sunnudagur, ágúst 28, 2005

Sit hérna á MAN flugvelli að bíða eftir SAS flugi til Köben. Ætlunin var að ná að hlaupa milli véla þar á innan við 50 mínútum. Slæmu fréttirnar eru þær að það er búið að seinka fluginu um 15 mínútur sem gefur mér 35 mín til að hendast á milli. Góðu fréttirnar eru að ég er með allt í handfarangri héðan þannig að það er ekki eftir neinu að bíða þegar hurðin er upnuð á vélinni í Köben.

Var búinn að skrifa skelfilega langan blogg um daginn sem fjallaði um raunir mínar í gleraugnakaupum. Bloggurinn tók á þeirri geðshræringu sem ég varð fyrir þegar ég komst að því að mistök urðu í vali á glerjum og hvernig ég brotnaði saman og grét með ekkasogum þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti sjálfsagt að bíða annan mánuð. Enn þann dag í dag skelf ég og tárast þegar ég hugsa til þess.

kv

Engin ummæli: