miðvikudagur, desember 20, 2006

Kominn heim í blíðuna, hver hefði búist við tíu stiga hita á þessum tíma árs?? EKki beinlínis jólalegt.

Bið að heilsa í bili

kv

mánudagur, desember 18, 2006

Og svo auglýsi ég eftir einhverjum sem hefur EKKI sé James Bond. Vantar bíó partner við heimkomu.

kv
Jólagjöfin í ár! Gefðu elskunni
þinni eða vinum ógleymanlega jólagjöf
í ár og komdu þeim skemmtilega
á óvart. Gefðu þeim gjafabréf í húðflúr
eða líkamsgötun. Skemmtilegri
gæti nú gjöfin ekki orðið. HOUSE OF
PAIN, Laugavegi 45, 101 Rvík.

sunnudagur, desember 17, 2006

Nú er kennslan búin og bara tvö próf eftir. Það fyrra er í dag og það seinna er klukkan 1:25 að morgni 19. Ég verð laus úr því einhverntíman um níu leitið þannig að ég ætti að ná að komast heim þann daginn í kringum miðnætti.
Óhemju feginn að það sér fyrir endann á þessu öllu því þó simminn sé skemtilegur þá er allt gott hófi. Lendingarnar sem við þurfum að taka til að slá endapunktinn á þjálfunina nást ekki fyrir jól. Þær verða þá einhverntíman á nýju ári, vonandi bara sem fyrst.

Kveðja á klakann, sjáumst þar...

föstudagur, desember 15, 2006

þriðjudagur, desember 12, 2006

Skipti um hótel í dag mér til mikillar ánægju. Frítt internet og downtown í hinum víðfræga Neu Isenburg bæ.

kv

sunnudagur, desember 10, 2006

Fyrir utan það að ég gleymdi að minnast á verkefni dagsins... taxiæfingar á vélinni góðu. Þjóðverjinn er með ágætis kennslumyndband sem setur "Se german precision" þröskuldinn.



kv
Nú er strákurinn svona líka sáttur við sjálfan sig, og það með réttu.

Tókst í einhverju æði að rífa gat á náttbuxurnar sem ég brúkaði í nótt. Ekki vandamálið, settist nú niður með nál og tvinna og henti á þetta þreföldum þversaum og buxurnar eru eins og nýjar.
Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá var þetta ekki mikið mál og finst mér of mikið mál gert úr húsmóðurstarfinu í dag.

laugardagur, desember 09, 2006

Skrifað í gær en netið var með fu####g vesen þannig að það þurfti að bíða þar til í dag:

Það eru sjálfsagt til margar mismunandi skilgreiningar á því að láta sér leiðast en hér er ein þeirra.

Hermirinn var bilaður í dag en það kom þó ekki í ljós fyrr en við vorum mættir og búnir í tveggja tíma fyrirlestri hjá kennaranum (hann var raddlaus fyrsta daginn og kemur svosum ekki á óvart......). Hvað var þá til ráðs að taka, búinn að læra fyrir tímann og nennti enganvegin að leggjast meira yfir bækur í dag. Það eru takmörk fyrir hvað baunin móttekur af efni áður en það fer að flæða útfyrir. Því var úr vöndu að ráða því möguleikarnir á afþreyingu þegar maður gistir á flugvallarhótelum eru óþrjótandi........ sé maður einhverfur þ.e.

Eftir að hafa farið vandlega yfir stöðu okkar ákváðum við, ég og Nicolas hinn belgíski, að lifa hættulega og kanna ókunnar slóðir. Terminal Tvö var óransökuð og því kjörið að nota drjúgan tíma okkar í að athuga hvaða ævintýri biðu okkar þar. Sky-Link lestin tók okkur yfir og þrátt fyrir stutta ferð þá bauð hún upp á gríðar gott útsýni yfir flugvallastæðið. Eina var að það var orðið mirkur og erfitt að sjá út um lestargluggana. Ég lét því ýmyndunaraflið ráða ferðinni og það sem ég sá.... spuring um að fara að taka grænu pillurnar aftur.

Terminal Tvö bauð upp á mikil vonbrigði. Í raun lítið að sjá annað en McDóna og Mexíkanskan veitingastað (Yo quiero taco bell!), eldflaugaleiktæki sem ég fékk ekki að prófa (vildu meina að ég væri of stór!!!!??!?!?!) og kasskeita safn með höttum frá merkum flugfélögum eins og JAL, Saudia, American og eitthvað fleira.

