Og hvað haldið þið...
Er ég ekki bara kominn heim á klakkann í nokkra daga. Hversu lengi veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, eitt er víst að það verður vonandi rétt yfir áramót.
Ég lýsi hér með eftir einhverjum sem vill koma með mér á skíði/bretti í vetur á einhverjum góðum stað í evrópu í um viku eða svo.
kv.
mánudagur, desember 27, 2004
Jólasól
Kominn til baka frá Libreville í Gabon. Jólin fóru í að liggja við laugina og passa sig að brenna ekki, það tókst mis vel. Jólastemningin átti bágt með að láta á sér kræla að hluta til út af sólinni og hitanum og að hluta til út af “jóla” tónlistinni sem var á fóninum á hótelinu, sungin af Eine Berliner í þý skum þjóðlaga/Tyrola stíl.
Annars gleðilega hátíð enn og aftur.
Kveðja
Annars gleðilega hátíð enn og aftur.
Kveðja
fimmtudagur, desember 23, 2004
Gabon.. here I come, part two
Þriðja tilraun til að fara til Gabon verður framkvæmd í kvöld. Á mánudag og svo á þriðjudag átti ég að fara en það kom babb í bát báða dagana og allt fór í vaskinn. Loksins virðist allt vera eins og það á að vera og brottför áætluð einhverntíman uppúr níu í kvöld. Jólin verða haldin í Gabon því ég flýg ekki til baka fyrr en á sunnudag.
Gleðileg jól, aftur og farsælt komandi ár
kv.
Birkir Örn
Gleðileg jól, aftur og farsælt komandi ár
kv.
Birkir Örn
þriðjudagur, desember 21, 2004
Gabon, here I come
Gabon í kvöld, til baka á föstudag, Gabon á laugardag og til baka á mánudag... held ég... gleðileg jól o.s.frv.
sunnudagur, desember 19, 2004
París
Mættur til París. Flaug örstutt hopp yfir sundið í gær frá Gatwick til Charles De Gaulle. Er staddur á Sofitel Paris sem er á vellinum og ég er með útsýni beint yfir stæðið sem vélinni er lagt. Mér skilst að þetta sé bara tímabundið og eftir áramót verði fundin endanlegri lausn á gistimálim því þetta er víst tveggja ára samningur.
Næsta sem ég veit er að ég flýg á mánudag með engum öðrum en Elvis til Gabon, er þar í einn dag og kem svo til baka á miðvikudag.
Símanúmer á hótelinu er +33 149 19 29 29 og herbergi 466
Næsta sem ég veit er að ég flýg á mánudag með engum öðrum en Elvis til Gabon, er þar í einn dag og kem svo til baka á miðvikudag.
Símanúmer á hótelinu er +33 149 19 29 29 og herbergi 466
föstudagur, desember 17, 2004
Gatwick
Ekki hefdi eg truad thvi fyrir um tvei manudum ad eg yrdi anaegdur ad koma aftur til Gatwick. En her sit eg nu samt i finum filing a Gatwick Hilton i thetta skiptid, thokkalega sattur vid tilveruna thratt fyrir ad liti ut fyrir ad eg komist ekkert heim naesta einn til tvo manudina...
Fra Paris fluag eg i dag a bissnes class og fekk thvi toluvert betri samloku en almuginn a monkyclass og complementary Kit-Kat i thokkabot. Maeti eg hingad, threittur eftir ad hafa flakkad milli heimsalfa, og fae herbergi 7442. Herbergi 7442 er ekkert slor, stadsett i nyja executive vaeng Hilton hotelsins og pakkfullt af fridindum sem aetla engan enda ad taka. Fri timarit, badsloppur, inniskor, adgangur ad executive lounge thar sem eg sit nuna i godu yfirlaeti og thad besta... hatalari fyrir sjonvarpid inna badi thannig ad thad tharf ekkert ad fara framhja manni, jafnvel thott manni verdi bratt i brok og getur ekki bedid eftir auglysingahl'ei.
