þriðjudagur, október 21, 2008

Eftir öll þessi ár hef ég yfirgefið þennan blogg, ný adressa er http://kl-chronicle.blogspot.com/

kv.

föstudagur, júlí 11, 2008

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að ég er hættur að blogga.... í bili allavegana. Ég nenni þessu ekki lengur..... í bili allavegana.
Planið er að ég flytji mig til Kuala Lumpur í haust til eins árs eða svona hér um bil. Kanksi maður skrifi þá eitthvað um dvölina þar..... kemur í ljós.
Mynni annars á myndasíðuna mína, sjá hér til hægri

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Það er tvennt í lífinu sem ég elska.
-Sjálfan mig
-Hjólið mitt

(mamma, pabbi, amma, afi.... þarf ekki að taka fram....)

Þegar ég er úti að vinna og allir félagarnir fara að sinna tilfinningaskyldunni, þá hringi ég í sjálfan mig.
Þegar vinirnir fá krúttleg sms frá kærustunum og brosa út í annað... því það er svo krúttlegt, þá sendi ég sjálfum mér SMS og brosi út í annað, því ég er svo mikið krútt.
Þegar vinirnir tala um litlu rassadúllu börnin sín, þá tala ég um stóra, mússímú hjólið mitt.
Þannig hef ég lært að lifa með öllum krúttlegheitunum sem eru í gangi í kringum mig. Eru ekki allir sáttir??

Svo þegar manni leiðist þá getur maður skoðað myndasögur um Mr. T
http://members.aol.com/Jsamoa99/TvsBarker3.html

Þetta er sjálfsagt síðasti kjánabloggurinn frá mér, því nú er stutt í að ég verði fullorðinn.

Muna svo laugardaginn!

laugardagur, apríl 12, 2008

Tekið af MBL.IS í dag. Glöggir lesendur taka sjálfsagt eftir því að mín heimkoma er á miðvikudag og mun standa yfir í um tvær vikur. Strákurinn kemur með góða veðrið með sér frá Bangla.


Innlent | Morgunblaðið | 12.4.2008 | 05:30

Vorið kemur á þriðjudag

Bloggað um fréttina

Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma,“ segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.

Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 2–3 vikur. „Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til,“ segir Árni.

Í dag er spáð góðu veðri en á morgun er von á snjókomu eða slyddu. En svo kemur vorið.






Prógrammið þessa dagana er annars einhvernvegin á þennan veginn.
Sofa út
Síðbúinn hádegismatur
Sólbað
Tennis
Ræktin
Sauna
Kvöldmatur
............
........
.
zzzzzzzzzzzzzzzz

þriðjudagur, mars 25, 2008

Það hlaut að koma að því, að ég færi út. Þrjár vikur í Bangladesh hljóma svona við fyrsta hljóm ekki svo vel. En kunni maður að njóta sparnaðar á peningum, ódýrum klæðskerasaumuðum fötum og tenniskennslu á spottprís, þá þarf þetta ekki að vera svooooo slæmt.
Ég bið því að heilsa, segi au revoir, þar til næst, verið hress, ekkert stress, bless bless, guð, jesús kristur og allar hans systur veri með ykkur. Næst þegar sést til mín á klakanum verð ég hel tanaður og þverköttaður....... eða svona hér um bil

adios gringos

sunnudagur, mars 23, 2008

Plankasport er gott að stunda. Sjálfur get ég gortað mig af því að hafa nú stigið tvisvar á planka þennan veturinn. Það er töluvert meira en hin síðari ár. Á næsta ári er þó hugmyndin að stunda plötusportið meira, það þykir hipp og kúl.

Það tilkynnist svo hérmeð að afmælishátíðin, sem haldin verður 26. apríl næstkomandi, hefur fundið sér stað. Eftir langar og strangar samningaviðræður við veitingamenn í bænum varð Cafe Oliver niðurstaðan. Bjór verður dælt í ótæpilegu magni ofan í gaulandi iður æstra gestanna. Fyrir kenjaskítana sem ekki dreipa á öli verður tilboð á barnum til miðnættis.
Ég held það sé óhætt að segja að flestir, ef ekki allir, þeir sem lesa þetta rit og skilja það í þokkabót, séu velkomnir.

Svona til að hafa þetta skírt og skorinort:

LAUGARDAGINN 26. APRÍL 2008 KL. 20:00 Á CAFE OLIVER

miðvikudagur, mars 12, 2008

Jólahjólasumarið er hafið


Og þannig fór það svo í dag að ég sótti hjólIÐ.

Hvar sem ég fór snérust höfuð, stelpur runnu til í þeim sporum sem þær stóðu og allir karlmenn óskuðu þess að þeir væru ÉG. NEMA, þegar ég ók framhjá Verkfræðideild Háskóla Íslands. Verkfræðinámsnjerðir tvístraðir um allar trissur. Enginn leit við, allir voru þeir niðursokknir í forritanlegu reiknitölvurnar sínar og algórithma. Ég reyndi að aka þá niður, en öllum tókst þeim að besta sig undan mér með því að hlaupa í S beigjum, sem sjálfsagt líktust infinitífum lógarithmískum sínuskúrfum. Nörd, hugsaði ég, og ók á "Target ríkara" svæði.
Á laugaveginum stansaði ég um stund og heilsaði upp á Lalla (ekki Johns). Með góðum slatta af doubble teipi tókst honum að hemja kjálkann og slefið hætti stuttu síðar. Svo sagðist hann hata mig og hljóp kjökrandi á brott.
Þegar ég svo bakkaði mér svo út úr stæðinu og inn á götu, bókstaflega tæmdist spilatækjasalurinn Mónakó. Með Lalla Johns fremstan í flokki var umferð um götuna var stöðvuð til að hún truflaði ekki töffarann þar sem hann brunaði á brott.
Þar sem ég ók svo stefnulaust um bæinn átti ég leið um austurstrætið stuttu síðar. Viti menn, var ekki Lalli Johns mættur þangað og veifaði mér eins og villtur maður. Ég tók drotningaveifið á hann til baka.
Kíkti svo í kaffi. Þar var bara talað um mótorhjól..... hjólið mitt, öllum fanst það mikið gaman. Tók svo strauði til foreldranna, þar sem hjólið fékk lítilsháttar bað og fær svo að gista í skúrnum þar fyrst um sinn.



kv.

föstudagur, febrúar 29, 2008

Símanum mínum var stolið. Jú, mikið rétt, það hefur gerst áður að síma hafi verið stolið af mér, og þá líka í frönskumælandi landi..... á maður að draga einhverjar ályktanir????

heim 5.

mánudagur, febrúar 25, 2008

AFMÆLI!!!!!!! JííííííííííihAAAAA

Árið er 1978.
Tuttugasta öldin hafði öll gengið á afturfótunum. Tvær heimstyrjaldir, olíukreppa, kuldaskeið, kreppan mikla, einræðisherrar, kalt stríð, ebola, svarti dauði, vond lykt, tásveppir og eeeeeeendalaus leiðindi.
Svo hlaut að koma að því, eins og spámennirnir Nostradamus, Múhameð, Jesús Kr. Jósepson og Tenrikyo (ekki spurja út í þann síðast nefnda, fann hann á Wikipedia) höfðu allir spáð fyrir um, frelsarar fæddust í apríl og maí, eymd og armæði hvarf eins og dögg fyrir sólu, friður komst á í veröldinni gjörvallri o.s.frv.
Báðir uxu meistararnir upp í að vera miklir snillingar, tengdamömmudraumar og svo miklir sjarmörar að..... ég ætla ekki að skrifa það sem ég er með í huga ;)

HVAÐ UM ÞAÐ
Það sem máli skiptir er að LAUGARDAGINN 26. APRÍL verður haldið upp á afmæli þessara tveggja snillinga. Staður og nánari stund verða tekin fram síðar. Þetta er sett upp svona svo að fólk geti verslað sér frí með góðum fyrirvara, fundið sér flug til landsins, verslað rafsuðutæki og allt í þeim dúr.
Hverjum er boðið. Öllum sem sjá sér fært að færa mér afmælisgjöf að andvirði eigi minna en 500 RFI (Gengi gjaldmiðla má finna á GLITNI.IS)

Kveðja frá BRU

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

New York.... en ekki hvað!!!!
Það hefur staðið til núna í dágóðan tíma að koma hingað. Það loksins hafðist og var svo sannarlega tími til kominn, því viðbrögðin hjá fólki við því að ég hefði aldrei komið til Eplisins voru alltaf á sömu leið : "HAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!" Mjög svipað því þegar ég hafði ekki séð Top Gun myndina hér ekki fyrir margt löngu og fólk bókstaflega féll í stafi yfir slappleika og lúðalegheitum mínum. (fyrir þá/þær sem ekki vita þá er Top Gun oft á tíðum kölluð kóaramyndin, nenni ekki að útskýra það frekar).
Þetta hefur allt saman snarlega verið rektifikerað og það svo svakalega að ég er "fastur" í NY. Flygildið er í reglubundnu viðhaldi á heimastöð og fer ég því ekkert á meðan á því stendur.
Hef gert marg en annað ekki, engar frekari útskýringar fást að svo stöddu.

Nú kunna margir að spurja "hvernig finst þér svo.... þú sem ert svo veraldarvanur, hefur séð allt, reynt allt, gert allt, veist allt, oooooo.s.frv."
Svar mitt er eitthvað á þessa leið:
Það má leggja margar mælistikur á ágæti borga og komist að álíka mörgum mismunandi niðurstöðum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu. Veit að það eru fjölmargar teprurnar sem lesa blessað orð mitt og er ég svo dagfarsprúður að vilja ekki særa blygðunarkennd þessa fólks. Þessvegna vil ég biðja eftirfarnadi aðila að hverfa frá skjánum að svo stöddu:
Lalli
Hjalti
Eyfi

Nú... eins og ég var að segja. Hið fornkveðna segir "Honk if youre horny"..... Greddan í New York er ólýsanleg. Ég vill ganga svo langt að segja að greddan keyri borgina áfram af sýnum einstaka fítónskrafti og sé henni mikið að þakka hvar borgin stendur meðal annara borga í dag.
Er þetta ekki bara gott í bili ? ;)

kv.

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Aðflugsljósunum á Heathrow hefur verið breytt eftir slysið sem var þar um daginn....
Smellið á myndina til að sjá hvernig þetta virkar

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Fjögurra ælupokamyndin Cloverfield hlaut áhorf í gærkvöld. Hún er slæm.

Fyrsti pokinn er kominn til af því að myndin er tekin upp í einskonar dogma stíl, allt er alltaf á hreyfingu og því fékk ég sjóveiki og lá við uppköstum.
Annar pokinn er af þeirri einföldu ástæðu að myndin er slöpp.
Þriðji pokinn er vegna þess að hún er allt of stutt fyrir normal kvikmynd, einungis um klukkutími og korter án hlés... það er bara suddalegt þegar maður er að borga þennan pening og er flugmaður í ofanálag.
Fjórði pokinn er vegna þess að hefði ég kastað upp þá hefðu aldrei þrír pokar nægt þar sem ég hafði nýverið borðað yfir mig á American Style. Ekki sangjarnt?? Sendið kvörtunarbréf á Sorpu!

Málningarvinna gengur ágætlega, er að sprengja fyrra met sem lá í viku við að mála stofuna.

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Á maður ekki stundum rétt á að vera svolítið fúll? Ég vil meina það, læt eftirfarandi sögu fylgja sem “case study”

Ég er á leiðinni frá Kuala Lumpur til Lisboa. Ég er með miða í höndunum upp á flug frá Kuala til Parísar. Frá París hef ég bókað flugmiða á eigin vegum til Lisboa. Á síðustu stundu, og þá meina ég allra síðustu stundu, breytist flugið frá Kuala í að vera Kuala til Amsterdam til París. Allt á þetta að sleppa í tíma til að ég nái fluginu frá CDG til LIS. Nema hvað að snillingarnir hjá KLM eru með fimm tíma seinkun á fluginu hjá sér frá KUL. Þeir láta það nú ekki á sig fá, dúndra í loftið og ákveða svo að tilkynna það einhverstaðar yfir Moskvu að áhöfnin sé að renna út á “duty” (vinnutímamörk sett af yfirvaldinu) og þar af leiðandi verði stoppað við í Helsinki til að skipta um áhöfn.

Í Helsinki var mínus tvær gráður og snjór. Tveggja tíma stopp teygðist upp í þrjá og hálfan og var mér ljóst að ég væri að missa af fluginu mínu til LIS. Svo heldur dúndrið áfram, þrumað yfir til Amsterdam þar sem ég fæ miða til CDG í hendurnar. Ég geri Mr. KLM það ljóst að nú hafi ég misst af fluginu mínu CDG-LIS og það hafi kostað mig 320 evrur, hvort þau geti ekki komið mér á flug AMS-LIS sem er þarna seinna um kvöldið. Jújú, ekkert mál, 700 kall og málið er dautt. Að sjálfsögðu gekk ég ekki að þessu killer tilboði, heldur fer til CDG og ákveð að kanna kosti mína þar.

Þegar til Parísar var komið og ég fer að kanna hvað sé hægt að gera fyrir mig kemur í ljós að það er ekki nokkur skapaður hlutur. Ég fæ þá hugmynd að ég gæti verslað miða með EasyJet aðra leið og nýtt þá seinni helming TAP miðans til að komast til baka 1. feb. Aldeilis ekki! Noti maður ekki fyrri hluta ferðarinnar þá dettur miðinn niður dauður, andvana og ónothæfur fyrir seinnipartinn.... en ekki hvað??!?!?!? Ef ég fer á veitingahús, panta mér pizzu og salat, borga en ákveð svo að mér langi ekki í pizzuna, fæ ég þá ekki salatið? Kanski nærtækara dæmi, ef ég kaupi mér miða með lest París-Lisboa-París en nota svo ekki París-Lisboa hlutann, fellur þá seinni helmingurinn niður? Aldeilis ekki!!

