föstudagur, febrúar 10, 2006

Nú er ég alveg hlessa. Harðlínubræðurnir Steini og Hjalti virðast vera fara á límingunum yfir dægurmálunum heima, hlakka ég til að koma heim og sjá um hvað argaþrasið snýst.
Nú svo ég taki nú þátt í þessu samt þá skil ég nú ekki bofs í hvað hinn vestræni heimur er að hugsa þessa dagana og þá sértstaklega fréttamiðlar. Það voru mistök að birta þessar skopmyndir einusinni en til hvers í ósköpunum að birta þær aftur og aftur og aftur og aftur og aftur, hvað með smá virðingu?
Hvað um það, þetta var mitt pólitíska sjónarhorn þetta árhundruðið, búast má við næsta skoti einhverntíman uppúr því herrans ári 2100.

Nýjasta nýtt í heimkomusögum er að nú er planið að stíga fæti að frosna fold þann 15. febrúar.

Síðast en ekki síst, nýjar myndir á SLEPJUNNI

kv

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er sko tvennt í gangi í íslandi sem maður heyrir mest um. Það eru þessar skopmyndir af honum múhamed kallinum og stríðið í kringum það - og svo Eurovision og Silvía Nótt. Mjög fyndið - þetta er ca það eina sem kemst að hjá Íslendingum þesssa dagana - en gaman að það skuli vera tvennt! Og jafnvel nær fréttamiðillinn DV einstaka sinnum að hneiksla lýðinn svo mikið að fólki blöskrar!

Yfir til þín, Crusty

Nafnlaus sagði...

finnur þú ekkert fyrir þessum látum þarna úti?

HD

Nafnlaus sagði...

ætlar peyjinn að mæta á góugrilið 25 feb út í eyjum ???