Nema hvað... þarna er ég á leiðinni frá Kuala Lumpur til Jakarta til Singapore til Abu Dhabi til Luxemburg þegar það reyndist ekki vera neinn til að taka við af mér í Abu Dhabi. Ekki í frásögur færandi nema fyrir það að við fórum inn á hótel og fáum hvíld og höldum áfram í fyrramálið. Frá LUX verður svo bíll sem ekur mér til Troisdorf í Bæjaralandi þar sem ég ætla að læra allt um Fjármál Flugfélaga.
Svo er það bara heim 4.
kv
sunnudagur, apríl 22, 2007
Ný nýru óskast gefins eða fyrir lítinn pening, helst lítið eða ó-notuð
Samkvæmt Reflexologistanum mínum, hér í Kuala Lumpur, eru nýrun á mér að niðurlotum komin. Það væri ágætt ef einhver sæi sér fært að lána mér annað af sínu þegar mín gefa sig. Eins ef einhver lumar á nýrnavél uppá lofti eða inní geymslu þá endilega smellið inn kommenti og ég get sótt hana sjálfur, ég fæ Yarisinn bara lánaðan hjá mömmu.
kv.
Hvað haldið þið... nýjar myndir!!
http://www.slepja.com/gallery/album176?page=2
og
http://www.slepja.com/gallery/album178
kv
http://www.slepja.com/gallery/album176?page=2
og
http://www.slepja.com/gallery/album178
kv
föstudagur, apríl 20, 2007
Áhugaverð tölfræði kom fram á vef Vísi.is, nefnilega:
Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.
Í hverjum milljón flugferðum á Vesturlöndum verða að meðaltali 0,65 prósent alvarleg slys. Í Rússlandi er meðaltalið 8,6 prósent. Það er helmingi hærra en í Afríku. Ástæðurnar eru sagðar skortur á þjálfun áhafna, slæmt veður og léleg fjarskipti. Einnig nota mörg flugfélög gamlar og úr sér gengnar vélar.
En ég fer til Taipei á morgun þannig að það er óhætt að segja að ég sé vel óhultur.
Það verður svo að viðurkennast að spennu er farið að gæta í herbúðum minna manna yfir heimkomu minni. Heimkoman verður þó að öllum líkindum skammvinn, örfáir dagar því ég er að spara mér aukalega unna daga fram á sumar þegar sól og steikjandi hiti mun ráða ríkjum á klakanum.
Svo er það auðvitað stóra málið heima þessa dagana:
Stúlka nokkur í vogunum sótti um stúdentaíbúðir nýverið. Þótti henn nóg komið af kjallaravist í híbýlum foreldra sinna og var foreldrunum satt best að segja orðið nóg boðið af langsetu hennar inná heimili þeirra.
Ekki stóðu til miklar vonir um að húsnæði fengist fyrir stúlkuna, en í andstöðu við allt sem eðlilegt þykir reyndist biðlistinn ekki langur og stúlkan fékk íbúð. Grafarvogurinn er framtíðin og því eins gott að hún eigi bíl sem hægt er að aka með einu auga.
Ritstjórnarskrifstofa Peyjans vill óska Röggu til hamingju
kv
Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.
Í hverjum milljón flugferðum á Vesturlöndum verða að meðaltali 0,65 prósent alvarleg slys. Í Rússlandi er meðaltalið 8,6 prósent. Það er helmingi hærra en í Afríku. Ástæðurnar eru sagðar skortur á þjálfun áhafna, slæmt veður og léleg fjarskipti. Einnig nota mörg flugfélög gamlar og úr sér gengnar vélar.
En ég fer til Taipei á morgun þannig að það er óhætt að segja að ég sé vel óhultur.
Það verður svo að viðurkennast að spennu er farið að gæta í herbúðum minna manna yfir heimkomu minni. Heimkoman verður þó að öllum líkindum skammvinn, örfáir dagar því ég er að spara mér aukalega unna daga fram á sumar þegar sól og steikjandi hiti mun ráða ríkjum á klakanum.
Svo er það auðvitað stóra málið heima þessa dagana:
Stúlka nokkur í vogunum sótti um stúdentaíbúðir nýverið. Þótti henn nóg komið af kjallaravist í híbýlum foreldra sinna og var foreldrunum satt best að segja orðið nóg boðið af langsetu hennar inná heimili þeirra.
Ekki stóðu til miklar vonir um að húsnæði fengist fyrir stúlkuna, en í andstöðu við allt sem eðlilegt þykir reyndist biðlistinn ekki langur og stúlkan fékk íbúð. Grafarvogurinn er framtíðin og því eins gott að hún eigi bíl sem hægt er að aka með einu auga.
Ritstjórnarskrifstofa Peyjans vill óska Röggu til hamingju
kv
fimmtudagur, apríl 19, 2007
sunnudagur, apríl 08, 2007
Páskahelgi i Sydney gekk ekki stórafallalaus fyrir sig. Skúrir án slydduélja og skafrennings gerðu mér kleift ad kanna umhverfi Darling hafnar og nágrennis. Power House Museum (gaman ad heyra Aussana segja thetta) var skodad i diteil og skyndibiti étinn i einhverjum matargardinum. Gaman frá því að segja að Darling Harbour er svipuð og Akureyri. Þar heitir allt Darling-eitthvad, alika og a Akureyri thar sem allt heitir Akur-eitthvad (akurblom, akurpizza, akurkjor o.s.frv.)
Þad var svo í dag sem óskopin dundu yfir. Dagurinn byrjadi vel med ágætis kaffi i morgunmatnum og scattered i þrjú og fimm. Gladur i bragdi rölti eg mer nidur á höfn þaðan sem Manley hraðbáturinn siglir yfir til Manley. Planið var að kíkja á mannlífið og grípa aðeins í brimbretti. Fann mér brimbrettabúð við Manley strönd sem leigði mér langbretti og blautbúning með stuttum ermum og skálmum. Glaður í bragði rölti ég niður á strönd með brettið í annari og ekkert í hinni. Tilbúinn að takast á við brimskaflana renndi ég upp gallanum, sparkaði af mér flipp floppunum og hljóp Baywatch-style með brettið undir höndunum á vit ævintýrana. Ég er svona rétt að komast í gang þegar ein alveg massa góð alda kemur og ég set mig í stellingar. Rétt við það að standa upp þegar jafnvægisbrestur á sér stað og ég steypist í hvítfrissandi öldufarganið. Þar sem ég veltist um og bíð eftir að hamagangurinn gangi yfir kemur brettið mitt á siglingu og ákveður að grafa sér holu í andlitið á mér. Beint í vinstri augabrúnina fór það og undarlegur tónn heyrðist fyrir vinstra eyra. Stend upp, reyni að halda reisn og veifa til skvísanna sem sitja uppá strönd og dást að hörku minni. Riðandi tek ég nokkur skref út aftur í átt að öldunum, ætlaði ekki að láta þetta litla atvik stöðva mig. Líður ekki á löngu áður en blóðbragð lætur á sér kræla og steikurnar í Argentínu koma upp í hugann. Ég legg lófa á vinstri augnabrún og kíki svo á. Rauður lófinn gefur mér vísbendingu um að hugsanlega væri ráð að kíkja betur á báttið.
Magann inn og bringuna út, geng ég í land og sé að fólk gjóar augunum á mig, þorir samt ekki að horfa. Dofinn í andlitinu ráfa ég stefnulaust um ströndina að leita að skónum og handklæðinu mínu. Finn það á endanum og tek stefnuna á almenningssalerni í næsta nágrenni. Kíki í spegil og ransaka sárin. Verandi sonur fagmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna sá ég á augabragði á blóðugu andliti mínu að best væri að skola það. Þrjár vatnsgusur í andlitið gerðu sitt gagn og í ljós kom myndarlegur skurður á utanverðri vinstri augnabrún, sirka einn og hálfur sentimeter að lengd með um fjörtíuogfimm gráðu horni við miðlínu andlits. Það var á þeim tímapunkti sem ákvörðun var tekin um að finna Strandvörð og leita ráðlegginga. Til að gera langa sögu stutt a sagði hann mér að það þyrfti að öllum líkindum ekki að sauma og að best væri að setja butterfly plástur á þetta til að halda saman. Ég ráfaði því í apóteki í nágreninu og opereraði á sjálfum mér þar. Tók svo þá ákvörðun að láta fagmann kíkja á og fór því á spítala (var búinn að skila brettinu og gallanum í millitíðinni). Fagmaður sagðist ekki þurfa að sauma og skipti mínum umbúðum út fyrir steristrip og sellófan filmu yfir sárið.
Og svo fór nú um sjóferð þá!
Þad var svo í dag sem óskopin dundu yfir. Dagurinn byrjadi vel med ágætis kaffi i morgunmatnum og scattered i þrjú og fimm. Gladur i bragdi rölti eg mer nidur á höfn þaðan sem Manley hraðbáturinn siglir yfir til Manley. Planið var að kíkja á mannlífið og grípa aðeins í brimbretti. Fann mér brimbrettabúð við Manley strönd sem leigði mér langbretti og blautbúning með stuttum ermum og skálmum. Glaður í bragði rölti ég niður á strönd með brettið í annari og ekkert í hinni. Tilbúinn að takast á við brimskaflana renndi ég upp gallanum, sparkaði af mér flipp floppunum og hljóp Baywatch-style með brettið undir höndunum á vit ævintýrana. Ég er svona rétt að komast í gang þegar ein alveg massa góð alda kemur og ég set mig í stellingar. Rétt við það að standa upp þegar jafnvægisbrestur á sér stað og ég steypist í hvítfrissandi öldufarganið. Þar sem ég veltist um og bíð eftir að hamagangurinn gangi yfir kemur brettið mitt á siglingu og ákveður að grafa sér holu í andlitið á mér. Beint í vinstri augabrúnina fór það og undarlegur tónn heyrðist fyrir vinstra eyra. Stend upp, reyni að halda reisn og veifa til skvísanna sem sitja uppá strönd og dást að hörku minni. Riðandi tek ég nokkur skref út aftur í átt að öldunum, ætlaði ekki að láta þetta litla atvik stöðva mig. Líður ekki á löngu áður en blóðbragð lætur á sér kræla og steikurnar í Argentínu koma upp í hugann. Ég legg lófa á vinstri augnabrún og kíki svo á. Rauður lófinn gefur mér vísbendingu um að hugsanlega væri ráð að kíkja betur á báttið.
Magann inn og bringuna út, geng ég í land og sé að fólk gjóar augunum á mig, þorir samt ekki að horfa. Dofinn í andlitinu ráfa ég stefnulaust um ströndina að leita að skónum og handklæðinu mínu. Finn það á endanum og tek stefnuna á almenningssalerni í næsta nágrenni. Kíki í spegil og ransaka sárin. Verandi sonur fagmenntaðra heilbrigðisstarfsmanna sá ég á augabragði á blóðugu andliti mínu að best væri að skola það. Þrjár vatnsgusur í andlitið gerðu sitt gagn og í ljós kom myndarlegur skurður á utanverðri vinstri augnabrún, sirka einn og hálfur sentimeter að lengd með um fjörtíuogfimm gráðu horni við miðlínu andlits. Það var á þeim tímapunkti sem ákvörðun var tekin um að finna Strandvörð og leita ráðlegginga. Til að gera langa sögu stutt a sagði hann mér að það þyrfti að öllum líkindum ekki að sauma og að best væri að setja butterfly plástur á þetta til að halda saman. Ég ráfaði því í apóteki í nágreninu og opereraði á sjálfum mér þar. Tók svo þá ákvörðun að láta fagmann kíkja á og fór því á spítala (var búinn að skila brettinu og gallanum í millitíðinni). Fagmaður sagðist ekki þurfa að sauma og skipti mínum umbúðum út fyrir steristrip og sellófan filmu yfir sárið.
Og svo fór nú um sjóferð þá!
Að lokum við ég benda á lagið Brimbretta Baldur með hljómsveitinni Baggalút.
kveðja á klakann, nýjustu tölur benda til að heimkoma verði 4. maí
laugardagur, apríl 07, 2007
sunnudagur, apríl 01, 2007
Nú held ég að það sé meiri gír í manni að skrifa eitthvað bull. Rignir eldi og brennistein úti og því ekkert tanning session í dag.
Allt er breitingum háð hérna í KL eins og annarstaðar. Kom á staðinn með botlaust brjálaðan roster (vinnuskrá) en er í dag kominn í þann pakkann að reyna að plana næstu fjóra dagana í fríi. Sjötíu og eitthvað flugtímar eru komnir niður í fjörtíu. En ég hef þó náð þeim merka áfanga að komast í 100 tíma á vélina
HD er eitthvað að vorkenna skepnunum úr geitafluginu frá Sydney um daginn. Það er hinsvegar algjör óþarfi að barma sér yfir ógæfu dýranna því tilgangur og tilefni flutningsins var að veita skepnunum þá gæfu að njóta ásta. Þetta voru kynbótageitur og get ég varla í fljótu bragði séð neitt ljúfara í lífi geitar en að fá sína eigin breiðþotu til að skutla sér á milli landa í kynsvall. As we speak er stór hluti þeirra sjálfsagt "making sweet, SWEET love" við Filipínskar skvísur og tarfa!
kv
Allt er breitingum háð hérna í KL eins og annarstaðar. Kom á staðinn með botlaust brjálaðan roster (vinnuskrá) en er í dag kominn í þann pakkann að reyna að plana næstu fjóra dagana í fríi. Sjötíu og eitthvað flugtímar eru komnir niður í fjörtíu. En ég hef þó náð þeim merka áfanga að komast í 100 tíma á vélina
HD er eitthvað að vorkenna skepnunum úr geitafluginu frá Sydney um daginn. Það er hinsvegar algjör óþarfi að barma sér yfir ógæfu dýranna því tilgangur og tilefni flutningsins var að veita skepnunum þá gæfu að njóta ásta. Þetta voru kynbótageitur og get ég varla í fljótu bragði séð neitt ljúfara í lífi geitar en að fá sína eigin breiðþotu til að skutla sér á milli landa í kynsvall. As we speak er stór hluti þeirra sjálfsagt "making sweet, SWEET love" við Filipínskar skvísur og tarfa!
kv
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)