mánudagur, desember 31, 2007

Létt yfirlit yfir árið sem er að líða. Ekki í tímaröð eða neinni annari en þeirri röð sem mitt yfirnáttúrulega heilabú spítir þessu út úr sér.

Bangladesh
Dhaka
Saudi Arabía
Jedda
Riyadh
Dammam
Medinahhhhhh
Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
Dubai
Abu Dhabi
Argentína
Buenos Aires
Mar Del Plata
Uruguay
Montevideo
Brasilía
Rio De Jainero
Súdan
Khartoum
Indónesía
Jakarta
Bali
Jogjakarta
Medan
Malasía
Kuala Lumpur
Penang
Filipseyjar
Manila
Kína
Shanghai
Guangzhou
Uzbekistan
Tashkent
Ástralía
Sydney
Melbourn
Portúgal
Porto
Lisboa
Caldas
Og fullt af öðrum stöðum
Holland
Amsterdam
Belgía
Brussel
Frakkland
París
Ítalía
Bologna
Hér og þar.....
Danmörk
Köben
England
London

og svo örugglega einhverstaðar annarstaðar sem ég man ekki eftir.

Gleðilegt ár öll saman, allt það besta á því nýja. Ég finn það svona í iðrum mér að sumarið verði langt, þurrt og gott.

kveðja

þriðjudagur, desember 25, 2007

Klárlega besti bloggurinn á netinu í dag er eftir Últra, Mega, Tekknórauðsokkuna Gerði Önundardóttur.
Það er umdeilt í netheimum hvort hún sé uppspuni eða alvara, læt hvern dæma fyrir sig en sjálfur er ég ekkert í vafa.... ég hringdi í hana og við erum að fara á deit, purrrrrrrrr.

Annars er nú einum degi styttra þar til ég fæ hjólið.... hlakkar ekki öllum til???!?!?!?

jóla kv.

mánudagur, desember 24, 2007

Jólahjól

Ég hef leitað víða en ekki fundið, tré sem rúmar gjöfina frá mér til mín.

Það er nú þannig að mitt mottó er að maður verður að elska og vera góður við sjálfan sig áður en maður getur beint svoleiðis að öðrum. Því vinn ég hörðum höndum að því að halda sjálfum mér góðum með gjöfum og góðri meðferð.
Eftir að hafa lagst undir feld, metið stöðu mína og smekk, skipt nokkrum sinnum um skoðun og að lokum tekið ákvörðun tók ég stefnuna upp í Mótor Max í Árbænum. Verslaði mér þar eitt svona:











Þið kunnið að spurja hvort ég sé virkilega svona lovable að ég gefi sjálfum mér svona..... ekki spurning!!!
Þannig að ég komi aftur að inngangi bloggsins þá væri það helst Oslóartréð sem hæfir glæsigrip sem þessum.

Pirrandi staðreind málsins er þó sú að nú er hávetur á Íslandi. Snjór, slydda og slabb hentar þessu ekki, þannig að sú ákvörðun var tekin að umboðið geymi fákinn fram í mars eða apríl þegar snjó hefur leyst og ég verð kominn með allan nauðsinlegan aukabúnað.
Ég get ekki beðið!!!!!



GLEÐILEG (hjóla)JÓL ÖLL SAMAN!!!!


kær kveðja
Birkir Örn

laugardagur, desember 22, 2007

Hvað getur maður annað en tekið ofan af fyrir svona hetjum? Menn sem sjá sig auman fyrir öllu því sem gerist í okkar blygðunarlausa heimi. Hjalti hefur stóra sál sem er alvhít og góð, enda eins barns faðir og má ekker illt sjá. Hann er góður maður og tek ég hattinn ofan af fyrir honum. Megi hann njóta bílsins sem hann mun klárlega aldrei getað selt á sama verið og hann verslaði á. Megi öll börnin njóta skólans sem verður án efa skýrður í höfið Hjalta..... Hjalti institute of higher learning.... o.s.frv. Lögfræðingar, læknar, flugmenn og hver veit, flugumferðastjórar (ef einhver álpast í það.... djísús)munu útskrifast með gráður í Hjaltism. Heimurinn nú batnandi fer!

http://www.ruv.is/aj/

Annars held ég að mér hafi tekist að koma upp um glæpamann í kvöld......

kv

föstudagur, desember 21, 2007

JÆJA, ég er heima í rétt rúma viku. Fyrst tilkynning.... til stelpna um víða veröld,

Stelpur! Það er ekki hægt að flokka mat, og ákveða hvað skal borðast, eftir krúttleika. S.s. þó kjötið á beinunum í lifandi lífi hafi verið krúttlegt, þá réttlætir það ekki að kjötið þjóni ekki tilgangi sínum og sé boraðað af bestu list. Krúttleiki hefur bara ekkert með það að gera hvað maður borðar. Hættið þessum asnaskap!

og úr alvöru lífsins í eitthvað skemtilegra... MIG!
http://www.elfyourself.com/?id=1629494814

ef þessi linkur virkar ekki þá endilega kíkið á http://www.elfyourself.com , stelpur, þetta er rosa krúttlekt!

kv.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Og.... það hlaut að koma að því, strákurinn kom heim. Ekki voru það blíðar móttökur því ég varð veðurtepptur í Köben og neyddist til að fara á Strikið, drekka þar ótæpilega af jólabruggi og afgreiða jólainnkaupin. Tólf tímum of seint, um miðja nótt, kom ég heim. Töskurnar fylgdu hinsvegar ekki með í fluginu. Það var ekkert alslæmt því ekki þurfti ég að burðast þá með þær út í rútu og heim að dyrum, það sáu öðlingarnir hjá Icelandair um daginn eftir.
Svo hefur verið látlaust rok og rigning síðan ég steig á klakann, nýji staðallinn í veðrinu hérna, skil ekki hvað mönnum gengur til með þessu!

Svo er maður heima um jólin og hvaðeina, hangikjöt og sænsk jólaskinka, piparkökur og laufabrauð, nóakonfekt og jólaöl..... svo er maður farinn aftur í blíðuna í útlöndum að safna meiri brúnku

kv,

mánudagur, desember 10, 2007



Ég gat ekki annað en fyllst aðdáun á Egyptum að leyfa konum að taka þátt í íþróttum, og það svona léttklæddar. Tekið upp úr sjónvarpinu í Riyadh

Styttist óðfluga í heimkomu

kv.

mánudagur, desember 03, 2007

Ég kom ekki nálægt þessu, ég sver það, ég var í Jeddah!!!

ELDUR Á FLUGVELLINUM Í MEDAN

kv.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Hvað skal segja? Fór í banka, er að banka.....

Er núna staddur í Medan í Indónesíu og geri þar garðinn frægan í skvassinu. Náði mér í kennara sem tekur mig í bakaríið daglega og hefur gaman að. Svo illa leikinn var ég eftir fyrstu tvö skiptin að ég var óskrifandi á vinstir hendi, sem er óheppilegt því svo lánsamur er ég að vera vinstrhentur (nota ekki örfhentur því það er rangnefni).
Kem sjálfsagt heim í stutt stopp 15. des. Farinn aftur út fyrir jól.

Ef allt fer fram sem horfið þá mun ekki sjást mikið til mín á frónni á næstu mánuðum. Það er allt af yfirlögðu ráði og hið besta mál.

kv.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Breytingar eru af hinu góða. Ég átti að vera hérna í Amsterdam fram að jólum en fékk símtal nýverið sem boðaði mig í pílagrímaflug frá Indónesíu. Það er hið besta mál því þrátt fyrir að það sé wet season þarna niðurfrá þá er það betra en kuldinn í Evrópu.
Ég fer því núna í kvöld til Kuala Lumpur og svo þaðan til Medan nokkrum dögum síðar.

Steini Hall er byrjaður aftur að blogga, linkur á hann hér á hægri hönd

kv

mánudagur, nóvember 12, 2007

Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem ég smurði brilljantíni í hárið og sprautaði vellyktandi í munn. Brosandi gekk ég út af hótelinu og í huga mínum voru sjónvarpsauglýsingar sem ég hef séð í gegnum tíðina. Aðlaðandi ungt fólk af gangstæðu kyni hittist í möntvaski og rómantíkin blossar. Klám og kossar næstu árin og allir hamingjusamir….

Ég var með fullan poka af skítugum fötum, langt um liðið síðan síðasti þvottadagur var. Spurðist fyrir og fékk punkt á kort þar sem sjálfsalaþvottahús væri, downtown Amsterdam.

Væntingar mínar um þvottahúsarómantík a-la Levis og Coke urðu að engu og rúmlega það þegar á staðinn var komið. Röndótt flögg í öllum regnbogans litum blöktu á hverju húsi og stælgæjar standandi á öðru hverju götuhorni.

Ég lét mig hafa það, enda allt orðið óhreint sem ég var með, hugsaði að það væri nú ekkert steitment þó maður sæist læðast um göturnar í þessu hverfi. Smokra mér inn í möntvaskið og les leiðbeiningarnar. Sure enough, það þarf klink og ég er með hverju nærri nóg af því!! “Dem, hvað gera bændur nú” hugsa ég, en rek svo augun texta sem segir “For assistance, contact Bronx across the street”

Geng ég yfir götu og kemst að því mér til mikillar geðshræringar að það sem skilaboðunum ljáðist að nefna var að Bronx ber undirtitilinn “Gay Shop”. Mér er ekkert sérleg annt um að sjá mann taka mann, svo ég staldraði við og mat stöðu mála. Eftir góðar þrjár sekúntur ákvað ég fötin skildu þrífast, lét slag standa og gekk inn.

“Hvernig hagar maður sér í svona búð” hugsaði ég þar sem ég gekk inn, taka þetta á kúlinu kanski? Smurefni, böttplöggar, latexbúningar og titrandi hnefar upp um alla veggi. Harðkjarna hommaklámmyndir í sjónvarpinu og gúmmídúkka til sýnis. Er þetta Felix sem er að bera saman kosti Ultralube og Megalube? Ég spilaði mig kúl, “blessaður Felix”…… en þetta var ekki Felix. “Hvað var ég hvort eð er að heilsa” hugsa ég í þá mund er ég fer að telja flísarnar á gólfinu á leið minni upp að afgreiðsluborðinu. Hafði það af að skipta peningunum og koma mér út áður en fleiri afglöp áttu sér stað.

Eins og við var að búast sást ekki stakur kvennmannsskrokkur í möntvaskinu og strákurinn fór einn á kaffihús með hreina þvottinn sinn. Næst tek ég með mér Kók Zero….

Kv

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Prufa

Test

laugardagur, október 27, 2007

Ýmislegt hefur á daga mína drifið síðan ég skrifaði síðast, verst að ég er svo latur að ég nenni enganvegin að koma því í orð.

En hvað haldið þig... fann ég ekki póst sem ég skrifaði þegar ég var offline, ný kominn úr menningar og vínsmökkunarferð um miðbæ Shanghæ með Bennu. Læt þetta flakka, hef engu að tapa!


Skrifað eldsnemma að morgni 21.10.07

Klukkan er sex að morgni í Shanghai. Ég var að koma a jamminu með Bennu frænku og hennar sambýliskonum. Það eru um 40 tímar síðan ég sá rúm síðast... kallast þetta ekki harka? Samt er ég einhvernveginn ekki þreyttur!???!?! Ekki hjálpa íþróttaálfarnir sem eru byrjaðir að hlaupa hringinn á ítþóttavellinum fyrir utan gluggan... “ER EKKI ALLT Í LAGI!!!! KLUKKAN ER SEX AÐ MORGNI Á SUNNUDEGI!!! ÞEIR SEM ERU EKKI AÐ HVÍLAST FYRIR KIRKJUFERÐ ERU AÐ REYNA AÐ SOFNA ÞUNNIR EÐA ILLA ÞJAKAÐIR AF DRYKKJU!!!” langar mig til að hrópa út um gluggan en átta mig í þá mund sem ég opna hann að þeir tala víst ekki íslensku... hvað þá ensku! Jæja, ég sef þá bara...


Ég er s.s. kominn til Shanghai til heimsóknar við frænku mína hana Bennu. Kuldinn er farinn að segja til sín, einungis um 20 gráður að nóttunni sem er frekar hrissingslegt, nema kanski að maður hafi fengið sér aðeins neða í því......

Lentum í afmælisteiti með ítösku mafíunni í Shanghai eins og hún leggur sig og fann ég áþreyfanlega fyrir því hvernig karlmennska mín átti undir högg að sækja, eða allt þar til ég hneppti niður tvær tölur og bretti upp ermar á skirtunni.... kominn þá á par eða skrefi framar en hinir ósnertanlegu.

Við komumst aldrei að því hver afmælisbarnið var, vissum bara að hann borgaði drykkina og meira þurftum við svosum ekki að vita enda flugmaður, fyrrverandi og núverandi námsmær sem mynduðu föruneitið.

Verð hér til 23. okt þegar ég fer til Kuala Lumpur.... say no more....



kv

fimmtudagur, október 18, 2007

Farinn af landi brott í tæka tíð að losna við veðrið.

Er núna í Frankfurt en á morgun fer ég FRA-KUL-PVG(Shanghai) þar sem Benna frænka tekur á móti mér.
Ég hitti í kunningja í fríhöfninni í dag, hann sagði mér að honum þætti Kuala Lumpur eitthvað svo töff og exótískt nafn... langaði að fara þangað. Ætla ekki að draga úr glamúrnum, snilldar pleis og allt það en ég spurði lókalinn þar síðast þegar ég var hvað nafnið þýddi. Kuala þýðir drullu, eða skítugur, Lumpur þýðir árós. S.s. Kuala Lumpur = Drullugi Árós. Welcome to Kuala Lumpur.... HROLLUR!

Annars fyrrir öll þau ykkar þarna úti sem hundleiðis í framhaldinu að hafa lesið þennan póst (skil það vel að fólk finni fyrir tómarúmi eftir að hafa lesið ritninguna) þá mæli ég eindregið með að kíkja á www.youtube.com og fletta upp þáttunum um Chad Vader.
Chad er bróðir Darth Vader úr hinum geisivinsælu Star Wars myndum. Chad hefur ekki komist jafn langt í lífinu og bróðir sinn en heldur þó stoltinu, lætur ekki troða á sér. Kíkið á þetta
hér er fyrsti þátturinn http://www.youtube.com/watch?v=4wGR4-SeuJ0

Svo bendi ég á nýjan kubb hérna hægra megin. Ef ég skil þetta allt rétt þá á hann að setja inn punkt á þá staði sem fólk er að skoða síðuna mína. Svo stækkar punkturinn eftir því sem fleiri skoða.

kv

þriðjudagur, október 16, 2007

Eftir stutta en viðburðarríka heimveru hef ég ákveðið enn aftur að fara fyrr af landi brott en vinnan gerir ráð fyrir. Þar sem búið er að staðsetja mig í Kuala Lumpur í næstu útiveru hef ég hugsað mér að nýta tækifærið og smella mér í heimsókn til Bennu frænku í Shanghai, Kína því það er svona í nágrenninu (3734 km). Ég fer því að öllum líkindum út 19. okt og verð lengi úti, eða næstum fram að jólum ef allt fer eins og planlagt hefur verið.

kv.

fimmtudagur, október 11, 2007

Og sjá, er hann kom fór sólin að skína, smáfuglar kvökuðu og tré laufguðust á ný. Já ég er kominn heim!

miðvikudagur, október 10, 2007

Alveg steinhlessa skelli ég töskunum mínum á bandið. Það er verið að gegnumlýsa töskurnar mínar. Af öllum þeim skiptum sem ég farið í gegnum tollin, á þeim þrem og hálfu ári sem ég hef verið í þessari vinnu, hef ég tvisvar áður verið “tekinn”. Fyrra skiptið var fljótlega eftir að ég byrjaði, annað skiptið var síðast þegar ég kom heim og svo aftur núna, þrisvar í heildina og 66,6% af þeim skiptum eru síðustu tvö skiptin!!. Ég var farinn að líta svo á að ég væri með þetta afbragðs saklausa lúkk en svo er maður stoppaður tvisvar í röð, hvað er að gerast? Síðast var tölvan handsömuð, en smoothtalkerinn ég kjaftaði mig inn í að sleppa í það skiptið, því eins og satt er þá hafði ég verið minna á landinu en frá því síðan tölvan var keypt og planið var að svoleiðis yrði það áfram hjá mér. Nú var ég auðvitað skíthræddur um að tölvan yrði tekin aftur og að nú væri latexhanskar notaðir í stað hvítu bómullarhanskanna frá því síðast. Svo reyndist hinsvegar ekki. Það sem vakti athygli tollvarða hins íslenksa ríkis var smiglgóss í farangri sem ég var að taka til landsins fyrir nýbakaðan ungapabba úr bumbuflota félags míns.

“Má ég sjá úrið” sagði tollvörðurinn með valdsmannsröddinni sem hann setti á sig við vaktaskiptin í hádeginu.

“Þá byrjar það, nú á að taka mann frá toppi til táar” hugsaði ég um leið og ég sýndi honum úrið sem ég var með á hendinni “gott að ég var ekki með “Rolexinn” í þetta skiptið”.

Hann lítur á það og segir “Já flott úr sem þú átt, láttu mig sjá útið sem þú ert með í töskunni!”

“Ha? Já... þú meinar” stamaði ég um leið og ég hefst handa við að opna tösku ungapabba því ég vissi að ekkert slíkt var í minni tösku! Eftir að hafa farið í gegnum allt og útskýrt það að ég væri nú að taka þessa tösku fyrir félaga minn... blablablabla...... fann ég loks úrið umrædda og rétti kauða. “Þetta er örugglega feik, félagi minn hefur verslað það einhverstaðar” segi ég með það að augnamiði að minka glæpinn með því að játa ALLT frá upphafi.

Tollarinn veltir úrinum á allar hliðar og segist lítið vita um svona úr... hann þurfi að taka það til hæstráðandi yfirtollara á vakt og skilur við mig þar sem ég í andköfum stama “þú getur bókað það að þetta er feik, ég hef smá vit á þessu, þú sérð það á ólinni....”

Þar sem ég stend og bíð stóradóms fylgist ég með mannlífinu í kringum mig. Verið var að opna tösku manns á næsta borði. Hann tjáði tollara að hann væri ekki með nein skilríki á sér. Sá grunur laumaðist að mér að hann væri annaðhvort að gera grín eða fremja lygi. Hann var alvarlegur á svipin þannig að ég dró þá ályktun að hann væri að ljúga, af svip tollarans að dæma komst hann að sömu niðurstöðu og ég.....

Tollarafélagi minn kom að vörmu spori með úrið í annari og sagði að allt væri í góðu. Ég spurði hann hvort ég væri laus, hvort ég mætti fara og hvort allt væri í góðu. Hann sagði já, já og JÁ. Ég gekk því út úr tollinum með bros á vör, syngjandi glaður með skjálfta í hnjám og sæluhroll í maga. Skilríkislausi einstaklingurinn var hinsvegar ekki á leiðinni út og það vottaði ekki fyrir brosi á hans vörum.

Það skal að lokum tekið fram að textinn er stílfærður þar sem það á við;)


Strákurinn verður núna á landinu í nokkra daga... sjáum til hversu lengi það verður

Að lokum, Heimir kollegi er farinn að blogga, fólk verður að meila honum til að fá lykilorð


kv

sunnudagur, október 07, 2007

Þá hefur þríeykið, þ.e. hjónin og þriðja framhjólið, lokið stífu þriggja daga seglbrettanámskeiði. Mikil þreyta er í mannskapnum enda búið að logga níu tíma á vatninu og fólk almennt séð farið að standa stóran hluta úr tímanum. Baráttan í dag stóð um það að beygja undan vindi og sigla svo í þá átt. Beygjan hafðist á endanum en það þarf eitthvað meira að mastera handtökin við það að ná sér á ferð í þá átt. Ég skora á alla að prófa þetta ef tækifæri gefst, mjög skemtileg sport þegar maður fer að ná tökum á því!

Nýjar myndir á Flickr-inum, sjá auglýsingu hér hægra megin -----

kv.

föstudagur, október 05, 2007


Góða veðrið dróg okkur út í dag og niður að vatni hér niðri við sjó. Þar skráðum við okkur í siglingaskóla og tókum til við að læra að vindsurfa. Það reyndis mun minna mál en við bjuggumst öll við og innan skams vorum við farin að bruna þvers og kruss út og suður eftir vatninu endilöngu. Kennarinn hinsvega hló að okkur og benti réttilega á að við vorum á brettum sem hétu Easy-Ride og seglin voru barnasegl! Á morgun er hinsvegar planið að smella sér aftur úteftir og prófa meira svona alvöru bretti, þ.e. ekki algjör byrjendabretti og vonandi stærri segl.

fimmtudagur, október 04, 2007

Ég þakka endalausan stuðning og baráttukveðjur, nema auðvitað frá þessum síðasta... ég veit hver þú ert og hvar þú átt heima, við útkljáum þetta þegar ég kem heim!

