miðvikudagur, mars 01, 2006


Jájá, ekki mikið að segja enda er maður heima þessa stundina. Kíkti í stutta heimsókn til Eyja í dag. Þar voru allir kátir, þeir sem eftir eru allavegana. Átti ekki erindi sem erfiði en þannig er það bara.
Annars eru þó stórtíðindi af mér sem ég man nú í einni svipan. Eftir að hafa lagst undir feld (bútasaumsteppi sem mamma saumaði) hef ég ákveðið að versla mér hlut í flugklúbbi. Hér er ekki um hvaða flugklúbb sem er að ræða heldur sá eini sem vit er í. Klúbbur sá er um ræðir ber ekkert nafn að því er ég best veit en á tvær svölustu einkaflugvélar landsins og svo víða væri leitað. Nú erum við ekki að tala um neitt venjulega rjómabúðinga með flata mótora heldur Rússneskar YAK18 og YAK52 sem báðar bera stjörnuhreyfla. Meira um þetta síðar.

Þessa öðlinga hitti ég svo á leiðinni frá Bakka í dag.

Engin ummæli: