Nú sé ég að það þykir móðins að skrifa annál um liðið ár. Þar sem ég er gerilsneiddur öllum frumlegheitum ætla ég að herma. Þeir sem vilja kvarta geta skrifað bréf, sett það í umslag og stílað á Who Fukking Cares. Ég biðst afsökunar á frönskunni minni.
Árið hófst í Indónesíu, þar fór ég á brimbretti og flaug flugvél.
Í Febrúar kom ég heim og fór í tveggja mánaða frí.... WÁ hvað ég þurfti á því að halda eftir erfiða törn í pílagrímafluginu.
Í mars málaði ég stofuna, það tók viku.
Í apríl hófst ströng þjálfun á flugvélar Excel airways. Svokölluð "Proper training" var framkvæmd á okkur.
Í Júni fór ég svo að vinna fyrir laununum aftur og heimsótti held ég bara allar eyjar í gríska hafinu sem hafa á annað borð flugvöll.
Í október var ég í fríi.
Í nóvember og desember lærði ég á nýja flugvél.
Nú á næstu dögum fer ég svo til Bangladesh í stuðið þar. Handakriki alheimsins, en alltaf gaman að sjá öðruvísi staði.
kv
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já - árið þitt hefur verið ansi krefjandi og merkilegt þykir mér....
HD
Skrifa ummæli