Hótel skutlan var því tekin uppá Steikina þar sem enn aftur blasti blákaldur veruleikinn við manni.... á ég að leggja mig eða gefa lögunum í iTunes stjörnugjöf???? Decisions, decisions!!! Gamli kallinn sefur svo illa núorðið ef hann leggur sig á daginn, þannig að iTunes varð fyrir valinu. Nú er ég búinn að sitja í TVO tíma við að gefa lögum stjörnugjöf og reikna með að hafa afgreitt um 500 lög á þeim tíma! Það eru 4.17 lög að jafnaði á mínútu.

Ég er svona að komast á þá skoðun að það væri jafnvel heillaráð að kíkja í rassvasaræktina hérna á efstu hæðinni.... það er erftitt að rífa sig frá iTunes....................


Það er svo skemst frá því að segja að í dag var hermirinn bilaður AFTUR! Vorum ný komnir í loftið þegar rofa var smellt og KABÚM.... simminn bókstaflega krassaði með braki og brestum. Það tók svo nákvæmlega þrjá tíma og 15 mínútur að laga hann en það var einmitt sá tími sem við áttum eftir af slottinu okkar í honum. Við erum því tveim "sessionum" eftirá og vill svo skemtilega til að það eru einmitt tveir lausir dagar á prógramminu. Þeir verða væntanlega stoppaðir upp með tímum seint að kvöldi eða um miðjar nætur þannig að þetta nær að klárast fyrir 19. þegar jarðskjálftamælar um alla mið og vestur evrópu fara af stað. Bjartsýnn og einfaldur í hugsun að eðlisfari, þannig að þetta reddast allt saman. Enda er það EINA LEIÐIN!

kv

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jólagjöfin í ár er komin í verslanir. Hrútaspilið þykir það heitasta nú um þessi jól og hef ég ekki farið varhluta af því. Gleymið öllum hinum dýru gjöfunum sem ég hef óskað mér og gengið að vísum..... Hrútaspilið skal það vera! Kerti þurfa ekki að fylgja með frekar en sá sem gefur kærir sig um.



Danke

þriðjudagur, desember 05, 2006

Ástarpungurinn Steindór er kominn með nýja bloggsíðu. Ég sé reyndar ekki neina ástæðu fyrir því að hann standi í þessu havaríi því eins mikla ritstíflu hjá nokkrum lifandi manni hef ég bara ekki séð!

Hann lofar bót og betrun og ætlar að bæta um betur með myndasíðu. Steini, haltu samt myndunum úr svefnherberginu fyrir sjálfan þig og frú Hall.


FBS kláraðist í dag FFS á morgun og næstu níu dagana með tveim D/O.

kv

sunnudagur, desember 03, 2006

Lengi má gott batna, ég færðu videoin sem ég tilkynnti með pompi og prakt í gær að væru komin inn. Þau tilheira nú albúmi sem heitir "747rating Frankfurt 2006" og er undir "Staðir"

auf Wiedersehen

laugardagur, desember 02, 2006

Og hvað haldið þið, myndasíðan góða hefur gengið í endurnýjun lífdaga og verið hafin til vegs og virðingar á ný.
Verslaði mér vídjóvél í fríhöfninni á leiðinni út og er svona rétt að byrja að fikta í henni. Tvö stykki komin inn undir VIDEO flokknum. Annað innan úr "simmanum" sem ég er að hamast í þessa dagana og hitt af öðrum mun nýrri sem er í einhverjum æfingum. Gaman að hafa það í huga að þetta er sjálfsagt á við tveggja herbergja íbúð að flatarmáli.
Flugnörd... kanski, en það er betra en að vera bara nörd eins og vel flestir allir aðrir!


kv.
Strákurinn kominn á netið í Frankfurt. Þriðja skiptið í þýskalandi en fyrsta skiptið lengur en dagsferð.
Stemningin er eins og að vera í lélegri gamalli þýskri klámmynd. Klámmynd vegna þess að möllet og handlebar yfirvaraskegg er normið, léleg vegna þess að það er engin kona nakin!
Þýskan er skemtilegt tunfumál og alltaf gaman að heyra þjóðverjana tala ensku. Kennararnir eru þýskir og frasra eins og:
"Birkir, sis is nicht good.... se shpeeed must...."
"And then you pull da shpeedbrake, JA!"
"Ja, das is wery goot!"

koma skemtilega út.....


Dagskráin er nokkuð þétt. Þetta gengur allt vel enda drottning háloftana sem um er talað.

meira verður ekki sagt í bili

kv