Jájá, seisei,
Ekki mikið að frétta annað en að nú er ég útskrifaður í CRM enn eitt skiptið. Frekar rólegt næstu dagana og er ég mikið að spá í að skella mér til Madrid, meira um það síðar.
Góðar líkur á því að ég nái að fljúga eitthvað fyrir mánaðarmótin júní-júlí.
Áætlaðri heimkomu hefur verið seinkað um nokkra daga.
kv.
fimmtudagur, mars 30, 2006
sunnudagur, mars 26, 2006
Nú fer ég út í fyrramálið og kem heim aftur 16. apríl. Ekki fæ ég að hanga í hornunum á neinni ótemjunni þetta skiptið heldur á að rifja það upp fyrir okkur hvernig maður ber sig að við slíka hluti. Creepy Crawley verður heimilið næstu þrjár vikurnar, gerum bara gott úr því.
Bendi á fyrir alla þá fjölmörgu sem koma til með að vilja hringja í mig á næstu þrem vikum þá er UK símanúmerið mitt hér uppi í hægra horni
kveðja
Bendi á fyrir alla þá fjölmörgu sem koma til með að vilja hringja í mig á næstu þrem vikum þá er UK símanúmerið mitt hér uppi í hægra horni
kveðja
mánudagur, mars 20, 2006
Nú styttist í að maður hverfi af landi brott eitt enn skiptið. Nú er förinni heitið til fyrirheitna landsins........ ehemmmm Englands þar sem sitja skal námskeið í starfsháttum Excel Airways þar sem ég mun gera garðinn frægan í sumar. Ekki hef ég gert mikið af því að fljúga undanfarið og mun ekkert rætast úr því á næstu tveim mánuðum ef fram fer sem horfir. Meira um það síðar, kanski.
Kvennmannsleysinu á heimilinu var snarlega kippt í lag nýverið. Ég skellti mér í Blómaval og verslaði mér Heimilisfrið. Eftir að heim var komið gerði ég þau afdrifaríku afglöp að skíra blómið karlmannsnafninu Kjartan. Mér var svo bent á það af góðri vinkonu að það væri eitthvað skakkt við að blómið bæri karlmannsnafn. Því kippti ég snarlega í liðinn með því að afnefna blómið og vinn nú hörðum höndum að því að finna gott nafn á kellu, allar tillögur eru vel þegnar.
Svo er strákurinn bara allur að verða HEL KÖTTAÐUR, enda er tekið svo svaðalega á því í ræktinni að nýr standard hefur verið settur, skilst að WC sé að frjárfesta í þyngri lóðum þessa dagana.
Mikið hefur verið eldað á heimilinu síðan síðast. Í gær tók ég mig til og bauð hjónunum í mat. Er ég alveg sérlega stoltur af eftirréttinum sem ég eldaði frá scratch eins og sagt er á vondu máli. Súkkulaði soufflé var það heillin og tóks svona líka sérlega vel. Ég ætlaði að setja mynd með en hún bara vill ekki koma.
kv.
Kvennmannsleysinu á heimilinu var snarlega kippt í lag nýverið. Ég skellti mér í Blómaval og verslaði mér Heimilisfrið. Eftir að heim var komið gerði ég þau afdrifaríku afglöp að skíra blómið karlmannsnafninu Kjartan. Mér var svo bent á það af góðri vinkonu að það væri eitthvað skakkt við að blómið bæri karlmannsnafn. Því kippti ég snarlega í liðinn með því að afnefna blómið og vinn nú hörðum höndum að því að finna gott nafn á kellu, allar tillögur eru vel þegnar.
Svo er strákurinn bara allur að verða HEL KÖTTAÐUR, enda er tekið svo svaðalega á því í ræktinni að nýr standard hefur verið settur, skilst að WC sé að frjárfesta í þyngri lóðum þessa dagana.
Mikið hefur verið eldað á heimilinu síðan síðast. Í gær tók ég mig til og bauð hjónunum í mat. Er ég alveg sérlega stoltur af eftirréttinum sem ég eldaði frá scratch eins og sagt er á vondu máli. Súkkulaði soufflé var það heillin og tóks svona líka sérlega vel. Ég ætlaði að setja mynd með en hún bara vill ekki koma.
kv.
þriðjudagur, mars 07, 2006
Loks koma myndir af drossíunni. Sý fyrsta er af Steindóri nokkrum meðeiganda þar sem hann stendur stoltur við trjónu gripsins. Proppinn vantar á en það hefur ekki valdið neinum vandamálum enn sem komið er.
Hér ber að líta bensíngjöf og proppskaft.... purrrrrrrrrrr þetta er verklegt......
Mælaborðið í allri sinni fegurð. Skilur einhver rússnesku?
Tinni og Skafti eða Skapti
Það er greinilega margt sem gerist þegar ég er að heiman. Þessi mynd er tekin úr falinni myndavél sem komið var haglega fyrir í fataskápnum í herberginu mínu.
kv.
Hér ber að líta bensíngjöf og proppskaft.... purrrrrrrrrrr þetta er verklegt......
Mælaborðið í allri sinni fegurð. Skilur einhver rússnesku?
Tinni og Skafti eða Skapti
Það er greinilega margt sem gerist þegar ég er að heiman. Þessi mynd er tekin úr falinni myndavél sem komið var haglega fyrir í fataskápnum í herberginu mínu.
kv.
mánudagur, mars 06, 2006
miðvikudagur, mars 01, 2006
Jájá, ekki mikið að segja enda er maður heima þessa stundina. Kíkti í stutta heimsókn til Eyja í dag. Þar voru allir kátir, þeir sem eftir eru allavegana. Átti ekki erindi sem erfiði en þannig er það bara.
Annars eru þó stórtíðindi af mér sem ég man nú í einni svipan. Eftir að hafa lagst undir feld (bútasaumsteppi sem mamma saumaði) hef ég ákveðið að versla mér hlut í flugklúbbi. Hér er ekki um hvaða flugklúbb sem er að ræða heldur sá eini sem vit er í. Klúbbur sá er um ræðir ber ekkert nafn að því er ég best veit en á tvær svölustu einkaflugvélar landsins og svo víða væri leitað. Nú erum við ekki að tala um neitt venjulega rjómabúðinga með flata mótora heldur Rússneskar YAK18 og YAK52 sem báðar bera stjörnuhreyfla. Meira um þetta síðar.
Þessa öðlinga hitti ég svo á leiðinni frá Bakka í dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)