föstudagur, apríl 20, 2007

Áhugaverð tölfræði kom fram á vef Vísi.is, nefnilega:

Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association.

Í hverjum milljón flugferðum á Vesturlöndum verða að meðaltali 0,65 prósent alvarleg slys. Í Rússlandi er meðaltalið 8,6 prósent. Það er helmingi hærra en í Afríku. Ástæðurnar eru sagðar skortur á þjálfun áhafna, slæmt veður og léleg fjarskipti. Einnig nota mörg flugfélög gamlar og úr sér gengnar vélar.

En ég fer til Taipei á morgun þannig að það er óhætt að segja að ég sé vel óhultur.

Það verður svo að viðurkennast að spennu er farið að gæta í herbúðum minna manna yfir heimkomu minni. Heimkoman verður þó að öllum líkindum skammvinn, örfáir dagar því ég er að spara mér aukalega unna daga fram á sumar þegar sól og steikjandi hiti mun ráða ríkjum á klakanum.

Svo er það auðvitað stóra málið heima þessa dagana:
Stúlka nokkur í vogunum sótti um stúdentaíbúðir nýverið. Þótti henn nóg komið af kjallaravist í híbýlum foreldra sinna og var foreldrunum satt best að segja orðið nóg boðið af langsetu hennar inná heimili þeirra.
Ekki stóðu til miklar vonir um að húsnæði fengist fyrir stúlkuna, en í andstöðu við allt sem eðlilegt þykir reyndist biðlistinn ekki langur og stúlkan fékk íbúð. Grafarvogurinn er framtíðin og því eins gott að hún eigi bíl sem hægt er að aka með einu auga.
Ritstjórnarskrifstofa Peyjans vill óska Röggu til hamingju

kv

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neihh er Ragga litla bara að fara að flytja að heiman?
Til hamingju Ragga með næsta skrefið í lífinu :)
Kv Helga Dröfn