miðvikudagur, febrúar 20, 2008

New York.... en ekki hvað!!!!
Það hefur staðið til núna í dágóðan tíma að koma hingað. Það loksins hafðist og var svo sannarlega tími til kominn, því viðbrögðin hjá fólki við því að ég hefði aldrei komið til Eplisins voru alltaf á sömu leið : "HAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!!!" Mjög svipað því þegar ég hafði ekki séð Top Gun myndina hér ekki fyrir margt löngu og fólk bókstaflega féll í stafi yfir slappleika og lúðalegheitum mínum. (fyrir þá/þær sem ekki vita þá er Top Gun oft á tíðum kölluð kóaramyndin, nenni ekki að útskýra það frekar).
Þetta hefur allt saman snarlega verið rektifikerað og það svo svakalega að ég er "fastur" í NY. Flygildið er í reglubundnu viðhaldi á heimastöð og fer ég því ekkert á meðan á því stendur.
Hef gert marg en annað ekki, engar frekari útskýringar fást að svo stöddu.

Nú kunna margir að spurja "hvernig finst þér svo.... þú sem ert svo veraldarvanur, hefur séð allt, reynt allt, gert allt, veist allt, oooooo.s.frv."
Svar mitt er eitthvað á þessa leið:
Það má leggja margar mælistikur á ágæti borga og komist að álíka mörgum mismunandi niðurstöðum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu. Veit að það eru fjölmargar teprurnar sem lesa blessað orð mitt og er ég svo dagfarsprúður að vilja ekki særa blygðunarkennd þessa fólks. Þessvegna vil ég biðja eftirfarnadi aðila að hverfa frá skjánum að svo stöddu:
Lalli
Hjalti
Eyfi

Nú... eins og ég var að segja. Hið fornkveðna segir "Honk if youre horny"..... Greddan í New York er ólýsanleg. Ég vill ganga svo langt að segja að greddan keyri borgina áfram af sýnum einstaka fítónskrafti og sé henni mikið að þakka hvar borgin stendur meðal annara borga í dag.
Er þetta ekki bara gott í bili ? ;)

kv.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Látum þetta duga í bili - þakka þér... Greddu York bíður eftir mér hehehehhehee.... og má bíða aðeins lengur. Á meðan getur þú velt þér uppúr greddunni og öllu hinu í hinni forboðnu borg..

HD

Nafnlaus sagði...

ég mótmæli því harðlega að vera kallaður tepra. þú verður "formattaður" þegar þú kemur heim næst, leggðu bara þann skilning í orðið sem þér hentar kallinn minn.
lalli

Nafnlaus sagði...

Tepra? ertu buinn ad gleyma thvi hvadan eg er?

eyfiator son of christ