Portúgal er að gera góða hluti. Blíðan að drepa mann og allt í þessu stakasta lagi... eða þar til Ómar komst í kast við lögin. Við erum á rúntinum um miðbæ Caldas da Rainha (eitthvað í þá áttina) þegar við ákveðum að leggja og taka rölt. Komum við þá ekki að skilti sem klárlega segir P (hvítt á bláum fleti) og reynist vera laust stæði þar. Ómar sýnir færni sína í samhliðarlaggningu og tekst það vel. Röltið tekið, kaffið drukkið, veðursins notið og markaðurinn skoðaður. Komum aftur að bílnum og reynist vera stöðumælasekt undir þurkublaði. Þefum við uppi næstu lögreglustöð því þar skilst okkur að þessir hlutir séu útréttaðir og teljum að skaðræðis mistök hafi átt sér stað því klárlega er um hvítt P á blaum fleti að ræða.... P fyrir Park, ekki rétt???? Lögregluþjónninn mun taka sektina, rífa hana og segja okkur félögunum að njóta dagsins og dvalarinnar í fyrrum heimsveldinu Portúgal.

Önnur varð reyndin!

Komum við kumpánarnir inn á stöð, sakleysið uppmálað og segjum farir okkar ekki sléttar. Sýnum offisernum mynd af bílnum við skiltið sem við tókum og segjumst ekki skilja hvaða á okkur stendur veðrið því eftir okkar bestu kunnáttu þá þýði hvítt P á bláum fleti að þar skuli lagt. Bendir þá lögreglumaðurinn okkur á að undir skiltinu áðurnefnda sé skilti á portúgölsku sem segir að þar skuli einungis leggja til að hlaða og afhlaða bíla og þá einungis til fimm mínútna. Við segjumst enn ekki skilja, til séu sérstök merki sem tákni hleðslusvæði, þetta væri ekki það og við skildum ekki portúgölsku enda bara aumir túrista í hans stórglæsilega landi. Hann tjáði okkur þá að svona væri þetta nú í portúgal og að í portúgal þyrfti maður að fara eftir portúgölskum reglum. Við þetta hváðum við og spurðum hvort portúgal væri ekki í EU og hvort þeir notuðust ekki við alþjóðleg umferðaskilti eins og aðrar þjóðir evrópu. Hann sagði okkur þá ða þetta væri aljóðlegt skilti og að það væri bara supplementað með þessum aukaskiltum sem lýstu takmörkunum hins skiltisins. Þá spurðum við hvernig við ættum að vita hvað stæði þarna og svar hans var "BUY A DICTIONARY!!" Okkur fanst þetta ótækt, að við þyrftim að aka um með orðabók í annari til að geta komist klakklaust um og vorum þess vissir að þetta væri alls ekki rétt notkun skiltisins. Svona er þetta bara her og þið verðið að borga sekt.... 60 evrur takk fyrir!

"YOU ARE JOKING, ARENT YOU???!?!" segir Ómar þá.

"LOOK INTO MY EYES, DOES IT LOOK LIKE IM JOKING????!?" segir lögreglumaðurinn

"YOU MUST BE JOKING, 60 EUROS FOR PARKING ILLEGALY AND WE DIDNT EVEN KNOW IT WASNT ALLOWED!!!!!" segir ómar

"YES" segir lögreglan

"THIS SIGN MEANS YOU ARE SUPPOSED TO PARK THERE EVERYWHERE ELSE, OBVIOUSLY WE ARE NOT WELCOME HERE IN PORTUGAL!!!" segir Ómar

"I COULD REPEAT WHAT I SAID EARLIER BUT THAT WOULD PUT ME IN THE POSITION WHERE EITHER I LOOK STUPID OR YOU LOOK STUPID, I DONT WANT THAT, YOU ARE A CLEVER GUY, DONT PUT ME IN THIS SITUATION!!!"

"60 EUROS?"

"YES!"

"ARE YOU SERIOUS?"

"YES"

allt fer þetta þannig á endanum að Ómar greiðir uppsetta sekt, 60 evrur fyrir að leggja ólöglega (kostar 1200 kall á íslandi) og báðir göngum við illa önugir út. Síðar sama dag ræðum við málið við spússu Ómars. Verandi portúgölsku mælandi tekur hún sig til, strunsar á lögreglustöð með bunka af útprentuðum myndum af sam evrópskum umferðaskiltum og krefst þess að ræða við Commandante, PRONTO!!! Hann er hinn ljúfast, veit hvaða kauða við vorum að díla við og lofar betrum og bótum. Skrifa þarf bréf sem sendast skal til Lisboa þar sem það mun fara í gegnum handdirifð tannhjólakerfi Pórtúgalska bjúrókratasystemsisn sem er hægvirkt á heimsmælikvarða. 60 Evrurnar verða því endurheimtar... fyrr eða síðar,, sjálfsagt síðar.

góðar stundir

mánudagur, september 24, 2007

Nú hefur strákurinn verð að hugleiða það undanfarið að hætta að blogga, hann nennir því ekki lengur enda ekki mikið komið uppúr honum undanfarið!

Það helsta sem ég hef frá að segja núna er sagan af því þegar ég fékk mér Chicken Ravioli í Herbergisþjónustu hér á Albilad. Það væri svosum ekki í frásögur færandi nema kanski fyrir það að það bragðaðist ágætlega á leiðinni inn en virðist ekki ætla að bragðast eins vel á leiðinni út. Stuttur eftir að ég hafði aflokið að glopra því í mig byrjaði maginn að snúast hægt og rólega rangsælist (miðað við aftstöðu mína) afturábak í hringi. Snúningnum fylgdi einstaka ropar sem lyktuðu eins og íþróttaskórnir mínir, sem hafa fengið að safna lykt allt of lengi óáreittir, og bragðaðist eins og æla. Nú sit ég spenntur, skrifa blogg og bíð þess sem verða vill. Krossum fingur og vonum það besta!

Nú, ef verða vildi að ég nenni ekki að blogga meir þá er þó myndasíðan mín opin og verður opin um ókomna framtíð..........

kv.

laugardagur, september 22, 2007

Ef það er hægt að gera ekki neitt í vinnuni þá kemst ég nokkuð nálægt því í þetta skiptið. Alveg afspyrnu rólegt búið að vera og því eins og svo oft áður leitar maður á náðir alvefsins og skimar hann hátt og lágt eftir afþreyingu.
Á þessu alvefsvafri mínu rakst ég á síðu sem haldið hefur mér við efnið síðustu þrjár vikurnar.
http://www.petitiononline.com/

Nú þegar hef ég skrifað undir áskoranir um öll þau helstu baráttumál sem eru mér hugleikin s.s.

Áskorun um að fá Hubba Bubba til að framleiða Bubble Tape sem heldur betri og þéttari seigju og heldur bragði lengur
Áskorun um að Asrock Bios Teimið stórbæti móðurborðin sín
Áskorun til Pimpsleur um að búa til tungumálakennslu á kúrdísku
Áskorun til Mars Inc. um að hætta að framleiða Skittles með grape bragði vegna þess að:
a) Það passar ekki með hinum brögðunum (sítrónu, appelsínu og læm) því það er ekki sitrus bragð
b)Engum líkar við það!
Áskorun um að Hasbro, sem framleiðir G.I. Joe, gefi út pakka með tveim Kóbra Köllum í því það auðveldar mönnum að byggja upp heildstæðari herafla


Ég mæli eindregið með að menn, konur og börn kíki á http://www.petitiononline.com/ og láti til sín taka.


Næsta frí verður frá 1. okt. Stefnan er tekin á Portúgal þar sem siglingar, surf og sólböð verða stunduð grimmt.

bið að heilsa í bili

þriðjudagur, september 18, 2007

Tók þetta meistarastykki fyrr í sumar þegar við Bjórn kíktum á downtown Jedda. Bæði vídjóin eru tekin í gullsúkkunni þegar 8:30 bænatíminn stendur sem hæst.

sunnudagur, september 16, 2007

Ding Dong í Hong Kong

Hafði það af að komast aftur til Hong Kong og í þetta skiptið með tíma til að spreða. Rétt ný kominn þegar þau skilaboð berast að vegna vélarbilunar í Manila verði túrinn styttur all svakalega og enginn tími til neins. Súr í skapi náði ég þó að kíkja nóg í bæinn til að geta sagt "Já, Hong Kong, ég hef komið þangað". Drekkti svo sorgum mínum í glasi af bjór með öðrum mönnum og fór fúll í rúmið. Rankaði svo við mér að morgni næsta dags og gerði það sem flugmenn gera þegar þeir vakna, athugaði hvort það væri blað undir hurðinni. Blað var undir hurðinni og á því stóð að ekkert yrði úr að við þyrftum að fara til Manila. Ég tók fimmfalt heljastökk afturábak og hef nú verið á þriðja dag í þessari mögnuðu borg.
Í botnlausri gleði minni verslaði ég mér iHlöðu (tónhlöðu) af nýjustu og fullkomnustu gerð og býð ég fólki að njóta myndar af henni á myndasíðu minni. Tónhlöðuna er ekki einungis hægt að nota undir tóna heldur einnig myndskeið, kyrrmyndir, heimilisföng, hlaðvörp og svo margt fleira!
Bið að heilsa í bili,

Kv.
KALLINN

fimmtudagur, september 13, 2007

Athygli mín var dregin að því að Forest Whittager, sem rætt var um í bloggi fyrir stuttu, er nátengdur mér. Það vildi svo til hér um árið að ungur flugnemi á uppleið flaug með kauða þegar verið var að taka upp kvikmynd með honum á landinu bláa. Drengurinn ungi hinvegar vissi ekki að um heimsfrægan kvikmyndaleikara væri að ræða enda blindaður af því að vera einka"dræver" Jónsa nokkurs á þeim tíma. Þessi ungi drengur er góður félagi minn.

kveðja

Strákurinn kominn aftur til Riyadh. Stutt stoppið í þetta skiptið því förinni er heitið til Hong Kong þar sem ég ætla að skoða mannlífið næstu rúmu vikuna. hhhhhhhhhh Erfitt líf
Læt fljóta með vídjó sem ég tók fyrr í sumar svona til að testa nýja fúnksjón á bloggernum

kv.

sunnudagur, september 02, 2007

Með öllu fræga fólkinu!

