þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ræningjar og ruslalýður, kolsvartir kolkrabbar og hryggleysingjar..........

Hvað haldið þið, símanum mínum var stolið... þannig séð. Var með hann í vasanum, fékk mér sæti í lobbíinu, virðist hafa dottið úr þar, ég fer til París í tvo daga, enginn kannast við að hafa séð hann þegar ég kem til baka.
Ég er því sambandslaus á þessum síðustu og verstu tímum. Ekki það að ég hafi verið að fá mikið af símtölum, en við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Svaf hjá Paris Hilton um helgina. Naut matar og mall-menningar. Notaði hvert tækifæri til að éta á mig gat af öllu því sem ég komst í návígi við. Kíkti í verslunarmiðstöð og verlsaði jólagjafir fyrir örfáa útvalda sem verða ekki taldir upp hér til að valda ekki slagsmálum og ósætti.
Flaug svo í dag frá París til Paradísar og ekkert meira um það að segja.
Var í sambandi við heimildarmenn á íslandi sem sögðu mér að ólíklegasta fólk var sótölvað um helgina og bættu upp fyrir mína góðu hegðun á hótelinu í París. Sérlega góð kveðja til þeirra sem eru um það bil að hrista af sér þynnkuna í þessum töluðu og á það við um eyjamenn jafnt sem borgarbörn!

Að lokum verður maður auðvitað að óska Ömmu gömlu til hamingju með daginn, þó ég viti ekki hvort hún lesi þetta eða ekki. Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég að hún væri 35 en sannleikurinn í málinu er sá að hún er örfáum árum eldri.

kv

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Flaug eins og herforingi 4° glidepath í Marseille í dag, fyrir þá sem skilja þetta ekki þá skiptir það ekki máli.

Kv.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Jeddah Express

Enn ein Jeddah ferðin að baki og óhætt að segja að maður sé orðinn nokkuð góður í þessu öllu saman. Arabískan er öll að koma til sbr. “massalamanamanamm” og “only for you my friend”. Og ekki er franskan slæm “voule vous couche avec moi?..... se soir?” og “mersí bjúká”
Í þetta skiptið var ekki mikið verslað frekar en fyrri daginn, örfáir DVD diskar og íþróttabuxur því nú á að fara að taka á honum stóra sínum í líkamsræktarmálum og má t.d. nefna það að í morgun hugsaði ég mjög stíft um það hvort ekki væri sniðugt að fara kanski að gera uppsetur og armbeigjur, verst að ég hafði ekki kaloríumæli til að mæla nákvæmlega hversu mikið ég brenndi við þetta.
Er væntanlega að fara í nokkurra daga frí til París og er öllum velkomið að taka þátt í því, kjörið að versla í fjörið fyrir jólin!
Ert þú í starfsmannaráði? Ertu að skipuleggja óvissuferð? Af hverju ekki að kíkja á veitingastaðinn á Hotel Phoenix í Oran?
Gaman frá því að segja að manni leiðist seint við að fara í kvöldmatinn hérna niðri. Maturinn er allt í lagi en það sem er mest spennandi á hverju kvöldi er hvernig gengur að panta og það sem meiru máli skiptir, fá það sem maður pantaði.
Dæmi: Áður en við fórum til Jeddah í fyrradag kíktum við Brian flugstjóri í snæðing. Tíminn var knappur þannig að við fengum fljugþjón sem talar betri alsírsku en við til að tala við þjóninn og segja honum að okkur lægi á þannig að við viljum bara súpu. Þjóninum þótti gríðar leiðinlegt að tjá okkur það að því miður væri ekki til súpa í kvöld. Jæja, tökum þá ommilettu með sveppum og skinku “AND STEP ON IT”. Fimm mínútum seinna kemur annar þjónn labbandi úr eldhúsinu með fulla skál af Algerian soup og skenkir manni sem situr rétt hjá okkur. Við heimtum súpu og fáum hana. Eftir tuttugu mínútna bið fær flugstjórinn ommilettuna sína, með köldum frönskum. Líðurogbíður, ræðum við þjóninn um það hvar ommilettan mín sé, vill svo til að hún er bara alveg að koma, hænan hefur sjálfsagt verið með harðlífi. Fimm mínútum síðar þegar ég var búinn að bíða í 35 mínútur fæ ég ommilettu. Engir sveppir, engin skinka og kaldar franskar.
Annað dæmi, aðeins styttra: Ég panta piparsteik, bíðlengilengi, bið aftur um steikina, stuttu seinna fæ ég súpu, sem ég borða, stuttu seinna fæ ég bourek sem er hálfgerð vorrúlla og er mikið borðað um ramödu, fæ piparsteik stuttu eftir að bourekið er búið og stuttu eftir að piparsteikin er búin fæ ég aðra piparsteik.

