Hvað um það. Í pósti þeim sem ég skrifaði mánudaginn 24. júlí stendur orðrétt "Ég tók strax eftir 26 nýjum bringuhárum..." Þarna kemur hvergi fram að engin bringuhár hafi verið til staðar fyrir. Þó Steindór sé með eitthvað í líkingu við kjarr hálendis íslands á bringunni þýðir ekki að það sé eitthvað til að státa sig af. Menn skulu fara varlega í það sem þeir velja sér að vera stoltir af. Það er oft svo að vanti mönnum eitthvað á einum stað þá bætir náttúran það upp annarstaðar. Það þýðir ekki að maður eigi að vera ganga um stræti og torg og státa sig af því.
Eitthvað ræðir Steindór um minnimáttakennd. Ég á erfitt með að svara þessu en ég veit það bara að það líður yfirleitt yfir gellurnar í ræktinni þegar ég mæti þangað í spandexgallanum. Ekki er það minnimáttakennd mín sem fær þær til að gleyma stað og stund!
Ég læt hér tvær myndir fylgja, dæmi hver fyrir sig.