Kláraði í gærkvöld að horfa á myndina "The last king of Scotland" með stórleikaranum Forest Whittager. Myndin fjallar um Idi Amin sem stjórnaði Uganda með harðri hendi áratuginn upp úr 1971 og tókst á þeim tíma að láta drepa um 300.000 manns. Skoskur læknir hálfpartinn lendir í því að verða aðal ráðgjafi Amin og svo framvegis... horfið á myndina ef þið viljið vita meira.
Hvernig tengist þetta mér svo allt saman. Fyrir það fyrsta þá hef ég komið til Súdan sem á einmitt landamæri að Uganda. Í öðru lagi fór Amin í útlegð til Saudi Arabíu þegar honum var sparkað af stóli og segir sagan að hann hafi notið þess að fá sér kaffibolla á Al Bilad hótelinu í Jedda, sem er einmitt sama hótel og ég hef margoft stundað gistinætur á. Í ofanálag segir sagan að bin Laden fjölskyldan eigi hótelið.
Þannig er líf mitt þétt ofið sögu Uganda.

Útferð á þriðjudag.


kv.

laugardagur, ágúst 25, 2007

Undir niðri kraumar bloggur sem er á leiðinni og mun birtast á næstu vikum. Hef svosum ekkert meira um það að segja í bili.

kv.

laugardagur, ágúst 11, 2007

Fyrir um einu og hálfu ári tók strákurinn sig til og málaði glugga og gluggakistu í stofunni á íbúð sinni. Kjörið þótti honum þá að skilja opnanlega fagið eftir í um vikutíma eða svo. Nú einu og hálfu ári síðar þótti stráknum vera komnar kjöraðstæður til að klára að mála og það gerði hann. Húrra fyrir honum!

Nú situr strákurinn og nýtur þess að horfa á Stargeit í sjónvarpinu. Æsispennandi þáttarröð um stjörnuhlið sem mannkyninu hefur tekist að beisla og swingar sér út og suður um hinar ýmsu víddir alheimsins. Í dag..... veðursteinn hefur horfið og veðrið er alveg brjálað. Ekki gott þykir generálnum og sendir því tímateimið sitt til að ransaka. Á næstu þrjátíu mínútum kemur í ljós hvernig málin reddast, en það gera þau alltaf!

kveðja

mánudagur, ágúst 06, 2007

JÆJA!!!!!!
Allir hættir að skoða þetta því ekkert hefur gerst í allt of langan tíma.

Aftur er ég kominn með nýja myndasíðu. Það var meiriháttar vesen á hinum "accountinum" þannig að ég þurfti að fara út í að búa til nýjan. Er að vinna í að skipta út myndasíðuauglýsingunni hérna hægra megin en þar til njótið á

http://www.flickr.com/photos/orninn/

kv.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Gúrkutíð

föstudagur, júlí 06, 2007

Stórir hlutir gerast hjá stórum strákum. Það er þá helst að frétta að bæst hefur í hóp þeirra sem stoltir geta sagt að vísað sé til þeirra síðu af minni. Eyfi (aka. Eyfiator) fyrrum Eyjamaður er nú að mæta á línuna hjá AAI, ásamt fleiri hetjum, og hlotnast því sá heiður að fá linkinn sinn inn hjá MÉR! Það er lykilorð til að komast inn á síðuna (ekki b747), ég veit ekki alveg hvernig það er hugsað þannig að ég gef það ekki upp....
Á sama tíma fer annar fyrrum heiðursmaður í skammarkrókinn og linkurinn hans er formlega fjarlægður. Steini sveik lit, gengur nú um með eitthvað á höfðinu (ekki hárkollu) í vinnuni, hætti að blogga og hélt ekki upp á afmælið sitt (bjór og brúnkaka hefði jafnvel sloppið). SVEI ÞÉR!!!

Einnig ber að kynna til sögunnar nýjan, snarskemtilegan myndalink inn á nýja, feiknar skemtilega myndasíðu. Sjá hægramegin.

Riyadh.............. tvær nætur......... jíha.........

kv.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag... á þetta við ef það er 45°c hiti?

Annars eru það litlu hlutirnir í lífinu sem heilla mann þessa dagana og margt sem maður kemst að þegar maður staldrar við og horfir í kringum sig. Vissuð þið t.d. að á hvorum fæti manns eru fimm tær og á þeim vaxa neglur, ein á hverri tá. Þessar neglur þarf svo að klippa og snyrta reglulega!
Það er margur leindardómurinn sem afhjúpast þegar strákurinn fer á stjá!!

kv

föstudagur, júní 29, 2007

Enn og aftur í Riyadh, tveggja daga stopp. Ætla svosum ekki að eyða mörgum orðum í að segja frá því hversu gaman það er hér en ég hef allavegana verið iðinn við kolann að lesa bók, fara í sólbað, setja upp nýja myndasíðu og svo margt margt fleira.

Nú er það staðfest að ég hyggst nota allt það frí sem ég á inni núna í sumar. Það þýðir að næst þegar ég kem heim mun almenningur ekki losna við mig fyrr en 11 september, eða um það leiti sem ég hef alfarið gleymt hvernig á að sinna vinnuni sem borgar launin mín.
Ég vonast til að bæta úr útileguleysi síðasta sumars og auglýsi eftir fólki í útilegu. Kuglegrillið verður notað til hins ýtrasta og hver veit nema ég máli kanski herbergið mitt (HD!)!!

En mál málanna.... slepjan hefur verið slöpp undanfarið þannig að ég fór með viðskipti mín (ehem) annað. Slöpp tengingin þar sem ég er núna en fleiri myndir munu dælast inn smá saman.
http://www.flickr.com/photos/birkirorn/


kv.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Manilla netkaffi med tilheyrandi hafada mordodra Hald Life spilara. Stutt stopp og svo aftur til Riyadh thar sem eg hef verid sendur i utlegd vegna hroka og yfirgangs.

kv

föstudagur, júní 22, 2007

Í tilefni þess að ég sé á leiðinni til Brussel þá er þessi lauflétti leikur settur upp hér í boði Toblerone á Íslandi.

Lessur bíta gat í Brussel

Sá/sú sem getur sagt hvað þetta er/þýðir fær Toblerone stöng að gjöf við næstu heimkomu!

Reglur:
1. Skýrnarnafn má eigi vera Steindór eða Hjalti
2. Bannað að kjafta
3. Lögheimili skráð á Íslandi í Kjósa og Hnappadalssýslu eða nágrenni
4. Finnast harðsoðnu eggin hans Birkis góð! Virkilega góð!

kveðja

mánudagur, júní 18, 2007

Fréttatilkynning

Ég, Birkir Örn Arnaldsson, tilkynni hér með að ég hyggst ekki bjóða mig fram til embættis forseta íslands að þessu sinni. Ég þakka þrálátan kjaftagang og orðróm þess efnis en tel reynslu mína og yfirburðar gáfur koma að betri notum annarstaðar í þjóðfélaginu.
Ég vil nota tækifærið og lýsa stuðningi við Hr. Ólaf Ragnar Grímsson og spússu hans frú Dorrit Mússajeff. Þau eru landi og þjóð til sóma auk þess hversu krúttlegt það er þegar Dorrit talar íslensku. Ég tel það því farsælast fyrir ættjörð vora að þau sitji á stóli sem lengst.
Ég mun halda áfram að beita áhrifum mínum í þágu örvhentra og rauðhærðra sem og á vettvangi Menningarsögufélags Vilson Muga (MVM).
Ég vil afþakka öll blóm og kransa en teki við fjárframlögum að hámarki 10.000.000kr (tíu milljón krónur) á reikning minn í Glitni banka.

að lokum vitna ég í ónefndan höfund og segi " Stjórnmál eru skemmtanaiðnaður ljóta fólksins"

yðar hæstvirtur
BÖA

fimmtudagur, júní 07, 2007

Jólakúkurinn Hr. Hankey

Þar sem ég sat og borðaði nýeldaða smálúðu í worchester sósu og horfði á fréttir sjónvarpsins í gær 6/6/07 var gengið fram af mér.

Fréttin var um kúk og fréttamaður sjónvarpsins VAR Á STAÐNUM! Guði sé lof því kúkur flaut upp úr skólpræsi og það er nokkuð sem upplýst fréttaþjóð þarf að vita af. Ég átti nú bágt með að trúa þessu öllu saman en í beinni útsendingu (nánast) var allur vafi tekinn af. Mér til mikil léttis fékk ég að sjá nærmyndir af kúknum og hans kumpánum, en vantaði þó bara að fréttamaður potaði í kúkinn til að staðfesta að hann væri þéttur og vel mótaður eins og hann leit út fyrir að vera.

Húrra fyrir þeim sem kúkinn átti því svo virðist sem mataræði þess aðila sé vel balanserað og trefjaríkt. Við getum sagt með nokurri vissu að kúkurinn hafi átt upptök sín í Kópavogi, bara spurning hvort hann sé afurð sanns Kópavogsbúa eða gests utan sveitafélagsins. Sannarlega verðugt fréttaefni fyrir fréttþyrsta rannsóknarblaðamenn DV!


Nú spyr ég, er þetta það besta sem fréttastofa sjónvarpsins getur notað útsendingarbíl sinn í? Þurfti fréttamaður að vera "LIVE" frá kópavogi þar sem kúkur flæðir um stræti og torg? Þurfti að sýna kúkinn í nærmynd þannig að á sjónvarpinu varð hann ca. 24cm x 5cm á stærð? Er ég kanski bara tepra?



Aðspurður, neitaði Hr. Hankey að tjá sig um málið

sunnudagur, júní 03, 2007

Lasleiki, krankleiki og aumingjaskapur er yfirstaðinn. Alvara lífsins tekur þá við, lærdómur, heilbrigð hreyfing og hvað það annað sem mér dettur til hugar.
Ég fagnaði lokum veikinda minna með því að fara með Röggu frænku í bíó í gær á Pirates of the Carribean. Mjöööööööööööööööög löng mynd sem er svona bara lala.
Nú ætla ég að fara að raka mig

kv

fimmtudagur, maí 31, 2007

Jahérnahér og MAÐUR LIFANDI!!!

Varla er maður kominn heim í kuldann að líkami manns ákveður að bæta úr. Með hita sígandi í 40 gráðurnar sit ég heima, sultardropar í nefi og almenn aumingjalegheit. Ekki er ég neitt sérlega kátur með ástand mála. Lýsi eftir einhverri mjúkhentri til að strjúka mér um höfuð á meðan ég segi "öööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööööö, mér líður svo IIIIILLLLLLLLLAAAAAAAAAAAAAA!!!"
Ég er þó ekki af baki dottinn og hugsa mér að ná mér af þessu fyrr en síðar þó alvarlegt sé! Það síðasta sem ég vil þó, er vorkunn!kv.

sunnudagur, maí 27, 2007

Botnlaus vinna hamlaði því að nokkuð yrði úr nokkru í Manilla og Hong Kong. Ég er því kominn til baka til Jedda og sama sem á leiðinni heim. Aðra nótt er flogið Jedda til London, hangið á hóteli yfir daginn og svo kvöldflug til Keflavíkur.
Snorri hefur hafið blogg að nýju af miklum móð.

kv

þriðjudagur, maí 22, 2007

Ég er nú yfirleitt jákvæður, svona oftast allavegana, en í dag ætla ég að vera neikvæður. Í gær var ég í Rhyad, höfuðborg Saudi Arabíu. Skítalykt allstaðar, rusl allstaðar, ljót hús allstaðar, eins óaðlaðandi og mögulegt má vera. Mæli ekki með staðnum sem áfangastað ef fara á í sólina, jafnvel þó sólin skíni þar 380 daga ársins og hitinn fer sjaldan niður fyrir þægilegar 45°c.





Á morgun má hinsvegar búast við því að ég verði jákvæður. Þá verð ég staddur í Dammam, sem er ekki svo beisið, en á leið til Manilla á Filipseyjum. Filipus prins, er hann frá Filipseyjum? Ég ætla mér að komast að því. Frá Filipseyjum fer ég tvisvar til Hong Kong. Er King Kong frá Hong Kong? Því ætla ég einnig að komast að.

kv

sunnudagur, maí 20, 2007

Jæja, skammast mín fyrir að vera farinn að dragast aftur úr öðrum bloggurum í framtakssemi og ætla því að smella einhverju hérna inn, skiptir ekki hvort það sé satt eða logið.

Ég er rótin að stjórnarkreppunni á Íslandi í dag. Ég fór ekki að kjósa og þar af leiðir að Haaaarde og Rúnka eru í þeim viðræðum sem fara fram þessa dagana.
Hefði ég hinsvegar kosið hefði rauðhærði gaurinn með skeggið og fyndni lagahöfundurinn á litla bílnum fengið yfirgnæfandi þingmeirihluta og tekið á málunum um ókomin ár.
Ég byrjaði á könnun, sem Ragga frænka byrti á síðunni sinni, sem leiða átti í ljós hvaða flokk væri skynsamlegast fyrir mann að kjósa. Ég komst hinsvegar ekki lengra en spurningu þrjú því mér leiddist svo könnunin og hætti ég henni þessvegna. Þar að auki var orðið full seint að ákvarða hvað ég skyldi kjósa þar sem vika er síðan kosningarnar voru.

Ég hef fengið það staðfest undanfarnar tvær vikurnar að ég er lélegur í skvassi. Ég ætla hinsvegar að taka mig á í því og mæta fílelfdur til leiks næst þegar innanfélagsmót AAI fer fram hér í sandkassanum. Engin miskun, ekkert bull, bara blóð, sviti og tár.... ef ég nenni.

BISON er besti orkudrikkurinn í Mið Austurlöndum í dag. Af hverju? Vegna þess að hann inniheldur MAXIMUM POWER skv. utanáskrift dollunar sem ég er að drekka úr.

Ég tel mig hafa verið brautriðjanda SUDOKU íþróttarinnar á Íslandi. Fljótlega í kjölfar byrtingar SUDOKU þrautar á vefsíðu minni varð íþróttin hinsvegar mainstream og kastaði ég henni því frá mér eins og hráu úldnu kjöti er kastað fyrir hund. Nú þegar allir eru hinsvegar búnir að fá nóg hef ég fjárfest í SUDOKU bók og leysi gátur sem mest ég má.

Ég lýsi eftir uppskrift að hlöðnu grilli. Ég á reyndar ekki von á því að nokkur maður sem les þetta hafi góða hugmynd að slíku en trúin flytur fjöll og hef ég því ákveðið að halda í trúnna.

Kem svo heim 29. maí um miðjan eftirmiðdag með óskabörnum þjóðarinnar, Icelandair og Hjalta Grétars.

kv. í bili

fimmtudagur, maí 17, 2007

Er kominn aftur til Bangla. Nýjar myndir bæði frá vinnuni í Jedda og svo í Bangla á myndasíðunni góðu.

http://www.slepja.com/gallery/Jeddaogalltsem%FEv%EDfylgir%21

Kv.

þriðjudagur, maí 15, 2007

KOMINN MEÐ LÓKAL NÚMER HÉRNA Í JEDDA SEM VERÐUR Í SÍMANUM Á MEÐAN ÉG ER HÉR.

+966561753919

SALAMALEKUM
MASSALAMAME
SJÚKRAN HABIBI
JALLA JALLA
SVEIJA


KVEÐJA
Birkir Al Orn El Achmed

sunnudagur, maí 13, 2007

Vorid er komid og grundirnar groa. Svaka steik og sol her i Jeddah thar sem Alla er Aedi og allir eru katir.

Mundi ekki vilja vera framsoknareurovisionnord thessa dagana. Bommer a ollum vigstodvum.

Nog ad gera, thannig sed, svosum ekki mikid meira ad segja um thad.

Hereford Steikhus a laugaveginum er tom steik, allt of dyr og ekki nogu adladandi. Ekki fara thangad.

kv.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Ég er nú ekki mikið fyrir að monta mig en er nú samt yfir meðallagi greindur og kemst ekki hjá því að segja frá því hvílík meistarastykki ég geri dag hvern því það er svoleiðis langt á undan öllu sem allir aðrir gera. Hvað um það.
Það er nú samt gaman frá því að segja að síðan ég fór út 13. janúar þá hef ég komið til eftirfarandi landa, að Íslandi undanskildu!

England
UAE (United Arab Emirates)
Bangladesh
Saudi Arabíu
Frakklands
Spánar
Argentínu
Brasilíu
Úrúgvæ
Portúgal
Malasíu
Indónesíu
Kína
Tævan
Ástralíu
Þýskalands
Lúxembourg
og örugglega einhverra fleiri staða sem ég man ekki eftir í hendingu.

Annað helst í fréttum er að ég gafst alfarið upp á þvottavélinni minni og seldi hana bilaða á 5000 kall. Í staðin keypti ég Alveg Einstök Gæði (AEG) þvottavélaþurkara. Ég vil ekki heyra neina þvælu með að svoleiðis tæki séu verri en venjulegar þvottavélar því það er BULL.
Nú hef ég þvegið og þurkað tvisvar í Alveg Einstökum Gæðum og komist að því sem ég vissi ekki áður, nefnilega að þegar maður þvær og þurkar í splunkunýjum vélum þá kemur ný lykt af fötunum manns. Einskonar nýbílalykt. Ég lykta því eins og nýr bíll þessa dagana, en það er í góðu lagi því ég er að fara til Saudi Arabíu og verð sjálfsagt best lyktandi einstaklingurinn á arabíuskaganum, á eftir Hjalta Grét, að sjálfsögðu!

þar til næst, salamalekum!

þriðjudagur, maí 01, 2007

TÖFF

sunnudagur, apríl 29, 2007

Nema hvað... þarna er ég á leiðinni frá Kuala Lumpur til Jakarta til Singapore til Abu Dhabi til Luxemburg þegar það reyndist ekki vera neinn til að taka við af mér í Abu Dhabi. Ekki í frásögur færandi nema fyrir það að við fórum inn á hótel og fáum hvíld og höldum áfram í fyrramálið. Frá LUX verður svo bíll sem ekur mér til Troisdorf í Bæjaralandi þar sem ég ætla að læra allt um Fjármál Flugfélaga.
Svo er það bara heim 4.

kv

sunnudagur, apríl 22, 2007

Ný nýru óskast gefins eða fyrir lítinn pening, helst lítið eða ó-notuð

Samkvæmt Reflexologistanum mínum, hér í Kuala Lumpur, eru nýrun á mér að niðurlotum komin. Það væri ágætt ef einhver sæi sér fært að lána mér annað af sínu þegar mín gefa sig. Eins ef einhver lumar á nýrnavél uppá lofti eða inní geymslu þá endilega smellið inn kommenti og ég get sótt hana sjálfur, ég fæ Yarisinn bara lánaðan hjá mömmu.


kv.
Hvað haldið þið... nýjar myndir!!
http://www.slepja.com/gallery/album176?page=2
og
http://www.slepja.com/gallery/album178

kv

föstudagur, apríl 20, 2007

Áhugaverð tölfræði kom fram á vef Vísi.is, nefnilega:

Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.

Í hverjum milljón flugferðum á Vesturlöndum verða að meðaltali 0,65 prósent alvarleg slys. Í Rússlandi er meðaltalið 8,6 prósent. Það er helmingi hærra en í Afríku. Ástæðurnar eru sagðar skortur á þjálfun áhafna, slæmt veður og léleg fjarskipti. Einnig nota mörg flugfélög gamlar og úr sér gengnar vélar.

En ég fer til Taipei á morgun þannig að það er óhætt að segja að ég sé vel óhultur.

Það verður svo að viðurkennast að spennu er farið að gæta í herbúðum minna manna yfir heimkomu minni. Heimkoman verður þó að öllum líkindum skammvinn, örfáir dagar því ég er að spara mér aukalega unna daga fram á sumar þegar sól og steikjandi hiti mun ráða ríkjum á klakanum.

Svo er það auðvitað stóra málið heima þessa dagana:
Stúlka nokkur í vogunum sótti um stúdentaíbúðir nýverið. Þótti henn nóg komið af kjallaravist í híbýlum foreldra sinna og var foreldrunum satt best að segja orðið nóg boðið af langsetu hennar inná heimili þeirra.
Ekki stóðu til miklar vonir um að húsnæði fengist fyrir stúlkuna, en í andstöðu við allt sem eðlilegt þykir reyndist biðlistinn ekki langur og stúlkan fékk íbúð. Grafarvogurinn er framtíðin og því eins gott að hún eigi bíl sem hægt er að aka með einu auga.
Ritstjórnarskrifstofa Peyjans vill óska Röggu til hamingju

kv

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Jájájá, ég er á lífi og rúmlega það! Fór í stutta ferð til Balí þar sem ég drekkti mér í öldunum um stund. Er á leiðinni aftur í vinnuna í Kuala þar sem tvær ferðir til Dubai bíða mín áður en stefnan er tekin á Evrópuna og svo heim.


Kveð í bili með þessari mynd sem ég tók sjálfur.....



sunnudagur, apríl 08, 2007

Páskahelgi i Sydney gekk ekki stórafallalaus fyrir sig. Skúrir án slydduélja og skafrennings gerðu mér kleift ad kanna umhverfi Darling hafnar og nágrennis. Power House Museum (gaman ad heyra Aussana segja thetta) var skodad i diteil og skyndibiti étinn i einhverjum matargardinum. Gaman frá því að segja að Darling Harbour er svipuð og Akureyri. Þar heitir allt Darling-eitthvad, alika og a Akureyri thar sem allt heitir Akur-eitthvad (akurblom, akurpizza, akurkjor o.s.frv.)
Þad var svo í dag sem óskopin dundu yfir. Dagurinn byrjadi vel med ágætis kaffi i morgunmatnum og scattered i þrjú og fimm. Gladur i bragdi rölti eg mer nidur á höfn þaðan sem Manley hraðbáturinn siglir yfir til Manley. Planið var að kíkja á mannlífið og grípa aðeins í brimbretti. Fann mér brimbrettabúð við Manley strönd sem leigði mér langbretti og blautbúning með stuttum ermum og skálmum. Glaður í bragði rölti ég niður á strönd með brettið í annari og ekkert í hinni. Tilbúinn að takast á við brimskaflana renndi ég upp gallanum, sparkaði af mér flipp floppunum og hljóp Baywatch-style með brettið undir höndunum á vit ævintýrana. Ég er svona rétt að komast í gang þegar ein alveg massa góð alda kemur og ég set mig í stellingar. Rétt við það að standa upp þegar jafnvægisbrestur á sér stað og ég steypist í hvítfrissandi öldufarganið. Þar sem ég veltist um og bíð eftir að hamagangurinn gangi yfir kemur brettið mitt á siglingu og ákveður að grafa sér holu í andlitið á mér. Beint í vinstri augabrúnina fór það og undarlegur tónn heyrðist fyrir vinstra eyra. Stend upp, reyni að halda reisn og veifa til skvísanna sem sitja uppá strönd og dást að hörku minni. Riðandi tek ég nokkur skref út aftur í átt að öldunum, ætlaði ekki að láta þetta litla atvik stöðva mig. Líður ekki á löngu áður en blóðbragð lætur á sér kræla og steikurnar í Argentínu koma upp í hugann. Ég legg lófa á vinstri augnabrún og kíki svo á. Rauður lófinn gefur mér vísbendingu um að hugsanlega væri ráð að kíkja betur á báttið.
Magann inn og bringuna út, geng ég í land og sé að fólk gjóar augunum á mig, þorir samt ekki að horfa. Dofinn í andlitinu ráfa ég stefnulaust um ströndina að leita að skónum og handklæðinu mínu. Finn það á endanum og tek stefnuna á almenningssalerni í næsta nágrenni. Kíki í spegil og ransaka sárin. Verandi sonur fagmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna sá ég á augabragði á blóðugu andliti mínu að best væri að skola það. Þrjár vatnsgusur í andlitið gerðu sitt gagn og í ljós kom myndarlegur skurður á utanverðri vinstri augnabrún, sirka einn og hálfur sentimeter að lengd með um fjörtíuogfimm gráðu horni við miðlínu andlits. Það var á þeim tímapunkti sem ákvörðun var tekin um að finna Strandvörð og leita ráðlegginga. Til að gera langa sögu stutt a sagði hann mér að það þyrfti að öllum líkindum ekki að sauma og að best væri að setja butterfly plástur á þetta til að halda saman. Ég ráfaði því í apóteki í nágreninu og opereraði á sjálfum mér þar. Tók svo þá ákvörðun að láta fagmann kíkja á og fór því á spítala (var búinn að skila brettinu og gallanum í millitíðinni). Fagmaður sagðist ekki þurfa að sauma og skipti mínum umbúðum út fyrir steristrip og sellófan filmu yfir sárið.
Og svo fór nú um sjóferð þá!
Að lokum við ég benda á lagið Brimbretta Baldur með hljómsveitinni Baggalút.
kveðja á klakann, nýjustu tölur benda til að heimkoma verði 4. maí

laugardagur, apríl 07, 2007

Gday mate (aftur)

Gledilega paska allir/oll saman. Er i Sydney um hatidarnar. Versladi mer poka af myntu M&M og kalla thau paskaegg..... reikna med ad fair fai jafn morg egg og eg!!

kv

sunnudagur, apríl 01, 2007

Nú held ég að það sé meiri gír í manni að skrifa eitthvað bull. Rignir eldi og brennistein úti og því ekkert tanning session í dag.
Allt er breitingum háð hérna í KL eins og annarstaðar. Kom á staðinn með botlaust brjálaðan roster (vinnuskrá) en er í dag kominn í þann pakkann að reyna að plana næstu fjóra dagana í fríi. Sjötíu og eitthvað flugtímar eru komnir niður í fjörtíu. En ég hef þó náð þeim merka áfanga að komast í 100 tíma á vélina
HD er eitthvað að vorkenna skepnunum úr geitafluginu frá Sydney um daginn. Það er hinsvegar algjör óþarfi að barma sér yfir ógæfu dýranna því tilgangur og tilefni flutningsins var að veita skepnunum þá gæfu að njóta ásta. Þetta voru kynbótageitur og get ég varla í fljótu bragði séð neitt ljúfara í lífi geitar en að fá sína eigin breiðþotu til að skutla sér á milli landa í kynsvall. As we speak er stór hluti þeirra sjálfsagt "making sweet, SWEET love" við Filipínskar skvísur og tarfa!

kv

föstudagur, mars 30, 2007

Nýjar myndir komnar á slepjuna
Restin af Portúgal annarsvegar
http://www.slepja.com/gallery/album175?page=2
Og svo síðustu dagar
http://www.slepja.com/gallery/album176?page=1

Kom frá Sydney í morgun. 2000 geitur, 30 hross og einn hundur voru með í för. Vélin lyktaði eins og fjósið í sveitinni í gamladaga (og sjálfsagt enþann dag í dag).
Ætlaði að skrifa meira en nenni því ekki í bili

kv

miðvikudagur, mars 28, 2007

ay mate....

Er i Australia, leigdi mer Ducati Monster motorhjol og er kominn til Wallaballabbaloo (eitthvad alika) sem er a Blue Mountain svaedinu.
Surf a morgun

bestu kvedjur heim a klakann....

mánudagur, mars 26, 2007

Rétt fann mér tíma milli þess sem ég var við laugina og fór í sólbað að setja nokkrar myndir inn á síðuna góðu. Teknar á nýja símann

http://www.slepja.com/gallery/album176

kv

sunnudagur, mars 25, 2007


Strákurinn er mættur í vinnuna og það er svo brjálað að gera að hann hefur bara ENGAN tíma til að blogga.....

fimmtudagur, mars 15, 2007

Kiktum a hofudborgina Lisabon i gaer. Su ferd var ad ollu leiti anaegjuleg ef fra er talinn madurinn sem hotadi ad brjota a mer halsinn og madurinn sem kalladi Omar vitleising.
Falleg borg, gomul hus, mikil saga og portugalskur matur.
Rolegheit i dag, strakurinn tharf ad laera adeins adur en hann fer aftur ad vinna.

Litid annad ad segja i bili thannig ad eg hef akvedid ad blogga fyrir Steindor nokkurn Hall thvi undrun saetir ad hann skuli fa ad halda uti eins ovirkri bloggsidu og raun ber vitni.
Steini, thu bara dekkir textan, gerir Ctrl C og svo ferdu i blogginn thinn og gerir Ctrl V

kv



Saelir halsar. Ja, thad er bara ein leið til að lysa því hversu dapur ég hef verið í að skrifa hér á síðuna, já ég er búinn að vera bloggarahaugur!!!
Annars er eg med limru sem lysir vel blogghaugelsi minu:

Latur er eg ad blogga mjog
og thad naer engum attum
sit eg bara og hlusta a log
og er kominn med vinnu hja icelandair

Annars langar mig bara lika ad segja ad eg var ad spila golf um daginn, eg stod mig bara svo vel ad menn a vid Tiger Woods og Erny Ells voru farnir ad hringja i mig til ad fa tips. Eg sagdi theim bara ad gleyma thessu, their mundu aldrei na "The Hallster" taekninni.

kv. Chammpin

þriðjudagur, mars 13, 2007

Nyjar myndir komnar a slepjuna, tvaer fra Madrid og svo Portugal
http://www.slepja.com/gallery/album175

sunnudagur, mars 11, 2007

Hver er staerstur og sterkastur AAAAAAAAAAARRRGH!!!


Strakurinn kominn til einhvers stadar i Portugal sem hann getur ekki borid fram. Ekki svo langt nordur af Lisboa, hofudborg landsins thar sem allt er staerst i Evropu skv. hefdarfrunni a heimilinu. Fjogur kattarkvikindi a heimilinu thannig ad eg er ad overdosa a ofnaemislyfjum og gef thad skyrt til kinna ad their eru ekki velkomnir i grennd. Kettir laera.

Her er horku vedur, hiti, sol og svinari og thvi eina leidin ad fara a strondina. Leigdi mer blautbuning og bretti og smellti mer i surfid samanber myndir sem eg set sidar inn. Lengi lifir i gomlum glaedum og margt sem eg laerdi a Bali fyrir rumu ari gagnadist mer svo vel ad undir lokin i dag var eg farinn ad standa eins og herforingi!

Svo voru gledifrettir i gaer thegar eg kikti a kompani meilinn minn. Naesti beis er ekki afvotnun i Jeddah helfur taumlaus gledi i Kuala Lumpur i Malasiu. Thadan a eg af fara a stadi eins og Dubai, Sidney, Taipei, Melbourn og einhvern stad sem heitir PVG. Islenskur flugstjori a fleiri en einu flugi, ekkert nema snilldar frettir, ef thetta helst.... YEA RIGHT!


kvedja i bili

fimmtudagur, mars 08, 2007

Guðirnir grenja og gráta og reyna af veikum mætti að sýna vanþóknun sína á því að við erum að yfirgefa borg hinna ljúfu vinda. En hvað sem þrumum, eldingugum og massívri (sbr. massive) rigningu líður þá er engu hægt að breyta.
Flugið á íslandi er allt komið á annan endann því Kaftein Æsland hefur verið fjarverandi í mánuð og Portúgal skelfur af tilhlökkun því Drengurinn Væni er væntanlegur innan stundar.

