föstudagur, júní 29, 2007

Enn og aftur í Riyadh, tveggja daga stopp. Ætla svosum ekki að eyða mörgum orðum í að segja frá því hversu gaman það er hér en ég hef allavegana verið iðinn við kolann að lesa bók, fara í sólbað, setja upp nýja myndasíðu og svo margt margt fleira.

Nú er það staðfest að ég hyggst nota allt það frí sem ég á inni núna í sumar. Það þýðir að næst þegar ég kem heim mun almenningur ekki losna við mig fyrr en 11 september, eða um það leiti sem ég hef alfarið gleymt hvernig á að sinna vinnuni sem borgar launin mín.
Ég vonast til að bæta úr útileguleysi síðasta sumars og auglýsi eftir fólki í útilegu. Kuglegrillið verður notað til hins ýtrasta og hver veit nema ég máli kanski herbergið mitt (HD!)!!

En mál málanna.... slepjan hefur verið slöpp undanfarið þannig að ég fór með viðskipti mín (ehem) annað. Slöpp tengingin þar sem ég er núna en fleiri myndir munu dælast inn smá saman.
http://www.flickr.com/photos/birkirorn/


kv.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Manilla netkaffi med tilheyrandi hafada mordodra Hald Life spilara. Stutt stopp og svo aftur til Riyadh thar sem eg hef verid sendur i utlegd vegna hroka og yfirgangs.

kv

föstudagur, júní 22, 2007

Í tilefni þess að ég sé á leiðinni til Brussel þá er þessi lauflétti leikur settur upp hér í boði Toblerone á Íslandi.

Lessur bíta gat í Brussel

Sá/sú sem getur sagt hvað þetta er/þýðir fær Toblerone stöng að gjöf við næstu heimkomu!

Reglur:
1. Skýrnarnafn má eigi vera Steindór eða Hjalti
2. Bannað að kjafta
3. Lögheimili skráð á Íslandi í Kjósa og Hnappadalssýslu eða nágrenni
4. Finnast harðsoðnu eggin hans Birkis góð! Virkilega góð!

kveðja

mánudagur, júní 18, 2007

Fréttatilkynning

Ég, Birkir Örn Arnaldsson, tilkynni hér með að ég hyggst ekki bjóða mig fram til embættis forseta íslands að þessu sinni. Ég þakka þrálátan kjaftagang og orðróm þess efnis en tel reynslu mína og yfirburðar gáfur koma að betri notum annarstaðar í þjóðfélaginu.
Ég vil nota tækifærið og lýsa stuðningi við Hr. Ólaf Ragnar Grímsson og spússu hans frú Dorrit Mússajeff. Þau eru landi og þjóð til sóma auk þess hversu krúttlegt það er þegar Dorrit talar íslensku. Ég tel það því farsælast fyrir ættjörð vora að þau sitji á stóli sem lengst.
Ég mun halda áfram að beita áhrifum mínum í þágu örvhentra og rauðhærðra sem og á vettvangi Menningarsögufélags Vilson Muga (MVM).
Ég vil afþakka öll blóm og kransa en teki við fjárframlögum að hámarki 10.000.000kr (tíu milljón krónur) á reikning minn í Glitni banka.

að lokum vitna ég í ónefndan höfund og segi " Stjórnmál eru skemmtanaiðnaður ljóta fólksins"

yðar hæstvirtur
BÖA

fimmtudagur, júní 07, 2007

Jólakúkurinn Hr. Hankey

Þar sem ég sat og borðaði nýeldaða smálúðu í worchester sósu og horfði á fréttir sjónvarpsins í gær 6/6/07 var gengið fram af mér.

Fréttin var um kúk og fréttamaður sjónvarpsins VAR Á STAÐNUM! Guði sé lof því kúkur flaut upp úr skólpræsi og það er nokkuð sem upplýst fréttaþjóð þarf að vita af. Ég átti nú bágt með að trúa þessu öllu saman en í beinni útsendingu (nánast) var allur vafi tekinn af. Mér til mikil léttis fékk ég að sjá nærmyndir af kúknum og hans kumpánum, en vantaði þó bara að fréttamaður potaði í kúkinn til að staðfesta að hann væri þéttur og vel mótaður eins og hann leit út fyrir að vera.

Húrra fyrir þeim sem kúkinn átti því svo virðist sem mataræði þess aðila sé vel balanserað og trefjaríkt. Við getum sagt með nokurri vissu að kúkurinn hafi átt upptök sín í Kópavogi, bara spurning hvort hann sé afurð sanns Kópavogsbúa eða gests utan sveitafélagsins. Sannarlega verðugt fréttaefni fyrir fréttþyrsta rannsóknarblaðamenn DV!


Nú spyr ég, er þetta það besta sem fréttastofa sjónvarpsins getur notað útsendingarbíl sinn í? Þurfti fréttamaður að vera "LIVE" frá kópavogi þar sem kúkur flæðir um stræti og torg? Þurfti að sýna kúkinn í nærmynd þannig að á sjónvarpinu varð hann ca. 24cm x 5cm á stærð? Er ég kanski bara tepra?



Aðspurður, neitaði Hr. Hankey að tjá sig um málið

sunnudagur, júní 03, 2007

Lasleiki, krankleiki og aumingjaskapur er yfirstaðinn. Alvara lífsins tekur þá við, lærdómur, heilbrigð hreyfing og hvað það annað sem mér dettur til hugar.
Ég fagnaði lokum veikinda minna með því að fara með Röggu frænku í bíó í gær á Pirates of the Carribean. Mjöööööööööööööööög löng mynd sem er svona bara lala.
Nú ætla ég að fara að raka mig

kv