt um lengra á þróunarbrautinni en þið konur. Njótið

How to Make a Woman Happy

It's not difficult to make a woman happy. A man only needs to be:
1. a friend
2. a companion
3. a lover
4. a brother
5. a father
6. a master
7. a chef
8. an electrician
9. a carpenter
10. a plumber
11. a mechanic
12. a decorator
13. a stylist
14. a sexologist
15. a gynecologist
16. a psychologist
17. a pest exterminator
18. a psychiatrist
19. a healer
20. a good listener
21. an organizer
22. a good father
23. very clean
24. sympathetic
25. athletic
26. warm
27. attentive
28. gallant
29. intelligent
30. funny
31. creative
32. tender
33. strong
34. understanding

35. tolerant
36. prudent
37. ambitious
38. capable
39. courageous
40. determined
41. true

42. dependable
43. passionate
44. compassionate
WITHOUT FORGETTING TO:

45. give her compliments regularly
46. love shopping
47. be honest

48. be very rich

49. not stress her out
50. not look at other girls

AND AT THE SAME TIME, YOU MUST ALSO:
51. give her lots of attention, but expect little yourself
52. give her lots of time, especially time for herself
53. give her lots of space, never worrying about where she goes
IT IS VERY IMPORTANT:
54. Never to forget:
* birthdays
* anniversaries
* arrangements she makes


HOW TO MAKE A MAN HAPPY



1. Show up naked
2. Bring food


kv.

föstudagur, febrúar 17, 2006

37.000 fetum ofar sjávarmáli á um 900 kílómetra hraða. Fór í þægileg föt um leið og um borð var komið og eignaði mér sætaröð sem mér leist á á efra þilfari. Las bók, varð þreyttur og laggði mig loks í um tvo tíma. Dreymdi að það væri sjálfsagt betra að leggja sig niðri þar sem fimm sæti eru í röð í staðin fyrir þrjú, það er óþægilegt að geta ekki teygt úr sér. Rumskaði og ákvað að það væri kjörið að geyma áframhaldandi svefn þar til síðar. Tók til við að leita að innstungu. Þær er gjarnan að finna nálægt hurðum og viti menn, þar fann ég eina. Tölvan sett í samband og moggi gærdagsins lesinn, ekkert fréttnæmt nema kanski að það mun glitta í sól þegar ég kem heim. Kíki á DV, Sirrí greiið á ekki sjö dagana sæla en hún er svo jákvæð að þetta mun allt fara vel á endanum, hún meira að segja verslaði skyr.is fyrir blaðamanninn. Elda mér mat, 17 mínútur á HIGH og voila, dírindis kjúklingaréttur framreiddur með kartöflugratíni og sveppasósu. Fæ mér sprite, er einhvernveginn búinn að missa lyst á gosi þannig að ég helli því eftir fyrsta sopann. Ríf upp pullu úr sætinu fyrir framan mig og kem mér vel fyrir þvervegis í sætaröð 66 á efra þilfari. Skrifa blogg, átta mig á því að ég þarf að stilla klukkuna í tölvunni, kippi því í liðinn. Tek fram DVD mynd sem ég verslaði í gær, GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK. Mynd eftir barnalækninn George Clooney, skilst að hún sé ágæt. Bara tveir og hálfur tími eftir til Dubai og svo um sjö tíma flug áfram til Manston, reikna ekki með að ná kvöldfluginu þaðan heim þannig að það verður bara hádegið á morgun.

Eftir stutt sólbað á rampinum í Dubai sýndi Mási litlu 767 kvikindunum hvernig á að hafa risa úthafs þrýstiloftsflugvél í loftið. Ég dáðist að honum í stutta stund en ákvað svo að fara afturí og horfa á DVD. Celluar með Kim Basinger og öðrum stórleikurum fór í drifið. Gamla skutlan Kim sýnir glæsta takta í hlutverki móður sem lendir í hringiðu svika og pretta. Óvæntur endir þegar allt fór vel, kom algjörlega aftan að mér! Önnur mynd var svo tekin með trompi, man ekki hvað hún heitir lengur. Var þá kominn tími á að kvíla lúin augun. Í þetta skiptið fylgdi ég hjartanu og fór niður þar sem fimm sæta röð var í boði. Út frá ýtarlegri greiningu á ástandi mínu taldi ég að um eins og hálfs til tveggja tíma svefn yrði útkoman. Það næsta sem ég veit er að tröllvaxinn flugvirki hristir mig til meðvitundar úr djúpum drauma svefni þar sem aðeins fimm mínútur eru til lendingar. Manston var það heillin.

Eftir ítarlega toll og vegabréfaskoðun.... EEEEEEEHEM, var farið í rútu. Umferðaslys á M25 (longest car park in the world) olli því að eins og hálfs tíma ferðalag lengdist í um fjóra til fjóran og hálfan. Tíminn var notaður til hins ítrasta þar sem haldið var firmakeppni í Kana. Lengi vel hafði ég höfuð og herðar yfir andstæðniga mína en eitthvað var tímamismunurinn að leika sér að mér því eftir að hafa kallað Kana bað ég svo um rangt spil í upphafi og tapaði þannig fyrsta slag! -50 stig takk fyrir og við Siggi lentum á botninum.

Til að gera allt of langa sögu stutta þá komumst við inn á hótel, sváfum af okkur yfir nóttina og tókum svo fyrsta flug til Íslands.

kv

föstudagur, febrúar 10, 2006

Nú er ég alveg hlessa. Harðlínubræðurnir Steini og Hjalti virðast vera fara á límingunum yfir dægurmálunum heima, hlakka ég til að koma heim og sjá um hvað argaþrasið snýst.
Nú svo ég taki nú þátt í þessu samt þá skil ég nú ekki bofs í hvað hinn vestræni heimur er að hugsa þessa dagana og þá sértstaklega fréttamiðlar. Það voru mistök að birta þessar skopmyndir einusinni en til hvers í ósköpunum að birta þær aftur og aftur og aftur og aftur og aftur, hvað með smá virðingu?
Hvað um það, þetta var mitt pólitíska sjónarhorn þetta árhundruðið, búast má við næsta skoti einhverntíman uppúr því herrans ári 2100.

Nýjasta nýtt í heimkomusögum er að nú er planið að stíga fæti að frosna fold þann 15. febrúar.

Síðast en ekki síst, nýjar myndir á SLEPJUNNI

kv

mánudagur, febrúar 06, 2006

Jæja, nú er það komið á "hreint" að ég er að koma heim 17. febrúar eða þar um bil. Ferðalagið er einhvernveginn á þann veg að eldsnemma að morgni 16. febrúar að staðartíma í Jakarta mun bumba hefja sig til lofts frá Jakarta áleiðis til Dubai. EInhverntíman uppúr hádegi lendum við í Dubai, tökum nokkur tonn af eldnsneyti og höldum svo áfram til UK þar sem áætlað er að lenda einhverntíman milli 17 og 18 að staðartíma í Fairford. Hvað er í Fairford veit ég ekki, ég er ekki einusinni viss um að staðurinn heiti Fairford, veit bara að hann er vestur af london, sirka eins og hálfs til tveggja tíma akstur. Tveir newmannar hjá kompaníinu munu gera sitt besta til að vélin komist heil á leiðarenda en það eru þeir Mási og Frikki. Hef ég hugsað mér að framkvæma línutékk á þeimm á þessari leið og mun ég miskunarlaust refsa þeim fyrir hvert það skipti sem farið er út fyrir 757/767 SOP. Hvað um það, svo ég vitni nú í Baggalút þá kemur eftirfarandi texti upp í hugann:

Settu brennivín í mjólkurglasið vina því að ég er kominn heim.
Já skvettu brennivíni í mjólkurglasið vina því að ég er kominn heim.
Nú er ég kátur og kominn af heiðinni með kindurnar, hef fengið nóg af þeim.
Ég er búinn að vera svo lengi á leiðinni, loksins kominn heiiiiiiiiiiiiiiiiííííííííím, ég er kominn heim.

Settu sláturkepp í pottinn kæra vina því að ég er kominn heim.
Farðu og hengdu svo upp þvottinn vina því að ég er kominn heim.
Nú er ég kalinn og kominn af heiðinni með kindurnar hef fengið nóg af þeim............

Settu Clyderman á fóninn kæra vina því að ég er kominn heim.
...............

kv

föstudagur, febrúar 03, 2006

Alveg verður maður tækjaóður fjandi hérna á þessum slóðum. Maður er varla búinn að verlsa sér eitt leikfangið þegar maður rekur augun í annað dót sem manni langar í....... aaaaaaaaaarrrrggghhhhhhh. Svo finnur maður alltaf góða ástæðu fyrir því af hverju maður ætti að kaupa hitt og þetta.
Sundlaugin, gymmið, skoða DVD og annað dót, kvöldmatur, sofa....... svona eru dagarnir núna, vill einhver skipta? Ekki það að ég vilji skipta, maður bara spyr svona.

Gymmið kallar

kv.