föstudagur, nóvember 25, 2005

Á öðrum í innflutningi hélt ég örlítið kaffisamsæti fyrir örfáa útvalda en stefnan var að fara svo annað og hitta fleira fólk, að mig mynnir. Þetta fór hinsvegar allt á versta veg og fylgir hér grafísk frásögn af atburðarrásinni.

















Hjalti lék á alls oddi og lét fara vel um sig í sófanum sínum sem hann var svo örlátur að lána húsráðanda



















Bjarni var dasaður og þar af leiðandi pirraður og nennti ekki að hlusta á ruglið í Halta



















Atli, eins og alltaf, er léttur á því og hefur gaman að vitleysunni í strákunum




















Hjalti tekur upp á því, án þess að spurja kóng né prest, að taka Snoop Dog með lagið Pimps In The Crib af fóninum og skipta yfir í Bítlavinafélagið og slagarann þeirra Danska Lagið














Bjarni er ekkert sérlega sáttur við lagaval Hjalta og lætur hann heyra það!! Atli er svona nokkuð sama hvað er spilað svo lengi sem hann getur sungið með.
















Ég sé í hvað stefnir og lýst ekkert á blikuna, "strákar rólegir núna!!"















Bjarni er aldeilis ekki tilbúinn til að gefa sig. Atli hinsvegar elskar friðinn og reynir að halda aftur af félaga sínum.














Bjarni lætur ekkert stöðva sig og löðrungar Hjalta með opnum lófanum á vinstri kinn















Stuðpúðinn Atli er rangur maður á röngum stað á röngum tíma og tekur við einum bláköldum frá Hjalta, sem ætlaður var Bjarna, eins og blautri tusku á hægri kinn



















Atli lætur ekki koma svona fram við sig og launar Hjalta lambið gráa með hægri krók í vinstri kjálka, sannkölluð BOBA!!!















Allt fór þetta vel á endanum þó menn hafi skiljanlega verið varir um sig fram eftir kvöldi.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Er þá kominn tími til að ég segi söguna af því þegar ég fór til Rómar og Kúbu.

Róm var heimsótt á tímabilinu 10.-14. nóvember. Mikið grín, mikið gaman og gott veður sem er síður en svo hægt að treysta á þar á þessum árstíma. Fjórir dagar eru ekki nándar nærri nógur tími til að skoða borgina því þvílíkt magn af mynjum og merkilegum hlutum að sjá er ,held ég, erfit að finna á eins litlum bletti annarstaðar. Tíminn var þó nýttur vel og mætti segja að ég hafi náð góðri yfirsýn yfir staðinn. Endaði ferðina með því að henda smápening úr vinstri hendi framfyrir mig í Trevi gosbrunninn sem á víst að tryggja það að maður eigi afturkvæmt. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir að aurinn var floginn að mér var sagt að maður ætti að kasta honum afturfyrir sig úr hægri hendi yfir vinstri öxl. Hvort mín kasttækni leiði til árangurs á tíminn eftir að leiða í ljós.

Frá Róma var lennt í Keflavík seint að kvöldi 14. nóvember. 15. var nýttur í að þvo af sér drulluskítug fötin frá Róm og pakka fyrir Kúbuferð sem hófst eldsnemma að morgni 16. með pickupi klukkan 06:00 í Avion höllinni að Hlíðarsmára 3 í Kópavogi. Af einskærri góðmennsku og botnausu örlæti tók ég kommerat Bjarna með í ferðina. Mun hann verða mér eilíft þakklátur og sé ég fram á endalaust vín, víf og villtar meyjar á hans kostnað um ókomna framtíð, halelúja.
Á níunda tímanum tókst okkur svo að skríða í loftið og hanga þar í rúma sjö tíma þar til strendur USA voru að baki og hið frálsa alþýðulýðveldi Kúbu tók við okkur opnum örmum.
Hótelið sem dvalið var á er hið fínasta. Það er svokallað All Inclusive sem felur í sér að við check-in fær maður armband sem veitir manni frían aðganga að öllum veitingastöðum og börum á hótelinu. Strikið var tekið upp á herbergi, beint í sundbuxur og svo út að laug. Mojito kúrinn var tekinn með trompi en samkvæmt honum þá mun Mojito á dag koma skapinu í lag. Um tólf tímum eftir pickup í norðan stinningskalda og frosti í hlíðum Kópavogs var ég sestur við laugina í 27°c hita og sól með drykk í annari.
Til að gera langa sögu stutta þá var veðrið fínt, kíkt var til Havana í tvo daga og restin er eins og þeir segja history. Ferðin endaði svo með undurfagurri hliðarvindslendingu í norðan strekkings vindi og skítakulda á braut 02 í Keflavík eldsnemma í morgun.

Myndir af herlegheitunum eru komnar fyrir áhugasama á MYNDASAFNIÐ.

Þar að auki eru nokkrar myndir af kaffisamsæti sem haldið var á öðrum í innflutningi hér um árið.

kv.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Nýjar myndir á SLEPJUNNI frá Róm
Myndir af íbúðinni koma svo fljótlega

Róm í gær, Reykjavík í dag, Varadero á morgun, hvað getur maður beðið um meira?


kv

mánudagur, nóvember 07, 2005

Fluttur

Nú er strákurinn fluttur, loksins kominn í sitt eigið. Ekki kominn með internetáskrift en tekst að stela tengingu frá nágranna þar til tenging kemst á.

Margir aðstoðuðu við flutninginn en fáir ef nokkur eins mikið og HJALTI GRÉTARSSON. Á hann miklar og innilegar þakkir skildar. Undir lokin toppaði hann svo aðstoðina með því að lána mér forkunnarfargran sófa sem sómir sér vel í stofunni, um hríð. Amma mætti með nýbakaðar pönnsur og mamma raðaði upp í skápa. Allt endaði þetta vel og nú sit ég í stofunni MINNI við sófaborðið MITT og nýt lífsins.
IKEA skatturinn er farinn að láta á sér kræla en eins og sagt er þá er tvennt í lífinu sem maður getur treyst á IKEA skattinn og dauðann.

Um helgina var svo farið í meningarferð niðrí bæ og notið þess að þurfa ekki að taka taxa til að komast heim.

Opið hús fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn. Kaffi og kanna eru til á heimilinu.

kv.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

22 tímar og 45 mínútur

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Þrír dagar

Já hver rækallinn, það styttist óðfluga í afhendingu.

Samningar hafa náðst við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta. Mínir menn sátu á stífum samningafundum fram á nætur með hennar mönnum. Mínir menn settu hennar menn í skrúfstykkið, náðu fram settum markmiðum og undirskrift náðist undir morgunn þannig að óhætt er að opinbera að Vigga Finn verður verndari íbúðarinnar og eldabuska.
Dorrit Mússajeff óskaði eftir að fá að halda tölu við afhendingu lykla, mínir menn eru að skoða það og svar mun lyggja fyrir á næstu dögum.
Gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum streima í gámaförmum til landsins og bíða þess að ég taki við þeim. Svo ég vitni í heillaóskaskeiti frá nokkrum þjóðhöfðingjum:

Jacques Chirac Frakklandsforseti segir
"Vous partant Paris était une grande perte à notre nation qui fera en retard ou n'est jamais réparé. Nous faisons cependant trouvons la joie infinie dans le fait que vous a achetée un appartment et espère que vous appréciera beaucoup de Crêpe savoureux avec Nuitella et les bananes là-bas dans l'avenir prochain. "

José Luis Corcuera konungur Spánar sendi mér eftirfarandi línu
"Usted es el niño España nunca tuvo. Puédale prospera y vive felizmente en su castillo nuevo. "

Lalli og Helga Dröfn fundu sér tíma í opinberri heimsókn sinni til Noregs og skrifuðu mér nokkrar línur á norsku enda multilingo par með meiru.
"Vi finner tid besøke De, men mange barn vi gir fødsel til her i Engilstuna i Sverige. Om ikke med fly vi kjører vår Saab automobil fort nok hoppe over som en stein over havet til Island! "

Að lokum nokkur orð frá Helmut Kohl fráfarandi Kanslara
"Die deutsche Nation gratuliert Ihnen auf Ihrem aquisition des appartment auf Njálsgata 81. Es ist unsere Hoffnung und Glaube, dass Sie einen wohlhabenden Haushalt entwickeln werden, der auf der stabilen Grundlage die Elektronik von deutscher Präzision gebaut wird. "

Ég er djúpt snortinn af þessum hlýhug og hlakka til að bjóða þessum tignu gestum í nýja baðkarið mitt.

Bendi á freetranslation.com fyrir linguistically challenged fólk.