Allir eiga sína ljóshærðu stundi, hvort sem menn/konur eru yfir meðallagi greind, eins og ég, eða ekki. Í gær átti ég eina slíka.
Fyrir margt löngu fékk ég viðbjóð og ógeð af matnum sem okkur er boðið uppá í flugvélunum. Sniðugur strákurinn fór því að taka með sér Myoplex próteinhræringa í flug, óhrærða að sjálfsögðu. Var ég nú staddur á jörðinni í Tenerife í gær og hugsaði sem svo að kjörið væri að nota dauðan tíma til að hrista sér einn ískaldan hræring (maður fær vatn í munnin við tilhugsunina). Hristingurinn fer fram eftir kúnstarinnar reglum og geymi ég svo hristingsdolluna mér við hlið þar sem ég hugsaði með mér að kjörið væri að láta klakana sem ég bætti í dallinn kæla hræruna þar til við værum komnir í farflugshæð. Þar sem við erum að klifra í gegnum 24.000 fetin verður mér hugsað til hrærunnar og hveru sárlega svangur ég væri orðinn. Þótti mér þá tilvalið að hrista aðeins betur upp í hrærunni til að hún mundi ná kjör hitastigi og optimum blöndu þegar í efri lög himinhvolfsins væri komið. Þarna gríp ég dunkinn og hefst handa við að hrista. Það sem ég leiði hugan EKKI að á þessum tímapunkti er að dunkurinn er svo þéttur að segja mætti að ég hafi haft sýnishorn loftþrýstings við sjávarmál þarna í höndunum. Þar sem innan veggja vélarinnar vorum við farin að nálgast á þriðja þúsund fetin þá hafði lokið óhemju tendens að skjótast af. Það er einmitt það sem gerðist. Þar sem ég hristi af öllum lífs og sálar kröftum skaust lokið að mestu leiti af og hræran út um allt. Á buxurnar mína, töskuna mína, aðflugskortin, hendurnar, bindið mitt sem ég var ekki einusinni með á mér, QRH-inn (fyrir þá sem vita), meira að segja á gluggann. Hátæknibúnaður flugvélarinnar slapp að öllu leiti enda var ég nógu greindur til að hrista ekki í þá áttina.
Fluffurnar hlógu að mér þar til ég sletti á þær.....
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Með eindæmum gáfaður
Krullan - hin eina sanna
Flottur, nu pullaru tetta a einhvern leidinlegan captain..
h-man
Var myoplexid med sukkuladi, jardaberja eda vanilubragdi?
Skrifa ummæli