mánudagur, október 30, 2006

Þetta er allt á réttu leiðinni, annað augað enþá svolítið rautt, en það er bara töff því ég get þá notað frasa eins og "Þið hefðuð átt að sjá hinn gaurinn!!!" o.s.frv.
Ég reyndar sé mis vel með augunum. Vinstra hefur vinningin með sjáanlegum mun en ég hef enga nánari útlistun á því.
Ragga frænka átti afmæli um helgina. Hún sýnda afburðar lélegheit með því að fara ekki út á lífið með frænda sínum. Í staðin hitti frændi hennar vinkonur hennar á Vegamótum en tókst með afburðar snilli sinni að móðga og særa hópinn í heild sinni þannig að stór sá á.
Svo vildi til að frændi Röggu lærði brandara fyrr um kvöldið sem honum þótti svo fyndinn að hann sá nauðsin á að segja öllum þennan brandara. Brandarinn er hinsvegar á þann veginn að stelpum finst hann ekki hið minnsta fyndinn. Strákar hinsvegar hlægja sig máttlausa þegar brandarinn er sagður. Frændanum grunaði þetta reyndar en ákvað að sannreina það engu að síður. Við getum orðað það sem svo að útlit er fyrir að vinkonur Röggu hafa ekki mikið álit á frænda hennar eftir atburði helgarinnar.
Það skal tekið fram að frændinn var ekki fullur þó hann hafi verið með Gin og Tónik við hönd, það var einungis til að fæla frá moskítóflugurnar sem voru þrálátar þetta kvöldið.
Frændinn lærði þá dýrmætu leksíu þetta kvöldið að stelpur taka sig allt of alvarlega og móðgast við minnsta tilefni.

kv.

miðvikudagur, október 25, 2006


Eins og sést hafa augun mín litið glaðari dag. Það voru þó ekki slagsmál sem valda þessu heldur Laser augnaðgerð. Ég fékk nóg af gleraugna og linsunotkun og lét slag standa. Búinn að hugsa um þetta í mörg ár og tókst loks með dáleiðslu og hardcore hugalestri að fá foreldra mína í þetta fyrst, svona rétt til að tékka hvort þetta væri ekki í lagi. Það gekk allt vel hjá þeim þannig að ég skelli mér.

Nú er búið að staðfesta bumbunámskeið á mig sexta nóvember. Í tilefni þess birti ég mynd af bumbu:Tek það fram að ég þekki kauða ekki, hef aldrei hitt hann og ég tók myndina ekki!

kveðja

þriðjudagur, október 17, 2006

Kominn heim og enn einusinni má búast við að landinn þurfi að njóta nærveru minnar í dágóðan tíma umfram þrjár vikurnar. Nú er planið hjá vinnuveitandanum að reyna að kenna mér á aðra flugvél. Hvernig það tekst mun tíminn einn leiða í ljós, líkur á því að ég finni upp flugið og segi strákunum hvernig maður fer að þessu.

Þarf sjálfsagt ekki að segja neinum það en það er SKÍTKALT á íslandi.

kv.

laugardagur, október 07, 2006

Jájá, þarna var ég........

En hvað um það. Nú er það helst að frétta að Regga frænka er komin með nýja bloggsíðu, ekki seinna vænna enda komið rúmt ár síðan hún skipti síðast. Maður var farinn að sjá það á henni að þetta var farið að plaga hana. Óviðráðanlegur skjálfti, rauð þrútin augun, útbrot í andliti o.fl. Svona fyrst ég er að tala um Röggu þá er vert að taka það fram að hún er á lausu!

Ritgerðarvinnan gengur svona og svona. Ég fékk ritræpu um daginn og ruddi ritgerðinni upp í tæp 1900 orð. Hún á hinsvegar einungis að vera 1500 þannig að ég þarf eitthvað að laga þetta til. Á auðvelt að skrifa um suma þætti verkefnisins en kem varla orði út um annað. Sérdeilis pirrandi.

Nú lítur út fyrir að ég komist heim mánudaginn eftir rétt rúma vikur, ef allt verður á tíma hjá mér fyrr um daginn. Veðbankar eru bjartsýnir á vasklega framgöngu og on-time performance og segja 1/500.000 að það verði töf. Nokkuð gott það.

Meira var það ekki í bili,

kv

sunnudagur, október 01, 2006


England fagra EEEEEEEEEEEEEEEEEEngland. Eitthvað í þá áttina.

Ég er enþá að hugsa um hversu snilldarlega við Hgrét komum aftan að Simma bakkabróður nýlega. Nú bíð ég bara eftir símtali frá Hrekkjalómafélaginu í Vestmannaeyjum. Læðist þó að mér sá grunur að ég sé hvorki orðinn nógu háaldraður né stórskrítinn til að fá inngöngu í það annars ágæta (EEEEEEEEEEHEM!!!!!!) félag. Má vera að Hjalti uppfylli skilyrðin.

Flug til Zakinthos nú seinnipartinn, hvar í hel/%&##u sem þar er. Einhverstaðar í Gríska eyjaklasanum... hverjum er ekki sama? Þetta er allt sama sullið. Lítil eyja með malbikuðum flugbrautum sem eru misstuttar og fullt fullt af fjöllum í kring, mjög fallegt o.s.frv. Þrátt fyrir það tekst mér að finna upp flugið á hverjum degi og flugstjórarnir koma gapandi úr flugum með mér yfir endalausum, botlausum, óendanlegum o.s.frv. hæfileikum mínum í að framkvæma flug. Ég er nú ekkert mikið fyrir að monta mig af því en annað eins hefur víst ekki sést síðan Wright bræður smíðuðu reiðhjól hér um árið. Ekki það að ég vilji að kjaftasögur spyrjist út, en sagan segir að til standi að sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson komi til með að verða þess heiðurs aðnjótandi að hengja Stórkrossstjörnu (já það eiga að vera þrjú S!) hinnar íslensku Fálkaorðu á mig innan skamms fyrir stórfenglegt framlag til flumála og þá einkum og sér í lagi til flugmála á heimsvísu.
En nóg um mig, tölum um flug!


Var í LonDon um daginn, skoðaði nokkra markverða staði s.s. húsið sem er við það að falla um sjálft sig, eggjahúsið, London Tower og síðast en ekki síst Tower Bridge. Myndaserían, Ég-Og-.... heldur því áfram:






Ég-Og-Tower Bridge



Ég-Og-Egglagahúsið


Ég-Og-Húsið sem er við það að falla um sjálft sig


kv