En thad er skammgodur vermir ad missa piss i skona thvi strax i fyrramalid fer eg hedan, aftur til Paris med velina sem a ad fljuga fra Paris til Gabon. I beinu framhaldi af thvi fer eg sjalfsagt til Gabon thadan sem eg flyg vaentanlega til Paris a manudag. Godu frettirnar eru thaer ad eg er vonandi, vaentanlega laus vid Oran i bili og verd stadsettur i romantiskustu borg heims, fljugandi nidur a midbaug og til baka. En hver veit, adur en eg get sagt rabbabarasulta gaeti eg verid kominn aftur til Oran, sem vaeri ekki gott thvi eftir sjo vikur thar eru atferlisbrestir farnir ad lata a ser kraela.
kv.
Fra Paris fluag eg i dag a bissnes class og fekk thvi toluvert betri samloku en almuginn a monkyclass og complementary Kit-Kat i thokkabot. Maeti eg hingad, threittur eftir ad hafa flakkad milli heimsalfa, og fae herbergi 7442. Herbergi 7442 er ekkert slor, stadsett i nyja executive vaeng Hilton hotelsins og pakkfullt af fridindum sem aetla engan enda ad taka. Fri timarit, badsloppur, inniskor, adgangur ad executive lounge thar sem eg sit nuna i godu yfirlaeti og thad besta... hatalari fyrir sjonvarpid inna badi thannig ad thad tharf ekkert ad fara framhja manni, jafnvel thott manni verdi bratt i brok og getur ekki bedid eftir auglysingahl'ei.
En thad er skammgodur vermir ad missa piss i skona thvi strax i fyrramalid fer eg hedan, aftur til Paris med velina sem a ad fljuga fra Paris til Gabon. I beinu framhaldi af thvi fer eg sjalfsagt til Gabon thadan sem eg flyg vaentanlega til Paris a manudag. Godu frettirnar eru thaer ad eg er vonandi, vaentanlega laus vid Oran i bili og verd stadsettur i romantiskustu borg heims, fljugandi nidur a midbaug og til baka. En hver veit, adur en eg get sagt rabbabarasulta gaeti eg verid kominn aftur til Oran, sem vaeri ekki gott thvi eftir sjo vikur thar eru atferlisbrestir farnir ad lata a ser kraela.
kv.
miðvikudagur, desember 15, 2004
Update
Jæja, nýjasta nýtt.... o.s.frv.
Ég kem ekki heim á morgun 16/12. Nýjasta nýtt er að ég fer væntanlega á föstudaginn til UK. Á laugardaginn flýg ég svo TF-ATT sem er B767-300 frá annaðhvort Gatwick eða Manston til Charles De Gaulle þar sem hún fer að fljúga margumtalaðan Gabon samning. Hvort ég fæ svo frí eftir það, verð staðsettur á Gabon samningi í París eða fer aftur til Oran á eftir að koma í ljós, það er allavegana ekki búið að útiloka alveg þann möguleika að ég nái að kíkja heim einhverntíman í kringum jólin, hvort sem það er fyrir, yfir eða eftir jól.
Franskan er öll að koma til og ótrúlegustu hlutir sem maður man síðan í menntó.
PNC a vous poste svp,
PNC dix minute a l’atterissage mercy
Sava.... Sava bien, et toi?
Kv.
Ég kem ekki heim á morgun 16/12. Nýjasta nýtt er að ég fer væntanlega á föstudaginn til UK. Á laugardaginn flýg ég svo TF-ATT sem er B767-300 frá annaðhvort Gatwick eða Manston til Charles De Gaulle þar sem hún fer að fljúga margumtalaðan Gabon samning. Hvort ég fæ svo frí eftir það, verð staðsettur á Gabon samningi í París eða fer aftur til Oran á eftir að koma í ljós, það er allavegana ekki búið að útiloka alveg þann möguleika að ég nái að kíkja heim einhverntíman í kringum jólin, hvort sem það er fyrir, yfir eða eftir jól.
Franskan er öll að koma til og ótrúlegustu hlutir sem maður man síðan í menntó.
PNC a vous poste svp,
PNC dix minute a l’atterissage mercy
Sava.... Sava bien, et toi?
Kv.
laugardagur, desember 11, 2004
Með dollarann í frjálsu falli hafa launin mín lækkað um 5% milli mánaða uppa síðkastið, gaman að því.
Nýjustu fréttir eru að Gabon samningurinn margumtalaði sé nú loks orðinn að veruleika og byrji á þriðjudag. Svipað hefur heyrst áður en ekkert gert þannig að maður heldur ekkert í sér andanum en ef úr verður þá á ég bágt með að sjá frí í kortunum á næstu vikum.
Var að koma úr flugi, gekk svona líka vel... sem er gott miðað við frammistöðu mína síðast, þannig að það er óhætt að segja að ég sé “back on track”.
kv
Nýjustu fréttir eru að Gabon samningurinn margumtalaði sé nú loks orðinn að veruleika og byrji á þriðjudag. Svipað hefur heyrst áður en ekkert gert þannig að maður heldur ekkert í sér andanum en ef úr verður þá á ég bágt með að sjá frí í kortunum á næstu vikum.
Var að koma úr flugi, gekk svona líka vel... sem er gott miðað við frammistöðu mína síðast, þannig að það er óhætt að segja að ég sé “back on track”.
kv
mánudagur, desember 06, 2004
Jæja, nýjasta nýtt
Ég þyki, hér á Oran base, sérlega líkur Harry Potter og hafa vissir aðilar tekið upp þá óþolandi iðju að reyna að ná kontakt við mig með því að ávarpa mig sem annaðhvort Harry eða Potter. Það gengur hinsvegar seint og illa
Ráð dagsins:
Ekki fara í klippingu hjá klippara sem skilur ekki ensku nema þú talir tungumál klipparans.
Ráð gærdagsins:
Ekki trúa neinu sem kemur hér fram varðandi tímasetningar í tengslum við vinnuna... fyrr en þið sjáið það gerast.
Planið er að ég komi heim um næstu helgi
Kveðja
Ráð dagsins:
Ekki fara í klippingu hjá klippara sem skilur ekki ensku nema þú talir tungumál klipparans.
Ráð gærdagsins:
Ekki trúa neinu sem kemur hér fram varðandi tímasetningar í tengslum við vinnuna... fyrr en þið sjáið það gerast.
Planið er að ég komi heim um næstu helgi
Kveðja
föstudagur, desember 03, 2004
Survivor ORAN
Hér er ég staddur í ORAN, dagur 36. Nú þegar er búið að reka 10 manns, átta úr CAPTAIN ættflokknumflokknum en aðeins tvo úr FIRSTOFFICER hópnum. Áskoranirnar verða erfiðari með hverjum deginum sem líður, stöðugt verið að reyna á sálartetrið, sjá hversu lengi maður tollir áður en maður brotnar niður. Áskoranir á borð við:
Hversu margar flugur geturu drepið áður en þú ferð að sofa í þágu þess að geta sofið óáreittur morguninn eftir;
Fara á diskótekið og dansa við alsírska teknó tónlist;
Sannfæra bílstjórann á crew rútunni í Jeddah að maður viti við hvaða flugvél hann eigi að hleypa manni út og að upplýsingarnar sem hann hefur séu rangar;
Og sú erfiðasta hingað til... þar til í dag:
Fjögurra daga samfellt í frí í Oran
Í dag komu skipuleggendur keppninnar verulega á óvart með mjög frumlegri og óvæntri áskorun og tel ég líklegt að með því að vinna hana þá hafi ég unnið mér inn ónæmi (IMMUNITY) fyrir næstu keppni og hljóti að auki vikufrí á kaldri eyju norður í íshafi.
Sat ég við borðhald á FIMM stjörnu veitingastaðnum sem ég hef nefnt áður hér. Með mér sátu gríska goðið Dimitri og kanadíski kapteinninn Patrice. Þeir skella sér á spagetti bolognese en ég fer beint í eftirréttinn, sem er á góðri leið með að koma mér yfir 200 kílóa múrinn, CHOCKOLATE MOUSSE að hætti sænska kokksins í prúðuleikurunum. Óaðvitandi gekk áskorun dagsins út á það hver væri fyrstur að finna pöddu í matnum sínum. Þarna sitjum við grunlausir, þeir borða bolones og ég nýt mússins, nammnammnammmmmmm...... ahhhhhhhhh,,,,, lífið er ljúft í ORAN, ég vil hvergi annarstaðar vera, góð múss......... þar til ég tek á að giska þriðju síðustu skeiðina úr skálinni. Sting henni upp í mig, nýt þess að láta súkkulaðibitana bráðna á tungunni og renna svo ljúflega niður. Þar til.... bíddu nú við, þetta er ekki súkkulaðibiti, smjatta aðeins á þessi, ohhhhhh þeir hafa misst plastdrasl í mússina mína... eða hvað, smjatta meira, nei þetta er ekki plast, þetta er pappi.... gaddavírs sóðar eru þessir kokkar hérna, smjatta meira.... svoldið þykkur pappír.... jæja tek þetta út úr mér og kvarta. Detti mér nú allar dauðar lýs, var þetta ekki bara nákomið frændsyskini lúsarinnar, einhvernskonar fluga, stærri en húsfluga, minni en fiskifluga en þó lengri (má vera að hún hafi virst löng því hún var vel kramin). Það var þar og þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði unnið áskorunina og ég kunni mér vart fyrir kæti. Ég hef ákveðið að láta hér við sitja í chockolade mousse áti og skella mér í megrun.
kv
Hversu margar flugur geturu drepið áður en þú ferð að sofa í þágu þess að geta sofið óáreittur morguninn eftir;
Fara á diskótekið og dansa við alsírska teknó tónlist;
Sannfæra bílstjórann á crew rútunni í Jeddah að maður viti við hvaða flugvél hann eigi að hleypa manni út og að upplýsingarnar sem hann hefur séu rangar;
Og sú erfiðasta hingað til... þar til í dag:
Fjögurra daga samfellt í frí í Oran
Í dag komu skipuleggendur keppninnar verulega á óvart með mjög frumlegri og óvæntri áskorun og tel ég líklegt að með því að vinna hana þá hafi ég unnið mér inn ónæmi (IMMUNITY) fyrir næstu keppni og hljóti að auki vikufrí á kaldri eyju norður í íshafi.
Sat ég við borðhald á FIMM stjörnu veitingastaðnum sem ég hef nefnt áður hér. Með mér sátu gríska goðið Dimitri og kanadíski kapteinninn Patrice. Þeir skella sér á spagetti bolognese en ég fer beint í eftirréttinn, sem er á góðri leið með að koma mér yfir 200 kílóa múrinn, CHOCKOLATE MOUSSE að hætti sænska kokksins í prúðuleikurunum. Óaðvitandi gekk áskorun dagsins út á það hver væri fyrstur að finna pöddu í matnum sínum. Þarna sitjum við grunlausir, þeir borða bolones og ég nýt mússins, nammnammnammmmmmm...... ahhhhhhhhh,,,,, lífið er ljúft í ORAN, ég vil hvergi annarstaðar vera, góð múss......... þar til ég tek á að giska þriðju síðustu skeiðina úr skálinni. Sting henni upp í mig, nýt þess að láta súkkulaðibitana bráðna á tungunni og renna svo ljúflega niður. Þar til.... bíddu nú við, þetta er ekki súkkulaðibiti, smjatta aðeins á þessi, ohhhhhh þeir hafa misst plastdrasl í mússina mína... eða hvað, smjatta meira, nei þetta er ekki plast, þetta er pappi.... gaddavírs sóðar eru þessir kokkar hérna, smjatta meira.... svoldið þykkur pappír.... jæja tek þetta út úr mér og kvarta. Detti mér nú allar dauðar lýs, var þetta ekki bara nákomið frændsyskini lúsarinnar, einhvernskonar fluga, stærri en húsfluga, minni en fiskifluga en þó lengri (má vera að hún hafi virst löng því hún var vel kramin). Það var þar og þá sem ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði unnið áskorunina og ég kunni mér vart fyrir kæti. Ég hef ákveðið að láta hér við sitja í chockolade mousse áti og skella mér í megrun.
kv
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)