Innlent | Morgunblaðið | 12.4.2008 | 05:30
Vorið kemur á þriðjudag
Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma,“ segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.
Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 2–3 vikur. „Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til,“ segir Árni.
Í dag er spáð góðu veðri en á morgun er von á snjókomu eða slyddu. En svo kemur vorið.
Prógrammið þessa dagana er annars einhvernvegin á þennan veginn.
Sofa út
Síðbúinn hádegismatur
Sólbað
Tennis
Ræktin
Sauna
Kvöldmatur
............
........
.
zzzzzzzzzzzzzzzz
1 ummæli:
Ég tek eftir að það rúmast engin vinna í þessum plönum fyrir næstu daga.
HVAÐ GERIRIRÐU EIGINLEGA ÞARNA ÚTI?? Geturðu ekki bara verið heima hjá þér í þessari "leti"?
CRUSTY
Skrifa ummæli