kv

föstudagur, nóvember 19, 2004

Partí

Jæja, var ekki bara afmælispatrí hér í gær. Ég hélt mér á mottunni en mikil upplifun... förum ekkert mikið nánar út í það, obbobobb
Nú eru þær fréttir nýjastar að Gabon samningurinn er víst aftur kominn á dagskrá þannig að fyrr eða síðar verður maður sendur í smá tíma þangað. Það góða við þann samning að mér skilst er að gist er í París, nema ein og ein nótt í Liberville og það er víst bara mjög fínt að vera þar. Þetta þýðir væntanlega það að ég verð ekki heima um jólin því nú skilst mér að það verði brjálað að gera...
Ég er búinn að næla mér í post Rammada/Haj kvefið. Maður nær sér í það með því að fljúga með fulla vél af hóstandi fólki frá Jedda, skilst að þetta sé árlegur viðburður hjá flestum hér.

kv.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004


Haj flugstöðin í Jeddah Posted by Hello

Frjósemi í kringum Níl í Egyptalandi, annars bara auðn Posted by Hello

Fyrir 747 hetjurnar sem eru á leiðinni til Algeirs í desember, nema þeir verði Fokkerar Posted by Hello

mánudagur, nóvember 15, 2004

SJITT!

Aðalmálið!!

Dr. Birkir Örn tók sig til í gær og gaf sjálfum sér sprautu við Lifrabólgu A/B. Ég sat á rúmgaflinum drykklanga stund og virt nálina vel fyrir mér og velt því fyrir mér hversu sársaukafullt það yrði að stinga sjálfan sig með nál af þessari stærðargráðu. Eftir nákvæmar, ýtarlegar mælingar var niðurstaðan ljós: Nálin var á stærð við tveggja tommu garðslöngu!! Fyrst tilraun tókst ekki, ekkert meira að segja um það. Önnur tilraun, ég táraðist við tilhugsunina. Þriðja tilraun...... AAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHHHHHHHHH


En hvað haldið þið..... fann ekki fyrir því.
Þarna stóð sprautan beinstíf, lóðrétt uppúr lærinu á mér og ég fann ekki fyrir því. Sannaðist enn einusinni hversu mikið hörkutól ég er, ég get tekið hverju sem er, just bring it on baby! En þá var komið að því að koma eitrinu inn. Ekki málið, var búinn að fá ýtarlega brífingu frá foreldrunum fyrir mánuði síðan, verst að ég var búinn að steingleyma hvað þau sögðu. Þýddi ekkert að gugna á þessum krítíska tímapunkti, alvöru karlmenn eru ekki þekktir fyrir slíka framgöngu, ég er nú læknis og hjúkku sonur, hlýtur að vera í blóðinu. Svo ég byrjaði að sprauta honum. Fyrir leikmenn þá má taka það fram að í svona sprautu er alltaf smá loft sem fer inn síðast til að loka fyrir svo það blæði ekki.... sagði mér hjúkrunarfræðingur. Allavegana, ég sprauta, og sprauta, og sprauta og sprauta, nema ég gleymi, að ég held að draga hana aðeins út áður en kemur að loftinu. Kemur þá að loftinu og upp frá þeim stað sem nálin situr í lærinu á mér heyrist nett fruss hljóð... Fagmannlega dreg ég nálina úr fæti og finn að sjálfsögðu ekkert fyrir því. Nema bara að þar og þá byrjar að blæða úr fætinum á mér og ef ég vissi ekki betur þá hefði ég giskað á að þar væri slagæðablæðing á ferðinni. En ég er með þetta allt í bóðinu og sá að ekki var um alvarlega blæðingu að ræða nema bara að ég var ekki með neitt til að þurka og blóðgúlpurinn stækkaði bara þar sem ég sat á rúminu mínu á herbergi 218 á Hótel Phoenix í Oran. Nú voru góð ráð dýr því ekki vildi ég þurka blóð í fínu satín rúmfötin sem við erum með hér. Kappinn tók sig þá til og smurði blóðinu yfir lærið á sér svo það mundi ekki leka og hljóp svo inn á bað með gallabuxurnar á hælunum. Þar þreif ég blóðbaðið af fætinum og fór svo að spila Civilization 3 í tölvunni minni. Snilli mín ætlar engan enda að taka...

Kv.

