þriðjudagur, október 21, 2008
föstudagur, júlí 11, 2008
Planið er að ég flytji mig til Kuala Lumpur í haust til eins árs eða svona hér um bil. Kanksi maður skrifi þá eitthvað um dvölina þar..... kemur í ljós.
Mynni annars á myndasíðuna mína, sjá hér til hægri
þriðjudagur, apríl 22, 2008
-Sjálfan mig
-Hjólið mitt
(mamma, pabbi, amma, afi.... þarf ekki að taka fram....)
Þegar ég er úti að vinna og allir félagarnir fara að sinna tilfinningaskyldunni, þá hringi ég í sjálfan mig.
Þegar vinirnir fá krúttleg sms frá kærustunum og brosa út í annað... því það er svo krúttlegt, þá sendi ég sjálfum mér SMS og brosi út í annað, því ég er svo mikið krútt.
Þegar vinirnir tala um litlu rassadúllu börnin sín, þá tala ég um stóra, mússímú hjólið mitt.
Þannig hef ég lært að lifa með öllum krúttlegheitunum sem eru í gangi í kringum mig. Eru ekki allir sáttir??
Svo þegar manni leiðist þá getur maður skoðað myndasögur um Mr. T
http://members.aol.com/Jsamoa99/TvsBarker3.html
Þetta er sjálfsagt síðasti kjánabloggurinn frá mér, því nú er stutt í að ég verði fullorðinn.
Muna svo laugardaginn!
laugardagur, apríl 12, 2008
Innlent | Morgunblaðið | 12.4.2008 | 05:30
Vorið kemur á þriðjudag
Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma,“ segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.
Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 2–3 vikur. „Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til,“ segir Árni.
Í dag er spáð góðu veðri en á morgun er von á snjókomu eða slyddu. En svo kemur vorið.
Prógrammið þessa dagana er annars einhvernvegin á þennan veginn.
Sofa út
Síðbúinn hádegismatur
Sólbað
Tennis
Ræktin
Sauna
Kvöldmatur
............
........
.
zzzzzzzzzzzzzzzz
þriðjudagur, mars 25, 2008
Ég bið því að heilsa, segi au revoir, þar til næst, verið hress, ekkert stress, bless bless, guð, jesús kristur og allar hans systur veri með ykkur. Næst þegar sést til mín á klakanum verð ég hel tanaður og þverköttaður....... eða svona hér um bil
adios gringos
sunnudagur, mars 23, 2008
Það tilkynnist svo hérmeð að afmælishátíðin, sem haldin verður 26. apríl næstkomandi, hefur fundið sér stað. Eftir langar og strangar samningaviðræður við veitingamenn í bænum varð Cafe Oliver niðurstaðan. Bjór verður dælt í ótæpilegu magni ofan í gaulandi iður æstra gestanna. Fyrir kenjaskítana sem ekki dreipa á öli verður tilboð á barnum til miðnættis.
Ég held það sé óhætt að segja að flestir, ef ekki allir, þeir sem lesa þetta rit og skilja það í þokkabót, séu velkomnir.
Svona til að hafa þetta skírt og skorinort:
LAUGARDAGINN 26. APRÍL 2008 KL. 20:00 Á CAFE OLIVER
miðvikudagur, mars 12, 2008
Jólahjólasumarið er hafið
Og þannig fór það svo í dag að ég sótti hjólIÐ.
Hvar sem ég fór snérust höfuð, stelpur runnu til í þeim sporum sem þær stóðu og allir karlmenn óskuðu þess að þeir væru ÉG. NEMA, þegar ég ók framhjá Verkfræðideild Háskóla Íslands. Verkfræðinámsnjerðir tvístraðir um allar trissur. Enginn leit við, allir voru þeir niðursokknir í forritanlegu reiknitölvurnar sínar og algórithma. Ég reyndi að aka þá niður, en öllum tókst þeim að besta sig undan mér með því að hlaupa í S beigjum, sem sjálfsagt líktust infinitífum lógarithmískum sínuskúrfum. Nörd, hugsaði ég, og ók á "Target ríkara" svæði.
Á laugaveginum stansaði ég um stund og heilsaði upp á Lalla (ekki Johns). Með góðum slatta af doubble teipi tókst honum að hemja kjálkann og slefið hætti stuttu síðar. Svo sagðist hann hata mig og hljóp kjökrandi á brott.
Þegar ég svo bakkaði mér svo út úr stæðinu og inn á götu, bókstaflega tæmdist spilatækjasalurinn Mónakó. Með Lalla Johns fremstan í flokki var umferð um götuna var stöðvuð til að hún truflaði ekki töffarann þar sem hann brunaði á brott.
Þar sem ég ók svo stefnulaust um bæinn átti ég leið um austurstrætið stuttu síðar. Viti menn, var ekki Lalli Johns mættur þangað og veifaði mér eins og villtur maður. Ég tók drotningaveifið á hann til baka.
Kíkti svo í kaffi. Þar var bara talað um mótorhjól..... hjólið mitt, öllum fanst það mikið gaman. Tók svo strauði til foreldranna, þar sem hjólið fékk lítilsháttar bað og fær svo að gista í skúrnum þar fyrst um sinn.
kv.