föstudagur, janúar 20, 2006

Skapgerðarbrestir

Nú hef ég ætíð talið mig vera frekar yfirvegaðann einstakling. Að sama skapi hef ég ætíð litið á golf sem einksonar “gentlemans” sport. Ég sé Steina félaga og hugsa... hann er undantekningin sem sannar regluna ;) Svo byrja ég að stunda golf. Hvað gerist? Það kallar fram allt mitt versta skap! Á mínum stutta golfferli hefur kylfa brotnað, við fleira en eitt tækifæri hef ég séð ástæðu til þess að leggja kylfu frá mér á þann hátt að hún endi sem lengst frá þeim stað þar sem ég stend hverju sinni, ég hef notast ljótara orðbragð en eðlilegt hefur talist hjá kirkjuræknum íslendingum hér fyrr á öldum og svo framvegis! Ætti ég að hætta að stunda sportið eða bara ná mér í örlitla leiðsögn?

Golfferð dagsins var farin á Sheraton völlinn hér í Jakarta sem er einn sá besti sem við höfum fundið á svæðinu. Allt gekk þetta svona líka vel þar til í kringum tólftu holu þegar allt fór að ganga á afturfótunum. Það lét ég yfir mig ganga þar til á átjándu þegar ég “ákvað” að hætta, það var ágætt að enginn sá til.

Annar var Emerates kapteinninn sem spilaði með okkur alveg svona líka fjallhress og ánægður að fá þrjá snarbilaða íslendinga til að spila með í staðin fyrir þurrkuntu asíu snobbara, svona nokkurnvegin haft eftir honum... ákil mér einhvern rétt til að muna þetta eins og mér hentar.

Af gríðar flóknum tæknilegum ástæðum er þetta er skrifað 19/01 en ekki hent á netið fyrr en 20/01. Segið svo að maður hafi ekki lært neinar góðar afsakanir úr bransanum!

kv

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Næst þá mannstu bara að byrja að telja.... 1, 2, 3, 4, 5, 6... 735, 736, 737, 738...

Nafnlaus sagði...

CRUSTY