Sjitt Posted by Hello
Ekkert að frétta, sameolsameol, launin lækka með hverjum deginum sem líður út af dollaranum, ekki búast við stórum jólagjöfum frá mér... ekki búast við neinu yfir höfuð HAHAHAHAHA
Styttist í að það fari að snjóa hérna í Alsír og það er ekkert grín. Ég kom hingað niðreftir til að liggja við laugina baðaður í ólífuolíu en viti menn, það hefur ringt annanhvern dag síðan ég kom hingað og hina dagana er kalt.... svona næstumþví. Þessi staður er ekki fjarri því að vera rassgat alheimsins. Fer til Jeddah á morgun og er með stór verslunarplön: Hafrakex, pistasíuhnetur, DVD diskar, tölvumús og hver veit nema ég lifi hættulega og versli mér úr.

Kv.

föstudagur, nóvember 12, 2004

Spekfeitt

Búið ykkur undir það að taka á móti spikfeitum bastarði þegar kemur að því að ég kem heim næst, hvenar sem það verður. Kokkunum á Orly hefur tekist að setja saman hættulega góða uppskift að súkkulaðiköku sem kemur alltaf með matnum þegar maður kíkir þangað uppeftir. Samviskusamur eins og ég er klára ég matinn minn því annars eignast maður ljót börn.........

Kv.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004


DEDLI - OSAMA.... skuggalegt Posted by Hello

Útsýnið út um hótelgluggann, fallegt Posted by Hello
Jæja, búinn að jafna mig eftir stórutánna.

Breytingar á linkunum hérna hægramegin. Ragga frænka, sem er á lausu nb. var að skipta um bloggsíðu. Af hverju veit ég ekki, hún vill ekki segja mér það en mig grunar að það hafi einhver verið að ofsækja hana á hinni síðunni, einhver leinilegur aðdáandi kanski....

kv

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Mér leiðist,

Var í fríi í gær og aftur í dag til að ná lágmarks hvíld sem hljóðar uppá 60 að maður þarf að ná 60 tímum á 10 dögum.
Þegar ég var í parís um daginn á leiðinni hingað, fyrir um hálfum mánuði síðan, fjárfesti ég í forkunnarfögrum Quicksilver sandölum til brúks hér í norðanverðri afríku við strendur kyrrahafsins og jafnvel líka við strönd rauða hafsins eða á Saudi Arabísku Rivierunni eins og svæðið mætti kallast til að draga að ferðamenn á svæðið nema hvað að á þeirri stundu þar sem ég sat á bólstuðum stól inní Quicksilver búðinni við Rivoli mjóstrætið eða Rue De Rivoli í París gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikið impact, ef ég má sletta, þessir sandalar, eða flip flops eins og bretar kalla þá, mundu hafa á líf mitt vegna þess að í hendingskasti byrjaði ég að nota sandalana hér í paradís en skildi aldrei af hverju mér fór að verkja í stórutá á vinstri fæti eftir ekki svo langa gögu í hvert skipti sem ég spásseraði um ganga hótelsins í nýju fínu sandölunum sem ég hafði nýverið keypt í París. Ég leiddi hugann ekkert mikið meira að þessu en hugsaði að ég væri karl í krapinu frá lítilli eyju norðan úr íshafi og ég gæti nú vel látið mig hafa það að ganga um í sandölum án þess að væla yfir stórutánni á vinstifæti sem mig verkjaði í í hvert skipti sem ég hafði gengið um í sandölunum nýju í skamma stund nema hvað að ég tók eftir því að verkurinn þráláti hjaðnaði smá saman eftir því sem ég notaði flipfloppana meira og meira og meira og þá sérstaklega eftir að ég fór að stunda meðvitaða göngu eða enlightened walking og á endanum var hann sama sem nonexistent allavegana fyrir hörkutól eins og mig, veit ekki með ykkur, og fann ég þá meðal annars að rakinn í Jeddah hjálpaði til sem og sú staðreynd að eftir því sem ég notaði þá meira og meira þjálfaðist stóra táin á vinsti fæti upp í að ganga á þeim og sandalarnir mýktust upp eftir því sem leið á. Nema hvað að ég er svona líka að verða sáttur við fínu sandalana sem ég verslaði á Rue De Rivoli en við þá götu er meðal annars Louvre safnið og í vestri endar strætið á hinu víðfræga Place De La Concorde sem er þekkt fyrir að vera sá staður þar sem Marie Antoinette (ábyrgist ekki stafsetningu) var hálshöggvin eða hengd ásamt fleirum og segir sagan að eitt sinn þegar reka átti hjörð nautgripa yfir torgið hafi nautin verið lítið sátt við það þar sem svo megn ,og nú leyfi ég mér að sletta, “gore” lykt lagði af torginu eftir aftökurnar sem farið höfðu þar fram og varð að reka hjörðina eftir öðrum leiðum. Þegar ég er umþaðbil að taka sandalana fínu, sem eru úr ekta burstuðu leðri af bestu sort, í sátt tek ég eftir því að sandalinn á vinstri fæti er á einhvern hátt mun lausari á fæti en félagi hans á hægri fæti, ég fer að sjálfsögðu að leggja saman tvo og tvo og kemst að því við ýtarlega rannsókn á fæti og flipflop að stóra táin á vinstri fæti og næsta tá við liggja hreint ekki saman, ÞÆR GAPA! Við svo liggur að ég verð að sætta mig við alvarlegan fæðingargalla sem hefur í gegnum öll þessi ár farið leynt og sætir furðu að hann hafi ekki komið í ljós hér um árið þegar ég brúkaði sandala af svipaðri sort á Nýja Sjálandi og víðar. Ég mæli því með því áður en þið fáið ykkur sandala ef þessari gerð að þið kannið stöðuna á stóru tánum.
Munið svo bara að það eru litlu hutirnir sem skipta máli!
Bið að heilsa öllum eyjamönnum úr heimalandi þeirra og ég skil núna eftir dvölina hér af hverju eyjaskeggjar eru eins og þeir eru....

kv

mánudagur, nóvember 08, 2004

Ég lísi frati í liftuna hérna á hótelinu,

kv

laugardagur, nóvember 06, 2004

أثق ثق ثل سفشييعق ه ـثييشاو لآ×ٌلأ ]ِ‘]ِآٍ!

Thegar madur reynir ad fara inn a www.hgret.blogspot.com i Jeddah gerist thett:


Access to the requested URL is not allowed!

Please, fill out the form below if you believe the requested page should not be blocked:
Form for URL unblocking request
Please, send other sites you feel should be blocked using the following form:
Blocking Request Form
This page was generated by cache13.ruh.isu.net.sa on Sat, 06 Nov 2004 14:54:13


Magnad

Er maettur aftur i studid i Jeddah.
24 tima stopp eins og sidast thannig ad madur gerir ekki mikid annad en ad fara a internetcafe

kv.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Í fríi í Oran

Í dag átti ég frídag í Oran, það er langt síðan ég hef gert jafn lítið á jafn löngum tíma.
Man nú ekki hvað ég var búinn að skrifa mikið um Jeddah. Fór þangað um daginn og stoppaði í 24 tíma. Það vill svo skemtilega til að í Saudi Arabíu eru tveir punktar sem maður flýgur yfir á leiðinni frá Alsír sem heita DEDLI og OSAMA. OSAMA er beint á eftir DEDLI og maður fer yfir þá stuttu fyrir lendingu í Jeddah. Hvað maður á að halda veit ég ekki, veit bara að Osama BinLanden er frá Sádí.
Nú er strákurinn kominn með um 40 tíma á vélina þannig að með þessu áframhaldi verð ég kominn með 4000 tíma eftir rúm fimm ár og um 31420 tíma þegar ég hætti að vinna 65 ára gamall. Flaug með Tom síþyrsta Dietpepsí þambaranum aftur í gær. Góður gamall kani sem flýgur um í kúrekastígvélum.
Annars bara allt í syngjandi sveittru sveiflu, ætla að sjá hvort ég komi ekki bara heim yfir jólin, hver veit, heldur dapurlegt að eyða jólunum í Oran með Jónasi kakkalakka herbergisfélaga mínum, hann biður að heilsa btw.

kv

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Jeddahhhhhhhhhhh

Þá er ég kominn frá Jeddah og landi og þjóð er svo um að elgos er hafið í Grímsvötnum! Get ekki sagt mikið um Jeddah nema bara að þar var heitt, 28°c þegar við stigum út úr vélinni klukkan 03:30 um miðja nótt. Kíkti í mallið og keypti mér kex, rakst á DVD diska sem eru að verða nauðsinjavara hérna í austurogsuðurlöndum nær. Fór í klippingu í Jeddah, fékk þessa líka fínu Saudi Arabísku klippingu og er óhætt að segja að Rakarinn við Rauðahafið standi kollegum sínum í norðri hvergi að baki.
Le capitain Tom Raniere frá California í BNA var hinn kátasti með að komast til Jeddah því þar gat hann keypt sér Diet Pepsí í stórum stíl en það virkar á brosvöðvana hjá honum eins og spínat virkar á framhandleggsvöðva Stjána Bláa.

Kv.