Nú er Steini bringuhársrolla eitthvað að skjóta á mig. Ég sé mig knúinn að svara þessum árásum á heiðarlegan og opinskáan hátt. Með skrifum mínum mun ég hrekja allt það sem Steindór segir í út á auðar freðmýrar Síberíu. Hann mun svo að öllum líkindum svara þessum skrifum mínum með sínum staðreyndum (sem eru allar hugarburður og tóm þvæla þó hann trúi á þær í barnslegri blindni sinni). Þeim skrifum mun ég svo svara með málefnalegum rökum og léttu gríni sem mun grafa trúverðugleika Steindórs níu fet neðan torfu.
Hvað um það. Í pósti þeim sem ég skrifaði mánudaginn 24. júlí stendur orðrétt "Ég tók strax eftir 26 nýjum bringuhárum..." Þarna kemur hvergi fram að engin bringuhár hafi verið til staðar fyrir. Þó Steindór sé með eitthvað í líkingu við kjarr hálendis íslands á bringunni þýðir ekki að það sé eitthvað til að státa sig af. Menn skulu fara varlega í það sem þeir velja sér að vera stoltir af. Það er oft svo að vanti mönnum eitthvað á einum stað þá bætir náttúran það upp annarstaðar. Það þýðir ekki að maður eigi að vera ganga um stræti og torg og státa sig af því.
Eitthvað ræðir Steindór um minnimáttakennd. Ég á erfitt með að svara þessu en ég veit það bara að það líður yfirleitt yfir gellurnar í ræktinni þegar ég mæti þangað í spandexgallanum. Ekki er það minnimáttakennd mín sem fær þær til að gleyma stað og stund!
Ég læt hér tvær myndir fylgja, dæmi hver fyrir sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Djöfull ertu lélegur í Photoshop
Krull krull
"once you go black you never go back"...ertu með drauma um að svo verði með þig ??
Skrifa ummæli