miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ef það er eitthvað sem ég hef lært af henni móður minni þá virðist það vera að elda allt of stóra skammta af mat. Tók mig til í fyrradag og eldaði hakk og spagettí(tagliatelli). Af einhverri ástæðu sem er fjarri mínum skilning verslaði ég 500 g af hakki. Með fimmhundruð grömmum af hakki fara um hundraðogfimtíu grömm af sveppum og að sjálfsögðu fjögurhundruðtuttuguogfimm grömm af sósu. Þarna erum við komin með máltíð uppá rúmt kíló nema hvað að allt pastað er eftir. Ég lagði það ekki á mig að vikta pastað, enda hef ég ekki vog hér í þessari annars ágætu íbúð, en það hefur sjálfsagt verið soðið um sjöhundruð og fimtíu grömm. Þarna var ég því kominn með máltíð uppá tæp tvö kíló, fyrir mig einan og óstuddan. Ekki er hægt að ætlast til þess að maður í stífri megrun eins og ég sjálfur takist að granda tveggja kílóa trölli í einni atrennu þannig að það voru afgangar í gær.

Keypti mér nýtt Flight Kit í fyrradag. Ég kingdi stoltinu og fékk mér tösku á hjólum en ég er þá undantekningin sem sannar regluna því einungis stelpur og hommar nota flightkit á hjólum.

Nokkrar nýjar myndir komnar inn

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já Birkir minn, mamma kennir margt líka að þetta er svo vinnusparandi. Þú þarft ekki að elda næstu vikuna eða hvað? M