sunnudagur, janúar 30, 2005

Dirty old Amsterdam

Myndir frá Amsterdam komnar inn á slepjuna
http://www.slepja.com/gallery/album68

föstudagur, janúar 28, 2005

Norður Afríka?????

Hvað gerir maður í norður Afríku þegar hann tekur til við að snjóa?
Þetta þurftum við að spurja okkur að í morgun þegar við mættum upp á völl. Í Oran hefur víst ekki snjóða í 54 ár en tvær nætur í röð hefur undantekningin sannað regluna. Byrjum á því að sjá hversu lengi það tekur snjóinn í 3°c hita að bráðna af vélinni. Þegar við komumst að því að það er ekki vænlegt til árangurs er kústurinn tekinn fram og á örskotstundu er vélin flughæf. Svo er alltaf hægt að kalla til slökkviliðið og fá þá til að skola af vélinni... létum Air Algerie þó alfarið um þær tilraunir.
Annars tíðindalítið. Lífið gengur sinn vana gang, flug í dag, þriggja til fjögurra daga frí, svo afutr flug.

http://www.slepja.com/gallery/album61?page=2

Kv.

mánudagur, janúar 24, 2005

80 cents worth

Á þessum tuttugasta og fimta degi ársins þegar það eru bara þrjúhundruðogfjörtíu dagar þar til við fögnum nýju ári og þrjúhundruðþrjátíuogsjö þar til við höldum gleðileg jól þar sem ég sit og horfi á einhverja ömurlega hrillingsmynd í anda Outbreak nema hér er það ekki sýkill heldur ormur með heilan helling af tönnum sem er að terrorisera en í báðum leikur Morgan Freeman generalinn sem bjargar heiminum langar mig til að koma að misáhugaverðri frásögn af deginum sem leið þó án þess að nota punkt eða kommu af hverju spyrjið þið bara vegna þess að mig langar til þess og þar hafið þið það ég fór í klippingu í dag og borgaði heil 80 evrucent fyrir og mætti segja að ég hafi fengið “my 80 cents worth” af klippingu því þegar ég kom inná hótel og leit betur í spegilinn sé ég að félaginn klippti hárið mis sítt/stutt án þess að það kanski blasi við en þó sést það þegar maður fer að virða kollinn fyrir sér því sumstaðar stendur stutt hárið hálfpartinn út en annarstaðar liggur aðeins síðar hárið frekar niður en það er ekkert við því að gera því ekki treysti ég félaganum til að laga þetta ef honum tekst ekki að gera þetta þokkalega í fyrsta skiptið en þetta kann að vera ástæðan fyrir því að aðstoðarpiltur klipparans var í hláturskasti allan tíman sem hann vann að því að klippa brúskinn púnktur

sunnudagur, janúar 23, 2005

Daddaraaaaaaaaa
Strákurinn loksins orðinn alvöru flugmaður. Línuþjálfunin loks að baki, kláraði hana í gær með glæsibrag. Og hvað þýðir það? Jú nú má ég gera tóma vitleysu og segja flugstjóranum að skipta sér ekki af því sem honum kemur ekki við! Eina vandamálið er að hér í Oran eru bara þjálfunarflugstjórar þannig að maður þarf að vera fyrirmyndaflugmaður áfram.
Í öðrum fréttum er það að í byrun febrúar er stefnan tekin á Stóra Bretland þar sem tími er kominn á flughermi. Í leiðinni verður tekin mismunaþjálfun á B757 þannig að maður verður aðal kallinn, ekki amalegt það.
Nú er hitinn farinn að skrúfast aðeins upp aftur hérna í Alsír þanig að það styttist í að maður kíki í laugina. Annars veit enginn hversu lengi við verðum hérna. Samningurinn rennur út í lok febrúra en það er möguleiki á framlengingu, hvenar við fáum að vita..... veit enginn.

Bið að heilsa í bili

Kv.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Amsterdam

Staddur i Amsterdam. Flugum med vel i vidhald hingad a sunnudag og fengum agaetis fri herna thar til i dag.
Rauda hverfid var kannad ytarlega, settumst inn a "Coffee shop" og svo framvegis.

kv.

laugardagur, janúar 15, 2005

Ekki mikið að frétta,
Flaug fyrsta flugið í dag eftir að ég kom út, ekkert um það að segja

Gaman frá því samt að segja að bærinn sem nýja fína hótelið er í heitir Ain El Turck.

