föstudagur, febrúar 29, 2008

Símanum mínum var stolið. Jú, mikið rétt, það hefur gerst áður að síma hafi verið stolið af mér, og þá líka í frönskumælandi landi..... á maður að draga einhverjar ályktanir????

heim 5.

mánudagur, febrúar 25, 2008

AFMÆLI!!!!!!! JííííííííííihAAAAA

Árið er 1978.
Tuttugasta öldin hafði öll gengið á afturfótunum. Tvær heimstyrjaldir, olíukreppa, kuldaskeið, kreppan mikla, einræðisherrar, kalt stríð, ebola, svarti dauði, vond lykt, tásveppir og eeeeeeendalaus leiðindi.
Svo hlaut að koma að því, eins og spámennirnir Nostradamus, Múhameð, Jesús Kr. Jósepson og Tenrikyo (ekki spurja út í þann síðast nefnda, fann hann á Wikipedia) höfðu allir spáð fyrir um, frelsarar fæddust í apríl og maí, eymd og armæði hvarf eins og dögg fyrir sólu, friður komst á í veröldinni gjörvallri o.s.frv.
Báðir uxu meistararnir upp í að vera miklir snillingar, tengdamömmudraumar og svo miklir sjarmörar að..... ég ætla ekki að skrifa það sem ég er með í huga ;)

HVAÐ UM ÞAÐ
Það sem máli skiptir er að LAUGARDAGINN 26. APRÍL verður haldið upp á afmæli þessara tveggja snillinga. Staður og nánari stund verða tekin fram síðar. Þetta er sett upp svona svo að fólk geti verslað sér frí með góðum fyrirvara, fundið sér flug til landsins, verslað rafsuðutæki og allt í þeim dúr.
Hverjum er boðið. Öllum sem sjá sér fært að færa mér afmælisgjöf að andvirði eigi minna en 500 RFI (Gengi gjaldmiðla má finna á GLITNI.IS)

Kveðja frá BRU

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

New York.... en ekki hvað!!!!
Það hefur staðið til núna í dágóðan tíma að koma hingað. Það loksins hafðist og var svo sannarlega tími til kominn, því viðbrögðin hjá fólki við því að ég hefði aldrei komið til Eplisins voru alltaf á sömu leið : "HAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!" Mjög svipað því þegar ég hafði ekki séð Top Gun myndina hér ekki fyrir margt löngu og fólk bókstaflega féll í stafi yfir slappleika og lúðalegheitum mínum. (fyrir þá/þær sem ekki vita þá er Top Gun oft á tíðum kölluð kóaramyndin, nenni ekki að útskýra það frekar).
Þetta hefur allt saman snarlega verið rektifikerað og það svo svakalega að ég er "fastur" í NY. Flygildið er í reglubundnu viðhaldi á heimastöð og fer ég því ekkert á meðan á því stendur.
Hef gert marg en annað ekki, engar frekari útskýringar fást að svo stöddu.

Nú kunna margir að spurja "hvernig finst þér svo.... þú sem ert svo veraldarvanur, hefur séð allt, reynt allt, gert allt, veist allt, oooooo.s.frv."
Svar mitt er eitthvað á þessa leið:
Það má leggja margar mælistikur á ágæti borga og komist að álíka mörgum mismunandi niðurstöðum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu. Veit að það eru fjölmargar teprurnar sem lesa blessað orð mitt og er ég svo dagfarsprúður að vilja ekki særa blygðunarkennd þessa fólks. Þessvegna vil ég biðja eftirfarnadi aðila að hverfa frá skjánum að svo stöddu:
Lalli
Hjalti
Eyfi

Nú... eins og ég var að segja. Hið fornkveðna segir "Honk if youre horny"..... Greddan í New York er ólýsanleg. Ég vill ganga svo langt að segja að greddan keyri borgina áfram af sýnum einstaka fítónskrafti og sé henni mikið að þakka hvar borgin stendur meðal annara borga í dag.
Er þetta ekki bara gott í bili ? ;)

kv.