Kláraði í gærkvöld að horfa á myndina "The last king of Scotland" með stórleikaranum Forest Whittager. Myndin fjallar um Idi Amin sem stjórnaði Uganda með harðri hendi áratuginn upp úr 1971 og tókst á þeim tíma að láta drepa um 300.000 manns. Skoskur læknir hálfpartinn lendir í því að verða aðal ráðgjafi Amin og svo framvegis... horfið á myndina ef þið viljið vita meira.
Hvernig tengist þetta mér svo allt saman. Fyrir það fyrsta þá hef ég komið til Súdan sem á einmitt landamæri að Uganda. Í öðru lagi fór Amin í útlegð til Saudi Arabíu þegar honum var sparkað af stóli og segir sagan að hann hafi notið þess að fá sér kaffibolla á Al Bilad hótelinu í Jedda, sem er einmitt sama hótel og ég hef margoft stundað gistinætur á. Í ofanálag segir sagan að bin Laden fjölskyldan eigi hótelið.
Þannig er líf mitt þétt ofið sögu Uganda.
Útferð á þriðjudag.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Góða ferð á fjarlægar slóðir
HD
Skrifa ummæli