miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Mér leiðist,

Var í fríi í gær og aftur í dag til að ná lágmarks hvíld sem hljóðar uppá 60 að maður þarf að ná 60 tímum á 10 dögum.
Þegar ég var í parís um daginn á leiðinni hingað, fyrir um hálfum mánuði síðan, fjárfesti ég í forkunnarfögrum Quicksilver sandölum til brúks hér í norðanverðri afríku við strendur kyrrahafsins og jafnvel líka við strönd rauða hafsins eða á Saudi Arabísku Rivierunni eins og svæðið mætti kallast til að draga að ferðamenn á svæðið nema hvað að á þeirri stundu þar sem ég sat á bólstuðum stól inní Quicksilver búðinni við Rivoli mjóstrætið eða Rue De Rivoli í París gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikið impact, ef ég má sletta, þessir sandalar, eða flip flops eins og bretar kalla þá, mundu hafa á líf mitt vegna þess að í hendingskasti byrjaði ég að nota sandalana hér í paradís en skildi aldrei af hverju mér fór að verkja í stórutá á vinstri fæti eftir ekki svo langa gögu í hvert skipti sem ég spásseraði um ganga hótelsins í nýju fínu sandölunum sem ég hafði nýverið keypt í París. Ég leiddi hugann ekkert mikið meira að þessu en hugsaði að ég væri karl í krapinu frá lítilli eyju norðan úr íshafi og ég gæti nú vel látið mig hafa það að ganga um í sandölum án þess að væla yfir stórutánni á vinstifæti sem mig verkjaði í í hvert skipti sem ég hafði gengið um í sandölunum nýju í skamma stund nema hvað að ég tók eftir því að verkurinn þráláti hjaðnaði smá saman eftir því sem ég notaði flipfloppana meira og meira og meira og þá sérstaklega eftir að ég fór að stunda meðvitaða göngu eða enlightened walking og á endanum var hann sama sem nonexistent allavegana fyrir hörkutól eins og mig, veit ekki með ykkur, og fann ég þá meðal annars að rakinn í Jeddah hjálpaði til sem og sú staðreynd að eftir því sem ég notaði þá meira og meira þjálfaðist stóra táin á vinsti fæti upp í að ganga á þeim og sandalarnir mýktust upp eftir því sem leið á. Nema hvað að ég er svona líka að verða sáttur við fínu sandalana sem ég verslaði á Rue De Rivoli en við þá götu er meðal annars Louvre safnið og í vestri endar strætið á hinu víðfræga Place De La Concorde sem er þekkt fyrir að vera sá staður þar sem Marie Antoinette (ábyrgist ekki stafsetningu) var hálshöggvin eða hengd ásamt fleirum og segir sagan að eitt sinn þegar reka átti hjörð nautgripa yfir torgið hafi nautin verið lítið sátt við það þar sem svo megn ,og nú leyfi ég mér að sletta, “gore” lykt lagði af torginu eftir aftökurnar sem farið höfðu þar fram og varð að reka hjörðina eftir öðrum leiðum. Þegar ég er umþaðbil að taka sandalana fínu, sem eru úr ekta burstuðu leðri af bestu sort, í sátt tek ég eftir því að sandalinn á vinstri fæti er á einhvern hátt mun lausari á fæti en félagi hans á hægri fæti, ég fer að sjálfsögðu að leggja saman tvo og tvo og kemst að því við ýtarlega rannsókn á fæti og flipflop að stóra táin á vinstri fæti og næsta tá við liggja hreint ekki saman, ÞÆR GAPA! Við svo liggur að ég verð að sætta mig við alvarlegan fæðingargalla sem hefur í gegnum öll þessi ár farið leynt og sætir furðu að hann hafi ekki komið í ljós hér um árið þegar ég brúkaði sandala af svipaðri sort á Nýja Sjálandi og víðar. Ég mæli því með því áður en þið fáið ykkur sandala ef þessari gerð að þið kannið stöðuna á stóru tánum.
Munið svo bara að það eru litlu hutirnir sem skipta máli!
Bið að heilsa öllum eyjamönnum úr heimalandi þeirra og ég skil núna eftir dvölina hér af hverju eyjaskeggjar eru eins og þeir eru....

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Birkir minn þetta með stóru tána var meðvitað gert til að auka á sérkenni þín og fegurð. Njóttu bara vel og lengi. Mamma