miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Það er oft erfitt að vera flugmaður. Við þurfum að passa upp á að fljúgstjórinn geri allt rétt og FOKKI ekki upp eins og þeim er gjarnt að gera. Við "kóararnir" erum vel niðrá jörðinni, vitum að við getum gert mistök og þ.a.l. gerum við þau ekki. Þegar kemur svo að því að kapteinninn FOKKAR öllu upp og er með stæla, þá er það okkar heilaga skylda að bregðast við því og bjarga deginum.... "happens all the time!!"

Heimilisráð!

Skuli þvo ullartrefil skal ann EKKI settur í almennan þvott á 40° og þeytivindu því reikna má með allt að 50% hlaupi og að hann verði nánast að grjóti.

Skuli hinsvegar harðsjóða egg þá er eggið soðið í um 10 mínútur og kælt svo undir kaldri vatnsbunu. Hvernig skal linsjóða egg kemur ekki fram hér enda er það ekki gott.

óskir um húsráð berist í komment kerfið

kv

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Nú hef ég verið óduglegur að blogga. Það er orðið þreytt að blogga um það hversu slappur maður er í blogginu en samt sem áður ótrúlegt að fólk virðist lesa þetta.

Þegar ég byrjaði á þessum pósti var ég fullur hugmynda um hvað ég skyldi skrifa. Einhvernvegin hefur samtal á msn og Jay Leno alveg þurkað út þær hugmyndir.

Fer út á fimtudag, kanski fyllist ég andagift þegar út er komið eins og skáldin forðum daga. Ég ætti allavegana að geta sagt einhverjar hressilegar sögur af sjálfum mér í simmanum.... og hver vill ekki lesa svoleiðis???????!!!!!?

Það er eitt sem ég ætla ekki að leggjast út í, eins og bumbubræður Hjalti og Steini eru svo duglegir við, og það er að semja limrur og ferskeytlur(skeitlur) svona til að fylla upp í tómt speis á blogginu hjá sér. Ef út í það fer þá er þrettándinn orðinn skelfilega þunnur.

kv

mánudagur, nóvember 27, 2006

Alltaf gaman þegar maður sér vídjó af aulum sem eru aulalegri en maður sjálfur

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Nú er strákurinn kominn með splúnkunýtt og glansandi fínt læknisvottorð uppá að mega fljúga gleraugnalaus. Held væntanlega upp á það með stuttum flugtúr á næstu dögum.

Námskeiðið gengur þokkalega vel, maður er orðinn nett slétt þreyttur á þessu skólaveseni en það sér fyrir endann á þessu því föstudagurinn er sá síðasti. Miðvikudag eftir viku er svo förinni heitið til Frankfurt í Lufthansa skólann þar sem German Precision ræður ríkjum, eða ríður rækjum. Það kemur góðan að þekkja Ómar og vita því hvernig maður tæklar þessa kalla. Svo verður bara að koma í ljós hvort ég flái feitan gölt....

kv.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Nú eru Snorri og Helga búin að fjölga sér. Lítil stúlka kom í heiminn í morgun klukkan um hálf níu ef ég man rétt. Mikil gleði og hamingja í fjölskyldunni eins og að vera ber og hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að www.barnaland.is verði alfarið sniðgengið. Myndir munu birtast á lokaðri myndasíðu þeirra skötuhjúa og verður sá hlekkur ekki gefinn upp hér.

kv.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Nú hef ég ekkert hripað í langan langan tíma. Ég hef bara ekki nennt því.

Brandarinn verður ekki sagður hér. Það er álitamál hvort hann sé fyndinn eða ekki og skiptist fólk algjörlega í tvo hópa: karlmenn og kvennmenn. Konur/stelpur bara sjá ekkert fyndið í þessu... EKKERT! En það er líka bara í góðu lagi, þær hafa svo margt annað að hlægja að.

Bumban er á góðri leið. Gaman frá því að segja að um það leyti sem ég fæ mína fyrstu bumbu þá losnar Helga hans Snorra við sína vonandi á næstu dögum.

Meira er það ekki í bili

kv.