laugardagur, apríl 29, 2006
kv
þriðjudagur, apríl 25, 2006
sunnudagur, apríl 16, 2006
Kem annars heim annað kvöld
kveðja
sunnudagur, apríl 09, 2006
Konan í næsta bás hjálpar okkur að skilja í hvaða röð miðarnir verða spilaðir, ekki veitir af því ég hef ekki spilað Bingó síðan fyrir löngu og þetta er einhvernvegin allt öðruvísi. Tölurnar glymja í hátalarakerfinu, gamlar konur með sígarettuna í annari og bingóspjaldið í hinni mynna helst á áhorfendur á tennisleik þar sem höfuðið sveiflast milli þess að horfa á skjáinn með tölunni og spjaldið.
Okkar leikur er ekki byrjaður þannig að við bregðum okkur frá til að kaupa bingópenna. Á undan okkur gengur kona með fullan disk af frönskum og einhverju sem lítur út fyrir að vera stórasystir pulsunnar en litli bróðir bjúgans. Einhverskonar saussage er það en ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hversu marga daga það hafi legið frammi eftir að það var eldað.
Bingósalurinn er nákvæmlega eins og ég var búinn að sjá hann fyrir mér. Mikil og sterk lýsing, teppi á gólfinu, ljós bleikur litur ráðandi, básar með fjórum sætum hver og í hverjum bás lítill hátalari þar sem tölurna streyma áfram endalaust. Allir reykjandi, einhvernvegin mistur í salnum en samt ekki, lyktin fer þó ekkert á milli mála. Samt á einhvern sérstakan hátt er staðurinn mjög snyrtilegur.
Við reynum að falla í hópinn, haga okkur eins og lókallinn en enhvernvegin erum við eins og aðkomumenn í kjörbúðinni á Tálknafirði, það sjá það allir að við erum drullu nervus og höfum ekki hugmynd um hvernig við eigum að haga okkur.
Nú er komið að okkar leik. Stjórnandinn er kominn í púltu og þylur upp endalausa bunu af leiðbeiningum og reglum sem sjálfsagt allir þekkja nema við en allir skilja nema við. Stjórnandinn heldur svo uppi léttu spjalli við sjálfan sig í um 15 sekúntur. Gömlu konurnar horfa á hann aðdáunaraugum og hugsa á milli þess sem þær sjúga á sígarettunum, “bara ef hann væri minn, hann er svo myndalegur, besti bingóstjórnandinn í West Sussex og þó víða væri leitað!”.
“Forty four, all the fours, four and four, sixteen, one and six, one six”, leikurinn er byrjaður, betra að hafa athyglina við það sem máli skiptir. Tveir og hálfur tími líða eins og fingri hafi verið smellt en engan vinning höfðum við uppúr þessu í þetta skiptið.
Þegar ég leggst svo á koddann um kvöldið hugsa ég með mér “Hvað gerði ég í dag?” Eftir stutta umhugsun var svarið ljóst, jú “Ég spilaði BINGÓ!”
Þetta var í fyrradag. Í gær reyndum við svo fyrir okkur á hundaveðhlaupi niðrí Hove. Öllum tókst okkur að vinna smáræði en komum þó flest út í mínus.
sunnudagur, apríl 02, 2006
Næst fer ég á námskeið 9. apríl, frí þangað til. Þá verður mér kennt að opna hurðir og hoppa út úr flugvéla án þess að hafa landgang, yyyyeeeeeeeeeeeeeeeeeeha.
Búinn að finna mér mótorhjólaleigu inní london, er að spá í að skella mér á hjól í nokkra daga og sjá hvert fákurinn ber mig.
Madrid fór út í veður og vind þegar ekki náðust samningar um viðráðanlegt verð á flugmiðum þangað.
kv
Næst fer ég á námskeið 9. apríl, frí þangað til. Þá verður mér kennt að opna hurðir og hoppa út úr flugvéla án þess að hafa landgang, yyyyeeeeeeeeeeeeeeeeeeha.
Búinn að finna mér mótorhjólaleigu inní london, er að spá í að skella mér á hjól í nokkra daga og sjá hvert fákurinn ber mig.
Madrid fór út í veður og vind þegar ekki náðust samningar um viðráðanlegt verð á flugmiðum þangað.
kv