fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Er þá kominn tími til að ég segi söguna af því þegar ég fór til Rómar og Kúbu.

Róm var heimsótt á tímabilinu 10.-14. nóvember. Mikið grín, mikið gaman og gott veður sem er síður en svo hægt að treysta á þar á þessum árstíma. Fjórir dagar eru ekki nándar nærri nógur tími til að skoða borgina því þvílíkt magn af mynjum og merkilegum hlutum að sjá er ,held ég, erfit að finna á eins litlum bletti annarstaðar. Tíminn var þó nýttur vel og mætti segja að ég hafi náð góðri yfirsýn yfir staðinn. Endaði ferðina með því að henda smápening úr vinstri hendi framfyrir mig í Trevi gosbrunninn sem á víst að tryggja það að maður eigi afturkvæmt. Það var hinsvegar ekki fyrr en eftir að aurinn var floginn að mér var sagt að maður ætti að kasta honum afturfyrir sig úr hægri hendi yfir vinstri öxl. Hvort mín kasttækni leiði til árangurs á tíminn eftir að leiða í ljós.

Frá Róma var lennt í Keflavík seint að kvöldi 14. nóvember. 15. var nýttur í að þvo af sér drulluskítug fötin frá Róm og pakka fyrir Kúbuferð sem hófst eldsnemma að morgni 16. með pickupi klukkan 06:00 í Avion höllinni að Hlíðarsmára 3 í Kópavogi. Af einskærri góðmennsku og botnausu örlæti tók ég kommerat Bjarna með í ferðina. Mun hann verða mér eilíft þakklátur og sé ég fram á endalaust vín, víf og villtar meyjar á hans kostnað um ókomna framtíð, halelúja.
Á níunda tímanum tókst okkur svo að skríða í loftið og hanga þar í rúma sjö tíma þar til strendur USA voru að baki og hið frálsa alþýðulýðveldi Kúbu tók við okkur opnum örmum.
Hótelið sem dvalið var á er hið fínasta. Það er svokallað All Inclusive sem felur í sér að við check-in fær maður armband sem veitir manni frían aðganga að öllum veitingastöðum og börum á hótelinu. Strikið var tekið upp á herbergi, beint í sundbuxur og svo út að laug. Mojito kúrinn var tekinn með trompi en samkvæmt honum þá mun Mojito á dag koma skapinu í lag. Um tólf tímum eftir pickup í norðan stinningskalda og frosti í hlíðum Kópavogs var ég sestur við laugina í 27°c hita og sól með drykk í annari.
Til að gera langa sögu stutta þá var veðrið fínt, kíkt var til Havana í tvo daga og restin er eins og þeir segja history. Ferðin endaði svo með undurfagurri hliðarvindslendingu í norðan strekkings vindi og skítakulda á braut 02 í Keflavík eldsnemma í morgun.

Myndir af herlegheitunum eru komnar fyrir áhugasama á MYNDASAFNIÐ.

Þar að auki eru nokkrar myndir af kaffisamsæti sem haldið var á öðrum í innflutningi hér um árið.

kv.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að skoða myndirnar frá Kúbu....þetta er nú meira lúxus lífið sem þú lifir!

Ragga :)