þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Móna

Þetta skrifaði ég í fyrradag en komst ekki í að setja það online
Nú er ég búinn að vera í París í fjóra eða fimm daga, týndi tölunni einhverstaðar á miðri leið. Það er skemst frá því að segja að á þessum tíma ætlaði ég mér að fara á skíði með foreldrum mínum einhverstaðar í Austurrísku ölpunum en eins og dagpeningarnir mínir gefa klárlega til kynna þá er ég með öllu ómissandi og komst því ekki frá. Í staðin tók ég uppá því að láta vélina bila í París (þetta var nú einusinni minn leggur) þannig að ég fengi frí þar í staðin... á launum að sjálfsögðu. Ég lét verða af því að skella mér á Lúvr til að berja hana Mónu loks augum. Þvílíkan og annan eins antiklímax hef ég sjaldan upplifað. Ég var búinn undir allan þann storm tilfinninga sem ég bjóst við að upplifa við þessa to-be stórfenglegu sjón. Gleði, undrun, kláði, sæla, algleymi..... þetta er rétt upphafið að því sem ég bjóst við að upplifa við það að sjá verkið sem reyndist svo bara vera lítið merkilegra en restin af því sem finnst þarna. Í staðin fyrir að vera bergnuminn af fegurð Mónu, sem er nota bene sjálfsmynd karlmanns, fór ég að velta fyrir mér sögusviði DaVinci lykilsins sem gerist einmitt að hluta til þarna. Merkileg fundust mér hinsvegar verkin innan um allar trúarlegu jesúmyndirnar sem voru ýmist með afhöggnum hausum eða fólki standandi í hóp með sveðju hoggna niðrí miðja hauskúpu. Ef einhver getur útskýrt þetta fyrir mér þá er það vel þegið.

Dagurinn í dag:
Vann það stórvirki að fljúga frá Oran til Alsírsborgar á um fjörtíu mínútum sem þykir nokkuð eðlilegt. Í Alsírsborg var hellingur af rauða dótinu á sjónvarpsskjánum hjá mér, s.s. leiðindar veður. Mikill hristingur sem endaði með því að elding varð á vegi okkar og skilst mér að almenn skelfing og óp hafi ráðið ríkjum afturí. Það er gott að farþegarnir sáu ekki til mín því mér brá svo hrikalega að ég meig á mig... þannig séð. Það var nú fljótt að þorna þannig að það er ekkert meira um það að segja. Eftir að hafa eytt svo níu tímum í Algeirsborg í að gera ekki neitt var stefnan svo tekin aftur á Oran þar sem ég er staddur á hótelinu núna í Ain El Turk...... eru ekki allir búnir að ná því að hótelið er í Ain El Turk? Hint: Hvernig les maður Ain El Turk á ensku?

Kv.

Engin ummæli: