þriðjudagur, apríl 26, 2005
Og svo var thad siminn....
Var a gongu um breidstraeti Parisarborgar i bullandi romantik. Talandi i simann, kikjandi a kort. Veit ekki fyrr en buid er ad rifa simann af mer og gleraugun komin i gotuna. Teigi mig eftir gleraugunum thvi an theirra hefdi eg ekki geta borid kennsl a sakamanninn. Brillurnar komnar a og se eg tha ekki thar sem madur i svartir hettupeyru og blaum gallabuxum hverfur fyrir horn med simann i hendi. Hvad geri eg, ekki nokkurn skapadan hlut enda ekkert vid thessu ad gera nema fynna upp heila ordabok af nyjum blotsyrdum.
kv.
Je suis une Gabonese
kv
sunnudagur, apríl 24, 2005
Danskur sigur á Norðurlandamóti í pípulögnum
Áhugavert, ekki satt
kv.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Ef það er eitthvað sem ég hef lært af henni móður minni þá virðist það vera að elda allt of stóra skammta af mat. Tók mig til í fyrradag og eldaði hakk og spagettí(tagliatelli). Af einhverri ástæðu sem er fjarri mínum skilning verslaði ég 500 g af hakki. Með fimmhundruð grömmum af hakki fara um hundraðogfimtíu grömm af sveppum og að sjálfsögðu fjögurhundruðtuttuguogfimm grömm af sósu. Þarna erum við komin með máltíð uppá rúmt kíló nema hvað að allt pastað er eftir. Ég lagði það ekki á mig að vikta pastað, enda hef ég ekki vog hér í þessari annars ágætu íbúð, en það hefur sjálfsagt verið soðið um sjöhundruð og fimtíu grömm. Þarna var ég því kominn með máltíð uppá tæp tvö kíló, fyrir mig einan og óstuddan. Ekki er hægt að ætlast til þess að maður í stífri megrun eins og ég sjálfur takist að granda tveggja kílóa trölli í einni atrennu þannig að það voru afgangar í gær.
Keypti mér nýtt Flight Kit í fyrradag. Ég kingdi stoltinu og fékk mér tösku á hjólum en ég er þá undantekningin sem sannar regluna því einungis stelpur og hommar nota flightkit á hjólum.
Nokkrar nýjar myndir komnar inn
kv.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Hvað haldið þið að sé að gersast. Nú er ég búinn að vera úti í viku, búinn með eitt flug og lítur úr fyrir að ég fljúgi ekkert fyrr en 19. apríl. Hvað skal segja, ætli ég skoði ekki bara allt sem hægt er að skoða í þessari borg og nágrenni næstu vikuna.
Gerði víðreist í dag. Flengdist um alla borg með það eitt að markmiði að skoða allt það helsta sem hægt að er berja augum í borg rómantíkinnar. Byrjaði daginn á hressandi morgungöngu uppúr hádegi í Pere Lachaise kirkjugarðinum. Þar eru grafin mörg stórmennin ber þar helst að nefna Jim Morrison, Barónessan af Stroganoff og Edith Piaf.
Til að ná mér niður eftir kirkjugarðinn kíkti ég á Bastillutogið þar sem hið illræmda Bastillu fangelsi stóð forðum daga. Ég leyfi mér að vitna í Michelin túristhandbókina í þágu örlítillar sögukennslu. “Að morgni 14. júlí 1789 marseraði múgur Parísarbúa niðrí Invalides að ná sér í vopn og héldu svo til Bastillunar gráir fyrir járnum. Seinnipartinn sama dag hafði Marquis de Launay fangelsistjóri Bastillunnar gefist upp, múgurinn náð stjórn á virkinu og murkað lífið úr Marquis og kumpánum hans. Á táknrænan hátt var svo öllum sjö vistmönnum Batillunar sleppt lausum en þar á meðal var snarbilaður kleppari “madman” sem hefði sjálfsagt betur setið áfram inni. Síðar sama ár var virkið rifið af átta hundruð verkamönnum.”
Ráfaði svo að mestu leiti stefnulaust um borgina með stuttum stoppum við Notre Dame og Montparnasse sem er rúmlega tvöhundruð metra há bygging og þar með hæsta bygging Parísar ef Eiffel turninn er ekki tekinn með í dæmið.
Kv.
sunnudagur, apríl 10, 2005
Ljúfa lífið í París
Strákurinn er að taka á honum stóra sínum hérna, út að skokka á hverjum degi í garði Napoleons Bonaparte. Þess á milli er rölt niðrí bæ, menningin skoðuð, farið í bíó, kaffihús, Virgin Megastore og alla hina staðina sem var ekki hægt að gera í Oran.
Kíkti í á bíó í gær í minnsta bíó sal sem sögur fara af. Bíóið, staðsett við Bastilluna, var að sýna Hotel Rwanda sem ég mæli með að allir sjái. Fimmtán vasaklúta mynd en ekki á vemmilegan væminn hátt heldur af því að þetta er sönn saga af átökum Tútsa og Hutu í borgarastyrjöldinni sem var þar í byrjun tíunda áratugarins.
Nóg annars í bili
þriðjudagur, apríl 05, 2005
mánudagur, apríl 04, 2005
Meira síðar
kv.