mánudagur, júní 18, 2007

Fréttatilkynning

Ég, Birkir Örn Arnaldsson, tilkynni hér með að ég hyggst ekki bjóða mig fram til embættis forseta íslands að þessu sinni. Ég þakka þrálátan kjaftagang og orðróm þess efnis en tel reynslu mína og yfirburðar gáfur koma að betri notum annarstaðar í þjóðfélaginu.
Ég vil nota tækifærið og lýsa stuðningi við Hr. Ólaf Ragnar Grímsson og spússu hans frú Dorrit Mússajeff. Þau eru landi og þjóð til sóma auk þess hversu krúttlegt það er þegar Dorrit talar íslensku. Ég tel það því farsælast fyrir ættjörð vora að þau sitji á stóli sem lengst.
Ég mun halda áfram að beita áhrifum mínum í þágu örvhentra og rauðhærðra sem og á vettvangi Menningarsögufélags Vilson Muga (MVM).
Ég vil afþakka öll blóm og kransa en teki við fjárframlögum að hámarki 10.000.000kr (tíu milljón krónur) á reikning minn í Glitni banka.

að lokum vitna ég í ónefndan höfund og segi " Stjórnmál eru skemmtanaiðnaður ljóta fólksins"

yðar hæstvirtur
BÖA

Engin ummæli: