mánudagur, desember 24, 2007

Jólahjól

Ég hef leitað víða en ekki fundið, tré sem rúmar gjöfina frá mér til mín.

Það er nú þannig að mitt mottó er að maður verður að elska og vera góður við sjálfan sig áður en maður getur beint svoleiðis að öðrum. Því vinn ég hörðum höndum að því að halda sjálfum mér góðum með gjöfum og góðri meðferð.
Eftir að hafa lagst undir feld, metið stöðu mína og smekk, skipt nokkrum sinnum um skoðun og að lokum tekið ákvörðun tók ég stefnuna upp í Mótor Max í Árbænum. Verslaði mér þar eitt svona:











Þið kunnið að spurja hvort ég sé virkilega svona lovable að ég gefi sjálfum mér svona..... ekki spurning!!!
Þannig að ég komi aftur að inngangi bloggsins þá væri það helst Oslóartréð sem hæfir glæsigrip sem þessum.

Pirrandi staðreind málsins er þó sú að nú er hávetur á Íslandi. Snjór, slydda og slabb hentar þessu ekki, þannig að sú ákvörðun var tekin að umboðið geymi fákinn fram í mars eða apríl þegar snjó hefur leyst og ég verð kominn með allan nauðsinlegan aukabúnað.
Ég get ekki beðið!!!!!



GLEÐILEG (hjóla)JÓL ÖLL SAMAN!!!!


kær kveðja
Birkir Örn

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu á maður að vera góður við sjálfan sig. Hver á annar að njóta manns?

Gleðilega hátíð

KRULLUS