Nú er strákurinn kominn til Jakarta þar sem allt er í lukkunar velstandi.
Eitthvað voru bambusarnir að stökkva í veg fyrir mig á golfvellinum í dag þegar ég ætlaði að chippa kúlunni inn á greenið því nían endaði í tveim hlutum eftir viðureign mína við kúluna. Það var ekkert annað að gera en að hætta eftir níundu holu til að halda geðheilsu og heilu golfsetti.
Tók indverskt nudd í dag sem er barasta eintóm snilld. Það jafnast að sjálfsögðu ekkert á við alvöru nudd hjá nuddmeistaranum Helgu Dröfn en þessi komst nærri. Planið að fara aftur á morgun... þetta er svo skelfilega ódýrt að maður getur ekki neitað sér að fá þetta.
Ekki á morgun heldur hinn er stefnan tekin á Balí í tæpa tíu daga. Þar verður gist á Hard Rock hótelinu þar sem við fengum einhvern ótrúlegan díl. Segi betur frá því eftir um hálfan mánuð.
kveðja í rigninguna heima
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég þakka hrósið - fer eiginlega bara hjá mér við lesturinn. Átti nú ekki von á að indverskur nuddari væri slappari en ég!!! (nema þetta hafi bara verið vinahót og upplyfting fyrir stelpuna í Svíþjóð sem er að "missa" strákinn sinn)
En endilega farðu aftur í nudd og helst einu sinni enn. Ég væri amk til í það - oboy! Nudd í hverri höfn ohh jeahh.
Annars sendi ég bara frostkveðjur frá Hrím-skilstuna
Nuddmeistarinn
hæhæh vildi bara láta vita að ég er kominn með nýtt blogg endilega kíktu www.123.is/hkristinn
Kv Hannes Kr.
Skrifa ummæli