Þetta hefur verið hin besta dvöl og engum lokum fyrir það skotið að maður gæti hugsað sér að koma aftur við gott tækifæri og skoða landið og miðin nánar. Þetta er nú einusinni það land sem býður upp á auðveldustu leiðina til að heimsækja einu heimsálfuna sem ég á eftir að setja X við, Suðurskautið. Hvernig ætli mörgæsasteik bragðist?? Happy feet anyone?

Áttaði mig annars á því í gær, þar sem ég stóð yfir postulíninu, að þegar ég kem heim í apríl þá hef ég heimsótt níu lönd í þrem heimsálfum á þrem mánuðum og þar af eru fimm á eigin vegum. Allsekki útilokað að það gæti eitthvað bæst á listann.

Nú er annars rétt rúm vika í að ég fari að fremja flug aftur. Það væri lygi að segja að maður sé ekki spenntur því ég er nú bara rétt búinn að fá nasasjón á nýju (gömlu) vélinni sem ég er kominn á. Risaeðla er gott orð til að lýsa tækinu. Auk þess standa vonir til að ég fái beis með Hjalta Grétars aka. Daddy Cool, ekki slæmt það.

Síðustu myndirnar héðan eru í upphleðslu. Nokkrar frá Montevideo og þar af eitt vídjó...

að lokum
ADIOS GRINGOS!

sunnudagur, mars 04, 2007

Cafe Cortado, tostado con jamon y queso og jugo naranja á Cafe AMMA, eina leiðin til að hefja daginn.
Nú settist ég niður fullur hugmynda um hvað ég ætlaði að skrifa en svo eins og dragsúgur um miklagljúfur skolaðist allt út á einni svipstundu. Hér sit ég eftir gapandi og tómur.

Síðan síðast. Við þríeykið leigðum okkur bíl og brunuðum til Mar Del Plata, strandstað hérna í Argentínu, 400 km suður af Buenos. Verandi sunnan við miðbaug, eðli málsins samkvæmt kólnar í veðri þegar maður fer suður á bóginn.
Við sáum fyrir okkur hvítar strendur, ber brjóst og olíuborna kvennmannsrassa... en það sem tók við okkur var hífandi rok og rigning og gamalt fólk, einskonar Kanarí eyjar Argentínu. Mikið svekkelsi en í staðin sáum við meira af landinu en bara borgina og fengum að reyna Argentínska umferðarstöppu, hún var súr á bragðið! Rúlluðum til baka strax daginn eftir og tókum betur púlsinn á borginni.

Strákurinn er kominn með nýjan fínan leðurjakka. Meistarastykki sem var sérsaumaður utan um fagurmótaðan líkama hans. Af einhverjum ástæðum þótti leðurskeranum þó nauðsin á að hafa herðarpúða. Fellur ekki í kramið og planið að fara og láta þá fjúka enda er drengurinn mótaður í mynd sjálfs skaparans og hef ég hvergi séð það í biblíunni að hann hafi notað herðapúða undir lakinu!

Plön næstu daga eru
-að smella sér yfir til Montevideo í Úrúgvæ. Þriggja tíma bátsferð, tíu tíma í landinu og svo þrír tímar til baka.
-strangar æfingar í jaðarsportinu Harðkjarnatennis
-mátun fyrir klæðskerasniðin jakkaföt
-æfa sig að halda bolta á lofti
-ná í helmassatan áður en komið er heim (á ekki við um sjálfan strákinn, hann hefur enþá góðan tíma í að ná hinum fagra gullinbronsleita lit sem hann er svo þekktur fyrir)
-drekka nokkra bjóra, hvítvín, rauðvín og Tom Collins í viðbót áður en ég fer í afvötnun til Jeddah
-og svo margt margt fleira

37 nýjar myndir komnar inn, á Slepjuna

kv

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Rigningadagur í Buenos í dag. Það er svosum allt í lagi því það gefur manni tækifæri til að safna saman hugsunum sínum og plana síðustu eina og hálfa vikuna hér. Nú þegar búnir að gera fullt en enþá hellingur í boði.
Ég er ekki enþá búinn að finna mér konu hérna þrátt fyrir að verða ástfanginn á hverjum degi, mörgum sinnum á dag en setningin sem verður notuð við rétta tækifærið er komin á hreynt.
Eres tan guapa con florisilla de primavera, eða eitthvað í þá áttina. Þú ert fögur eins og vorblóm þýðir þetta. Ég fann þetta í spænskri frasabók, undir kaflanum clubbing, beint á undan "ertu með smokka" frasanum.

kv.

mánudagur, febrúar 26, 2007

Smávægilegar breytingar á bloggsíðunni orsökuðu að ég tapaði öllum linkum inn á bloggsíður þeirra sem eru svo lánsamir/ar að vera þess heiðurs aðnjótandi fá tilvísun af síðunni minni.

Er búinn að endurheimta stóran hluta þessara tengla, meilið á mig ef ykkur finst vanta link á síðuna.

Kv.

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Nú erum við félagarnir komnir aftur í heimahagana í Buenos Aires. Eftir aðeins tæpa viku á hóteli í Ríó er okkur það deginum ljósara hvílíkur líxus það er að vera með íbúð hérna.

Einn stærsti misskilningur mannkynssögunnar þökk sé Portúgölum, hvernig kom það til?
Portúgalski landkönnuðurinn Gaspar De Lemos kom siglandi ásamt hiski sínu á bátum suður eftir ströndu Brasilíu 20. janúar 1502. Komu þeir að gríðar fallegum stað með afar sérkennilegu landslagi og svona temmilega stórum flóa sem teigði sig lang inn í land. Flóinn afmarkast í norðri af hvítum ströndum en í suðri af stórum kletti.
Gaspar sagði við kumpána sína er hann benti á klettinn stóra "Klett þennan nefni ég sykurhleyfinn, því mér þykir hann sætur" því næst tók hann á sjónauka sínum, snéri sér til suðurs og sagði "Strendur þær er liggja suður af Sykurhleifnum gef ég nafnið Copacabana og Ipanema því auðvelt er að semja lög í stuðlum við þau nöfn" að lokum sagði hann "Fljót það er rennur hér í sjó fram nefni ég Janúar Áin og mun borg sú er reist verður hér nefnd eftir fljótinu"
Reistu þeir borg, byggðu liftu uppá sykurhleifinn og smelltu styttu af frelsara sínum upp á einn af fjölmörgum tindum sem gnæfir yfir borginni. Líður og bíður og taka þeir sér bátsfar einn sunnudaginn upp ánna. Það er á þeim tímapunkti sem þeir átta sig á að þeim hefur orðið alvarlega illa á í messunni. ÞAÐ ER ENGIN Á!
Það var þá sem Gaspar sagði hina fleigu setningu "Hei, það geta allir gert mistök! Meira að segja ÉG!"

Ríó og Buenos Aires eru að mörgu leiti eins og svart og hvítt, epli og appelsína, grjónagrautur og hafragrautur. Strendurnar í Ríó setja mikið mark á staðin og mynnir pleisið frekar á strandbæ á Spáni á meðan Buenos Aires virkar á mann frekar sem notaleg borg með meiri menningu.

Kristján er mættur fjallhress og planar að vera hér til 7. mars. Hann fær fjöldan allan af rokkstigum fyrir að slá til og skella sér suður fyrir miðbaug í sumarið og sólina. Hvernig er veðrið annars heima??

Slatta af myndum hefur verið bætt við

kv.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Rio.... mikid fjor og gaman,

myndir settar inn vid komuna til Buenos.

Fjolgar i hopnum eftir tvo daga thegar Kristjan kemur til Buenos.

kv

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Strákinn er farið að ráma í afhverju hann stóð sig frekar illa í tungumálum á sínum yngri árum. Jafnvel þó að í þetta skiptið sé gríðar mikill áhugi fyrir hendi þá er málfræðin eins og stór loðin varta í andliti ungrú íslands, frekar leiðinleg.
Við erum s.s. á spænskunámskeiði þessa vikuna, fjóra tíma á dag og út úr tímum kemur maður illa steiktur í höfðinu. Fallbeigingar, eignarfornöfn, fortíð þátíðar, eignarháttur þuríðar og þessháttar, ég bara skil ekki þessa hluti!!!

Annars festi ég mér eina íbúð í þessu húsi http://www.maderocenter.com/english/home.html

Adios Gringos

mánudagur, febrúar 12, 2007

Gleymdi....
Heimanúmer í íbúðinni er
+54 1143 132070

og gsm númerið mitt hér er
+54 1153 480098

kv
Fleiri myndir á http://www.slepja.com/gallery/album89?page=3

kv

föstudagur, febrúar 09, 2007

BUENOS AIRES

JÆJA, nú er strákurinn kominn til Buenos Aires þar sem hitinn er þægilegar 30 gráður, rauðvín og steikur flæða í stríðum straumum og ég ætla að flytja hingað! Sjáumst þegar ég flyt á Grund árið 2050.
Ferðalagið var svo langt að ég missti töluna á tímunum en gróflega áætlað erum við að tala um tæpa 50 tíma. Þar af voru tæpir 30 um borð í flugvél.
En allt er þetta þess virði eins og sjá má á eftirfarandi lynk http://www.slepja.com/gallery/album89
Við erum svona rétt að byrja að skoða bæinn og átta okkur á hlutunum. Planið er fyrst vika hér í Buenos Aires, þar næst fjórar eða fimm nætur í Rio DeJainero á kjötkveðjuhátíð, aftur svo hér í Buenos þar til 8/3/07 þegar við fljúgum heim á leið. Ég reyndar hef hugsað mér að fara beint að vinna enda ekkert varið í að koma heim í kuldann í mars.

Meira hef ég ekki að segja í bili, nema bara að almúginn hefur komið áliti sínu til skila. Í þetta eina skipti verður það tekið til greina og birkir.multiply.com verður ekki notað frekar. Póstarnir hérna fara reyndar automatískt yfir á þá síðu en hverjum er ekki sama um það. Einhver uppfærsla var í boði á þessari bloggsíðu sem ég skráði mig fyrir... veit ekki hvaða dúndur þar er það kemur kanski bara í ljós.

ADIOS GRINGOS!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Er að prófa nýja bloggsíðu........................
www.birkir.multiply.com

kv

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Nýjar myndir komnar inn á Slepjuna,

Súkkulaði húðaðar döðlur með möndlu frá Saudi er uppistaða næringar hérna. Styttist í Buenos Aires ferð.... annars bara tómur í kollinum

kv

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Jújú, ég er enn á lífi. Búinn með fjögur flug og allt í lukkunar velstandi. Svoldið sibbinn, en það er ekkert sem stórir strákar geta ekki tekist á við.
Kíkti í dag útfyrir veggi hótelsins í fyrsta skipti síðan ég kom (fyrir utan ferðina til og frá flugvellinum). Gerðist svo geðveikur að fara á TugTug og verð að segja eins og er að traffíkin hér er eins og ekkert sem ég hef áður séð og hef nú séð ýmislegt. Tók nokkrar myndir á símann, þær eru komnar inn á myndasíðuna
http://www.slepja.com/gallery/Hajj2007

kv

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Það er rétt, ekkert helvítis MEHE með það!!!!

Kominn til Jedda. Planað morgunmatur og sólbað við laugina á morgun.

Fyrsta flugið á vélinni gekk vel. Gaman frá því að segja að fyrir tveim árum þegar ég stundaði mikið flug milli Oran í Alsír og Orly í París sá ég of vél frá Corsair á planinu í Orly. Ég er ekki mjög hjátrúafullur en ég hugsaði oft með mér að þeirri vél vildi ég ekki fljúga þar sem hún er með stafina F-HJAC. Viti menn, Atlanta leigði vélina af Corsair þetta Hajjið og smellti henni til Bangladesh þar sem ég er staddur. Nú er ég að fljúga flugráninu sem ég hafði hugsað mér að væri ekki þar sem ég gæti hugsað mér að gera... náði þessu einhver?
Svo dugði ekkert annað en sjálfan yfirstrumpinn á mig, sjálfan flotaforingjann, yfirflugstjóra félagsins. Það hefur víst spurst út hversu yfirburða hæfileika ég hef í framkvæmd flugs og var hann sérstaklega fenginn til að documenta það.............. righty

kv.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Kominn til Dhaka

svaka stud og stemning. Ferdalagid tok um 35 tima med sma stoppi i Dubai.

kv

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Annáll

Nú sé ég að það þykir móðins að skrifa annál um liðið ár. Þar sem ég er gerilsneiddur öllum frumlegheitum ætla ég að herma. Þeir sem vilja kvarta geta skrifað bréf, sett það í umslag og stílað á Who Fukking Cares. Ég biðst afsökunar á frönskunni minni.

Árið hófst í Indónesíu, þar fór ég á brimbretti og flaug flugvél.
Í Febrúar kom ég heim og fór í tveggja mánaða frí.... WÁ hvað ég þurfti á því að halda eftir erfiða törn í pílagrímafluginu.
Í mars málaði ég stofuna, það tók viku.
Í apríl hófst ströng þjálfun á flugvélar Excel airways. Svokölluð "Proper training" var framkvæmd á okkur.
Í Júni fór ég svo að vinna fyrir laununum aftur og heimsótti held ég bara allar eyjar í gríska hafinu sem hafa á annað borð flugvöll.
Í október var ég í fríi.
Í nóvember og desember lærði ég á nýja flugvél.


Nú á næstu dögum fer ég svo til Bangladesh í stuðið þar. Handakriki alheimsins, en alltaf gaman að sjá öðruvísi staði.

kv

mánudagur, janúar 08, 2007

Nýjar myndir á myndasafninu

frá því í lendingunum og svo hitt og þetta, hér og þar...

kv

sunnudagur, janúar 07, 2007

Lendingar búnar.... heim á morgun (fór úr á föstudag fyrir þá sem ekki vita;) ) og stutt stopp því um leið og skírteinið er komið fer ég í sólina í Bangladesh og Jeddah. Beint þaðan fer ég svo til Suður Ameríku í mánaðar FRÍ.... og veitir ekki af. Beint úr fríinu hef ég hug á að fara beint að vinna aftur eins og gengur og gerist... nema bara með smá stoppi í Portúgal að kíkja á Ómar og frú í vikutíma eða svo. Beint úr vinnu ætla ég svo beint í skólann í London 4. - 6. apríl. Þaðan kem ég svo beint heim.
Þið eruð s.s. laus við mig fram í apríl!!!

Vídjó og ljósmyndir af lendingum koma á næstu dögum.

kv

föstudagur, janúar 05, 2007

Ahhhh, Frankfurt fagra Frankfurt.... eða þar um bil. Neu Isenburg og Ísabella, frítt internet og El Paso.
Hvað dettur manni í hug þegar nefndur er veitingastaðurinn El Paso??? Vænar Vínarschnitselar, sænsk popptónlist og ungverskur bjór innan um mexíkanskt veggskraut. Eða tapas, litlir gaurar með stóra gítara og feitir náungar með litla gítara og fagrar stúlkur með samvaxnar augnabrúnir?

kv.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Rómantískt Stroganoff

Gleðilegt árið, gleðileg jól, betra er seint í rassinn gripið en á rassinn runnið!

Þetta verður lengsti bloggur ársins þannig að setjið ykkur í stellingar og komið vel fyrir.

Nokkrar pælingar sem ég vil fá svör við en áður en það skellur á þá vil ég þakka ÖLLUM þeim sem mættu í nýárspartíið hjá mér aðfaranótt 1. janúar 2007... og fram á morgun fyrir þá sem það á við um. Teitið tókst með svo miklum ágætum að það hefur tekið mig tvo daga að klára þrif almennilega. Húsið var stútfull út að dyrum á tímabili og síðustu gestir kvöddu klukkan 9:30.
Prumpu og rop keppni fór fram (ekki að mínu frumkvæði) og tapaði drengur fyrir stúlku. Smánarblettur á karlþjóðinni og þá sérstaklega í ljósi þess sem almennt er talið að stelpur prumpa ekki. Og ef sá fáheyrði atburður gerist þá er það með blóma og álfalykt!


Nú horfði ég á íþróttamann ársins um daginn á meðan ég svitnaði á skíðavélinni í Laugum. Ekki var ég sjálfur tilnefndur fyrir frábæra frammistöðu við spegilpósur á árinu en það kemur kanski næst. Allt fór þetta nú vel fram og má hrósa gestum í sjónvapssal fyrir prúðmannlega framkomuki í garð looseranna sem lentu í 2.-10. sæti.
formi (ef frá eru taldir bridds menn, skák menn og pókerspilarar) og ættuNú vill það loða við stétt íþróttamanna að þeir eru yfirleitt í yfirburða ekki að eiga erfitt með að lofta verðlaunagripum sem á þá eru bornir. Það var hinsvegar raunin í þetta skiptið. Hvað er MÁLIÐ með þennan verðlaunagrip??? Á hverju var "listamaðurinn" þegar hann bjó til þetta....... verk!?!?!?!?!?!! Mynnir helst á turninn sem kallinn með hvíta skeggið bjó í, í myndinni um Hobbitann... man ekki hvað myndin heitir.
Aumingja maðurinn þarf að koma þessu fyrir heima hjá sér og ég sé ekki alveg fyrir mér að þetta verðir mikið stofustáss.
Ég segi nei takk! Ég mun ekki taka við þessu á næsta ári!

Nú hef ég horft á sjónvarpið í nokkur ár, ekki stanslaust, tek mér pásu á tveggja til þriggja vikna fresti. Ég hef, eins og svo margir, ofboðslega gaman af lögreglu/lögfræðinga/ CSI/Líkhúsavinnufólks/o.s.frv. þáttum sem fjalla um glæpi og hvernig löng hönd laga og réttlætis nær ALLTAF vondu köllunum og kemur þeim fyrir þar sem þeir eiga heima... bak við lás og slá. Það hefur hinsvega valdið mér hugarangri og miklum heilabrotum að horfa á þessa þætti því ef maður skoðar þá í stóru samhengi þá ganga þeir ekki upp hver gagnvart öðrum. Tökum sem dæmi CSI. Glæpur er framinn og Gil Grissom og hans yfirburðar lið er kallað á staðinn. Þau ransaka vetvanginn, vinna úr sönnunargögnum og finna sökudólginn. Þau handtaka sökudólginn, yfirheira hann og sanna sekt hans. Hann fer að sjálfsögðu í fangelsi.
Ef við kíkjum nú á Law and Order þættina þá koma CSI gaurarnir og gellurnar fyrir bara í augnablik þar sem þau greina lögreglumönnunum frá niðurstöðum sínum og svo sér lögreglufólkið um rest, s.s. allt sem CSI fólkið gerði í SCSI þáttunum.
Svo eru lögrfæðingaþættir og þar gera lögfræðinarnir allt sem CSI fólkið gerði í CSI þáttunum og lögreglufólkið gerði í Law and Order þáttunum.
Hausinn á mér er eins og undinn svampur þegar ég hugsa um þetta ég bara átta mig ekki á þessu!!!!

Svona að lokum þá ætlaði ég að láta uppskrift að Ungerskri Gúllassúpu fylgja, en ég fann hana ekki á netinu þannig að hér fáið þið Stroganoff. Nú skora ég á alla stráka sem lesa blogginn að vera rómantískir, elda Stroganoff rétt fyrir konuna og segja svo hvernig til tókst á Kommentið.


Rétturinn er bragðgóður og kúnstin er að sjóða svínakjötið ekki á fullum dampi eða of lengi og hafa gúllasbitana ekki of litla þá verða þeir þurrir og seigir. Pylsurnar gefa gott bragð (Alipylsur er bestar að mínu mati gefa dálítið reykbragð sem gefur sérstakt bragð en þetta er smekksatriði).
Rétturinn er ódýr, áætlaður kostnaður rúmlega 2000 kr fyrir 6+ manns.

Hráefni:
5-700 gr svínakjöt (t.d. svínaskanki í gúllasbitum)
4-5 msk hveiti, salt, pipar og paprikudufti blandað saman við og kjötbitunum velt upp úr hveitiblöndunni.
ca 2 msk smörlíki
5-8 laukar skornir í ferhyrninga (magnið er smekkatriði)
250 gr sveppir sneiddir niður
ca 5 meðalstórar gulrætur skornar í grófa bita
4 dl soð/vatn
1 dl tómatkraftur (puré)
1 peli rjómi/matreiðslurjómi
1/2-1 pk kokteilpylsur (magn eftir smekk)

Aðferð: Brúna laukinn á pönnu og setja í pott með soðinu/vatninu. Brúna kjötið sem búið er að velta upp úr hveiti kryddblöndunni og setja í pottinn ásamt tómatkraftinum. Soðið rólega (á lágum straumi) í ca 15-20 mín. Þá er sneiddum og brúnuðum sveppunum, gulrótunum og rjómanum bætt út í og látið malla í 10 mín. Bæta kokteilpylsunum út í og láta þær trekkja í sósunni (ekki sjóða, sama aðferð og við venjulega pylsusuðu).

Þetta er gott með kartöflumús, hrásalati, brauði eða hrísgjrónum.





kv.