Kv.

föstudagur, janúar 14, 2005

Fæ ég ekki fréttir af því að Jói frændi, bróðir Röggu.... sem er á.... nei við skulum ekkert vera að fara út í þá sálma, er byrjaður að blogga frá Danmörku þar sem hann er þessa stundina að mála bæinn rauðan. Stóra spurningin er þessi: Hver er búinn að hössla mest í DK?????? Skora á alla að fara inn á síðuna og kjósa Jóa, stöndum með okkar manni. Ég hef líka trú á hinu gullna vestfjarðageni og virkni þess erlendis, þrátt fyrir að það sé ekkert að há mér. Auk þess sem höfuðið á Jóa er í dönsku fánalitunum og ef það er ekki nóg til að heilla danskar snótir þá veit ég ekki hvað skal til ráðs taka. Staðan þessa stundina er sú að Jói heldur eins atkvæðis forskoti yfir einhverjum Val 42% gegn 38%. Ragnar rekur svo lestina og grunar mig að það sé vegna þess að dönsku stelpurnar eiga einfaldlega í erfiðleikum með að bera nafnið fram.

stattu þig jói!

kv.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Hvernig er það, var ég búinn að sýna ukkur mynd af sundlauginni? Hvað með ströndina?

kv.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Aftur í Oran og ekkert svo ósáttur við það bara!

Nú er pjakkurinn mættur aftur til Oran og viti menn, það er búið að skipta um hótel. Fimm flugna hótelið Phoenix við flugvöllinn var kvatt og fimm stjörnu Eden Palace tók við sem áhafnaheimili. Og hvað er betra við Eden Palace?? Látum okkur sjá:
1 – Snyrtileg herbergi
2 - Hrein sundlaug sem er opin
3 – Góður matur
4 – Góð þjónusta
5 – Vinalegt starfsfólk
6 – Alveg við ströndina
7 – Ferðafrelsi, maður getur farið í göngutúra um nánasta nágrenni í björtu
8 – Búðir / Markaðir í grendinni
9 – Sturtuhaus sem hægt er að standa undir án þess að beigja sig
10 – Svalir út frá herberginu
11 – Lyfta sem virkar


og þetta er rétt byrjunin, ég er nýkominn þannig að það er fleira sem á eftir að koma í ljós reikna ég með. Á morgun er ég ekki að fljúga þannig að ég á eftir að nota daginn til að líta í kringum mig.
Í þetta skiptið tók ég með mér gítarinn þannig að útilegufara næsta sumars skulu fara að vara sig, aldrei að vita nema maður verði orðinn það mellufær að hægt sé að spila eins og tvö til þrjú lög. Bendi ykkur hinsvegar á að skerpa söngraddirnar því ef ég á að halda uppi söng þá er fólk fljótt að fara í háttinn.

Símanúmer í Oran er +213 4144 3441 herbergi 1130

Að lokum má benda á það að ég hef opnað með pompi og prakt myndasíðu með aðstoð diggra stuðningsmanna en það má bæði nálgast með því að smella HÉR eða á linkinn sem er einhverstaðar hægramegin. Af gefnu tiefni ætla ég að benda á að það er meira en ein mynd á síðunni, það þarf að smella á flugvélamyndina, TVISVAR til að komast inn í eina albúmið sem er þarna í augnablikinu, seinna verða fleiri og þá verður þetta einfaldara fyrir þá sem ekki skilja.

