þriðjudagur, júlí 17, 2007

Gúrkutíð

föstudagur, júlí 06, 2007

Stórir hlutir gerast hjá stórum strákum. Það er þá helst að frétta að bæst hefur í hóp þeirra sem stoltir geta sagt að vísað sé til þeirra síðu af minni. Eyfi (aka. Eyfiator) fyrrum Eyjamaður er nú að mæta á línuna hjá AAI, ásamt fleiri hetjum, og hlotnast því sá heiður að fá linkinn sinn inn hjá MÉR! Það er lykilorð til að komast inn á síðuna (ekki b747), ég veit ekki alveg hvernig það er hugsað þannig að ég gef það ekki upp....
Á sama tíma fer annar fyrrum heiðursmaður í skammarkrókinn og linkurinn hans er formlega fjarlægður. Steini sveik lit, gengur nú um með eitthvað á höfðinu (ekki hárkollu) í vinnuni, hætti að blogga og hélt ekki upp á afmælið sitt (bjór og brúnkaka hefði jafnvel sloppið). SVEI ÞÉR!!!

Einnig ber að kynna til sögunnar nýjan, snarskemtilegan myndalink inn á nýja, feiknar skemtilega myndasíðu. Sjá hægramegin.

Riyadh.............. tvær nætur......... jíha.........

kv.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Í sól og sumaryl, ég samdi þetta lag... á þetta við ef það er 45°c hiti?

Annars eru það litlu hlutirnir í lífinu sem heilla mann þessa dagana og margt sem maður kemst að þegar maður staldrar við og horfir í kringum sig. Vissuð þið t.d. að á hvorum fæti manns eru fimm tær og á þeim vaxa neglur, ein á hverri tá. Þessar neglur þarf svo að klippa og snyrta reglulega!
Það er margur leindardómurinn sem afhjúpast þegar strákurinn fer á stjá!!

kv