Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem ég smurði brilljantíni í hárið og sprautaði vellyktandi í munn. Brosandi gekk ég út af hótelinu og í huga mínum voru sjónvarpsauglýsingar sem ég hef séð í gegnum tíðina. Aðlaðandi ungt fólk af gangstæðu kyni hittist í möntvaski og rómantíkin blossar. Klám og kossar næstu árin og allir hamingjusamir….
Ég var með fullan poka af skítugum fötum, langt um liðið síðan síðasti þvottadagur var. Spurðist fyrir og fékk punkt á kort þar sem sjálfsalaþvottahús væri, downtown
Væntingar mínar um þvottahúsarómantík a-la
Ég lét mig hafa það, enda allt orðið óhreint sem ég var með, hugsaði að það væri nú ekkert steitment þó maður sæist læðast um göturnar í þessu hverfi. Smokra mér inn í möntvaskið og les leiðbeiningarnar. Sure enough, það þarf klink og ég er með hverju nærri nóg af því!! “Dem, hvað
Geng ég yfir götu og kemst að því mér til mikillar geðshræringar að það sem skilaboðunum ljáðist að nefna var að
“Hvernig hagar maður sér í svona búð” hugsaði ég þar sem ég gekk inn, taka þetta á kúlinu kanski? Smurefni, böttplöggar, latexbúningar og titrandi hnefar upp um alla veggi. Harðkjarna hommaklámmyndir í sjónvarpinu og gúmmídúkka til sýnis. Er þetta Felix sem er að bera saman kosti Ultralube og Megalube? Ég spilaði mig kúl, “blessaður Felix”…… en þetta var ekki Felix. “Hvað var ég hvort eð er að heilsa” hugsa ég í þá mund er ég fer að telja flísarnar á gólfinu á leið minni upp að afgreiðsluborðinu. Hafði það af að skipta peningunum og koma mér út áður en fleiri afglöp áttu sér stað.
Eins og við var að búast sást ekki stakur kvennmannsskrokkur í möntvaskinu og strákurinn fór einn á kaffihús með hreina þvottinn sinn. Næst tek ég með mér Kók Zero….
Kv
4 ummæli:
Gastu ekki kennt gaurnum eitthvað í siglingafræði :-) Þetta er jafn dapurt og Lagos ferðin mín um daginn! Haltu áfram í baráttunni, kvenmaður mun leynast í stjörnuspánni fyrr en síðar ;)
kv. Champinn
Vei þeim manni sem lendir í ævintýrum og á ekki hreinar nærbuxur.
Haha, vá. Þetta er mjög líklega besta afsökun og sjálfslygi fyrir því að fara og versla í hommabúð, sem ég hef séð. Þetta er sennilega betri afsökun en þegar ég labbaði inn í hommabúðina á Akureyri og sagðist ætla að kaupa nagladekk á bílinn en labbaði út með tvo skröltandi hnefa og kassa af smurefni.
Þér fer fram kæri frændi. Bið að heilsa.
HEHEHEHE skemmtileg saga - og þú pjattrófan sjálf að geta ekki bara gengið þarna inn og náð þér í skiptimynt....
Krullan
Skrifa ummæli