Hjólaklúbbur 101 hefur hafið göngu sína í fjarveru eins aðal sprotans. Ómar Extreme er erlendis en það heldur seint aftur af Bjarna Bike (aka. Grandmaster BB) í að skipuleggja ferðir um 101 og nágrenni. Bjarni Bike fékk sér hjól og hefur vart stigið af því síðan. Nú fyrir nokkrum dögum var ég dreginn í hjólatúr þegar ég heldur hefði viljað horfa á Lost. Miskun er orð sem finnst ekki í annast feiknar fjölbreittum orðaforða Grandmaster BB þannig að ég gaf mig á endanum. Ég pumpaði því í hjólbarða Garðars Fiskimanns og smellti mér á bak. Við komum við hjá Magga Marathon og tókum svo skemtilega ólögulegan hring um miðbæinn. Þegar öllu var á botninn hvolft reyndist þetta mjög gott framtak hjá BB því veðrið var hið ákjósanlegasta og hjólatúrinn því meira en lítið hressandi.
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli