Sex tímar í U2, ekkert meira um það að segja
Gleðilega verslunnarmannahelgi
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast, svo margt að það er ekki nokkur leið fyrir minn mynnislausa haus að muna. En svo fátt eitt sé nefnt:
Gerðist svo frægur að fara á tónleika með Emelíönu Torrini á NASA Jóa, Röggu, Magnúsi, Caritu og Bennu. Mjög góðir tónleikar fyrir utan það að þeir voru standandi sem er ekki mér að skapi við svona tónlist, en hvað um það.
Hélt svo grill í tilefni þess að danskur leggur fjölskyldunnar var á landinu. Eftir mat mættu fleiri gestir og eftir góðan tíma var svo farið á aðal staðinn í bænum, Hressó þar sem tekið var all hressilega á því. Daginn eftir var hinsvegar þoka á fjallvegum sem var í takt við veðrið utandyra og því ekkert af nokkru tagi gert.
Mikið hef ég setið á Austurvelli undanfarið enda hefur verið bongó blíða allt síðan ég kom heim. Það ætlar að sannast enn aftur að góða veðrið fylgi mér því nú um helgina þegar ég fer af landi brott verður súld og sunnan stinningskaldi á annesjum en spáir strax batnandi veðri á landinu þegar ég kem aftur á mánudag eftir helgi.
Náði loks að ljúka mótorhjólaprófinu í dag. Verklegu tímarnir voru teknir með trukki þegar þeir komust loks í gang, byrjaði á laugardag og tók svo prófið eins og áður sagði í dag, með glæsibrag. Nei ég ætla ekki að kaupa mér hjól..... hérna heima allavegana. Það er aldrei að vita hvað gerist ef það er ekki of mikið stórmál og ég rekst á eitthvað á réttu verði í UK.
Annars er stóra málið núna komandi U2 tónleikar um helgina í Köben. Fer út á morgun og skilst að hjónin ætli að taka á móti mér útá velli með einn kaldan en fá í staðin flösku af íslensku lindarvatni beint úr krananum á Hjarðarhaganum.
Að lokum, myndir frá grillinu um síðustu helgi hjá mér á ÞESSARI SÍÐU og svo á MYNDASÍÐUNNI HENNAR RÖGGU
KV.
Gerðist svo frægur að fara á tónleika með Emelíönu Torrini á NASA Jóa, Röggu, Magnúsi, Caritu og Bennu. Mjög góðir tónleikar fyrir utan það að þeir voru standandi sem er ekki mér að skapi við svona tónlist, en hvað um það.
Hélt svo grill í tilefni þess að danskur leggur fjölskyldunnar var á landinu. Eftir mat mættu fleiri gestir og eftir góðan tíma var svo farið á aðal staðinn í bænum, Hressó þar sem tekið var all hressilega á því. Daginn eftir var hinsvegar þoka á fjallvegum sem var í takt við veðrið utandyra og því ekkert af nokkru tagi gert.
Mikið hef ég setið á Austurvelli undanfarið enda hefur verið bongó blíða allt síðan ég kom heim. Það ætlar að sannast enn aftur að góða veðrið fylgi mér því nú um helgina þegar ég fer af landi brott verður súld og sunnan stinningskaldi á annesjum en spáir strax batnandi veðri á landinu þegar ég kem aftur á mánudag eftir helgi.
Náði loks að ljúka mótorhjólaprófinu í dag. Verklegu tímarnir voru teknir með trukki þegar þeir komust loks í gang, byrjaði á laugardag og tók svo prófið eins og áður sagði í dag, með glæsibrag. Nei ég ætla ekki að kaupa mér hjól..... hérna heima allavegana. Það er aldrei að vita hvað gerist ef það er ekki of mikið stórmál og ég rekst á eitthvað á réttu verði í UK.
Annars er stóra málið núna komandi U2 tónleikar um helgina í Köben. Fer út á morgun og skilst að hjónin ætli að taka á móti mér útá velli með einn kaldan en fá í staðin flösku af íslensku lindarvatni beint úr krananum á Hjarðarhaganum.
Að lokum, myndir frá grillinu um síðustu helgi hjá mér á ÞESSARI SÍÐU og svo á MYNDASÍÐUNNI HENNAR RÖGGU
KV.
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég alsgáður og akandi þegar ég ritaði síðast póst.
Miklar og stórar pælingar í gangi, eins og alltaf svosum. Ég held áfram að hafa fasteignamarkaðinn í gjörgæslu. Styttist í að mótorhjólanámið komist á alvarlegt stig og þar með er farið að kitla mann að hafa aðgang að hjóli í UK. Stærsta vandamálið er að tryggja gripinn því maður er ekki með lögheimili úti en það má vera að laus hafi fundist á því þannig að það er aldrei að vita.....
Eyjarnar heimsóttar í dag. Islanderinn byrjaður að fljúga við taumlaus fagnaðarlæti Eyjamanna. Á bakkanum er allt að koma saman, skilst að vígsla á nýrri flugstöð sé á þriðjudag. Einar bakkabróðir er kominn með fjögur fjórhjól sem verða leigð út á sanngjörnu verði undir nafninu Fjörhjól. Ég tók út hjólin í dag og skemst frá því að segja að þau stóðust möbelfakta prófanir af stökustu príði.
Myndir á leiðinni inn á myndasafn.
kv
Miklar og stórar pælingar í gangi, eins og alltaf svosum. Ég held áfram að hafa fasteignamarkaðinn í gjörgæslu. Styttist í að mótorhjólanámið komist á alvarlegt stig og þar með er farið að kitla mann að hafa aðgang að hjóli í UK. Stærsta vandamálið er að tryggja gripinn því maður er ekki með lögheimili úti en það má vera að laus hafi fundist á því þannig að það er aldrei að vita.....
Eyjarnar heimsóttar í dag. Islanderinn byrjaður að fljúga við taumlaus fagnaðarlæti Eyjamanna. Á bakkanum er allt að koma saman, skilst að vígsla á nýrri flugstöð sé á þriðjudag. Einar bakkabróðir er kominn með fjögur fjórhjól sem verða leigð út á sanngjörnu verði undir nafninu Fjörhjól. Ég tók út hjólin í dag og skemst frá því að segja að þau stóðust möbelfakta prófanir af stökustu príði.
Myndir á leiðinni inn á myndasafn.
kv
sunnudagur, júlí 17, 2005
Jahá, jamm og jæja, seisei já og dirrindí....
Ekki mikið að frétta frekar en fyrri daginn. Fyrsta útilega sumarsins yfirstaðin. Betra er seint í rassinn gripið en að grípa í tóman rass eins og segir í hinu fornkveðna. Það var eins og við manninn mælt, rigndi eins og hellt væri úr fötu og var dvölin sem átti að vera allavegana fram á mánudag stytt svo um munaði og keyrt á öðru hundraðinu í bæinn á bling bílnum fræga því eins og sagt er betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti. Með í för var Ragga sem var gott því fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Látum þessu rugli lokið því einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
kv.
Ekki mikið að frétta frekar en fyrri daginn. Fyrsta útilega sumarsins yfirstaðin. Betra er seint í rassinn gripið en að grípa í tóman rass eins og segir í hinu fornkveðna. Það var eins og við manninn mælt, rigndi eins og hellt væri úr fötu og var dvölin sem átti að vera allavegana fram á mánudag stytt svo um munaði og keyrt á öðru hundraðinu í bæinn á bling bílnum fræga því eins og sagt er betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti. Með í för var Ragga sem var gott því fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Látum þessu rugli lokið því einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
kv.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
Nú er maður bara orðinn frægur, mynd af mér framan á fréttablaðinu í dag 13/7, svona þannig séð allavegana. Þarna sit ég í sætaröð 28C í TF-FIK á leiðinni frá Glasgow til Keflavíkur á sextíu ára afmæli millilandaflugs frá Íslandi. Myndin er reyndar tekin úr ágætri fjarlægð, utanfrá og hendi einhvers óþokka blokkerar þann part vélarinnar sem ég sit í. Frægur engu að síður.
U2 tónleikar í Köben framundan. Út 29. júlí og heim 1. ágúst. Þetta verður magnað.
kv.
U2 tónleikar í Köben framundan. Út 29. júlí og heim 1. ágúst. Þetta verður magnað.
kv.
föstudagur, júlí 08, 2005
Virkilega slaemt adgengi ad nettengrdi tolvu skilar ser i virkilega sloppu bloggi og fleiru.
Allt ad verda vitlaust i London. Hjalti, Steindor og Benni bumbuflugmenn og eg vorum i London i fyrradag, tha var allt med kyrrum kjorum, sem betur fer. Nu er eg hinsvegar kominn aftur i kotid mitt i Wilmslow.
Roleg helgi framundan thannig ad plandi er ad skella ser a Duxford flugsyninguna sem verdur serlega stor i ar vegna 60 ara afmaelis stridsloka.
Kem heim 13. juli
kv.
Allt ad verda vitlaust i London. Hjalti, Steindor og Benni bumbuflugmenn og eg vorum i London i fyrradag, tha var allt med kyrrum kjorum, sem betur fer. Nu er eg hinsvegar kominn aftur i kotid mitt i Wilmslow.
Roleg helgi framundan thannig ad plandi er ad skella ser a Duxford flugsyninguna sem verdur serlega stor i ar vegna 60 ara afmaelis stridsloka.
Kem heim 13. juli
kv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)