sunnudagur, janúar 23, 2005

Daddaraaaaaaaaa
Strákurinn loksins orðinn alvöru flugmaður. Línuþjálfunin loks að baki, kláraði hana í gær með glæsibrag. Og hvað þýðir það? Jú nú má ég gera tóma vitleysu og segja flugstjóranum að skipta sér ekki af því sem honum kemur ekki við! Eina vandamálið er að hér í Oran eru bara þjálfunarflugstjórar þannig að maður þarf að vera fyrirmyndaflugmaður áfram.
Í öðrum fréttum er það að í byrun febrúar er stefnan tekin á Stóra Bretland þar sem tími er kominn á flughermi. Í leiðinni verður tekin mismunaþjálfun á B757 þannig að maður verður aðal kallinn, ekki amalegt það.
Nú er hitinn farinn að skrúfast aðeins upp aftur hérna í Alsír þanig að það styttist í að maður kíki í laugina. Annars veit enginn hversu lengi við verðum hérna. Samningurinn rennur út í lok febrúra en það er möguleiki á framlengingu, hvenar við fáum að vita..... veit enginn.

Bið að heilsa í bili

Kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bibbinn minn á þetta ekki að vera í byrjun feb ha? :) bara smá afskiptasemi :Þ En til hamingju með þetta allt og gangi þér vel stubbur .....
Knús HD

Nafnlaus sagði...

FRÁBÆRT AÐ HEYRA......keep it up boy ;)
Ragga

Nafnlaus sagði...

Velkominn i heimi okkar toffaranna drengur.
TIL HAMINGJU.
jumboy