kv.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Kapteinninn

Nú hafa eyjarnar enn eitt skiptið verið heimsóttar, mjög gott mál.
Mjög sáttur við margt sem er að gerast þar og þá sérstaklega við það hversu vel Bjarni Rafn Garðarsson hefur aðlagast yfirflugstjóra hlutverkinu.
Dæmi:
Það kemur upp sjúkraflug. Cpt. Bjarni hrekkur beint í gírinn, tekur stjórn á vetvangi og sér til þess að hlutir séu gerðir, geltir skipunum á fólk í kringum sig sem með óttablandinni virðingu þorir ekkert annað en að hlýða. Það eru nú samt 40 mínútur í að sjúkrabíllinn komi þannig að kapteinninn hefur tíma til að sinna sínum málum. Ég stend og spjalla við Hannes eldri sem er að leiða mig í allan sannleikann um lífið. Bjarni kemur fyrir horn og geltir á mig "BIRKIR, KOMDU MEÐ MÉR!!!", ég skil ekki alveg hvaðan á mig stendur veðrið en áður en ég næ að bregðast við öskrar hann “NÚÚÚÚÚÚNNNNAAAAAAAAAAAAAAAAA!”, snýr sér við og strunsar í átt að dyrunum. Ég trítla á eftir honum, óviss um hvað taki við eða hvað ég hafi gert en eitt er víst, ég andmæli ekki yfirflugstjóranum. Þegar út er komið er ljóst hvað hann ætlar sér. Örfáum mínútum áður hafði TF-EGD einkaflugvél flugstjórans lent í Vestmannaeyjum og á meðan aðstoðarflugmaðurinn Friðrik undirbjó flugið á sjúkravélinni þurfti flugstjórinn að skella sér í örstuttan rúnt til að koma sér í rétta gírinn. Við tökum þrjár snertilendingar á mettíma og þar af fæ ég auðmjúklega að taka eina. Það skal tekið fram að mjög hæfur dómari með menntun á háskólastigi dæmdi lendingarnar okkar skal það tekið fram að mín lending hlaut tíu prósentustigum hærri einkunn en lending flugstjórans. Lendum við og ökum uppá plan. Stígum um borð í rauðan sportbíl (Hjondæ smáhest) flugstjórans og ökum út að sjúkrafleyinu. Flugstjórinn er mættur á staðinn, það fer ekkert á milli mála. Valli og Hannes standa út í horni, tala lágt saman, Frikki aðstoðarflugmaður er með vélina tilbúna og ég kem trítlandi á eftir kapteininum. Þrátt fyrir að vera ekki í vinnu þarna sé ég fljótlega að ég er dottinn í þjónustu við kapteininn gírinn. Ég átta mig á því þegar ég geng inn í skýlið að ég held á veðrinu og flugplaninu fyrir flugstjórann. Fljótlega eftir að inn í skýlið er komið heyri ég öskrað “BIIIIRRRRKIR, HVAR ER HEADSETTIÐ MITT??? BOOOOOOOOOOOOOOOOSINN MINN!!!!!” Ég fer undan í flæmingi en mynnist þess að hafa séð headsett töskuna í sportbílnum. Tekst að hiksta upp hvar tækið er “Þa, þþþþa, það er í b, b,b,b,b,bbbbbbílnum þínum, hhheld ég”. Kapteinninn svara um hæl “HVERJU ERTU AÐ BÍÐA EFTIR??? NÁÁÁÁÁÐU Í ÞAÐ NÚÚÚÚÚNAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!”. Ég hleyp eins og fætur toga út í bíl og sæki Bose headsettið, læðist með það inn í skýli og rétti kapteininum, “Láttu þetta ekki koma fyrir aftur.... VINUR” segir hann, og gengur á brott.

Eftir viðburðalítið flug til Reykjavíkur og baka var farið á þrettándabrennu og svo að sjálfsögðu á Maríuna. Þar var snædd Cafe María samloka með auka Bernessósu........ þvílíkt og annað eins.

Nú fer ég út í fyrramálið,

Meira um annað seinna.

Kv.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Gleðilegt ár takk fyrir það gamla o.s.frv.

Enþá er ég á klakanum og sýni ekki á mér neitt fararsnið. Í dag fékk ég símtal frá henni Andreu Graham sem tjáði mér að útferð væri plönuð á mig þann tíunda þessa mánaðar. Förinni er heitið til sweet sweet Oran. Dvölin þar verður ekki svo löng án þess að ég fái að stíga fæti á siðmenntaða jörð því í byrjun febrúar er komið að mínum fyrsta hálfsárs flughermistíma. Það verður í meira lagi spennandi að sjá hvernig maður kemur út úr því, lífs eða liðinn.

Hef ég notað tímann vel síðan ég kom, ferðast um landið í móðursýkiskasti þar sem ég hélt að dvölin yrði stutt og etið mikið af góðum mat. Nú skulu eyjamenn... og meyjar (múhúhahahhahaha puuurrrrrrrr!) fara að vara sig því opinber heimsókn er í farvatninu. Nákvæm dagsetning verður ekki gefin upp af öryggisástæðum og ótta við hriðjuverk en sjá, þér munuð vita er stíg ég á eyland yðar í allri dýrð minni og munu himnar.... jæja, fer ekkert lengra með þetta.

nóg í bili,
kveðja