Jæja, nú er það komið á "hreint" að ég er að koma heim 17. febrúar eða þar um bil. Ferðalagið er einhvernveginn á þann veg að eldsnemma að morgni 16. febrúar að staðartíma í Jakarta mun bumba hefja sig til lofts frá Jakarta áleiðis til Dubai. EInhverntíman uppúr hádegi lendum við í Dubai, tökum nokkur tonn af eldnsneyti og höldum svo áfram til UK þar sem áætlað er að lenda einhverntíman milli 17 og 18 að staðartíma í Fairford. Hvað er í Fairford veit ég ekki, ég er ekki einusinni viss um að staðurinn heiti Fairford, veit bara að hann er vestur af london, sirka eins og hálfs til tveggja tíma akstur. Tveir newmannar hjá kompaníinu munu gera sitt besta til að vélin komist heil á leiðarenda en það eru þeir Mási og Frikki. Hef ég hugsað mér að framkvæma línutékk á þeimm á þessari leið og mun ég miskunarlaust refsa þeim fyrir hvert það skipti sem farið er út fyrir 757/767 SOP. Hvað um það, svo ég vitni nú í Baggalút þá kemur eftirfarandi texti upp í hugann:
Settu brennivín í mjólkurglasið vina því að ég er kominn heim.
Já skvettu brennivíni í mjólkurglasið vina því að ég er kominn heim.
Nú er ég kátur og kominn af heiðinni með kindurnar, hef fengið nóg af þeim.
Ég er búinn að vera svo lengi á leiðinni, loksins kominn heiiiiiiiiiiiiiiiiííííííííím, ég er kominn heim.
Settu sláturkepp í pottinn kæra vina því að ég er kominn heim.
Farðu og hengdu svo upp þvottinn vina því að ég er kominn heim.
Nú er ég kalinn og kominn af heiðinni með kindurnar hef fengið nóg af þeim............
Settu Clyderman á fóninn kæra vina því að ég er kominn heim.
...............
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Helv... vesen ad tu stoppir ekkert i DXB, er tarna til 21 feb med Champanum.
hafdu tad fint og lattu ekki Gilzenegran na tokum a ter.
Kv.
Hjalti "60 minutes" Gretarsson
Já þetta er helv hress texti.
Snjókveðjur frá Sverige, HD
Skrifa ummæli