Fyrir um einu og hálfu ári tók strákurinn sig til og málaði glugga og gluggakistu í stofunni á íbúð sinni. Kjörið þótti honum þá að skilja opnanlega fagið eftir í um vikutíma eða svo. Nú einu og hálfu ári síðar þótti stráknum vera komnar kjöraðstæður til að klára að mála og það gerði hann. Húrra fyrir honum!
Nú situr strákurinn og nýtur þess að horfa á Stargeit í sjónvarpinu. Æsispennandi þáttarröð um stjörnuhlið sem mannkyninu hefur tekist að beisla og swingar sér út og suður um hinar ýmsu víddir alheimsins. Í dag..... veðursteinn hefur horfið og veðrið er alveg brjálað. Ekki gott þykir generálnum og sendir því tímateimið sitt til að ransaka. Á næstu þrjátíu mínútum kemur í ljós hvernig málin reddast, en það gera þau alltaf!
kveðja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
HEHEHEHEHEHe duglegur ertu hipp hipp húrra.... x 4
Kannski málar fyrir mig bútinn sem vantar að mála í tölvuherberginu okkar? það er liðið ár hjá mér líka.. rúmlega meiraðsegja.
Krulla
...og hvernig fór?! Þetta er æsispennandi.
Skrifa ummæli