miðvikudagur, júlí 20, 2005

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá var ég alsgáður og akandi þegar ég ritaði síðast póst.

Miklar og stórar pælingar í gangi, eins og alltaf svosum. Ég held áfram að hafa fasteignamarkaðinn í gjörgæslu. Styttist í að mótorhjólanámið komist á alvarlegt stig og þar með er farið að kitla mann að hafa aðgang að hjóli í UK. Stærsta vandamálið er að tryggja gripinn því maður er ekki með lögheimili úti en það má vera að laus hafi fundist á því þannig að það er aldrei að vita.....

Eyjarnar heimsóttar í dag. Islanderinn byrjaður að fljúga við taumlaus fagnaðarlæti Eyjamanna. Á bakkanum er allt að koma saman, skilst að vígsla á nýrri flugstöð sé á þriðjudag. Einar bakkabróðir er kominn með fjögur fjórhjól sem verða leigð út á sanngjörnu verði undir nafninu Fjörhjól. Ég tók út hjólin í dag og skemst frá því að segja að þau stóðust möbelfakta prófanir af stökustu príði.

Myndir á leiðinni inn á myndasafn.

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við vorum að spá hvort þeir væru farnir að framleiða eitthvað nýtt óvenju sterkt efni þarna heima eða hvort þú hefðir komist í eitthvað gott læknadóp í kringum foreldra þína og flippað svo í tölvunni!! Gott það er allavega "runnið af þér" :)
CRUSTY