sunnudagur, maí 20, 2007

Jæja, skammast mín fyrir að vera farinn að dragast aftur úr öðrum bloggurum í framtakssemi og ætla því að smella einhverju hérna inn, skiptir ekki hvort það sé satt eða logið.

Ég er rótin að stjórnarkreppunni á Íslandi í dag. Ég fór ekki að kjósa og þar af leiðir að Haaaarde og Rúnka eru í þeim viðræðum sem fara fram þessa dagana.
Hefði ég hinsvegar kosið hefði rauðhærði gaurinn með skeggið og fyndni lagahöfundurinn á litla bílnum fengið yfirgnæfandi þingmeirihluta og tekið á málunum um ókomin ár.
Ég byrjaði á könnun, sem Ragga frænka byrti á síðunni sinni, sem leiða átti í ljós hvaða flokk væri skynsamlegast fyrir mann að kjósa. Ég komst hinsvegar ekki lengra en spurningu þrjú því mér leiddist svo könnunin og hætti ég henni þessvegna. Þar að auki var orðið full seint að ákvarða hvað ég skyldi kjósa þar sem vika er síðan kosningarnar voru.

Ég hef fengið það staðfest undanfarnar tvær vikurnar að ég er lélegur í skvassi. Ég ætla hinsvegar að taka mig á í því og mæta fílelfdur til leiks næst þegar innanfélagsmót AAI fer fram hér í sandkassanum. Engin miskun, ekkert bull, bara blóð, sviti og tár.... ef ég nenni.

BISON er besti orkudrikkurinn í Mið Austurlöndum í dag. Af hverju? Vegna þess að hann inniheldur MAXIMUM POWER skv. utanáskrift dollunar sem ég er að drekka úr.

Ég tel mig hafa verið brautriðjanda SUDOKU íþróttarinnar á Íslandi. Fljótlega í kjölfar byrtingar SUDOKU þrautar á vefsíðu minni varð íþróttin hinsvegar mainstream og kastaði ég henni því frá mér eins og hráu úldnu kjöti er kastað fyrir hund. Nú þegar allir eru hinsvegar búnir að fá nóg hef ég fjárfest í SUDOKU bók og leysi gátur sem mest ég má.

Ég lýsi eftir uppskrift að hlöðnu grilli. Ég á reyndar ekki von á því að nokkur maður sem les þetta hafi góða hugmynd að slíku en trúin flytur fjöll og hef ég því ákveðið að halda í trúnna.

Kem svo heim 29. maí um miðjan eftirmiðdag með óskabörnum þjóðarinnar, Icelandair og Hjalta Grétars.

kv. í bili

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nohh styttist bara í karlfuglinn?

HD