Hvernig komast flugfélögin upp með þetta, ég er að spá í að hringja í Ástþór Magnússon og fá lista yfir dómstóla sem ég geti kært þetta til.

Minn eini kostur er að kaupa nýjan miða á aðrar 320 evrur og bara brosa hringinn, því þeir nota hágæða vaselín, blandað Astroglide, þessir kumpánar í flugbransanum og ef eitthvað er þá nýtur maður þess að beigja sig fyrir þeim.

Það sem mér blöskrar einna mest er að KLM ber enga ábyrgð á tjóni sem verður vegna seinkunar af þeirra hálfu, orsökuð af þeirra eigin veseni, umfram þeirra eigin tengiflug. Ef ég hefði t.d. átt tengiflug áfram til Suðurpólsins með South Pole Airways og sá miði hefði kostað 1.500.000 kr þá væri það bara “We at KLM are so sorry for your inconvenience, please take this voucher and enjoy some refreshments up to the value of 8 euros in any of the airports facilities, thank you for choosing KLM, hope to see you again soon, hope you enjoyed the flight, bye and have a pleasant stay/trip/life” (staðlaður texti, lesinn beint upp úr frasabók KLM í einu andataki).

Svona til að toppa stemninguna þá var töskuna mína hvergi að finna við komuna til CDG. Eins og það er stundum að maður verður svangur, svo hættir maður að vera svangur, þá var ég orðinn svo pirraður að ég var hættur að vera pirraður. Gerði skýrslu, fékk forláta “Toiletries” tösku svo ég gæti nú tannburstað og rakað mig, smellti mér svo á fínasta resturantinn á CDG og pantaði mér þriggja rétta matseðil með glasi af rauðvíni.

Ekki vildi minn ástkæri vinnuveitandi gera neitt fyrir mig, þrátt fyrir að hafa breytt traveli á síðustu stundu af flugi sem var á tíma á flug sem var í 5 tíma seinkun......

Mér einfaldlega féllust hendur, fór að trúa á guðlega íhlutun, og ákvað að mér var ætlað af æðra yfirvaldi að fara heim og mála svefnherbergið mitt. Því er ég kominn heim, viku fyrr en ætlað var. Skíði og málning, það er málið

Kv.

sunnudagur, janúar 20, 2008

On the record.... þeir urðu bensínlausir......

Nú er harkið búið hérna í Jakarta. Á morgun fer ég til Parísar og þaðan til Portúgal í úttekt í nokkra daga. Að henni lokinni kem ég heim 1. febrúar og verð til 12. að mér skilst. Meira um það síðar.

Kveðja í vetrarveðrið heima

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Nú er strákurinn kominn aftur til Medan, þar sem hans var sárt saknað. Hlutirnir bara gengu ekki upp hérna án þess að ég kíkti allavegana við í eitt flug, sem ég og er að gera. Nokkrir tugir tonna af hráolíu verða brenndir á fjórum prímusum þann tólfta fyrsta, og illu heilli þannig bera mig til Medinahhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhh. Ég hinsvegar enda eftir það aftur í Jakarta.

að lokum, kíkið á þetta:
http://www.tatuagemdaboa.com.br/

í fyrstu línuna setjið fornafn
í línu tvö setjið eftirnafn
svo í ganni er hægt að segja e-mailið sitt og e-mail vinar

kv.

mánudagur, janúar 07, 2008

Kominn til Jakarta, fékk mér svona: www.nikeplus.com
Brenndi 407 kaloríum í dag á 34,7 mínútum.

föstudagur, janúar 04, 2008

Bommfadderí, bommfaddera, bommfadderí fadderallala..........

Þegar veðrið er eins og það er og maður rétt stingur hausnum út um gluggann þá vill það gerast að skammhlaup eigi sér stað og ofangreindur texti heyrist. Eitthvað sem verður ekki viðráðið.
Þetta sleppur því ég er á leiðinni aftur út í blíðuna. Jakarta er það heillin, klára að koma pílagrímunum heilum heim frá fyrirheitna landinu.
Svo gæti farið að sjálfur Hjalti Grétars, sem hefur stundað það að eignast börn síðustu misserin, komi aftur til vinnu og verði jafnvel staðsettur um tíma í Jakarta. Það væri ekki leiðinlegt.

Ég kveð því klakann um tíma, jafnvel um góða stund (hversu lengi á eftir að koma í ljós) og hlakka til að koma heim aftur þegar sólin er farin að sjást ofan sjóndeildarhrings og veður eru síður válind.


kv.